Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2012, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2012, Blaðsíða 24
Sandkorn Þ að var leynimakkið og brall- ið sem gerði Ísland að þeirri gróðrarstíu spillingar sem á endanum felldi allt fjár- málakerfið haustið 2008. Hjálparhellur spilltra viðskiptajöfra voru lögmenn sem eru þeirrar gerð- ar að svífast einskis. Þeir bjuggu til leyndarhjúpinn. Einhverjir héldu að þjóðin hefði lært það af hrun- inu að vert væri að sópað yrði út úr skúmaskotum og dagsbirtan fengi að njóta sín. En það er öðru nær. Sú fræga sumarhöll Sigurðar Einars- sonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, er komin í eigu aðila sem eru í myrkr- inu. Forstjórinn stofnaði félagið Veiði- læk ehf. utan um höllina sem er ein af helstu táknmyndum bruðlsins sem átti sér stað í aðdraganda hrunsins. Allt þar til í síðasta mánuði var Sigurður eini eigandi félagsins. En þá gerðist það að skipt var um nafn á félaginu sem skyndilega heitir Rhea ehf. Jafnframt eru starfsmenn lögfræðistofunnar Virt- us komnir í stjórn félagsins en Sigurður er afmáður. Þorkell Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Virtus, er stjórnarmaður. Hann er barn síns tíma því aðspurður neitar hann að upplýsa hver eigi leyni- félagið og hvort hann sé leppur. „Það er bara einkamál eigenda félagsins,“ sagði hann við DV. Þetta er óboðlegt viðhorf. Málefni Sigurðar Einarssonar eiga öll að vera uppi á borðum. Hann er einn af stórlöxum hrunsins og það er ekki ann- að í boði en að fylgjast með fjármála- gjörningum hans og fléttum. Íslenska leyndarhyggjan er söm við sig þrátt fyrir áföllin. Þorkell hegð- ar sér nákvæmlega eins og bank- arnir sem hver um annan þveran af- skrifa fyrir skuldakónga og bera við bankaleynd. Þegar sú er raunin er ekki von á góðu í samfélagi sem hugð- ist leggja áherslu á gagnsæi í kjölfar hrunsins. Það er einnig lýsandi dæmi um ís- lenska þöggun og leyndarhyggju að ofstækisfólk hellti sér yfir DV fyrir að segja frá ástföngnu pari á Sólheimum sem var aðskilið af fullkomnu mis- kunnarleysi. Upp komu þær raddir að það mætti ekki upplýsa um málið þar sem það skaðaði orðspor Sólheima. Því miskunnarlausa fólki sem þannig talaði var slétt sama um þjáningar elskendanna sem eru úr hópi þess fólks sem hefur hvað minnst mann- réttindi á Íslandi. Það er ömurlegt að uppi skulu vera þau viðhorf að leyndin eigi að hafa forgang. Það er nefnilega lykil atriði að horfast í augu við meinið ef lækning á að koma til. Þar skiptir ekki máli hvort um er að ræða brall gamals útrásarvíkings eða aðför að elskendum sem ekki geta borið hönd fyrir höfuð sér. Myrkr- ið skal umlykja skepnuskapinn þótt flestum megi vera ljóst að sannleik- urinn gerir okkur frjáls. Útrás Óskars n Innan fjölmiðlaheimsins ráku margir upp stór augu þegar Óskar Hrafn Þorvalds- son, fyrrverandi fréttastjóri Stöðvar 2, upplýsti í DV að hann væri að koma af stað íþróttavef í Bretlandi og nyti þar liðsinnis Jóns Ásgeirs Jó- hannessonar athafnamanns. Óskar hætti á Stöð 2 á sínum tíma eftir að hafa flutt fjöl- margar fréttir af útrásarvík- ingum. Talið er að hann hafi verið ósáttur við Jón Ásgeir þegar hann fór á Fréttatím- ann. En nú er gróið um heilt og kappinn kominn í útrás með sínum forna fjanda. Smáfuglar þagna n Smáfuglarnir á amx.is tóku sér vikufrí en hafa snúið aft- ur. Vera má að þeir hafi gert sér