Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2012, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2012, Blaðsíða 18
Lægsta verð á gagnamagni hjá Tali n Þeir sem eru með farsíma í áskrift greiða 500 krónur fyrir 10 gígabæt T al býður nú töluvert ódýrara gagnamagn en önnur fyrir- tæki. Vefsíðan simon.is hefur gert verðsamanburð á gagna- magni farsímafyrirtækjanna. Þar seg- ir að Tal bjóði nú gagnamagn á verði sem ekki hafi sést fyrr en þar kosta10 gígabæt 500 krónur fyrir þá sem eru með farsíma í áskrift. Á síðunni má sjá töflu með lauslegum verðsaman- burði en þar kemur fram að 10 gíga- bæt hjá Nova kosta 2.990 krónur en umfram það kostar það 1.000 krónur og innifelur 10 gígabæt. Hjá Síman- um kosta 9 gígabæt 3.090 krónur en 5 gígabæt eru á 1.990 krónur hjá Voda- fone. Hjá Hringdu greiðir viðskipta- vinur 990 krónur fyrir 1 gígabæt. Tekið er fram að slíkur saman- burður sé erfiður og geti verið vill- andi ef fólk er ekki meðvitað um galla samanburðarins. Þá er bent á ágæta  reiknivél Póst- og fjar- skiptastofnunar sem sýnir saman- burð á milli þjónustuleiða síma- fyrirtækja. Flest fyrirtækin bjóði upp á ákveðna pakka, sem hin félögin bjóði ekki og geri það samanburðinn erfiðan. Simon.is fullyrðir þó, þrátt fyrir þetta flækjustig í samanburði, að Tal bjóði í dag upp á lægsta verðið á gagnamagni. Neytendur eru því hvattir til að skoða vel hvaða gagna- pakka farsímafyrirtækin bjóða upp á og hvar má fá hagstæðasta verðið. gunnhildur@dv.is E ld sn ey ti Algengt verð 243,5 kr. 243,3 kr. Algengt verð 243,3 kr. 243,1 kr. Höfuðbsv. 243,2 kr. 243,0 kr. Algengt verð 243,5 kr. 243,3 kr. Algengt verð 245,7 kr. 243,5 kr. Melabraut 253,3 kr. 243,1 kr. Góð þjónusta í fallegu umhverfi n Lofið fær Silva sem er hráfæð- isstaður í Eyjafirði. Ánægður við- skiptavinur sendi DV lof. „Staðurinn er frábær og þar fær maður góða þjónustu. Umhverfið er sérstak- lega fallegt og útsýnið eftir því. Silva er um það bil tíu kílómetra frá Akureyri en vel þess virði að kíkja á,“ segir hann. Bíllinn skítugur eftir þvottinn n Lastið fær Bílaþvottastöðin Löð- ur við Skúlagötuna en viðskipta- vinur sendi eftirfarandi: „Ég fór um daginn og valdi silfurþvott sem kostaði 2.190 krón- ur og bjóst ég við að fá góðan þvott fyrir það verð. Þvottur- inn tók um það bil 10 mínútur og þá átti að vera búið að spúla hann, tjöruhreinsa og bóna með lituðu bóni auk felgu- hreinsunar. Ég hélt því að hann yrði nú frekar flottur og glans- andi að utan eftir þetta. Þegar ég kom út úr bílnum þá strauk ég með puttanum eftir bílnum og hann varð alveg svartur. Vélin hafði því bara skolað hann smá, tekið mesta rykið og mestu öskuna af bílnum, en skilið allan bílinn eftir sótsvart- an. Svo var að sjálfsögðu bónað yfir allan skítinn og var því töluvert erfiðara að þrífa drulluna af eft- ir það. Ég fór því heim og þurfti að þrífa allan bílinn frá grunni til að leiðrétta það sem þessi stöð gerði. Einnig hef ég lent í því að vera lok- aður inni í svona stöð þegar ein- hver villa varð en þá stoppaði stöð- in og hleypti mér ekki út.