Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2012, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2012, Blaðsíða 12
12 Fréttir 11. júlí 2012 Miðvikudagur Á LAUNUM ÆVILANGT S ex fyrrverandi hæstaréttar­ dómarar njóta fullra launa þrátt fyrir að vera hættir störf­ um. Dómararnir fá greidd laun til jafns við starfandi dómara og eru réttindi þeirra talsvert meiri en annarra launþega, hvort sem litið er til ríkisstarfsmanna eða fólks á almenn­ um vinnumarkaði. Jón Steinar Gunn­ laugsson hæstaréttardómari mun bæt ast í hóp þessara fyrrverandi dóm­ ara í október næstkomandi eftir átta ára starf sem og Garðar Gíslason eftir tuttugu ára starf. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segist hafa átt í við­ ræðum við bæði Jón Steinar um starfs­ lok hans en hann segist veita honum lausn að hans eigin ósk. Fundaði með Jóni Steinari Ögmundur bendir á að hefð hafi skap­ ast fyrir því að veita dómurum lausn á grundvelli stjórnarskrárinnar en að endurskoða þurfi hana. „En hvað Jón Steinar Gunnlaugsson áhrærir þá er ekkert óvenjulegt að gerast í hans til­ viki, síður en svo. Þetta er í samræmi við Stjórnarskrá, lög og venjur,“ seg­ ir Ögmundur í svari við fyrirspurn DV um starfslok Jóns Steinars. „Við áttum fund um þetta mál svo og ráðuneytis­ stjóri og niðurstaðan varð sú að Jóni Steinari yrði veitt lausn frá störfum.“ Garðar lætur einnig af störfum samkvæmt 61. grein stjórnarskrár­ innar og á því einnig rétt á fullum launum til æviloka. Hann hóf störf við Hæstarétt fyrir 20 árum síðan og læt­ ur af störfum þar sem hann má ekki starfa lengur í dómnum samkvæmt vegna aldurs. Hann verður sjötugur í október og dómarar mega ekki starfa lengur en það. Eftirlaunarétturinn líka sterkur Það er ekki bara sérákvæði í stjórnar­ skránni sem tryggir núverandi hæsta réttardómurum fullar greiðsl­ ur eftir að þeir hætta störfum. Eftir­ launalög frá 2003, sem nú hafa ver­ ið afnumin, tryggja þeim dómurum sem voru teknir til starfa áður en lögin voru afnumin árið 2009 rétt til ríkulegra eftirlauna. Lögin voru mjög umdeild á sínum tíma en samkvæmt þeim safna dómarar sér eftirlauna­ réttindum talsvert hraðar en aðrir launþegar. Þeir dómarar sem taka við af Jóni Steinari og Garðari munu því ekki njóta sömu eftirlaunaréttinda fái þeir ekki lausn samkvæmt 61. grein stjórnarskrárinnar. Ögmundur bendir á, að með því að halda áfram að þiggja laun í stað eftir launa fyrirgeri fyrrverandi dómar­ ar í Hæstarétti rétti sínum til að þiggja eftirlaunagreiðslur. „Láti hæstarétt­ ardómari hins vegar af störfum sam­ kvæmt 61. greininni eiga þeir ekki rétt á greiðslum úr B­deild LSR,“ segir Ögmundur. Samkvæmt upplýsingum frá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins geta þeir fyrrverandi hæstaréttardóm­ arar sem þiggja eftirlaun mest fengið 80 prósent af launum dómara hverju sinni auk þeirra réttinda sem þeir hafa safnað vegna annarra starfa. Það þýð­ ir að dómarar sem láta af störfum geta vegið og metið hvort hagstæðara sé fyrir þá að fá lausn samkvæmt stjórn­ arskránni eða að láta af störfum og þiggja eftirlaun. Leifar gamalla tíma Ögmundur segir ákvæði stjórnar­ skrárinnar vera barn síns tíma og að breytingar séu yfirvofandi. „En eins og ég segi þá erum við að halda inn í nýja tíma að þessu leyti og er það vel,“ segir Ögmundur um málið. Vís­ ar hann þar væntanlega til tillagna stjórnlagaráðs um nýja stjórnar­ skrá sem liggur fyrir Alþingi. Stjórn­ lagaráð leggur til að sérstök réttindi hæstaréttardómara sem varin eru í stjórnarskránni verði afnumin. Til­ lögur ráðsins liggja fyrir þinginu en enn hafa þær ekki verið afgreiddar. Þrátt fyrir að breytingar hafi