Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2012, Blaðsíða 22
22 Menning 11. júlí 2012 Miðvikudagur
Börnin læra af Björk
n Biophiliu-smiðjan í Children’s Museum of Manhattan
B
örnum í New York
bauðst síðastliðinn
föstudag að kynn-
ast tónlistarkonunni
Björk Guðmundsdóttur, tón-
list hennar og hvernig hún er
unnin á CMOM, Children’s
Museum of Manhattan. Þar
hefur verið sett upp svoköll-
uð Biophiliu-smiðja en í
henni gefst börnum tækifæri
til að vinna með smáforrit
sem bera sömu nöfn og lögin
á samnefndri plötu Bjarkar.
Björk notaðist við ný-
stárlegar aðferðir þegar
hún samdi tónlistina fyrir
Biophilia í framhaldi af
því var þessi hugbúnaður
þróaður fyrir börn. Á vinnu-
stofunni verður leiðbeinandi
sem aðstoðar krakkana við
að nota forritin en þau eru
áhugaverð leið til að læra
um tónlist og hvernig hún
er samin. En á sama tíma
er hægt að læra um nátt-
úruleg fyrirbæri og hlusta
á tónlist Bjarkar. Hvert lag
af plötunni veitir aðgang
að gagnvirkum leikjum, list
og abstrakthreyfimyndum.
Þátttakendur koma til með
að nota smáforrit á iPad-
spjaldtölvum.
Verkefnið er samstarf
Bjarkar, CMOM og New
York Public Library. Smiðj-
an eða vinnustofan verður
starfrækt fram í lok desem-
ber. Björk þróaði kennslu-
verkefnið meðal annars með
kennurum frá Reykjavíkur-
borg og vísindamönnum
frá Háskóla Íslands. Einnig
hefur verið sett upp smiðja í
Buenos Aires og stendur til
að setja upp smiðjur í Noregi
og San Francisco í haust.
Það er nóg um að vera
hjá Björk í tónlistinni en hún
kom meðal annars fram á
Hróarskelduhátíðinni um
liðna helgi.
Tónleikar
Melchior
Hljómsveitin Melchior held-
ur tónleika í Iðnó fimmtu-
daginn 12. júlí í tilefni út-
gáfu plötunnar Matur fyrir
tvo. Tónleikarnir hafa ver-
ið kallaðir útgáfutónleik-
ar syðri. Hljómsveitin mun
flytja glæný lög af plötunni
í bland við valið efni af eldri
hljómdiskum. Melchior til
halds og trausts verður öfl-
ug sveit gestahljóðfæraleik-
ara þannig gera má ráð fyrir
að tíu manns verði á sviðinu
í senn.
Matur fyrir tvo verður til
sölu á ágætu verði á tónleik-
unum, sem hefjast kl. 20.30.
Miðar fást við innganginn
á 1.900 kr. en sala er þegar
hafin á midi.is.
Hljómsveitina skipa
Hilmar Oddsson, Hróðmar
I. Sigurbjörnsson og Karl
Roth, sem syngja og leika á
gítara og hljómborð, Krist-
ín Jóhannsdóttir söngkona,
Gunnar Hrafnsson ba-
ssaleikari og Kjartan Guðna-
son trommuleikari.
Þór Breið-
fjörð á
Jómfrúnni
Stórsöngvarinn Þór Breið-
fjörð, sem sló eftirminni-
lega í gegn í söngleiknum
Vesalingunum í Þjóðleik-
húsinu í vetur, kemur
fram á sjöundu tónleikum
djasssumartónleikarað-
ar veitingahússins Jóm-
frúarinnar við Lækjargötu,
laugardaginn 14. júlí næst-
komandi. Þór mun flytja
dagskrá sem hann nefnir
Innileika.
Kvartettinn sem leikur
með Þór skipa þeir Vign-
ir Þór Stefánsson á píanó,
Snorri Sigurðarson á
trompet, Birgir Bragason á
kontrabassa og Erik Qvick á
trommur. Þeir munu flytja
gömul en sígræn djasslög í
anda Bing Crosby og fleiri
meistara. Tónleikarnir hefj-
ast kl. 15 og standa til kl. 17.
Leikið er utandyra á Jóm-
frúartorginu. Aðgangur er
ókeypis.
Gífurlegar
vinsældir
Intouchables
Aðsókn á frönsku kvik-
myndina Intouchables eykst
stöðugt í kvikmyndahúsum
hér á landi, samkvæmt upp-
lýsingum frá Græna ljósinu.
77 prósent aukning varð á
aðsókninni á milli síðast-
liðinnar helgar og helgarinn-
ar þar á undan, en slíkar töl-
ur hafa ekki sést áður. Færa
hefur þurft kvikmyndina í
stærri sali í kvikmyndahús-
um til að anna eftirspurn.
