Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2012, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2012, Blaðsíða 19
Greitt með síma í strætó n Strætó er hluti af tilraunverkefni með snertilausum smágreiðsluviðskiptum Þ etta hefur verið þrautinni þyngra að koma þessu í gegn,“ segir Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó bs., aðspurður hvenær greiðslu- kortakerfi verði tekið í notkun í strætisvögnum. DV greindi frá því fyrir rúmu ári að undirbúningur að því væri hafinn og sagði Reynir þá að búast mætti við því á því ári. Hann segir nú að að málið hafi strandað á nokkrum atriðum en unnið sé að því að koma því í gegn. „Þetta hefur aðallega strandað á þeim skilyrðum greiðslufyrirtækj- anna að fólk verði að muna pin- númerið sitt. Við teljum að fólk geti lent í vanda með það og sjáum fyrir okkur að ef einhver man ekki númerið verði tafir. Það stóð til að fara í tilraunaverkefni með þetta í sumar en við höfum ákveðið að fresta því fram á haust þar sem það er einungis mánuður eftir af sumaráætlun okkar,“ segir hann. Strætó bs. hefur látið forrita við- mót í kortalesara eða posa þar sem fólk stingur kortinu inn í tæki og föst upphæð er færð af því en það hefur tafist vegna skilyrða um að fólk noti pin-númerið. Hann segir að einnig hafi kom- ið upp sú hugmynd að hafa snerti- laus smágreiðsluviðskipti sem virka í raun eins og aðgangskort. „Þú leggur þá greiðslukortið upp að posa og greiðir þannig þar sem posinn nemur kortið. Það er verið að fara af stað með tilraunaverk- efni með þessa tegund viðskipta hér og við höfum verið skilgreind- ir sem þátttakendur í því verkefni. Eins er flaga í öllum snjallsímum í dag sem er með sams konar virkni og er í kortunum og þá leggja far- þegar símann upp við posann og greiða þannig,“ segir hann og bætir við að markmiðið sé að pin-núm- erið verði óþarft í þessum smá- greiðsluviðskiptum. Þetta sé þó enn á ákvörðunarstigi en stefnt sé að þessu. „Ég hefði viljað vera bú- inn að sjá þetta mikið fyrr en svona er þetta, við stýrum ekki þessu skipi.“ Snjallsími í strætó Í framtíðinni verður jafnvel hægt að greiða fyrir far- gjaldið í gegnum símann. Sparar tugi þúSunda með rafmagnShjóli Rafmagnshjól Sölvi Oddsson hjá Rafhjólum hjólar hér á einu slíku. Aðspurður hvort hann mæli með að kaupa hjól sem er fram- leitt sem rafhjól eða að láta breyta gamla hjólinu segir hann að það fari eftir því hvort fólk á hjól fyr- ir. „Ef þú átt hjól sem þér líkar vel við og ert ánægður með, mæli ég með að breyta því. Þetta hljómar kannski eins og sölumennska en ég lít svo á að ef þú breytir gamla hjól- inu þá ertu ekki að bæta við hlut- um í bílskúrinn eða geymsluna. Auk þess hef ég reynslu af báðum gerðum af hjólum og finnst oft þægilegra að hjóla á þeim hjólum sem hefur verið breytt. Það er lík- lega vegna þess að þau voru fram- leidd sem reiðhjól til að byrja með,“ segir hann. Það tekur um 5 til 6 klukkutíma að fylla á tóma rafhlöðu en gott er að hlaða hana oftar og minna. Raf- hlöður sem fylgja með breytingar- settinu hjá Rafhjólum eru á bil- inu 400 til 500 wattstundir og Sölvi segir að miðað við gjaldskrá Orku- veitunnar megi reikna með að hver hleðsla kosti um 5 til 6 krónur. Hjól- reiðamaðurinn kemst að minnsta kosti 20 til 25 kílómetra á hverri hleðslu. Það sé þó að sjálfsögðu misjafnt hvað fólk notar hjólin mikið, hve hratt sé farið, hvort það sé mótvindur og hvort farið sé upp brekkur. Þróar nýjan búnað Sölvi sem er menntaður vélstjóri og orkutæknifræðingur segir að ástæðan fyrir því að hann fór út í þessi viðskipti