Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2012, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2012, Blaðsíða 10
Öryrki eftir skógarmítil 10 Fréttir 11. júlí 2012 Miðvikudagur Þ að er full ástæða til að vara við þeim, bæði er þeim að fjölga hérlendis og svo fyrir fólk sem er að ferðast um Skandinavíu er mikilvægt að vera meðvitað um þá,“ segir Vil- hjálmur Ari Arason læknir. Hann segir brýna þörf á að vara fólk við skógarmítlum, pöddu sem lifir á blóði spendýra. Skógarmítill er vara- samur því hann getur borið alvarlega sýkla í fórnarlömb sín, meðal annars Borrelia-bakteríuna sem getur valdið Lyme-sjúkdómnum sem getur valdið alvarlegum skaða á taugakerfi. Vil- hjálmur Ari segir skógarmítlum fara fjölgandi hér á landi og því fulla ástæðu til að hafa varann á, bæði fyr- ir fólk hér heima og einnig þegar fólk ferðast á slóðir þar sem mikið er um skógarmítla. Ekki góður líkamlega Guðjón Egilsson húsasmiður er einn þeirra sem eru með Lyme-sjúkdóm- inn en hann sagði sögu sína í DV árið 2009. Guðjón var bitinn af skógarmítli þegar hann var staddur í sumarleyfi í Danmörku árið 2009. Bitið uppgöt- vaði hann sama sólarhring og hann kom heim, vegna rauðra útbrota sem hann fékk og eru einmitt lýsandi fyrir bit skógamítils. Bitið er oft auðþekkt á rauðum hringlaga þrota í húðinni þar sem svo annar hringur mynd- ast utan um og er stundum kallaður flökkuroði. Guðjón leitaði sér strax hjálpar lækna sem greindu hann með Borrel- ia-sýkingu en Guðjón segist hafa fengið rangan skammt af fúkkalyfjum og það hafi reynst honum afar örlaga- ríkt. Eftir bitið hrakaði heilsu hans mikið og um tíma lamaðist hann að hluta. Það var ekki fyrr en Guðjón sagði ferðamönnum sem staddir voru hér á landi frá einkennum sínum að hann gerði sér grein fyrir ástandi sínu en ferðamennirnir þekktu ein- kennin vel sem afleiðingar Borrel- ia-sýkingar. Guðjón er í dag öryrki en hann var fullkomlega heilbrigð- ur fyrir bitið. „Ég var of heilbrigður ef eitthvað var. Stoppaði aldrei. Í dag get ég unnið svona 15–20 mínútur á dag. Stuttu eftir viðtalið var ég orðinn stólfastur en hef náð mér á betra ról. Ég er betri heilalega séð, það er mér sjálfum að þakka því ég náði í lyf er- lendis. En líkamlega er ég ekki góð- ur en get haldið mér ágætum með því að halda kyrru fyrir. Ef ég er mik- ið á ferðinni yfir daginn þá er ég alveg búinn á því um 3–4 leytið. Þegar ég kynntist ferðamönnunum þá loksins opnuðust augu mín og ég fór að lesa mér til um þetta og kynna mér þetta almennilega.“ Margir smitaðir hér á landi Guðjón segist vita til þess að á þriðja tug manna hér á landi sé smitaður af Borrelia eftir bit skógarmítils. „Þetta er bæði fólk sem hefur smitast hér heima og úti. Þeir sem fá greiningu nógu snemma geta náð að losa sig við einkennin en ég er líka að sjá fólk sem hefur smitast fyrir 15–20 árum og hef- ur aldrei verið greint,“ segir Guðjón en heilmargir hafa leitað til hans eft- ir ráðleggingum og heldur hann úti síðu á Facebook þar sem hann safnar saman fréttum og greinum sem hann finnur á netinu um sjúkdóminn. Samkvæmt upplýsingum frá land- lækni liggja ekki fyrir upplýsingar um fjölda Íslendinga sem bitnir hafa ver- ið af skógarmítli. Þegar Guðjón sagði sögu sína í DV þá sagði hann lækna hérlendis ekki hafa viðurkennt vandamálið sem er alþekkt víða erlendis. Hann fagnar því að Vilhjálmur Ari skuli vera að opna á umræðuna og fagnar allri umræðu sem geti leitt til þess að fólk verði meðvitaðra um þessa vá. „Það er svo mikilvægt að fólk þekki einkennin. Það eru svo margir sem eru ógreindir því þeir þekkja þetta ekki. Skógarmít- ill er orðinn landlægur hér og finnst um allt Ísland. Ég er alltaf að heyra af nýjum smitum,“ segir Guðjón en að hans sögn hafa margir leitað til hans vegna ráðlegginga eftir að hafa verið bitnir. Leita að pöddunni í enda dags Kjöraðstæður skógarmítla eru helst í kjarri og háu grasi. Vilhjálmur Ari segir mikilvægt fyrir fólk sem ferð- ast um slík svæði þar sem skógarmít- ill er landlægur að vera vart um sig og leita að pöddunni á líkama sínum í enda dags. „Skógarmítillinn byrjar á að hengja sig á húðina og það tek- ur hann tíma að bora sig inn að blóði. Það