Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2012, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2012, Blaðsíða 26
L augavegurinn hefur verið lokaður fyrir bíla- umferð fyrir neðan Vatnsstíg frá 17. júní og gildir lokunin fram yfir Menningarnótt, eða til 20. ágúst. Lokunin hefur lagst misvel í verslunareigendur við Laugaveginn, en sumir hverjir vilja meina að að- gengi að verslununum sé lak- ara ef ekki er hægt að komast á bílum um götuna, og því dragi úr viðskiptum. Aðr- ir verslunareigendur vilja þó meina að lokunin hafi þver- öfug áhrif og að salan aukist frekar með aukinni umferð gangandi vegfarenda. En hvað sem því líður þá er ljóst að gangandi vegfarendur kunna vel að meta að vera lausir við bílaumferðina á Laugaveginum, sérstaklega á góðviðrisdögum. Þá hefur Götuleikhúsið slegið í gegn með ýmsum uppákomum á Laugaveginum sem falla vel í kramið hjá vegfarendum. Ljósmyndari DV náði þess- um skemmtilegu sumar- myndum af stemningunni á lokuðum Laugavegi. Þ etta er geðveikt sport. Miklu betra en golf,“ segir grínistinn Steindi Jr. um frisbí-golf eða folf eins og það er jafnan kallað. Steindi er forfallinn „folfari“ en hann kynntist íþróttinni hjá „Karlinum“ í Danmörku. Hann stundar folfið nú af miklum móð og er einn af stofnendum Team Liger Woods sem er rísandi veldi í folf-heimum að hans sögn. Aðrir meðlimir eru meðal annars rappararnir Ágúst Bent, Diddi Fel og 7berg. Þá er íþróttafréttamaðurinn Haukur Harðarson einnig meðlimur en Bjarni töframað- ur hefur verið tæknilegur ráð- gjafi liðsins. „Ég datt inn á þetta þegar ég fór að heimsækja Karlinn til Danmerkur,“ segir Steindi og vísar þar í vin sinn, Ólaf Ingv- ar, sem jafnan gengur undir nafninu Karlinn. „Hann kynnti mig fyrir þessu en ég hafði tak- markaða trú á þessu til að byrja með. Svo var þetta alveg geð- veikt. Það er svo mikill léttleiki yfir þessu og svo þarftu ekki vera klæddur eins og hálfviti eins og í golfi.“ Þegar Steindi kom heim frá Danmörku vissi hann ekki að íþróttin hefði náð fótfestu hér á landi. „Svo var ég við tökur á þriðju seríu af Steindanum þegar ég sá þrjá gaura vera spila á vellinum á Gufunesi í Grafarvogi. Þeir voru að reyna ná keðjum í kasti,“ segir Steindi en það er sambærilegt því að fara holu í höggi. „Ég spurði þá hvar væri hægt að fá diska og þá var einn þeirra að selja þá sjálfur. Hann heitir Haukur og er einn besti folfari landsins. Við köllum hann Hauk „pro“.“ Steindi segir þjónustuna hjá Hauki vera „skuggalega“. „Við ákváðum skyndilega um síðustu helgi að taka liðsæf- ingu um miðja nótt og vorum ekki með diskana. Við bjölluð- um bara í Hauk og hann kom og seldi okkur diska. Maðurinn sefur ekki. Hann vakir allan sólarhringinn. Þvílík þjónusta við sportið.“ Steindi er sem fyrr segir í folf-liðinu Team Liger Woods en hann segir miðlimi hafa náð geigvænlegum framförum á skömmum tíma. „Þegar við vorum að fara fyrsta hringinn hittum við Bjarna töfram- ann. Hann er grimmur folfari og kenndi okkur undirstöðu- atriðin. Töframaðurinn er góð- vinur Liger Woods.