glaðan dag og fagnað því að þeim skyldi hafa verið veitt frelsisverð- laun Kjartans Gunnarsson- ar ásamt Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni. Lengi hafa geng- ið sögusagnir um að Hannes eigi það til að bregða sér í líki smáfugls. Gárungarnir velta nú fyrir sér hvort smáfuglarn- ir hafi ef til vill flogið í odda- flugi suður á bóginn. Jafnvel til Brasilíu? Skjaldborg Snorra n Brottrekstur Snorra Óskars- sonar í Betel úr starfi kennara á Akureyri mun örugglega draga dilk á eftir sér. Snorri þyk- ir hafa afar sérstakar skoðanir á samkyn- hneigð og hefur reifað þær sér til tjóns. Nú hafa málsmetandi menn stigið upp, kennaranum til varnar. Þeirra á meðal er Hannes Hólmsteinn Gissurar- son prófessor sem áréttar í Pressupistli að þó að hann sé ósammála kennaranum telji hann að tjáningarfrelsið vegi þyngra í málinu. Dularfull sumarhöll n Margir velta fyrir sér tengslum Sigurðar Einarsson- ar, fyrrver- andi forstjóra Kaupþings, og Þorvald- ar Guðjóns- sonar, fram- kvæmda- stjóra lögmannastofunnar Virtus, sem stjórnar leynifélagi um fræga sumarhöll Sigurðar í Borgarfirði og neitar að gefa upp nöfn eigenda. Á meðal heimamanna í sveitinni er mikið rætt um höllina sem er rúmlega 840 fermetrar. Ein- hverjir eiga sér þann draum að höllinni verði breytt í elli- heimili fyrir Borgfirðinga. Fólki finnst það eitthvað ekki ekta Gæti verið vendi- punktur fyrir sumarið Helena Björk Þrastardóttir hefur aldrei hitt unnusta sinn. – DV.is Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur í samtali við DV.is. – DV.is Sumarhöll í myrkri Leiðari Reynir Traustason rt@dv.is V ið venjulegar kringumstæður duga hagtölur um landsfram- leiðslu og kaupmátt hennar langleiðina til að leggja mat á gang efnahagslífsins, hæðir og lægð- ir, skin og skúrir. Það stafar af því, að við venjulegar aðstæður eru eignir og skuldir fólks og fyrirtækja og þjóðar- búsins í heild tiltölulega stöðugar og breytast lítið frá ári til árs. En ef eignir og skuldir eru á fleygiferð, þarf einnig að taka þær með í reikninginn. Þá birt- ist önnur, fyllri og gagnlegri mynd. Þetta þekkja allir, sem reka fyrir- tæki. Rekstrarreikningurinn, sem sýnir tekjur og gjöld, segir ekki alla söguna um afkomu fyrirtækisins. Efnahags- reikningurinn, sem lýsir eignum og skuldum, skiptir einnig miklu. Bank- arnir virtust til dæmis ganga vel á meðan verið var að tæma þá. Sama máli gegnir um efnahagslíf- ið í heild sinni. Ef landsframleiðslan vex ört vegna þess, að þjóðin geng- ur á eigur sínar eða safnar skuldum, þá erum við ekki að tala um hagvöxt í venjulegum skilningi, því að slíkur vöxtur er ekki varanlegur og ekki held- ur sjálfbær. Framleiðsluaukning vegna auk- innar vinnu eða aukinna vinnuafkasta vitnar um raunverulegan vöxt. En ef tekjuaukningin sprettur af eignasölu eða söfnun skulda, er ekki um raun- hæfan vöxt að ræða, heldur skamm- vinna tekjuaukningu. Vöxturinn í efnahagslífi landsins var þessu marki brenndur árin fram að hruni eins og margir bentu á, áður en hagkerfið hrundi með kunnum afleiðingum. Umskipti Nú eru ekki uppi venjulegar kringum- stæður á Íslandi. Það stoðar lítt að segja fólki, sem hefur orðið fyrir stór- felldu eignatjóni og séð skuldir sínar hlaðast upp, að kreppan sé liðin hjá. Af sjónarhóli sumra í þessum hópi er kreppan nú rétt að byrja. Þúsundir fjölskyldna, sem áttu 5–10 mkr. í húseignum sínum umfram