Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2012, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2012, Blaðsíða 3
RéttaRkeRfið Rassskellt Fréttir 3Miðvikudagur 11. júlí 2012 Eitt þúsund tómar íbúðir n Heimilislausir vilja flytja inn„ Íbúðalánasjóður og bankarnir sitja á fjölmörgum íbúðum; á meðan ég þarf stundum að sofa úti.R úmlega þúsund íbúðir standa auðar á Íslandi. Á sama tíma og fjöldi íbúða er án fólks er fjöldi fólks án heimilis. Samkvæmt upplýs- ingum frá Reykjavíkurborg eru um það bil 100 heimilislausir í Reykjavík en engar tölur eru til yfir landið allt. Guðbjartur Hannesson er ráðherra velferðarmála. Aðspurður hvort ekki væri hægt að koma þessu heimilis- lausa fólki í þessar auðu íbúðir segir Guðbjartur: „Ég myndi gjarnan vilja koma þessum heimilisleysingjum í hús,“ en bætir við að málið sé ekki svo einfalt. Orsökin óregla Vandamál heimilislauss fólks tengj- ast ýmiss konar óreglu en ekki bara því, að það geti ómögulega eign- ast heimili. Varðandi þá heimilis- leysingja sem ekki eru í óreglu segir Guðbjartur: „Íbúðalánasjóður hefur tryggt að þeir sem hafa tapað heim- ilum sínum geti búið þar áfram.“ Að sögn Guðbjarts er einnig verið að vinna að stofnun svokallaðs leigu- félags, sem mun sjá um að leigja út íbúðir í opinberri eigu. Markmið leigufélagsins verður að gera bú- setu í leiguhúsnæði að raunhæfu úrræði fyrir efnalítið fólk. Samhliða þessu sé unnið að eflingu húsnæðis- bótakerfisins. Markmiðið er, að sögn Guðbjarts, að koma fleiri íbúðum á markað á viðráðanlegu verði – hvort sem um er að ræða leigu- eða kaup- verð. „Við höfum haft það markmið að húsnæði, hvort sem er í kaupum eða leigu, kosti ekki nema 20 prósent af ráðstöfunartekjum íbúans. Ef fólk á annað borð vill það, þá eiga allir að geta eignast eða leigt íbúð,“ segir Guðbjartur. Lausnin Guðmundur Ásgeirsson, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, vill koma heimilislausu fólki í tómt íbúðarhúsnæði. „Ég hef heyrt sögur af því að heilu stigagangarnir standi auðir í sumum húsum. Af hverju ekki að fá fólk til að sinna húsvörslu í þessum húsum gegn því að það fái að búa þar?“ Guðmundir segir að það úrræði hljóti að vera betra en að láta þessi auðu hús drabbast niður og jafnvel skemm- ast. Mörg þessi auðu hús séu gömul og þarfn- ist viðhalds, þess vegna gæti þessi hugmynd gagn- ast bæði heim- ilisleysingjum og húsunum sjálfum. „Ef hús- in skemmast þá er það skaði fyrir allt samfélagið,“ segir Guðmundur. Guð- mundur bætir við þetta úrræði geti líka hentað fjölskyldum sem eru að missa húsnæði sitt. Heimilislausir vilja taka þátt Blaðamaður DV ræddi við tvo heimilisleysingja, sem vildu ekki láta nafns síns getið. Þeir sögðust meira en viljugir til þess að flytja tímabund- ið inn í tómt húsnæði. „Íbúðalána- sjóður og bankarnir sitja á fjöl- mörgum íbúðum; á meðan ég þarf stundum að sofa úti. Þetta geng- ur ekki,“ segir annar viðmæl- anda DV og hinn bæt- ir við: „Ég á níu ára stelpu sem getur ekki verið hjá mér því mamma hennar býr hvergi. Ég væri til í að taka þátt í svona ver- kefni; búa í tómri íbúð gegn því að sinna viðhaldi.