“ Sjö vellir eru nú komnir upp víðsvegar um land en tveir þeirra eru í Reykja- vík. „Það er níu körfu völlur á Klambratúni og svo 18 körfu völlur á Gufunesi. Völlurinn á Klambratúni er frábær en mér finnst völlurinn á Gufunesinu hræðilegur. Hann er svo illa hirtur að maður týnir diskum í öðru hverju kasti. Ég skora því á Reykjavíkurborg að hirða betur um völlinn.“ Steindi hvetur alla til þess að prófa sportið. „Það eru alltaf einhverjir að spila niðri á Klambratúni sem eru til í að leiðbeina nýliðum. Annars er alltaf pláss fyrir gott fólk í Team Liger en það er skylda að hafa heilbrigðan áhuga á bjór.“ 26 Fólk 11. júlí 2012 Miðvikudagur Stemning á lokuðum Laugavegi n Margir spóka sig í bænum í blíðviðrinu „Góður þriðjudagur!“ Blaðakonan Björk Eiðsdóttir, sem nýverið tók við starfi rit- stýru tímaritsins Séð og heyrt af Lilju Katrínu Gunnarsdóttur, átti heldur betur frábæran dag á þriðju- daginn. „Í dag skila ég fyrsta tölublaði mínu sem ritstjóri og vinn mál gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttinda- dómstóli … góður þriðju- dagur!“ skrifaði Björk á Facebook-síðu sína og yfir hundrað og fimmtíu manns kunnu að meta færsluna. Þá skildu fjölmargir eftir ham- ingjuóskir í athugasemda- kerfinu. Mannréttindadóm- stóll Evrópu dæmdi íslenska ríkið til að greiða Björk og Erlu Hlynsdóttur skaðabæt- ur vegna dóma Hæstaréttar yfir þeim. Mannréttinda- dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að fordæmi Hæstaréttar bryti gegn tján- ingarfrelsinu. Þórunn vin- sæl á Spáni Lag Þórunnar Antoníu er í fyrsta sæti á spænskri tónlistarsíðu samkvæmt Vísi Segist Þórunn ekki hafa vitað af þessari síðu, sem leitar víst uppi lítt þekkta en efnilega tónlistarmenn. Þórunn segir jafnframt að það sé komin mikil umfjöllun á netinu um nýja lagið hennar So High af plötunni Star Crossed sem kemur út í ágúst. „Þetta er mjög fyndið. Internetið er bara svo magnað fyrirbæri. Ég hef ekki verið að senda vefsíðum eða blaðamönn- um neitt um mig,“ segir hún í samtali við visir.is Jojo á vespu Götulistamaðurinn Jojo ekur nú um götur Reykjavíkur á rafknúinni vespu. Vespur þessar verða sífellt vinsælli en þær eru meðal annars mjög vinsælar hjá börnum og unglingum þar sem ekki þarf nein sérstök réttindi til þess að keyra þær. Jojo hefur lengi verið áberandi í mannlífi miðborgar Reykjavíkur en hann hefur leikið tónlist sína um helgar í Austurstræti um áraraðir. Kennsla á Klambratúni Bjarni töframaður og Haukur „pro“ kenna meðlimum Team Liger Woods, Ágústi Bent leikstjóra og Hauki Harðarsyni íþróttafréttamanni undirstöðuaðriðin. ForFallinn „FolFari“ n Frægir í folfi n Steindi skorar á Reykjavíkurborg Team Liger Woods og Haukur „pro“ Steindi Jr., Ágúst Bent, Diddi Fel, Einar „njalli“ úr Team Liger Woods ásamti Hauki „pro“ sem er annar frá hægri. Sleikja sólina Veitinga- og kaffihúsaeigendur hafa stillt upp borðum og stólum utandyra svo gestirnir geti sleikt sólina á meðan þeir matast eða fá sér kaffibolla. Blíðviðri Höfuðborgin hefur boðið upp á ansi marga sólardaga í sumar og fjölmargir hafa nýtt sér blíðuna til að spóka sig léttklæddir í bænum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.