ver­ ið gerðar á stjórnarskránni og eft­ irlaunaákvæðum í lögum hefur aldrei verið haggað við rétti hæsta­ réttardómara til eftirlauna. Réttur dómaranna er umtalsvert meiri en annarra einstaklinga, hvort sem litið er til þeirra sem starfa fyrir ríkið eða þeirra sem starfa á almennum vinnumarkaði. Tveir á venjulegum eftirlaunum Þegar hafa stöður Jóns Steinars og Garðars verið auglýstar af innanrík­ isráðuneytinu. Ráðuneytið þarf lík­ lega að auglýsa fleiri stöður hæsta­ réttardómara á komandi mánuðum og árum þar sem fleiri dómarar nálgast eftirlaunaaldurinn. Samkvæmt upplýsingum frá innan ríkisráðuneytinu og Lífeyris­ sjóði starfsmanna ríkisins eru átta fyrrverandi hæstaréttardómarar á lífi. Aðeins tveir þeirra fá greidd eftirlaun samkvæmt almennum lögum um eftirlaun hæstaréttar­ dómara. Það þýðir að aðeins tveir af þessum átta fyrrverandi dómur­ um hafa fengið lausn frá embætti á öðrum grundvelli en 61. greinar stjórnarskrárinnar. Hinir sex eiga allir rétt á fullum launum hæsta­ réttardómara eins og þau eru hverju sinni og hækka því launin í takt við ákvarðanir kjararáðs. Í hverjum mánuði eru því greiddar út um það bil 5,3 millj­ ónir króna í launakostnað vegna fyrrverandi hæstaréttardómara. Á meðan þarf að sjálfsögðu að greiða n Sex fyrrverandi hæstaréttardómarar fá ennþá greidd full laun n Rétturinn tryggður í stjórnarskrá Velja Hæstaréttardómarar hafa hingað til getað valið hvort þeir fái lausn samkvæmt stjórnarskránni eða láti af störfum og fari á eftirlaun. MYND GUNNAR GUNNARSSON Á fullum launum hjá ríkinu Þessir fyrrverandi dómarar njóta fullra launa þrátt fyrir að hafa látið af störfum fyrir Hæstarétt. Laun þessara einstaklinga taka mið af launum hæstaréttardómara hverju sinni eins og þau eru ákveðin af kjararáði. Aðeins tveir fyrrverandi dómarar fá greiðslur úr Lífeyrissjóði Starfsmanna Ríkisins og fengu þeir ekki lausn samkvæmt 61. grein stjórnarskrárinnar. Þór Vilhjálmsson Lét af embætti: 30.6.1995 Þór var skipaður dómari við Hæstarétt árið 1976 en áður var hann borgar- dómari. Hann var einnig prófessor við lagadeild Háskóla Íslands um níu ára skeið. Hann hefur verið forseti Hæstaréttar og setið sem dómari í Mannréttindadómstól Evrópu. Hjörtur Torfason Lét af embætti: 15.12.2000 Hjörtur var settur dómari við Hæstarétt í nokkra mánuði árið 1988 en var svo skipaður dómari við réttinn árið 1990. Hann hafði áður verið ráðunautur stóriðjunefndar og iðnaðarráðherra. Hann hefur einnig starfað á lögfræðistofu og verið stundakennari við Háskóla Íslands. Haraldur Henrysson Lét af embætti: 24.6.2003 Eftir að hafa verið skipað- ur sakadómari í Reykjavík árið 1973 var Haraldur settur hæstaréttardóm- ari í nokkra mánuði árið 1988 áður en hann var skipaður dómari við réttinn 1999. Hann starfaði áður sem fulltrúi hjá bæjarfógetanum í Keflavík og Kópavogi. Guðrún Erlendsdóttir Lét af embætti: 3.2.2006 Guðrún var skipuð í Hæsta- rétt fyrst kvenna árið 1986. Áður hafði hún starfað í tæpt ár sem settur dómari við réttinn. Fyrir dóm- arastörf sín starfaði hún sem dósent við Háskóla Íslands. Hrafn Bragason Lét af embætti: 4.7.2007 Eftir að hafa starfað sem borgardómari var Hrafn skipaður hæstaréttar- dómari árið 1987. Hann var forseti Hæstaréttar á árunum 1994–1995. Áður en hann settist í dómarasætið var hann lögfræðingur Neytendasamtakanna og stundakennari við Háskóla Íslands. Hjördís Björk Hákonardóttir Lét af embætti: 28.5.2010 Hjördís var skipaður dómari við Hæstarétt árið 2006. Hún hafði áður starfað sem borgar- dómari og héraðsdómari í Reykjavík auk þess að vera dómstjóri við Héraðsdóm Suðurlands. Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.