“ Ekki svo einfalt Guð- bjartur segir að því miður sé málið ekki það einfalt að heimilislausir geti flutt inn í hús sem standa auð. Íbúalaust íbúðarhúsnæði Heimilislausir fá ekki að nýta aðstöðuna þó þeir glaðir vildu. Autt íbúðar- húsnæði n Íbúðalánasjóður: 826 íbúðir n Landsbankinn: 131 íbúð n Íslandsbanki: 122 íbúðir n Arion banki: 48 íbúðir n Blaðamannafélagið fagnar n Birtingur og DV sækja bætur n Áfellisdómur Baldur Eiríksson blaðamaður skrifar baldure@dv.is Óvissa í mörgum málum Ríkið verður rukkað vegna Jóns Bjarka að greiða Kim Laursen miskabætur vegna umfjöllunar blaðsins um kröfu hans um afhendingu barna til Danmerkur. Í umfjöllun blaðsins kom skýrlega fram að haft var orð- rétt eftir móður barnanna og systur hennar auk þess sem lögð var fram yfirlýsing þeirra því til staðfestingar.“ Í tilkynningunni segir að DV hafi falið lögmanni félagsins fyrir hönd Jóns Bjarka að beina kröfu á hendur íslenska ríkinu vegna dóms Hæstaréttar í máli hans en ella að höfða mál á hendur íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu ef ekki næst samkomulag um lyktir málsins. Ásgeir Þór Davíðsson gegn Björk Eiðsdóttur, Guðrúnu Elínu Arnardóttur og Lovísu Sigmundsdóttur 500.000 kr. í miskabætur 400.000 kr. í málskostnað Björk Eiðsdóttir, blaðamaður hjá tímaritinu Vikunni, var dæmd í Hæstarétti til að borga Ásgeiri Þór Davíðssyni , Geira á Goldfinger, 500.000 í miskabætur auk 400.000 króna í málskostnað. Ritstjóri Vikunnar, Guðrún Elín Arnardóttir, var sýknuð fyrir aðild sína að viðtalinu, en fyrir héraðsdómi hafði Ásgeir fallið frá ákæru á hendur Lovísu Sigmundsdóttur á þeim forsendum að ummæli hennar hefðu ekki verið birt rétt eftir henni. Héraðsdómur sýknaði á sínum tíma þær Guðrúnu og Björk. Viðar Már Friðfinnsson gegn Erlu Hlynsdóttur 200.000 kr. í miskabætur 150.000 kr. til að standa skil á kostnaði vegna birtingu dóms 350.000 kr. í málskostnað Viðar Már Friðfinnsson eigandi Strawberries stefndi Erlu Hlynsdóttur og krafðist þess að ummæli um hann yrðu dæmd dauð og ómerk. Um- mælin voru höfð eftir Davíð Smára Helenarsyni, betur þekktum sem Dabba Grensás, sem sagði Viðar Má hafa borið út orðróm um tengsl Strawberries við litháísku mafíuna og að af því leiddi að enginn kæmist upp með stæla inni á staðnum hans. segist alvarlega slasaður eftir átökin. Spurður um ástæðu þess að hann telji Geira vilja sér illt rifjar Viðar upp að hann hafi um tíma unnið fyrir Geira sem yfirdyravörður. „Hann er ósáttur við mig því ég hætti að vinna hjá hon- um á sínum tíma. Hann reyndar rak mig fyrir að hitta eina af dansmeyjun- um á Goldfinger utan vinnutíma,“ seg- ir Viðar. Hann hefur áður sakað Geira um að standa að baki árásum á sig en ekk- ert slíkt hefur verið sannað í dómskerf- inu. Missaga um atburðarásina Viðar segir að Dabbi hafi komið á Strawberries þetta laugardagskvöld til að skemma sér í rólegheitunum ásamt sonum Geira, þeim Helga Bersa og Jóni Kristni sem kallaður er Nonni. Þeir hafi allir farið en Dabbi komið aft- ur seinna um kvöldið ásamt öðrum syni Geira. „Þessi Dabbi kýldi vinnufé- laga minn,“ segir Viðar. Starfsmenn hans hafi þá reynt að loka staðn- um og rekið alla út en Dabbi tekið því illa. „Hann sneri sér að mér og horfði á mig í smá- stund og kýldi mig beint á kjaftinn, eða við vinstra augað, kýldi mig í andlit- ið. Afleiðingin var sú að það sprakk á mér höfuð- kúpan og sprakk á mér aug- að,“ segir Viðar. Dabbi lýsir atburðarásinni á allt annan hátt. Hann seg- ir að synir Geira hafi farið á undan honum og þegar hann var einn eftir hafi starfsmenn Viðars ráðist á hann. „Þá koma tveir Litháar að mér, ég er tekinn hálstaki og dreginn út úr herberg- inu. Svo á ég í einhverjum orðaskiptum við Vidda þar sem hann segir: „Nú verður þú bara að koma þér út.