Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2012, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2012, Blaðsíða 17
Sigur fyrir tján- ingarfrelsið. Hata það ekkert.Best geymda leyndarmálið. Gunnar Ingi Jóhannsson , lögmaður blaðmannanna Bjarkar Eiðsdóttur og Erlu Hlynsdóttur. – VísirNýklipptur Björgvin Páll Gústavsson um að vera líkt við David Beckham. – DVBjörn Thors , leikari og leiðsögumaður, um hellinn undir Þríhnúkagíg. – DV Hvernig lýð-ræði viljum við? Spurningin „Í strætó.“ Guðmundína Ragnarsdóttir 53 ára lögmaður „Á bíl.“ Arnar Elíasson 33 ára bankamaður „Yfirleitt gangandi eða á hjóli.“ Tinna Lind Hallsdóttir 21 árs og vinnur á hjúkrunarheimili „Á bíl.“ Gunnar Einarsson 29 ára símasölufulltrúi „Á bíl.“ Ingunn Jónsdóttir 59 ára heilbrigðisritari Hvernig ferðu í vinnuna? 1 Hnarreistur í sumarfríinu Mynd af Mario Götze, landsliðsmanni Þjóðverja í knattspyrnu, hefur farið um netið sem eldur í sinu. 2 Gunnar Heiðar missti sjónina vegna sykursýki Söfnun til styrktar ungum sjómanni sem missti sjónina. 3 Segir fljúgandi furðuhlut hafa brotlent í Roswell Fyrrverandi starfsmaður bandarísku leyniþjón- ustunnar stígur fram. 4 Íslenska ríkið borgi blaðamönnum 10 milljónir Mannréttindadómstóll Evrópu dæmdi blaðakonunum Erlu Hlynsdóttur og Björk Eiðsdóttur í vil. 5 Þær voru dæmdar fyrir þetta Umfjöllun um það sem þær Erla og Björk voru dæmdar fyrir í Hæstarétti Íslands. 6 Tom og Katie semja: Strangar umgengnisreglur Hollywood-stjörnurnar Tom Cruise og Katie Holmes ná samkomulagi vegna skilnaðar síns. 7 „Augljóslega reyndur kafari“ Kafari hjá Dive.is um köfunarhæfileika Tom Cruise sem var á Íslandi á dögunum. Mest lesið á DV.is „Ísbjörn! Ísbjörn!“ E inu sinni var talað um „gúrkutíð“ þegar fjölmiðlar byrjuðu að æsa upp fréttir á sumrin, oft af ofvöxn- um gúrkum. Nú er „ísbjarnartíð“. Sumarið 2008 heyrðust fréttir af ís- birni þegar tvær konur sögðust hafa séð hann úr fjarlægð á Skaga fyrir norðan. Við tók töluvert fréttafár um lausa ís- björninn. Að lokum voru myndir af meinta ísbirninum hins vegar skoðað- ar, og það kom í ljós að ísbjörninn var í líki rollu. Og öll spor á svæðinu voru eft- ir sauðfé, en ekkert eftir ísbjörn. „Þetta var ekki kind sem ég sá,“ sagði konan við Fréttablaðið, en ísbjörninn fannst aldrei. Annar maður í skemmtiferð í rútu ákvað að senda mynd af uppstilltum gerviísbirni á Morgunblaðið, sem birti hana með frétt um að ísbjörn gengi laus. Mesta fjölmiðlafár þessa sumars snerist um að ísbjörn gengi laus við Vatnsnes við Húnaflóa. Tildrög málsins voru að ítölsk fjölskylda var stödd í sela- skoðun, þegar henni varð ekki um sel. Þeim virtist sem selirnir hefðu fengið óvæntan selskap. Þá fór í gang æsileg at- burðarás. Ítalska fjölskyldan tók myndir af hin- um meinta ísbirni, og eftir að hafa sýnt myndirnar á nærliggjandi bæ, sem rekur ferðaþjónustu, fór málið í fréttirnar. Fjöl- miðlar töluðu við fólkið sem sá mynd- irnar og sagt var frá því í öllum miðlum að ísbjörn væri laus á svæðinu. Land- helgisgæslan fór á svæðið. Þyrluflug- maður sá spor, sem hann taldi víst að væru ísbjarnarspor. Allir á Íslandi voru að tala um ísbjörninn. Og það voru ýms- ar bollaleggingar. Pressan.is tók viðtal við framkvæmdastjóra