Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2012, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2012, Blaðsíða 11
Öryrki eftir skógarmítil Fréttir 11Miðvikudagur 11. júlí 2012 n Skógarmítlar geta sýkt menn af sjúkdómum n Guðjón berst við taugasjúkdóm eftir bit vægt fyrir fólk að vera vart um sig. Ef það hefur verið á svæðum þar sem hann getur fundist þá að leita á húð­ inni í enda dags og svo er mikilvægt að leita líka á börnum. Við erum að sjá aukinn fjölda tilfella hér á landi og því má gera ráð fyrir því að þeim muni fjölga á komandi árum,“ seg­ ir hann. Skógarmítill er sýnilegur og því oft hægt að losa sig við hann áður en hann hefur borað sig inn í húðina. „Það hafa því allir tækifæri til þess að leita að honum og jafnvel slá hann af áður en hann er kominn inn,“ segir Vilhjálmur Ari. Þarf að skoða bólusetningar Heilbrigðisyfirvöld í mörgum lönd­ um hafa hvatt fólk til þess að láta bólusetja sig gegn þessum skað­ valdi. Hægt er að láta bólusetja sig hér á landi en það er ekki niður­ greitt. „Bólusetningar við þessu eru ekki niðurgreiddar og það er um­ hugsunarvert að þær eru töluvert dýrar. Fólk þarf að standa kostnað að bólusetningu sjálft og jafnvel koma nokkrum sinnum. Þetta þyrfti að skoða,“ segir Vilhjálmur Ari. Guðjón er sammála þessu. Hann hefur alls staðar komið að lokuð­ um dyrum innan heilbrigðiskerfis­ ins vegna sjúkdóms síns. Hann veit af eigin raun hvernig bit skógarmít­ ils hefur haft áhrif á líf hans. Hann gefst þó ekki upp og hefur leitað sér óhefðbundinna leiða í leit að lækn­ ingu. „Ég er ósáttur við hvað fólki er lítið hjálpað. Fólk hefur leitað til mín sem hefur farið til læknis og feng­ ið fúkkalyf við þessu og oft hafa það verið rangir skammtar. Það þarf að taka þessu alvarlega því það verður sífellt meira um þetta og skógarmít­ illinn er um allt hér á landi. Ég veit af bitum úti um allt land. Það er bara mánuður sem síðan ég frétti af síð­ asta biti og sá sem var bitinn fékk ranga meðferð hjá læknum.“ n „Ég er ósáttur við hvað fólki er lítið hjálpað Mikið veikur Guðjón hefur verið mikið veikur eftir að hann sýktist af Lyme-sjúkdómnum eftir bit skógarmítils. Hér sést hann með verkjalyf sem hann fékk hjá læknunum en hann seg- ir þau gagnlaus. Mynd EyÞór Árnason Þ etta ákvæði er andstætt stjórnarskránni og alþjóð­ legum skuldbindingum sem Ísland er aðili að,“ segir Ragnar Aðalsteinsson, lög­ maður Öryrkjabandalagsins, um 86. grein laga um kosningar til Al­ þingis. Öryrkjabandalag Íslands er ósátt við framkvæmd forsetakosn­ inganna sem fram fóru í lok í síð­ asta mánaðar. Vilja ógilda Ragnar hyggst leggja fram kæru, fyrir hönd Öryrkjabandalagsins, til þess að fá kosningarnar dæmd­ ar ógildar. Í 86. grein téðra laga, sem gildir einnig um forsetakosn­ ingar, kemur eftirfarandi fram: „Ef kjósandi skýrir kjörstjórn svo frá að hann sé eigi fær um að kjósa á fyrirskipaðan hátt sakir sjónleysis eða þess að honum sé hönd ónot­ hæf skal sá úr kjörstjórninni er kjós­ andi nefnir til, veita honum að­ stoð til þess í kjörklefanum, enda er sá sem aðstoðina veitir bundinn þagnarheiti um að segja ekki frá því sem þeim fer þar á milli.