“ Þá byrja ég með einhvern æsing og reyni að hrista þá af mér,“ segir hann. Dabbi segir að síðan hafi hann verið svæfður af Litháunum. „Tekinn svona hálstaki, sparkað í mig. Ég veit ekki hvað gerðist nákvæmlega,“ segir hann enda hafi hann misst meðvitund. Spurður af hverju hann telji sig hafa verið laminn segir Dabbi: „Klárlega út af einhverju sem tengist Geira. Það átti greinilega að taka í mig, Nonna og Helga. En þeir voru bara farnir og ég einn eftir.“ Hann segir Viðar og Geira lengi hafa verð ósátta en þeir slitu samstarfi fyrir fjórum árum. „Þeir náttúrulega hata hvor annan.“ Orðrómur um mafíuna Viðar segir að Dabbi hafi hringt í sig nokkrum dögum eftir atvikið og skipað sér að draga kæruna til baka. Dabbi segist hins vegar hafa hringt í Við- ar og spurt af hverju starfsmenn Viðars réðust á hann. Dabbi var í fyrra dæmdur í sjö mánaða fang- elsi fyrir að hafa ráðist á dómara í fótboltaleik sem og að ganga í skrokk á Hann- esi Sigurðssyni knattspyrnu- manni. Hann bíð- ur nú af- plánunar og segist hafa bætt ráð sitt. „Ég er al- veg hættur þessu. Ég hef engan áhuga á ein- hverjum ofbeldis- málum. Ég er alveg búinn að fá minn skammt.“ Hann furðar sig á málflutningi Við- ars. „Hann er búinn að bera orðróm út um allan bæ um að það komi enginn með stæla inn á Strawberries því hann sé þar með litháísku mafíuna og að ég hafi bara verið tekinn og laminn þarna inni. Ég átta mig ekki alveg á þessu. Hann verður eiginlega að gera upp hug sinn um hvort hann telur mig hafa verið lam- inn eða sig,“ segir hann. Spurður af hverju hann hafi ekki sjálfur lagt fram kæru segir Dabbi: „Ég bara nenni ekki að standa í svona. Maður græðir aldrei á neinum kæru- málum.“ fimmtudagur 26. febrúar 20094 Fréttir Aftur í pólitík „Ástæðan er sú að nú er neyðar- ástand og í slíku ástandi rennur manni blóðið til skyldunnar að reyna að verða að liði,“ segir Jón Baldvin Hannibalsson sem tilkynnti í gær framboð sitt í átt- unda sæti í forvali Samfylkingar- innar í Reykjavík. Jón Baldvin bendir á að hann búi yfir mikilli pólitískri reynslu, innan lands og utan. Hann hafi verið fjármálaráðherra og ut- anríkisráðherra. Aðspurður um möguleika sína svarar hann: „Ég er hvorki bjartsýnn né svartsýnn, ég bara geri það sem ég geri og svo er málið í annarra höndum.“ Jón Ásgeir ákærður Mál sem ákæruvaldið hefur höfðað á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Kristínu Jóhann- esdóttur, Tryggva Jónssyni, Baugi Group og Gaumi, fyrir meint skattalagabrot, var þing- fest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Verjendur sakborninganna kröfðust frávísunar og fengu frest til 13. mars til að skila inn greinargerð þess efnis. Ákæru- valdið mótmælti frávísun. Jón Ásgeir, Kristín og Tryggvi voru öll viðstödd þingfestinguna í gær. „Hann er búinn að vera með stöð- ugar hótanir. Ég veit ekki af