Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2012, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2012, Blaðsíða 22
A llt frá því að Deng Xiaop- ing, sem síðar varð leið- togi Kína, lét hin frægu orð falla: „Það skipt- ir ekki máli hvort köttur- inn er svartur eða hvítur, svo lengi sem hann veiðir mýs,“ hefur ver- ið undraverður hagvöxtur í Kína. Orðin, sem féllu reyndar árið 1961, táknuðu innreið kapítalismans í kommúnista- og alræðisríkið Kína og í raun upphaf nútímavæðingar Kína. En almennt er upphaf kap- ítalískra framleiðsluhátta í Kína miðað við árið 1970. Af sjö milljörðum íbúa jarðar, búa um 1,3 milljarðar í Kína og í stærstu borginni, Shanghai, búa um 23 millj- ónir manna. Það er álíka mikið og allur íbúafjöldi Norðurlandanna. Gríðarlegur hagvöxtur Á undanförnum árum hafa hag- vaxtartölur í Kína verið með hreinum ólíkindum, oftar en ekki vel yfir 10 prósentum fyrir hvern ársfjórðung. Kína er næststærsta hagkerfi heims á eftir Bandaríkjunum, enda er í raun erfitt í dag að finna vöru eða hluta af vöru, sem ekki er framleiddur í Kína. Útflutningur Kínverja er gríðar- legur og hefur gengi gjaldmiðils- ins, júan, verið haldið lágu og hafa Bandaríkjamenn meðal annars kvartað yfir þessu. En þeir kvarta ekki yfir því að Kína sé helsti kaup- andi bandarískra ríkisskuldabréfa og haldi í raun Bandaríkjunum að hluta til á floti. Talið er að Kína eigi um trilljón dollara í bandarískum ríkisskuldabréfum, en heildarskuldir Bandaríkjanna sjálfra eru vel yfir 15 trilljónir dollara. Eitt stykki Manhattan Á undanförnum árum hafa Kínverj- ar byggt sem brjálaðir væru og fjár- festing verið gríðarleg. Þetta hefur einnig þýtt mikla skuldsetningu hjá kínverskum byggingaraðilum, borg- um og svæðum. Í nýlegri frétt breska ríkisútvarps- ins, BBC, var sagt frá áformum á einu helsta vaxtarsvæði Kína, Sjénsjén- borg, þess efnis að reisa ætti eftirlík- ingu af Manhattan-eyju á svæðinu. Í fréttinni var rætt við verkamann sem sagðist eiga mun erfiðara með að fá vinnu um þessar mundir en í fyrra. „… þeir segja að það sé ekkert fyrir okkur að hafa,“ sagði verkamaðurinn við fréttamann BBC. Með fréttinni fylgdu myndir af miklum skýjakljúfum, sem standa nú meira eða minna tómir. En í fréttinni var einnig rætt við fulltrúa byggingaraðila, sem hafði ekki mikl- ar áhyggju af ástandinu. „Það er til nóg af Kínverjum til að fylla öll þessi hús,“ sagði hann keikur á svip við BBC. Hagvöxtur á svæðinu var um 16 prósent í fyrra, sem er með því mesta sem þekkist á byggðu bóli. Samdráttur En hagvaxtartölur í Kína gefa um þessar mundir ekki tilefni til bjart- sýni, en talan 7,6 prósent virðist lítil í sögulegu og kínversku samhengi. Þetta er minnsti hagvöxtur í Kína í þrjú ár. Minnkandi eftirspurn frá Evrópu, víkjandi innanlandseftir- spurn og minnkandi fjárfesting eru sagðar helstu ástæðurnar. Þetta er mun minna en spár gerðu ráð fyrir, sem var upp á 10 prósent á ári, eða þar um kring, fram til ársins 2015. Seðlabanki Kína hefur lækkað vexti tvívegis að undanförnu til að blása auknu lífi í hagkerfið. Verði um að ræða harkalega lend- ingu í efnahag Kína er það talið geta haft víðtæk efnahagsleg áhrif um allan heim, en af allri framleiðslu á heimsvísu, koma um 20 prósent frá Kína. Má búast við umróti Þá má fastlega reikna með töluverðu umróti í landinu sjálfu, þegar mikill fjöldi atvinnulausra einstaklinga fer á stúfana í leit að atvinnu. Síðan kap- ítalisminn hóf innreið sína í Kína, í kringum 1970, hafa reglulega borist fréttir af uppþotum, verkföllum og öðru slíku í Kína. Ef Kína hins vegar heldur sínu striki, má búast við að hin jákvæðu áhrif á heimsbúskap- inn haldi áfram. Í þessu samhengi er einnig mjög mikilvægt að millistéttin í Kína sé viljug til neyslu, en hin vax- andi millistétt í landinu telur nú um 250 milljónir manna. Fjölmennasta ríki heims Minnkandi hagvöxtur