var sú að konan hans vildi fá rafmagnshjól og bað hann um að smíða slíkt fyrir sig. „Mér fannst þetta algjört kjaftæði til að byrja með en smíðaði svona hjól fyrir hana. Svo lagðist ég yfir þetta og varð alveg sjúkur. Það er hægt að búa til svakalegar græjur með rafmagninu,“ segir hann. Raf- hjól hafa einnig selt tilbúin hjól en Sölvi segir að samkeppnin sé mik- il. Fyrirtækið hafi því einnig búið til sinn eigin búnað og nú hafi ver- ið smíðaður nýr kassi til að geyma rafhlöðu og stýringu inni í stellinu, sem auðveldar samsetninguna. „Allur okkar aukapeningur fer því í að þróa nýjan búnað. Við reynum að gera eitthvað nýtt og ætlum að koma öllum á Íslandi á hjól,“ seg- ir hann og bætir við að það sé sí- fellt verið að hvetja fólk til að hjóla meira og nota bílinn minna. Það séu þó örugglega margir sem eigi hjól og noti það varla þar sem fólk er í misjöfnu formi og treysti sér kannski ekki til að fara að hjóla aftur. „Þetta er snilld. Fólk getur hjólað eins og það vill og notað raf- magnið þegar það vill,“ segir Sölvi. Hann bendir einnig á að töluvert af fötluðu fólki hafi fengið hjól hjá honum, til dæmis þeir sem þurfa að vera á þríhjóli og MS-sjúklingar. Hann segir það hugsjón hjá þeim að reyna að hjálpa fólki við að kom- ast á milli staða. n Mikill ávinningur af því að skipta heimilisbílnum út fyrir rafhjól n Hver hleðsla kostar fimm til sex krónur Sparnaður n Kostnaður við að ferðast 20 kílómetra til og frá vinnu. Bensín á fólksbíl Á dag: 329 krónur Á ári: 82.250 krónur Rafmagn á rafmagnshjól Á dag: 6 krónur Á ári: 1.500 krónur * Miðað við bensín- og rafmagnsverð í dag Það má því segja að breytingin borgi sig upp á rúmlega einu og hálfu ári sé gert ráð fyrir því að einungis hjólið sé notað til að komast til og frá vinnu. Um er að ræða mótor sem settur er á reiðhjól í staðinn fyrir fram- eða afturgjörð. Með mótornum kemur gjarðarhring- ur. Mótor stýringin er lítill kassi sem skammtar straum inn á mótorinn og stýrir afli og snúningshraða. Inngjöf tengist við mótorstýringu. Rafhlaðan geymir rafmagn- ið sem notað er til að knýja mótorinn. Ódýrt í rekstri Rafhjól er einstaklega hagkvæmt og ódýrt í rekstri. Hver kílómetri kostar einungis 25 aura í rafmagnskostnað. Mjög lítið viðhald er á mótornum eða rafhlöðunni. Eina sem þarf að gera er að setja hjólið í hleðslu og þú ert tilbúin/n. Umhverfisvænt Viltu minnka vistfræðilega fótsporið þitt. Rafhjólið notast einungis við rafmagn sem á Íslandi er 99 prósent úr endurnýjan legum auðlindum. Fljótlegur ferðamáti Meðalhraði bifreiðar innanbæjar er um 25 kílómetrar á klukkustund. Innanbæjar ertu fljótari á milli staða á rafhjólinu, þú sleppur við umferð og þarft ekki að finna stæði. Skemmtilegt í notkun Hvað er leiðinlegra en að hanga í bílnum, fastur í umferð. Á rafhjólinu færðu ferskt loft og hefur gaman af ferðalaginu. Þú kemur á áfangastað með bros á vör. Framtíðin Rafhjólið er hluti af framtíðarfarartækj- um, rafmagn í farartækjum er framtíðin. Taktu skrefið strax í dag og fáðu þér rafhjól. Hættu að menga og njóttu þess. Tilbúin rafhjól Nokkrar verslanir selja tilbúin rafhjól en þessi verð eru fengin af heimasíðum þeirra: Örninn: Monotube 26“ 399.900 krónur Trek Valencia+ 481.990 krónur Gents 28“ 353.000 krónur Tri: EPO 430.000 krónur Hjólasprettur: Kalkoff Groove F3 3G 238.400 krónur Kalkoff Groove F8 8G 278.400 krónur Kalkoff Tasmann Tour C8 423.200 krónur Búnaðurinn Á síðunni rafhjol.is eru taldir upp kostir rafhjólsins Neytendur 19Miðvikudagur 11. júlí 2012

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.