hverju. Hann þolir ekki að ég skuli vera með klúbb. Þarna komu synir hans Geira með þessum Dabba Grensás. Ann- ar þeirra fór bara strax að rífa kjaft og augsýnilega var hann kominn þarna á hans vegum, hans Geira,“ segir Við- ar Már Friðfinnsson, eigandi kampa- vínsklúbbsins Strawberries við Lækj- argötu. Viðar segir að Davíð Smári Hel- enarson, betur þekktur sem Dabbi Grensás, hafi ráðist á sig á klúbbnum aðfaranótt laugardagsins 7. febrúar. Viðar telur ennfremur að Dabbi hafi ráðist á sig að skipan Ásgeirs Davíðs- sonar sem alla jafna er kallaður Geiri á Goldfinger. Fyrrverandi starfsmaður Geira Geiri þvertekur fyrir að nokkuð slíkt hafi átt sér stað. „Ef hann myndi detta fyrir framan staðinn hjá sér myndi hann örugglega halda að ég hefði hrint honum,“ segir Geiri og bætir við: „Hann er með mig á heilan- um.“ Dabbi Grensás seg- ist í samtali við DV vissulega hafa verið á Strawberries umrætt kvöld en segir að þvert á móti hafi starfs- menn Viðars ráð- ist á sig og því fari fjarri að hann hafi nokkru sinni verið í erindagjörðum fyr- ir Geira á Goldfinger. „Ég sló þennan mann aldrei,“ segir hann. Viðar hefur lagt fram kæru á hendur Dabba og Viðar Már Friðfinnsson á Strawberries hefur lagt fram kæru á hendur Davíð Smára Helenarsyni vegna líkamsárásar. Viðar segir hann hafa ráðist á sig að skipan Ásgeirs Davíðssonar á Goldfinger. Davíð Smári, eða Dabbi Grensás, segir hins vegar að starfs-menn Viðars hafi ráðist á sig. Hann bíður nú eftir að afplána dóm fyrir líkamsárásir og segist búinn með sinn skammt af ofbeldismálum. STRÍPIKÓNGAR TAKAST Á „Ef hann myndi detta fyrir framan staðinn hjá sér myndi hann ör- ugglega halda að ég hefði hrint honum.“ Erla HlynSDóttir blaðamaður skrifar: erla@dv.is Hótanir Viðar már friðfinsson, eigandi Straw- berrys, segir geira á goldfinger vera með stöðugar hótanir í sinn garð. MynD HEiða HElGaDóttir Hættur öllu dabbi grensás segist hafa farið út að skemmta sér í rólegheitun- um en verið barinn af starfs- mönnum Viðars á Strawberries. „Með mig á heilanum“ geiri á goldfinger segir Viðar á Strawberries vera með hann á heilanum og tekur fyrir að hafa staðið á bak við árás á Viðar. Sveitarstjóra sagt upp Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúp- verjahrepps hefur gengið frá starfslokum Sigurðar Jónsson- ar sveitarstjóra. Frá þessu er greint í Sunnlenska fréttablað- inu. Ástæða uppsagnarinnar er að Sigurður hafði reiknað sér laun út frá rangri launavísitölu og að hann hefði grætt milljónir á þessari skekkju. Sigurður hefur þegar lýst því yfir að hann hygg- ist bæta fyrir mistök sín. Ráðgjafarþjónusta sem fyrirtækið InDevelop Íslandi veitti vegna breyt- inga á skipulagi heilbrigðis- og trygg- ingamála í tíð síðustu ríkisstjórnar var ekki boðin út vegna þess að ekki var unnt að meta umfang verkefnis- ins fyrirfram. Fyrirtækið fékk tæpar 50 milljónir króna fyrir ráðgjöfina. Þetta kemur fram í svari forsætisráðuneytis- ins við fyrirspurn DV um greiðslur til fyrirtækisins og kostnað við ráðgjafar- þjónustu vegna breytinga í heilbrigð- is- og tryggingamálum. Í svari ráðuneytisins kemur fam að vegna eðlis ráðgjafarþjónustunnar hafi kostnaðurinn verið vistaður undir fjárlagalið hjá forsætisráðuneytinu því talið var