skuldir fyrir hrun, skulda nú 5–10 mkr. í húsum sínum umfram andvirði hús- eignarinnar. Hrein eignastaða þessa fólks hefur því versnað um 10–20 mkr. á hvert heimili. Seðlabankinn segir í nýrri skýrslu, að tveim árum eftir hrun hafi hlutfall húseigenda með neikvæða eiginfjárstöðu – þ.e. með húseign, sem er minna virði en áhvílandi skuld – í aldurshópnum 18 til 39 ára náð frá nærri helmingi (18–24 ára) upp í tvo þriðju (30–39 ára). Til samanburð- ar var hlutfallið innan við 10 prósent í öllum aldurshópum 2007. Þetta eru gríðarleg umskipti. Eftirbátur Norðurlanda Þegar eignir hrynja í verði og skuldir hrannast upp, segir tekjuöflun heim- ilisins ekki nema hluta sögunnar um afkomu þess. Sama á við um þjóðar- búið í heild. Landsframleiðslan vex nú að nýju, og það er gott, en fleira hangir á spýtunni. Hinu má ekki gleyma, að skuldir ríkissjóðs hafa vegna hrunsins vaxið úr 29 prósentum af landsfram- leiðslu fyrir hrun upp í 93 prósent af landsframleiðslu. Stóraukin skulda- byrði ríkisins er ávísun á þunga skatt- byrði fólks og fyrirtækja fram í tímann og skert lífskjör af hennar völdum. Við bætist, að lágt gengi krónunnar ásamt rammgerðum gjaldeyrishöftum veldur miklu um viðsnúning fram- leiðslunnar með því að draga úr inn- flutningi og ýta undir útflutning á vör- um og þjónustu, þar á meðal vaxandi fjölda ferðamanna til landsins. Á móti kemur, að gengisfall krónunnar þyngir erlenda skuldabyrði fólks, fyrirtækja og ríkisins og rýrir kaupmátt þjóðar- tekna, þar eð meira en helmingi af út- gjöldum heimilanna er varið til kaupa á innfluttri vöru og þjónustu. Gengis- fall krónunnar um helming frá hruni hefur tvöfaldað verðið á innfluttri vöru og þjónustu í krónum talið. Það eru mikil viðbrigði. Þótt landsframleiðslan nálgist nú aftur fyrra horf í krónum talið, munu allmörg ár enn þurfa að líða, áður en landsframleiðslan og lífskjörin komast aftur í fyrra horf mælt í evrum eða dölum og í svipað horf og annars staðar um Norðurlönd. Hversu mörg ár getur enginn vitað með vissu. Óleyst langtímamál Eins og Gylfi Zoëga prófessor bendir réttilega á í nýju hefti vikuritsins Vís- bendingu, vantar enn mikið á, að Ís- land hafi náð sér til fulls. Gylfi segir: „… viðskiptabankar starfa undir eft- irliti ríkisvaldsins sem aftur starfar í umboði þjóðarinnar. Það að íslensk- ir viðskiptabankar hafi með starfsemi sinni valdið stórfelldu tjóni erlendis og verið tæmdir að innan af eigend- um sínum getur varla talist tilefni til sjálfshóls. Hinir erlendu bankar sem hér verða fyrir tjóni hafa margir hverj- ir þjónað íslensku atvinnulífi um ára- tugaskeið. Missir lánstrausts lands- ins felur í sér umtalsvert tjón. […] þótt greiðist úr skammtímavandamálum, á enn eftir að leysa mörg langtíma- vandamál. Eitt slíkt er að hanna pen- ingakerfi sem ekki brotnar í fyrstu vindhviðum.“ Annað óleyst mál er stjórnarskrár- málið. Lausn liggur fyrir í fullbúnu frumvarpi stjórnlagaráðs, sem er ætlað að leysa marga hnúta í einu, þar á með- al kjördæmamálið og auðlindamálin. Við kjósum um frumvarpið 20. október. Er kreppan liðin hjá? „Af sjónar­ hóli sumra í þessum hópi er kreppan nú rétt að byrja Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 24 20.–22. júlí Helgarblað Kjallari Þorvaldur Gylfason „Ofstækis­ fólk hellti sér yfir DV fyrir að segja frá ást­ föngnu pari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.