“ Helgi G. Sigurðsson hjá Löðri segir að snertilausu stöðvarnar hafi ver- ið vinsælar hjá þeim sem þvo bíla sína oft. „Ef bíll hefur ekki verið þveginn í langan tíma mælum við með að hann komi í svamp þvotta- stöðvar hjá okkur. Það er vitað að snertilausar stöðvar eru ekki eins góðar þegar um gamlan og fastan skít er að ræða. Þetta á þó sérstak- lega við á veturna þar sem þarf að nota tjöruleysi. Silfurþvottur sem þessi viðskiptavinum keypti er ekki með tjöruleysi. Það kemur af og til fyrir að viðskiptavinir kvarta til okkar um þetta en við leiðbein- um og bjóðum gjarnan frían þvott í svampstöðvarnar. En bílaþvottur er ekki alltaf einfalt mál og þarf að meta hvert tilfelli fyrir sig.“ SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS Lof&Last Bensín Dísilolía Ódýrt gagnamagn Verðsamanburður sýnir lægsta verðið hjá Tali. Sparar tugi þúSunda með rafmagnShjóli 18 Neytendur 11. júlí 2012 Miðvikudagur Þ að eru klárlega kostir við það að láta breyta hjólinu sínu í rafmagnshjól. Það getur verið mjög hagstætt þar sem það gerir fólki jafnvel kleift að losa sig við annan heimilisbíl- inn. Ég var sjálfur bíllaus á tímabili og fannst það ekkert stórmál þótt ég væri með börn á leikskóla og í skóla,“ segir Sölvi Oddsson, upphafsmaður Rafhjóla, en hann hefur gert tilraun- ir með rafbúnað á hjól í bílskúrnum síðan 2008. Nú selur hann búnað sem breytir hjólum í rafmagnshjól. Nokkrar reiðhjólaverslanir selja auk þess tilbúin rafmagnshjól fyrir þá sem vilja ekki láta breyta gömlu hjólunum sínum. Notar pedalana sem miðstöð Aðspurður um kosti þess að láta breyta hjóli segir Sölvi að hann líti á hjólið sem samgöngumáta frekar en líkamsrækt. „Á rafmagnshjóli get- ur þú verið viss um að þú komist í vinnu á réttum tíma, þrátt fyrir mót- vind sem hefur mikið að segja þegar maður hjólar. Auk þess léttir þetta þér að hjóla upp brekkur og þú kem- ur ekki löðursveittur í vinnuna. Það er þó gott að hafa pedalana því þér verður ískalt ef þú hreyfir þig ekk- ert. Ég nota pedalana sem miðstöð,“ segir Sölvi og bætir við að mað- ur geti hjólað mátulega mikið til að vera heitur og góður þegar komið er til vinnu auk þess sem maður er bú- inn að fá fullt af súrefni. Hann bendir einnig á til gamans, að hann hafi á sínum tíma reiknað út að það sé ódýrara að kaupa raf- magn á hjólið en að hjóla sjálfur ef litið er til hitaeininga. Fólk þurfi að borða fyrir meiri pening en það sem það greiðir í rafmagn til að komast sömu vegalengd. Fólk getur breytt sjálft Það breytingarsett sem Rafhjól sel- ur mest af og passar á flest venjuleg hjól kostar 145.000 krónur. Vinnan kostar svo 7.500 krónur á tímann en Sölvi segir að hún taki oftast um það bil 3 klukkutíma. „Annars getur fólk alveg keypt hjá okkur búnaðinn og sett þetta saman sjálft. Þannig get- ur þú sparað þér heilmikinn pening og við hvetjum fólk til þess.“ Hann segir að það megi breyta langflest- um hjólum en það sé þó flóknara á þeim sem eru með fótbremsur eða naf-gíra. Rafmagnshjól Sölvi Oddsson hjá Rafhjólum hjólar hér á einu slíku. n Mikill ávinningur af því að skipta heimilisbílnum út fyrir rafhjól n Hver hleðsla kostar fimm til sex krónur Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.