“ Mannréttindabrot Öryrkjabandalagið telur að þeir kjósendur, sem ekki geta greitt at­ kvæði vegna þeirra ástæðna sem fram koma í ákvæðinu, eigi að fá að velja aðstoðarmann sinn sjálfir. „Kjósandinn hefur engar ástæður til þess að treysta kjörstjórnarmann­ inum, sem fengið er það verk að greiða atkvæði fyrir hans hönd. Það er ekki í lagi að starfsmaður stjórn­ valda skuli vaka yfir því hvernig ákveðnir kjósendur greiða atkvæði,“ segir Ragnar. Guðmundur Magnús­ son, formaður Öryrkjabandalags­ ins, tekur í sama streng og Ragn­ ar. „Þetta er mannréttindabrot og stjórnarskrárbrot. Samkvæmt stjórnarskránni er það alveg kýr­ skýrt að forseti skuli kosinn leyni­ legri kosningu. Það er ekki leynileg kosning ef þér er fenginn einhver aðili á vegum stjórnvaldsins til að aðstoða þig. Rétt væri að kjós­ andinn réði því sjálfur hver aðstoð­ aði hann í kjörklefanum.“ ólíklegt Sigurður Líndal, prófessor í lögum, telur annmarkann ekki svo veru­ legan, að til ógildingar gæti komið. Hann segir að samkvæmt 86. grein­ inni sé kjörstjórnarmaðurinn, sem fenginn er til að aðstoða kjósand­ ann, bundinn þagnarskyldu. Þess vegna sé erfitt að sjá, að kosningin yrði eitthvað leynilegri fengi kjós­ andinn sjálfur að ráða hver aðstoð­ aði hann. „Hver er munurinn á því að opinber embættismaður, sem bundinn er strangri þagnarskyldu, sé fenginn til að aðstoða kjósandann og því, að fá aðila sem kjósandinn þekkir og er ekki eiðsvarinn?“ Og bætir við: „Þetta eru óttalegar hár­ toganir hjá félaga mínum, Ragnari Aðalsteinssyni. Þetta er voðalega langsótt.“ Hvað varðar þær „hártog­ anir“ segir Sigurður: „Ég kalla þetta stundum mannréttindafrekju. Það er alltaf verið að leita að einhverju til þess að andskotast í.“ sambærileg mál? 25. janúar árið 2011 komst Hæsti­ réttur að þeirri niðurstöðu að kosn­ ing til stjórnlagaþings væri ógild. Sigurður telur þessi mál ekki sam­ bærileg. „Þar var um að ræða miklu fleiri atriði. Það er allt annað. Þar voru kjörseðlarnir nánast gegnsæir og kjörkassar meira eða minna opnir. Þetta er alveg ósambærilegt.“ Einn kjósandi, Freyja Haralds­ dóttir, fékk leyfi til þess að fá aðstoð frá aðila sem hún valdi sjálf í stað þess að henni væri skipaður kjör­ stjórnarmaður til aðstoðar. Hún er eini kjósandinn sem fékk slíka með­ ferð. Aðspurður um þá mismunun segir Sigurður: „Það er svo allt ann­ að mál. Þetta finnst mér aðfinnslu­ vert. Það eiga að vera ein lög og einn siður, eins og sagt var á Alþingi árið 1000. Þetta er ekki nógu alvar­ legt til þess að ógilda kosningarnar. Ef svona lítil atriði gætu leitt til ógildingar væri beinlínis hættulegt að halda kosningar. Nema auðvitað að það hefði munað einu atkvæði.“ En hvað myndi gerast ef Hæsti­ réttur kæmist að þeirri niðurstöðu að kosningin væri ógild? „Þá þyrfti bara að byrja upp á nýtt. Ég sé enga aðra leið. Það yrði bara að kjósa upp á nýtt, eins og átti að gera með stjórnlagaþingið.“ n Skiptar skoðanir um hvort kjósa þurfi upp á nýtt „Þetta eru ótta- legar hártog- anir hjá félaga mínum, Ragnari Aðalsteinssyni. Baldur Eiríksson blaðamaður skrifar baldure@dv.is Efast Sigurður Líndal segist vera orðinn þreyttur á „mannréttindafrekju“ sumra landsmanna. „Það er alltaf verið að leita að einhverju til þess að andskotast í,“ segir hann. aftur í framboð? Ef kröfur Öryrkjabandalagsins ná fram að ganga hefst ný kosningabarátta. „Óttalegar hártoganir“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.