Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2012, Blaðsíða 14
Þ
ann 6. nóvember næstkom
andi munu Bandaríkja
menn kjósa sér forseta til
næstu fjögurra ára og ljóst
er að kosningabaráttan verður
afar hörð fram á síðasta dag. Þó
sitjandi forseti, Barack Obama,
mælist um þessar mundir með
nokkuð forskot á keppinaut sinn
úr Repúblikanaflokknum, Mitt
Romney, hafa verið töluverðar
sveiflur í skoðanakönnunum upp
á síðkastið.
Slæmt atvinnuástand
Stærsta mál kosningabaráttunnar
er vafalaust viðreisn efnahagslífs
ins og atvinnuþróun í landinu en
atvinnuleysi mælist nú um 8,2 pró
sent. Þetta kann að reynast Obama
erfitt enda hefur enginn forseti
Bandaríkjanna verið endurkjörinn
við meira en 7,4 prósenta atvinnu
leysi frá lokum seinni heimsstyrj
aldar. Þrátt fyrir atvinnuástandið
mælist Obama þó með um 5 pró
senta fylgi umfram Romney sem
bendir til þess að áherslur hans í
kosningabaráttunni séu að skila
árangri. Upp á síðkastið hafa
Obama og fylgismenn hans beint
spjótum sínum að framgöngu
Romneys í viðskiptaheiminum.
Gjaldþrot og gróði
Romney er forríkur og hlaupa auð
æfi hans á hundruðum milljóna
Bandaríkjadala. Hann fæddist inn
í sterkefnaða fjölskyldu og hagn
aðist gífurlega á umsvifum sínum í
fjármálageiranum uns hann sneri
sér að öðru skömmu fyrir aldamót.
Demókratar segja hann ekki vera í
nokkru sambandi við bandarískan
almenning auk þess sem bent hef
ur verið á að hann borgar mun lægri
skattprósentu af tekjum sínum en
hinn almenni launþegi í landinu af
því að tekjur hans eru fjármagnstekj
ur. Honum er einnig legið á hálsi fyr
ir að hafa tekið yfir vel stæð fyrirtæki,
skuldsett þau og keyrt þau í þrot en
hagnast sjálfur af öllu saman. Þannig
telja demókratar að Romney hafi
hingað til fremur fengist við að fækka
störfum en að skapa þau.
Aflandsfélög og skattaskjól
Mikil leynd hvílir yfir persónuleg
um fjárhag Mitts Romney. Andstæð
ingar Romneys hafa gagnrýnt hann
harkalega fyrir að leyna upplýs
ingum um eignir sínar í Banda
ríkjunum og í skattaskjólum á er
lendri grundu. Einn helsti ráðgjafi
Obama, David Axelrod, hefur sagt
að enginn frambjóðandi frá tíð Ric
hards Nixon hafi kosið að leyna eins
miklu fyrir kjósendum og Mitt Rom
ney. Debbie Wasserman Schultz,
formaður lands stjórn ar demókrata,
sagði fyrir skömmu í viðtali á Fox
News: „Ég vildi gjarnan sjá Mitt Rom
ney birta skattayfirlit fyrir meira en
eitt ár því að undanförnu hafa kom
ið fram fréttir þess efnis að hann eigi
leyni fyrirtæki á Bermúdaeyjum sem
enginn veit neitt um, fjárfestingar
á Caymaneyjum og bankareikn
ing í Sviss.“ Annar samstarfsmaður
Obama sagði að „bisness í Bermúda“
væri hentugra slagorð fyrir Romney
en „trúið á Bandaríkin“. Þó engar vís
bendingar hafi komið fram um ólög
legt athæfi Mitts Romney þykja við
skiptafléttur hans nokkuð vafasamar
og kann það að reynast honum illa.
Ákall frá Joe Biden
Framboði Obama hefur tekist að
safna hærri fjárhæðum en kosn
ingasjóði Romneys en á síðustu vik
um hefur sú þróun hins vegar snúist
við. Síðastliðna helgi sendi Joe Biden
varaforseti út yfirlýsingu þar sem
hann sárbændi stuðningsmenn um
að láta fé af hendi rakna til stuðnings
framboðinu. Nú er talið fullvíst að
Romney komi til með að safna meiru
en sitjandi forseti og yrði það í fyrsta
skipti sem það gerist í seinni tíð. Í
júnímánuði söfnuðust ríflega 100
millj ónir Bandaríkjadala í kosninga
sjóð Romneys sem telst glæsilegur
árangur. Það er þó talsvert minna en
met Obama frá því í september árið
2008 þegar framboð hans safnaði 150
milljónum.
„Stærsta ógnin við lýðræðið“
Löngum hefur tíðkast að stórfyrir
tæki, verkalýðsfélög og aðrir lög aðilar
láti til sín taka í kosningum vest
anhafs þó þátttaka þeirra hafi ver
ið ýmsum takmörkunum háð. Árið
2010 úrskurðaði Hæstiréttur Banda
ríkjanna hins vegar að hluti þessara
takmarkana bryti í bága við stjórn
arskrána. Því hafa orðið ákveðn
ar breytingar síðan í síðustu forseta
kosningum sem valda því að mun
meiri peningar verða í spilunum en
áður, sem þó standa utan við bók
hald framboðanna sjálfra. Þessi út
gjöld eru ekki á vegum framboðanna
heldur sjálfstæðra félaga með pólitísk
markmið sem á ensku kallast „super
PACs“. Líklegt er að Romney njóti
frekar góðs af þessu en Obama í ljósi
þess að sá fyrrnefndi hefur hingað til
átt auðveldara með að safna styrkjum
frá fjársterkum aðilum. Obama sagði
á Twittersíðu sinni í júní að félög á
borð við þessi væru „stærsta ógnin
við lýðræðið okkar“. Þar segir jafn
framt að um 98 prósent af fjárfram
lögum til Obama komi frá einstakl
ingum sem gefa minna en 250
Bandaríkjadali, eða sem nemur rúm
lega 30 þúsund krónum.
Peningarnir skipta máli
Í forsetakosningunum árið 2008
söfnuðu stuðningsmenn Obama
meira en tvisvar sinnum hærri fjár
hæð en stuðningsmenn Johns Mc
Cain, frambjóðanda repúblikana.
Peningarnir hafa sennilega komið
að góðum notum því Obama sigr
aði með um það bil tíu milljónum
atkvæða. Fyrir hvert atkvæði sem
Obama hlaut í kosningunum var
tæplega ellefu dollurum eytt úr kosn
ingasjóði hans. McCain eyddi hins
vegar ekki nema sex dollurum fyrir
hvert atkvæði.
14 Erlent 11. júlí 2012 Miðvikudagur
Forseti Barack Obama, forseti Bandaríkj-
anna, er gagnrýndur fyrir hægan efnahags-
bata. Atvinnuleysi í landinu mælist um 8,2
prósent.
vilja sjá skatta-
yfirlit romneys
n Leynifyrirtæki í Bermúda, dularfullar fjárfestingar á Caymaneyjum og bankareikningur í Sviss„Ég vildi gjarnan
sjá Mitt Romn-
ey birta skattayfirlit fyrir
meira en eitt ár.
Vellauðugur Hinn forríki Mitt Romney,
forsetaefni repúblikana, er gagnrýndur
af demókrötum fyrir að leyna kjósendum
fjárhag sínum. Aðrir efnamenn virðast
standa við bakið á Romney en hann hefur
nú tekið fram úr Obama í fjáröflunum.
Ólafur Kjaran Árnason
blaðamaður skrifar olafurk@dv.is