Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2012, Blaðsíða 16
Sandkorn
J
ón Steinar Gunnlaugsson
hæsta réttar dómari var skipað
ur í starf af flokks bræðrum
sín um. Eftir rúmlega átta ára
umdeilda setu hefur hann nú
ákveðið að víkja með gulltryggða
fram tíð. Á sama tíma og flestir al
mennir launþegar landsins þurfa að
sæta miklum skerðingum á lífeyri
sendir hæstaréttardómarinn feitan
reikning á ríkissjóð. Almenningur í
landinu á að borga yfir 800 þúsund
krónur á mánuði til æviloka Jóns
Steinars svo hann geti haldið full
um launum. Þessi sami almenning
ur má þakka fyrir að fá aðeins brot
af sínum tekjum til baka þrátt fyrir
að hafa alla sína ævi greitt í lífeyris
sjóði. Lífeyriskjör Jóns Steinars eru
dæmi um það bruðl og óráðsíu sem
einkennir samfélag okkar. Vinirn
ir tryggðu áhyggjulaust ævikvöld á
kostnað skattborgara þótt engin rök
væru fyrir slíkum verðlaunaveiting
um til handa lögfræðingi sem hvergi
hafði skarað fram úr. Innmúraður
og innvígður eru þau orð sem koma
upp í hugann þegar umræddur dóm
ari er nefndur.
Ferill Jóns Steinars í Hæstarétti er
ekki ólíkur aðdraganda ráðningar
innar. Hann var ráðinn þótt lög kveði
á um að fyrst skuli metið hæfi um
sækjenda en síðan hæfni. Jón Stein
ar var í hópi þeirra sem metnir voru
hæfir. Þegar kom að hæfninni var
hann á aftasta bekk. En hann var í
Sjálfstæðisflokknum sem fór með
það vald að skipa dómara. Flokks
bróðir Jóns Steinars, Geir H. Haarde,
brást honum ekki og hann var tek
inn fram fyrir í röðinni og gerður að
dómara við æðsta dómstól Íslands.
Jón Steinar var skipaður í stað sjálf
stæðismannsins Péturs Kr. Hafstein,
sem hætti í starfi sínu í blóma lífsins
eftir tiltölulega skamma setu. Átta
árum síðar koma ávextir spillingar
innar í ljós þegar hann stendur upp,
65 ára, og fær upp undir 900 þúsund
krónur í eftirlaun eftir hlutastarfið.
Og ríkissjóður er líka skuldbundinn
gagnvart Pétri Kr. Hafstein sem get
ur tekið eftirlaun þegar honum sýn
ist. Þau gefa vel af sér hlutastörfin í
Hæstarétti.
Íslenska spillingin birtist í sinni
verstu mynd þegar Jón Steinar var
ráðinn. Þarna var á ferðinni spila
félagi og vinur æðsta manns Sjálf
stæðisflokksins, Davíðs Oddssonar.
Annar einstaklingur, Ólafur Börk
ur Þorvaldsson, var einnig skipað
ur af Sjálfstæðisflokknum til þess
að sitja í Hæstarétti. Sá var, rétt eins
og Jón Steinar, hæfur en stóð flest
um öðrum umsækjendum að baki
í hæfni. En hann er frændi Davíðs.
Fjölmargar aðrar skipanir dóm
ara á lægra dómsstigi eru tengd
ar flokknum. Þar má nefna Þorstein
Davíðsson, soninn sem hreppti
dómaraembætti á Akureyri. Þessar
staðreyndir eru ömurlegur vitnis
burður um stjórnarfar sem ekki hefði
átt að tíðkast í þroskuðu lýðræðisríki.
Allur almenningur hlýtur að
rísa gegn því að svona lagað geti átt
sér stað. Það hlýtur að vera skýlaus
krafa að lögum og stjórnarskrá verði
breytt í þá veru að dómarar og aðrir
í grennd við spena ríkisins lúti sömu
kjörum og venjulegt fólk. Og það er
nauðsynlegt að taka þann kaleik frá
flokkum með veikt siðferði að þurfa
að skipa dómara. Það má ekki gerast
að minnipokamenn með flokksskír
teini geti orðið tilberar á ríkissjóði.
Mannasiðir Gillz
n Enn ríkir óvissa um hvað
verður um sjónvarps seríu
Egils „Gillz“ Einarssonar,
Mannasiði, sem sett var í
salt þegar hann var ásak
aður um nauðgun. Serí
an kostaði tugi milljóna í
framleiðslu en meðal þeirra
sem þar eiga mikið undir
eru félagarnir Simmi og Jói
sem veðjuðu á gullkálfinn.
Nú er beðið ákvörðunar
Ara Edwald, forstjóra 365,
um það hvort Stöð 2 vendi
sínu kvæði í kross og sýni
Mannasiði Gillz.