getur tekið 1–2 sólarhringa áður en hann ræðst til atlögu og því mikil- n Skógarmítlar geta sýkt menn af sjúkdómum n Guðjón berst við taugasjúkdóm eftir bit Lyme-sjúkdómur Það er bakterían Borrelia burgdorferi sem veldur sjúkdóminum borrelíósu eða Lyme- sjúkdómi í mönnum. Bakterían berst í menn eftir bit skógarmítils þegar hann nærist á blóði. Undanfarin þrjátíu ár hefur sjúkdómurinn breiðst út og er það talist tengjast aukinni útbreiðslu skóglendis og villtra spendýra ásamt loftlagsbreytingum og aukinni útivist. Kjöraðstæður skógarmítils er í skóglendi. Í Bandaríkjunum er Lyme-sjúkdómurinn algengastur á Nýja-Englandi, í Mið-Vestur- ríkjunum, Kaliforníu og í Oregon. Í Evrópu er sjúkdómurinn algengastur í Þýskalandi, Austurríki, Slóveníu, Svíþjóð, Finnlandi og Eystrasaltslöndunum. Sjúkdóminn er einnig að finna staðbundið í Rússlandi, Kína og Japan. Í seinni tíð hefur borið á sjúkdóminum í vaxandi mæli á Bretlandseyjum. Skógarmítill Útbreiðsla Evrópa á milli 39° og 65°N frá Portúgal og Írlandi austur til Volgu í Rússlandi og þaðan suður til N-Afríku; Færeyjar. Ísland Í safni Náttúrufræðistofnunar eru eintök sem staðfesta allmarga fundarstaði á sunnanverðu landinu, frá Vogum á Reykjanesskaga austur í Hornafjörð, einnig á Patreksfirði, í Skagafirði og á Egilsstöðum. Einnig hafa borist lýsingar á tilvik- um sem benda til skógarmítils víðar að en varðveitt eintök eru ekki því til staðfestingar. Lífshættir Skógarmítill er blóðsuga á spendýrum og heldur sig í gróðri, einkum í skógarbotnum. Þegar hann vantar blóð skríður hann upp í gróðurinn og krækir sig við blóðgjafa, sem er oftast meðalstórt og stórt spendýr, t.d. hjartardýr eða sauðkind. Ungviði leggst á lítil spendýr, skriðdýr og jarðbundna fugla. Lífshættir skógarmítils á Íslandi eru ókannaðir en flestir hafa fundist á mönnum og hundum. Skógarmítlar hafa fundist hér frá því snemma sumars og fram eftir hausti, á tímabilinu 3. júní–1. nóvember. Almennt Fyrsti skógarmítill sem fannst hér á landi var tekinn af þúfutittlingi er skotinn var í Surtsey 5. maí 1967, þá nýlentur eftir flug frá vetrarstöðvum í Evrópu. Þar með fékkst staðfesting á því að tegundin gæti borist til landsins með fuglum. Það var ekki fyrr en árið 1998 að skógarmítill fannst hér á ný ef horft er fram hjá óstaðfestum sögusögnum og lýsingum á fyrirbærum sem átt gætu við um hann. Upp frá þessu fór til- fellum fjölgandi og nýir fundarstaðir komu fram í öllum landshlutum. Langflest tilvikin voru þó frá suðvesturhorninu. Í einhverjum tilvikum mátti rekja fundina til heimkomu fólks frá útlöndum en í öðrum ekki. Skógarmítlar tóku að finnast á fólki og hundum eftir útivist í íslenskri náttúru. Skógarmítill er að öllum líkindum orðinn landlægur. Það þarf ekki að koma á óvart því útbreiðsla hans er að færast norðar með hlýnandi loftslagi. Í Færeyjum fannst skógarmítill fyrst í maí 2000 en um var að ræða ungviði á steindepli. Tilfellum hefur fjölgað í Færeyjum síðan. Það er athyglisvert að í maí 2009 fundust mörg ungviði skógarmítils einnig á steindepli sem fannst nýdauður í Reykjavík. Yngsta ungviðið líkist fullorðnum dýrum í sköpulagi en hefur aðeins þrjú pör fóta í stað fjögurra. Skógarmítill er varasamur því hann getur borið alvarlega sýkla í fórnarlömb sín, t.d. bakteríuna Borrelia burgdorferi, sem getur valdið alvarlegum skaða á taugakerfi. FEngið AF vEF nátturFræðistoFnunnAr ÍsLAnds Skógarmítill, sexfóta ungviði Skógarmítill, 6 mm Skógarmítill, 11 mm Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is Flökkuroði Bit skógarmítils er oft auðþekkt á rauðum hringlaga þrota í húðinni þar sem svo annar hringur myndast utan um og er stundum kallaður flökkuroði. Fer fjölgandi Læknir segir að bitum fari fjölgandi og vill að fólk hafi varann á. skógarmítill Hér má sjá skógarmítil. Þeir geta borið með sér ýmsar bakteríur, meðal annars Borrelia-bakteríuna sem getur valdið Lyme-sjúkdómi í mönnum. varar við Vilhjálmur segir mikilvægt að fólk sem er á kjörsvæðum mítilsins leiti á sér eftir daginn. Skógarmítillinn getur nefnilega verið á húðinni í 1–2 sólarhringa áður en hann ræðst til atlögu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.