er þegar farinn að hafa áhrif. Ungt fólk á til dæmis í meiri erfiðleikum með að finna vinnu. n Hagvöxtur hægir á sér í Kína n Gríðarleg skuldsetning og fasteignabóla Kínverjar óttast harða lendingu Staðreyndir um Kína Kína þarf að skapa fleiri störf Kínverska ríkið þarf að skapa fleiri störf,“ segir forsætisráðherra Kína, Wen Jiabao, við fréttaveituna Reuters, vegna minnkandi hagvaxtar í Kína. Hann minnir á að á árunum 2008 til 2009 hafi komið niðursveifla sem leiddi til þess að um 20 milljónir kínverskra verkamanna erlendis þurftu að snúa heim til Kína og leita sér að nýjum störfum. Þetta getur skapað mikinn félagslegan óstöðugleika og það reyna kínversk stjórnvöld að forðast eins og heitan eldinn. Óstöðugleiki innanlands getur leitt til óeirða og uppþota. Sífellt erfiðara er fyrir kínverska stúd- enta að finna störf að loknu námi og fjöldi fyrirtækja glímir við minnkandi eftirspurn, aukinn hráefnakostnað og hærri launa- kröfur. Uppsagnir eru því yfirvofandi. Kínverska þingið, segir í áliti sem birt var í vikunni, að auka verði fjárfestingar, en þó þannig að ekki verði um sóun fjármuna að ræða. Forðast óstöðugleika Wen Jiabao, forsætisráð- herra Kína, hefur áhyggjur af minnkandi hagvexti í landinu. Enginn skortur á skýjakljúfum Í borginni Sjénsjén var um 16 prósenta hagvöxtur á síðasta ári, en nú eru blikur á lofti. Hagvöxtur í Kína er með lægsta móti um þessar mundir og getur það haft margvíslegar afleiðingar í för með sér, innanlands sem utan. n Fjölmennasta land heims, 1,3 milljarðar manna. n Annað stærsta land í heimi, á eftir Rússlandi. n 90 sinnum stærra en Ísland. n Næststærsta hagkerfi heims, á eftir Bandaríkjunum. n Stjórnað af Kommúnistaflokki Kína, er alræðisríki. n Leiðtogi þess er Hu Jintao, fæddur 1942. n Kína er með fjölmennasta her heims, 2,3 milljónir manna. n Höfuðborgin er Peking, sem hélt ÓL árið 2008. n Fjölmennasta borgin er Shanghai, 23 milljónir íbúa. Gunnar Hólmsteinn Ársælsson blaðamaður skrifar ritstjorn@dv.is 22 Erlent 20.–22. júlí 2012 Helgarblað Dó eftir 40 tíma leikjamaraþon Átján ára unglingur lést á internet- kaffihúsi á Taívan á dögunum eftir að hafa spilað tölvuleikinn Diablo 3 nær látlaust í 40 klukkustundir. Það var starfsmaður kaffihússins sem fann drenginn og virtist hann þá vera sofandi. Starfsmaður- inn vakti drenginn sem stóð upp í kjölfarið. Eftir að hafa tekið nokk- ur skref hneig drengurinn niður og báru endurlífgunartilraunir ekki árangur. Samkvæmt fréttum taívanskra fjölmiðla er talið að drengurinn hafi ekki bragðað vott né þurrt í tvo sólarhringa. Krufn- ing mun þó leiða í ljós hvert bana- mein hans var. Tvíburar með sömu einkunn Tvíburasysturnar Mel og Holl- ie Walker eru ekki bara líkar í út- liti. Systurnar, sem eru 22 ára, út- skrifuðust á dögunum úr lögfræði frá Northumbria-háskólanum á Englandi. Það sem vekur athygli er að systurnar útskrifuðust með nákvæmlega sömu einkunn úr sama náminu. Stúlkurnar höfðu ærið tilefni til að fagna því þær út- skrifuðust með hæstu einkunn í sínum árgangi. Mel og Hollie ætla nú að halda út á vinnumarkaðinn en þær hafa fengið starf hjá sama lögfræðifyrirtækinu og munu því vinna saman næstu misserin. Stappaði á grænmetinu Starfsmaður Burger King í May- field Hights í Ohio í Bandaríkj- unum hefur verið rekinn úr starfi eftir að hafa stappað ofan á græn- metinu sem notað er á ham- borgarana. Starfsmaðurinn birti sjálfur mynd af athæfinu á sam- skiptavefnum 4chan og lét þessi skilaboð fylgja: „Þetta er græn- metið sem þú borðar á Burger King.“ Aðrir notendur vefsíðunnar voru ekki hrifnir af uppátækinu og komu sér saman um að finna um- ræddan notanda. Þeim tókst að rekja slóð hans til Mayfield Hights og tók fréttamiðill bæjarins málið upp. Nú hefur umræddur starfs- maður misst vinnuna og vaktstjóri staðarins einnig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.