Davíð stuðar sjalla
n Nokkur titringur er innan
Sjálfstæðisflokksins vegna
framgöngu Davíðs Þorláks-
sonar, for
manns Sam
bands ungra
sjálfstæðis
manna, sem
fór á kost
um í Val
höll þar sem
hann hélt kosningapartí til
heiðurs Ólafi Ragnari Gríms-
syni að kveldi kosningadags
ins. Þetta fór illa í marga
og sérstaklega Þóruliðið í
flokknum. Þar má nefna
framkvæmdastjóra flokks
ins, Svanhildi Hólm og Bryn-
hildi Einarsdóttur, eiginkonu
Illuga Gunnarssonar þing
manns, sem stóðu framar
lega í fylkingu Þóru.
Hugljómun Péturs
n Pétur Blöndal, þingmað
ur Sjálfstæðisflokksins,
er gjarnan talinn á meðal
heilsteyptustu stjórnmála
manna Íslands. Á þingi
Öryggis og samvinnustofn
unar Evrópu var samþykkt
tillaga hans um að reyna
að koma í veg fyrir hring
ferla peninga með rað
eignarhaldi, lánveitingum
og öðrum hætti. Pétur hefur
eftir rannsóknir uppgötvað
að þetta var meinið á Íslandi
fyrir hrun og helsta ástæðan
fyrir að svo illa fór árið 2008
þegar bólan sprakk.
Fé án hirðis
n Þótt Pétur Blöndal hafi
gjarnan átt góða spretti í
siðvæðingarpólitík sinni
hefur hann
þó hrasað.
Hann eyddi
drjúgum
hluta starfs
orku sinnar
í að benda á
hve fáránlegt
eignarhaldið
væri á sparisjóðunum þar
sem enginn var í raun eig
andinn. Kallaði hann þetta
fé án hirðis og krafðist
breytinga. Sú varð raunin í
tilfelli nokkurra sparisjóða
sem fóru nokkrir á haus
inn síðar, eftir að eigend
ur höfðu tæmt þá innan frá.
Pétur hefur ekki í seinni tíð
talað um fé án hirðis.
RÚST!. Enn lengist sakaskrá
íslenska ríkisins.
Erla Hlynsdóttir um dóm Mannréttindadómstóls Evrópu. – Facebook Helgi Seljan fréttamaður um dóm Mannréttindadómstólsins. – Facebook
Innvígður dómari„Vinirn-
ir tryggðu
áhyggjulaust
ævikvöld
Í
slensk heimili eru meðal þeirra
skuldsettustu í heimi. Því hefur
eitt helsta baráttumál framsóknar
manna á þessu kjörtímabili verið
að takast á við skuldavanda heimil
anna, fara í almennar leiðréttingar á
stökkbreyttum skuldum heimilanna
og afnema verðtrygginguna í skrefum.
Almennar aðgerðir
Ólíkt flestum öðrum stjórnmálaflokk
um töldum við mesta réttlætið liggja
í almennum aðgerðum. Allir myndu
sitja við sama borð og sams konar lán
fengju sömu niðurfærsluna. Þeir sem
teldu sig ekki þurfa niðurfærsluna
gætu hafnað henni og íslenska rík
ið myndi nota skattkerfið til að jafna
stöðu manna á grundvelli eigna og
tekna.
Við höfum, aftur og aftur, lagt fram
tillögur þessa efnis í þinginu. Eftir að
stjórnvöldum tókst að klúðra einstöku
tækifæri til almennra leiðréttinga við
uppgjör milli nýju og gömlu bankanna
höfum við bent á aðrar leiðir á borð
við skattlagningu á séreignasparnaði
og skattafslætti til skuldsettra heimila,
nú síðast með framlagningu þingmáls
um aðgerðir í efnahagsmálum.
Um leið og tekið væri á núverandi
skuldavanda töldum við nauðsynlegt
að huga að nýju og betra húsnæðis
lánakerfi fyrir heimili landsins.
Afnám verðtryggingar
Undanfarna áratugi hafa íslensk
heimili hlotið þann vafasama heið
ur að bera ein ábyrgð á efnahagslegri
óstjórn og verðbólgu með því að
bera nær allan kostnað af verð
tryggingunni. Skuldir heimilanna hafa
þannig aukist stjórnlaust og þessu vilj
um við breyta.
Flestir virðast sammála okkur í
orði, ef marka má yfirlýsingar stjórn
málamanna. Í stjórnarsáttmálan
um kemur fram að draga eigi úr vægi
verðtryggingar og stjórnarandstað
an hefur meira og minna tekið und
ir þessi markmið stjórnarflokkanna.