Um sextán þúsund manns
hafa nú séð kvikmyndina en
líkt og áður sagði þá eykst
aðsóknin frekar en hitt.
Björk Þróaði Biophiliu-smiðjuna
ásamt kennurum frá Reykja-
víkurborg og vísindamönnum frá
Háskóla Íslands.
Snortinn en
ósnertanlegur
n Af götuhorninu í glæsihýsið
D
ramatíska gaman-
myndin Intouchables
kom á óvart í heima-
landi sínu Frakklandi
í fyrra þar sem hún
fékk metaðsókn og er nú orðin
aðsóknarmesta franska mynd
allra tíma. Myndin hefur ver-
ið sýnd um allan heim og er nú
einnig orðin aðsóknarmesta
kvikmynd allra tíma á öðru
tungumáli en ensku.
Intouchables er byggð
á sannri sögu og fjallar um
franskan aðalsmann sem lam-
ast og ræður ungan mann úr
fátækrahverfunum sem að-
stoðarmann. Það þróast með
þeim djúp vináttu og þeir múr-
ar sem skilja þá að, brotna
smám saman.
Vivre ensemble
Sameiningarþátturinn í In-
touchables er vafalaust ein
helsta ástæðan fyrir því að
myndinni var tekið svo vel í
heimalandi sínu. Á sínum tíma
tóku margir því nefnilega sem
staðfestingu á fjölmenningu
Frakklands og meintu sak-
leysi samfélagsins fyrr á 20.
öldinni þegar t.d. svartir lista-
menn frá Bandaríkjunum s.s.
James Baldwin og Miles Davis
flúðu fordóma og ólgu Banda-
ríkjanna og fóru til Parísar. Þar
var þeim og list þeirra nefni-
lega vel tekið og með virðingu.
Nú mætti halda að eftir krepp-
una, stjórn Sarkozys og fjölg-
un innflytjenda sé franskur al-
menningur loksins tilbúinn
til að horfast í augu við hinn
raunverulega ójöfnuð, þrátt
fyrir allar fyrri hugmyndir um
landið sem skjól í hörðum
heimi fordóma.
Intouchables tekur ekki
beint á þessari kynþáttaólgu,
heldur breytir henni frekar í
hlátrasköll. Magnaðasta túlk-
un á þessari ólgu á undanförn-
um árum er án efa meistara-
verkið La Haine frá 1995 en sú
mynd var gerólík Intouchables
hvað varðar efnistök.
Le buddy movie
Vinátta aristókratans Phil-
ippe (François Cluzet) og
gettódrengsins Driss (Omar
Sy) hittir líka í mark um allan
heim, en saga þeirra gæti
gerst víða. Eins og oft ger-
ist þegar kynþáttaumræða
á sér stað getur hún verið of
einfölduð og staðalímynd-
ir komið fram. Persóna Driss
er þó of margbrotin til þess
þó að hún jaðri stundum við
það.
Þessi tegund af „buddy
movie“ er alls ekki nýtt fyrir-
bæri en hefur sjaldan tekist jafn
vel og í tilfelli Intouchables.
Það er einnig gleðiefni fyr-
ir kvikmyndanörda um víða
veröld að mynd á öðru tungu-
máli en ensku gangi svo vel á
alþjóðlegum markaði. Mark-
aðurinn fyrir erlendar mynd-
ir t.d. í Bretlandi og Bandaríkj-
unum er nefnilega ekki jafn
frjósamur og hér á Íslandi,
en velgengni Intouchables er
vonandi skref í rétta átt.
Tár á hvarmi
Stíll og skopskyn myndar-
innar svipar eiginlega miklu
frekar til breskra og banda-
rískra grínmynda heldur
en franskra. Því ætti ekki að
koma á óvart að Weinstein-
bræðurnir ætla sér að láta
endurgera Intouchables fyrir
enskumælandi markað en
það er alkunna að Kaninn
og Tjallinn eru ekki spenntir
fyrir textuðum myndum ein-
hverra hluta vegna.
Þegar á heildina er litið er
Intouchables ótrúlega fyndin
og hjartnæm mynd, sem fær
mann til að vökna um augun
undir lokin þrátt fyrir ófáar
klisjur og einfaldanir.
Intouchables „Þegar
á heildina er litið er In-
touchables ótrúlega fyndin
og hjartnæm mynd.“
Þórður Ingi Jónsson
thordur@dv.is
Bíómynd
Intouchables
IMDb 8,5 RottenTomatoes 77% Metacritic 8,4
Leikstjórar: Olivier Nakache og Eric
Toledano
Handrit: Olivier Nakache og Eric
Toledano
Leikarar: Francois Cluzet, Omar Sy og
Anne Le Ny
112 mínútur