Selasetursins um hvort ísbjörninn myndi éta alla selina: „Það efast ég um. Við töldum þúsund seli á seinasta ári og hann nær nú varla að torga þeim öllum á þessum tíma,“ svaraði hann. Fréttir birtust síðan um að ísbjörninn gæti mögulega ofhitnað á flótta sínum og fólk því beðið um að elta hann ekki. Þegar myndirnar voru birtar í fjöl- miðlum kom í ljós að myndirnar sýndu fyrirbæri sem líktist helst sel. Dýra- fræðingur staðfesti það. Þegar sporin voru skoðuð kom í ljós að þau voru ekki í laginu eins og ísbjarnarspor. Þau voru dýpst við hæl, en ekki fremst, og ísbirnir ganga ekki á hælunum. Engin sönnun hafði því verið fyrir því að ísbjörn hefði verið á staðnum, þótt fréttatíminn segði það. Svo fjaraði þetta bara út hægt og hljótt. Ferðaþjónustuaðilar á svæðinu voru glaðir með „ísbjörninn“, enda flykktist fólk á svæðið vegna fréttanna af ísbirn- inum. „Auðvitað er mjög skemmtilegt fyrir okkur að geta sagt að það sé ísbjörn á svæðinu,“ sagði selaleiðsögumaður, sem hafði í nógu að snúast. Annar ferða- þjónustuaðili gladdist yfir því í viðtali að svæðið fengi alla þessa athygli. Ítalski ferðamaðurinn Roberto Tozzi sagði frá því á Stöð 2 að hann væri enn sannfærður um að fyrirbærið hefði verið ísbjörn. „Þegar ég sá bjarn- dýrið datt mér ekki í hug að fólki gæti stafað hætta af því. Þegar ég fór inn í veitingahúsið þarna nálægt ströndinni sagði ég þeim frá birninum. Í mínum huga var björn og selur það sama. Ég hugsaði ekkert um hættuna.“ Dýra- fræðingurinn sem sá myndina var á sama máli, það er að segja um að björn og selur væru það sama. „Þú sérð móta fyrir dekkri haus og síðan aðeins ljósara svæði undir hausnum sem er eiginlega dæmigert fyrir útsel“. Stundum er selur ísbjörn. Sérstaklega þegar ísbjörn selur. Í talski einræðisherrann Mussolini notaði orðið „corporatism“ fyrstur manna til að skilgreina þá stjórn- arhætti sem hann stefndi á að inn- leiða á Ítalíu. Hann breytti skilgrein- ingunni síðar í fasisma og innleiddi „corporatism“ með stæl. „Corporatism“ er gjarnan skilgreindur í bandarískum orðabókum sem kerfi þar sem nýfrjáls- hyggju-einræði nær völdum fyrir tilstilli samruna viðskiptaheims og þingheims, samdauna stækri þjóðernishyggju. Ég hef mikið velt fyrir mér þeirri samfélagsgerð sem við búum við og af hverju flestir átta sig ekki á því að lýð- ræði er aðeins lýð-ræði ef fólk tekur virkan þátt í að móta það. Við erum samfélagið, við erum kerfið, við erum þingið, við erum ríkisstjórnin, því við búum jú við lýðræði, þar sem við, lýður- inn ræður. Eða hvað? Eru þeir fulltrúar sem sitja á þingi raunverulegir fulltrú- ar almennings? Hverra hagsmuna eru þeir að gæta? Það vita allir að spillingin er svo samofin hefðunum/kerfinu hér- lendis að hún mælist ekki. Við tökum nánast öll þátt eiginhagsmunastefnu valdsins sem kristallast í vali á þeim sem við treystum til að gæta hagsmuna okkar. Alvarlegur kerfisgalli Því betur sem ég kynnist kerfinu innan frá, því sannfærðari verð ég um að í því er að finna alvarlegan kerfisgalla. Galla sem ekki er hægt að laga með því reyna sífellt að staga í sístækkandi götin. Lög- gjafarsamkundan, þar sem fulltrúar almennings eiga að tryggja kerfið virki fyrir alla, er nánast óstarfhæft út af viðamiklum