vandasamt að skipta slíkum kostnaði milli ráðuneytanna tveggja sem í hlut áttu, heilbrigðisráðuneyt- isins og félags- og tryggingamálaráðu- neytisins. Þessi kostnaður stendur utan við þær 24 milljónir sem Guðlaugur Þór Þórðarson varði í ráðgjafarþjónustu fyrir heilbrigðisráðuneytið meðan hann var ráðherra. Samtals er kostnaðurinn við þessa ráðgjafarþjónustu vegna breyting- anna í heilbrigðis- og tryggingamál- um tæpar hundrað milljónir fyrir árin 2007 til 2009. InDevelop Ís- landi vinnur enn að breytingun- um, samkvæmt heimildum DV. Samkvæmt svari forsætisráðu- neytisins gekk stór hluti vinnu fyrirtækisins út á að veita ráð- gjöf fyrir heilbrigðisráðuneyt- ið, meðal annars aðstoð við mótun stefnu um breytingar á heilbrigðiskerfinu með áherslu á að að- skilja kaup og veitingu heil- brigðisþjónustu. Í svari ráðuneytisins við þeirri spurningu af hverju starfsmenn ráðu- neytanna hafi ekki unnið þetta ráð- gjafarstarf kemur fram að talið var að verkefnið væri þess eðlis að æskilegt væri að fá utanaðkomandi sérfræð- inga að því bæði vegna sérþekkingar og reynslu sem verkefnið krafð- ist. Jafnframt var talið að vegna þess að verkefnið varðaði breytt starfsvið og verkefni starfsmanna í stjórnsýsl- unni hefði verið óæskilegt af starfsmennirnir sjálfir sæju um þjónustuna. ingi@dv.is fékk milljónir án útboðs Ráðgjafarfyrirtækið InDevelop Íslandi fékk 50 milljónir: Dýr ráðgjöf guðlaugur Þór Þórðarson varði öðrum 24 milljónum í ráðgjöf þegar hann var heilbrigðisráðherra. Dómarar: n Árni Kolbeinsson n Ingibjörg Benediktsdóttir n Ólafur Börkur Þorvaldsson Dómari: Sigríður Ólafsdóttir Margrét Lilja Guðmundsdóttir gegn Jóni Bjarka Magnússyni 300.000 kr. í miskabætur 800.000 kr. í málskostnað Margrét Lilja Guðmundsdóttir krafðist þess fyrir dómi að fjölmörg ummæli í umfjöllun Jóns Bjarka Magnússonar. blaðamanns DV, yrðu dæmd dauð og ómerk þar sem þau væru ærumeiðandi. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að á annan tug ummæla skyldu dæmd ómerk. Í dómnum segir að ósmekklegt hafi verið að vísa í gömul dómsmál. „Hér er um 32 ára og 23 ára gömul mál að ræða sem ósmekklegt er að draga inn í umfjöllun málsins um stefnanda. Stefnandi er með hreint sakarvottorð og ekki liggur fyrir að hún hafi verið kærð til lögreglu,“ segir í dómsniðurstöðu. Dómarar: n Ólafur Börkur Þorvaldsson n Eiríkur Tómasson n Greta Baldursdóttir n Sigrún Guðmundsdóttir Margrét Lilja Guðmundsdóttir gegn Andrési Helga Valgarðssyni 300.000 kr. í bætur 650.000 kr. í málskostnað Margrét Lilja Guðmundsdóttir sótti mál gegn Andrési Helga Val- garðssyni vegna ummæla sem hann lét falla á bloggsíðu sinni um hana og eiginmann hennar. Krafðist hún einnar milljónar króna, afsökunarbeiðni, og að hann drægi öll ummæli sín um meint ofbeldisverk í Aratúni til baka. Andrési var ítrekað synjað um rétt til áfrýjunar. Fólk sem skildi eftir athugasemdir á vef DV um málefni Aratúnshjónanna var einnig lögsótt. Ásta Erna Oddgeirsdóttir var dæmd til að greiða 300.000 krónur í bætur og 200.000 krónur í málskostnað. Dómari: Sigríður Ólafsdóttir Ríkið greiði Blaðamaður DV, var dæmdur til að greiða bætur og málskostnað vegna ummæla sem höfð voru eftir viðmælanda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.