Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2012, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2012, Blaðsíða 27
E f það er gott veður þá er ég farinn út að hjóla,“ segir athafnamaðurinn Einar Bárðarson sem hefur verið duglegur að hjóla út um allar trissur allt frá því hann tók áskorun hlustenda útvarpsstöðvarinnar Kanans og hjólaði frá Njarðvík til Reykjavíkur í mars í fyrra. „Ég sagði á Facebook-síðu Kan- ans þegar ég var þar að ég ætlaði að hjóla frá Njarðvík til Reykjavíkur ef „lækin“ færu yfir 10 þúsund en við vorum í átta eða níu þúsundum. Og það var eins og við mann- inn mælt að „lækin“ fóru yfir 12 þúsund bara sama kvöld. Þannig ég bara klæddi mig upp og hjólaði daginn eft- ir og ég vissi ekkert hvað ég var að fara að gera. Ég hafði aldrei hjólað lengra en bara út í sjoppu. Sem betur fer þá fylgdi Logi Geirsson mér á bíl og passaði að ég dræpi mig ekki. En bæði gekk þetta hraðar en ég hélt og var miklu skemmtilegra en ég áætlaði þannig að ég er nú eiginlega búinn að vera að hjóla síðan.“ Á móti með Róberti Wessman Einar er það langt leiddur af hjólabakteríunni að hann er farinn að taka langar hjól- reiðakeppnir í nefið eins og ekkert sé. Síðastliðna helgi tók hann einmitt þátt í Tour de Hvolsvöllur-hjólreiðakeppn- inni og hjólaði 47 kílómetra á einni klukkustund og 35 mín- útum og bætti sig um korter frá því í fyrra. Fleira þekkt fólk tók þátt í umræddri keppni, og Róbert Wessman, fyrr- verandi forstjóri Actavis, var með fyrstu mönnum í mark í 110 kílómetra vegalengdinni að sögn Einars. Aðspurður hvort hann ætli sér ekki að skella sér í að hjóla hringinn segist Einar vera að gæla við það, en það sé þó ekki alveg jafn spennandi og honum sýndist í fyrstu. „Menn eru farnir að hjóla hringinn í kringum landið bara eins og að fá sér te og tvær smurðar. Ég þarf eigin- lega að fara að finna upp eitt- hvað nýtt, kannski hjóla aft- urábak,“ segir hann hlæjandi. Gælir við að fara hringinn Hugmyndin um að hjóla hringinn kom fyrst upp í kjöl- far áskorunar hlustenda Kan- ans í fyrra. „Stuttu eftir þetta sagði ég að ef „lækin“ færu yfir 20 þúsund þá myndi ég hjóla hringinn og var ein- hvern veginn eins og enginn tryði því að ég gæti það þannig það hreyfðust ekki „lækin“. Fólk hugsaði eflaust: „Hann er ekkert að fara að gera það.“ Hins vegar hef ég verið að gæla við þetta. Mig langar að hjóla hringinn. Ekk- ert til að keppa við einhvern heldur bara í fyrsta lagi hjóla hringinn og í öðru lagi sigra sjálfan mig. Ég veit ekki hvort það verður í ár eða kannski á næsta ári,“ segir Einar sem notar hverja lausa stund til að hjóla og hefur eignast mik- ið af skemmtilegum vinum í sportinu. Fólk 27Miðvikudagur 11. júlí 2012 Chloé orðin mamma n Chloé Ophelia og Árni Elliott eignuðust Högna Hierónýmus F yrrverandi fyrirsætan Chloé Ophelia og Árni Elliott eignuðust dreng nú á dögunum. Litli drengurinn fæddist á St. Josephs-sjúkrahúsinu í Marseille í Frakklandi á laugardaginn og hefur verið nefndur Högni Hierónýmus. Chloé og Árni hafa búið er- lendis síðustu ár – fyrst í Bretlandi og svo í Frakk- landi – og hafa lent í ýms- um ævintýrum. Þau tóku til dæmis þátt í keppni sem bílaframleiðandinn Renault stóð fyrir árið 2010, þar sem um var að ræða svaðilför um Evrópu og var sportbíll í verðlaun. Internetið logaði og póstar gengu manna á milli þar sem fólk var hvatt til að kjósa þau í forkeppn- inni: Þau komust þó ekki í gegnum forkeppnina