valdahefðum sem endur- spegla ekki endilega heildarhagsmuni lands og þjóðar. Kerfið er orðið of stórt. Minnir um margt á tilraunir til að setja 2012 stýrikerfi og hugbúnað inn í 1987 tölvubúnað. Tölvubúnaðurinn er úr sér genginn og getur ekki keyrt áfram stýri- kerfi nútímans. Út um allan heim er fólk að vakna upp við vondan draum. Kerfið er hætt að þjóna þeim, það er orðið svo stórt að það snýst bara um að viðhalda sér og ef upp kemst um kerfisgalla þá ver kerfið sig í stað þess að aðlaga sig aðstæðunum. En hvað er hægt að gera, það er almennt vantraust á valdhöfum, það er vantraust á mjög mörgu í samfélagi okkar, tortryggni og reiði. Á þessum tímum gefst gott tækifæri til að endurskoða samfélagsgerðina með afgerandi hætti í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórn- arskrá á haustdögum. Það er á ábyrgð ALLRA á Íslandi að taka þátt í þeirri umræðu og setja sig inn í hvað ný stjórnarskrá býður upp á. Hún snýst um samfélagssáttmála sem við mun- um búa saman við um einhverja hríð og á að hafa þær grunnstoðir sem við reisum nýtt Ísland á. Ég hvet alla til að kynna sér stjórnarskrána á vef stjórn- lagaráðs: stjornlagarad.is. Að búa við lýð-ræði er vinna Lýð- ræðið á ekki að snúast um að yfir- færa vald sitt til annarra ef vel lætur á fjögurra ára fresti. Ný stjórnarskrá er verkfæri fyrir almenning til að láta samfélag sitt varða, aðhaldstæki til að tryggja að þeir sem við felum valdið séu að vinna samkvæmt þjóðarvilja. Að taka þátt í að búa til draumasamfélag- ið sitt eru forréttindi sem nýtast bara ef við erum tilbúin að nota þau. Ég vona að almenningur geri sér grein fyrir því hve dýrmætt það er að hafa þetta eins- taka tækifæri til að móta framtíðarskip- an þessa lands. Beint lýðræði er það sem koma skal Upphaf lýðræðislegrar hefðar í borg- arasamfélögum hófst í Aþenu fyrir tvö þúsund árum. Sú tilraun tókst ágætlega. Þar voru valdir einstak- lingar með slembivali á ársfresti, til að sinna hlutverki löggjafans. Valið var sambærilegt og þegar valið var á þjóðfundinn til að ræða um grunn- stoðir nýrrar stjórnarskrár. Orðið lýð- ræði kemur einmitt frá þessari fallegu hefð sem tryggja átti að valdaklíkur gætu ekki hertekið lýðinn með yfir- valdi æðstu embætta. Lýðurinn ræð- ur, almenningur ræður. Mikið var lagt upp úr samræðuhefð og byggt á fornum hefðum til að tryggja sam- vinnu þegar fólk færði sig úr smærri samfélögum í flóknari samfélagsgerð borga. Allir borgararnir voru meðvit- aðir um að þeir gætu verið kallaðir til að sinna samfélagslegri skyldu sem þessi aðferð kallaði á. Ég get ímynd- að mér að þetta hafi gert fólk meðvit- aðra um hlutverk sitt í samfélaginu og það hafi reynt að fylgjast með og taka í meira mæli þátt en tíðkast hef- ur í stórsamfélögum okkar hingað til. Beint lýðræði er það sem koma skal. Hvernig það verður útfært veltur á vilja almennings til þátttöku. Sumar og sól Það viðraði vel til útivistar á höfuðborgarsvæðinu á þriðjudag enda rjómablíða. Mannfjöldi var á Laugaveginum og einhverjir tylltu sér niður og fengu sér hressingu í blíðunni. Mynd Eyþór ÁrnasonMyndin Svarthöfði Kjallari Birgitta Jónsdóttir Umræða 17Miðvikudagur 11. júlí 2012

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.