Miklar vonir voru bundnar við vinnu
efnahags og viðskiptanefndar á síð
asta þingi við að leita leiða til afnema
verðtrygginguna frekar í skrefum, en
hver varð niðurstaðan?
Ekki náðist samstaða í nefndinni.
Ekki um eina einustu tillögu.
Því lögðum við framsóknarmenn
aftur fram frumvarp okkar um að strax
skyldi setja 4 prósenta þak á verð
tryggingu lána til almennings, í kjöl
farið yrði unnið að því að afnema
hana til frambúðar.
Þar lögðum við einnig til að neyt
endum yrði heimilt að breyta verð
tryggðu láni í óverðtryggt lán. Lánveit
anda yrði óheimilt að krefjast greiðslu
lántökukostnaðar, innborgunar á
höfuðstól eða lægra veðhlutfalls við
breytinguna.
Á sínum tíma var verðtryggingin
viðbragð við almennri óstjórn í efna
hagsmálum, en hún var aðeins plástur.
Hún tók ekki á vandamálinu sjálfu,
efnahagsstjórninni. Margt bendir til að
verðtryggingin auki jafnvel á vandann
við efnahagsstjórnina. Hún geri stjórn
efnahagsmála erfiðari og flóknari og
geri stýrivexti nær gagnslausa til að
koma böndum á verðbólguna. Einnig
hefur samspil verðbólgu og verð
tryggingar lítið verið rannsakað.
Hagsmunasamtök heimilanna
hafa bent á að hugsanlega sé verð
tryggingin hreinlega olía á eld verð
bólgunnar, þar sem verðbætur blási
út efnahagsreikning bankanna. Verð
bólga mælir fjármagn í umferð og
þegar hún hækkar, hækka verðbæt
ur sem bankarnir fá á útlánin sín
og í kjölfarið aukast þeir peningar
sem þeir geta lánað út aftur. Þannig
myndist vítahringur sem nær ómögu
legt er að komast út úr við óbreytt
ástand.
Til að bregðast við þessu lögðum
við til aðgerðir til að lækka vaxta
kostnað heimilanna og ná stjórn á
verðbólgunni með bættri efnahags
stjórn. Það viljum við til dæmis gera
með reglum um verðtryggingajöfnuð,
hámark veðhlutfalla, lengd lánstíma,
upptöku þjóðhagsvarúðartækja og
endurskoðun á ávöxtunarkröfu lífeyr
issjóðanna.
Ekki má efast um mikilvægi þess að
ná tökum á verðbólgunni og draga úr
vaxtakostnaði heimilanna. Án efa væri
það besta leiðin til að ná fram loforði
okkar framsóknarmanna um almenn
ar aðgerðir til handa skuldsettum
heimilum, enda benti sérfræðinga
hópur um skuldavanda heimilanna
á að lækkun á raunvöxtum niður í 3
prósent væri á við 20 prósenta lækkun
höfuðstóls lána.
Nýtt húsnæðislánakerfi
Í tillögum meirihluta verðtrygg ingar
nefndarinnar undir forystu okkar
fram sóknarmanna var lagt til að inn
leitt yrði óverðtryggt húsnæðislána
kerfi að danskri fyrirmynd. Í nýju
kerfi yrðu boðin óverðtryggð hús
næðislán með endurskoðunarákvæð
um í stað verðtryggðra jafngreiðslu
lána. Lána stofnanir hafa þegar hafið
að bjóða þess háttar lán og Alþingi
hefur veitt Íbúðalánasjóði lagaheim
ild til þess að bjóða lán á þessum
kjörum. Frekari lagasetning er þó
þörf, meðal annars til að auðvelda
fólki að færa sig yfir í óverðtryggðu
lánin og þar hafa framsóknarmenn
lagt fram ítarlegar tillögur sem enn
bíða samþykkis þingsins.
Skuldavandi heimilanna er stærsti
vandinn sem íslenskt samfélag stend
ur frammi fyrir. Forgangsmál okkar
framsóknarmanna hefur alltaf verið
að takast á við hann. Fyrir því höf
um við barist og fyrir því munum við
halda áfram að berjast.
Framsókn og skuldirnar
Leiðari
Reynir Traustason
rt@dv.is
Kjallari
Eygló Harðardóttir
Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is)
Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is)
Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is
F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð
Heimilisfang
Tryggvagötu 11
Hafnarhvoli, 2. hæð
101 Reykjavík
FRÉTTASKOT
512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
AÐALNÚMER
RITSTJÓRN
ÁSKRIFTARSÍMI
AUGLÝSINGAR
16 11. júlí 2012 Miðvikudagur
„Einnig hef-
ur samspil
verðbólgu og verð-
tryggingar lítið
verið rannsakað