þótt litlu hefði munað. Chloé var lengi í fyrir- sætubransanum en hún var áberandi hér á landi um síð- ustu aldamót. Hún prýddi forsíður fjölda tímarita og tók einnig þátt í fegurðar- samkeppninni Ungfrú Ís- land.is árið 2001 og varð í 3. sæti. Chloé og Árni hafa verið saman síðan þau voru unglingar og eru nú við nám og störf í Frakklandi. kidda@dv.is Smáauglýsingar smaar@dv.is sími 512 7004 Opið virka daga kl. 10.00–18.00 og laugardaga kl. 11.30–15.00 BÍLALIND.is - Funahöfða 1 - 110 Reykjavík - S: 580-8900 MMC LANCER EVOLUTION IX Árgerð 2006, ekinn 90 Þ.km, 5 gíra, 500 hö. Verð 3.950.000. Raðnr. 192642 - Flottur þessi! NISSAN ALMERA ACENTA 01/2005, ekinn 111 Þ.km, sjálfskiptur. Verð 1.190.000. Raðnr. 322342 - Góð kaup! FORD FOCUS SJÁLFSKIPTUR 02/2001, ekinn 147 Þ.km, sjálfskiptur. Verð 690.000. Raðnr.192649 - Þetta er bíllinn! BMW M5 Árgerð 2000, ekinn 106 Þ.km, sjálf- skiptur. Verð 3.190.000. Raðnr. 250251 Er í salnum! POLARIS SPORTSMAN X2500HO 06/2007, ekið 5 Þ.km, Verð 950.000. Raðnr. 310236 - Er á staðnum! LAND ROVER RANGE ROVER SPORT SUPERCHARGED 03/2006, ek- inn aðeins 54 Þ.km, sjálfskiptur. Verð 6.490.000. Raðnr. 135505 - Er í salnum! ROVER MINI Árgerð 1991, ekinn 111 Þ.km, nýupp- gerður að öllu leyti! Þú verður að koma og sjá hann! Verð 1.390.000. Raðnr. 284539 Algjör dúlla! HONDA CIVIC 2.0 TYPE „R“ 07/2002, ekinn 144 Þ.km, 6 gíra. Sumartilboð 990.000. Raðnr.283953- Töffari! TOYOTA YARIS T-SPORT 06/2001, ekinn 107 Þ.km, 5 gíra. Verð 770.000. Raðnr. 322325 - Flottur þessi! Tek að mér að hreinsa þakrennur, laga riðbletti á þökum, gluggaþvottur, hreinsa lóðir og tek að mér ýmiss smærri verkefni. Upplýsingar í síma 847-8704 eða á manninn@hotmail.com Funahöfða 1, 110 Reykjavík S. 567 4840 www.hofdahollin.is Flutningar Gerum tilboð í alla flutninga. Frysti- vagnar, malarvagnar, flatvagnar, gröfur ,kranabílar." Silfri ehf - s: 894-9690 CITROEN C3 SX 06/2004, ekinn 107 Þ.km, sjálfskiptur. TILBOÐSVERÐ 750.000. ásett verð 850.000 kr. Raðnr. 270779 - Er á staðnum! JEEP WRANGLER TJ SPORT 2,4 Árgerð 2004, ekinn 93 Þ.km, 5 gíra. Verð 2.490.000. Raðnr. 118138 - Er á staðnum! BMW 3 s/d e46 06/2003, ekinn 115 Þ.KM, sjálfskiptur. Verð 1.350.000. Raðnr. 290057 Er á staðnum! Tilboð Gullfallegir BRIARD hvolpar, foreldrar Imbir Bezi Bezi og Auðnu Gríma. Eru að leita að góðum heimilum. Verða afhentir heilsufarsskoðaðir, bólusettir, örmerktir ættbók frá HRFÍ. Nokkrir hvolpar eftir. www.Briard--Nipu.com s. 868 1920 Gullfallegir Briard hvolpar, foreldrar Imbir Bezi Bezi og Auðnu Gríma. Eru að leita að góðum heimilum. Verða afhentir heilsufars- skoðaðir, bólusettir, örmerktir ættbók frá HRFÍ. Nokkrir hvolpar eftir. www. briard--nipu.com, sími 868 1920 Til sölu vegna flutninga Vandað hjónarúm 160 cm breitt. Er frá Svefni og heilsu. Chiropractor dýna. Til afhendingar frá þriðjud. 24. Júlí nk. Verð 60.000 kr Upplýsingar hjá doriogmunda@gmail.com Hjólar eins og vindurinn Kominn í mark Eiginkona Einars, Áslaug Thelma Einarsdóttir, og börn þeirra, Einar og Klara, tóku á móti Einari í markinu á Hvols- velli. Mynd: FinnuR BjaRKi Sáttur Róbert Wessman virtist ánægður með árangurinn þegar hann lauk keppni á Hvolsvelli eftir 110 kílómetra hjólreiðatúr. Mynd: FinnuR BjaRKi „Menn eru farnir að hjóla hringinn í kringum landið bara eins og að fá sér te og tvær smurðar. Chloé og Árni Hamingjusöm í Frakklandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.