Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2012, Blaðsíða 27
Viðtal 27Helgarblað 20.–22. júlí 2012
Menn seM nota stelpur
Sem bæði þessar stelpur hafa verið að
segja mér frá og meðferðaraðilar.“
Ung í eftirdragi glæpahóps
„Ég veit um stelpu sem er núna í kerf-
inu sem er tengd einum af þessum
glæpahópum. Hún er fædd árið 1995.
Hvað verður um þessa stelpu? Hún er
notuð til sendiferða, brotin niður kyn-
ferðislega og notuð að vild í einhverri
vímu. Og svo þegar hún verður edrú
og kemur til meðferðar þá er hún með
þennan sálfræðipakka á bakinu. Það
getur enginn ímyndað sér hvernig
það er. Þær eru jafnvel búnar að selja
sig fyrir dópi, það er búið að nauðga
þeim og berja sundur og saman og
dæla í þær dópi. Svo þegar þær ná
einhverri festu og ætla að taka á sín-
um málum þá þarf að vinna úr allri
þessari sáru reynslu. Það er þetta til
dæmis sem Sigrún mín þurfti að kljást
við í sinni meðferð og margar fleiri
stúlkur sem ég hef rætt við.“
Barðist fyrir málinu
Eins og fjallað hefur verið um, tengd-
ist eldri maður dauða Sigrúnar og
Jóhannes kærði hann fyrir manndráp
af gáleysi. Þar sem Jóhannes taldi víst
að maðurinn hefði sprautað skammt-
inum sem varð dóttir hans að bana.
Málið var fljótafgreitt hjá lögreglunni
og þurfti Jóhannes sjálfur að afla sér
gagna um málið til þess að fá mál-
ið opnað á ný og geta lagt fram kæru.
Ríkissaksóknari ákvað að ákæra ekki í
málinu.
„Ég stend í þeirri trú að dauða
hennar hafi borið að með þeim hætti
að það hafi verið rannsóknarinnar
virði. Ég vildi auðvitað sjá ákæru gegn
þessum 29 ára gamla manni sem
var með 17 ára gamalli stelpu þegar
hún dó. Maður sem á langa sögu um
læknadóp og er þekktur í þessum
heimi. Allir sem kæra sig um að vita
það vita að dóttir mín kynntist lækna-
dópinu í gegnum þennan mann.“
Kaldur veruleiki
Jóhannes segir margt hafa bent til
þess að maðurinn hafi sprautað Sig-
rúnu en hann segir það hafa ver-
ið hræðilegt að þurfa að afla gagna
um það sjálfur. „Það að fara ofan í
hennar sögu og þennan viðbjóð sem
er þarna er það erfiðasta sem ég hef
gert. Viðtalið við mig í Kastljósi var
eitt það erfiðasta sem ég hef gert en
það allra erfiðasta var þó að þurfa að
safna gögnum og fara með til ríkissak-
sóknara til að fá málið tekið upp aftur.
Hún var rétthent en sprautuför
voru á hægri hendi, á hálsi og í nára.
Ef það er eitt sem ég hef komist að í
rannsóknum mínum þá er það það að
stelpur sprauta sig nánast aldrei sjálf-
ar til að byrja með. Það getur liðið allt
að ári þar til þær fara að gera það sjálf-
ar. Hvað þá að sprauta sig með vinstri
hendi í hægri, verandi rétthent eða
að sprauta sig í hálsinn. Það eru langt
gengnir fíklar sem gera það.“
Þá hafði Jóhannes upp á vitni sem
hafði fengið smáskilaboð frá viðkom-
andi þar sem hann játaði sök. „Þar
sem vitnið fékk skilaboð frá mannin-
um þess efnis að hann hefði spraut-
að Sissu og að hún væri dáin. En
lagatæknilega gekk það ekki upp.
Sönnunarbyrðin er svo mikil og lög-
maður hans hefði getað snúið þessu
hvernig sem er. Saksóknari starfar
líka eftir þeim reglum að það þurfa
að vera meiri líkur en minni á sakfell-
ingu. Það er hinn kaldi veruleiki.“
Engin refsigleði
Jóhannes segir það ekki koma til
vegna refsigleði að hann og fjölskylda
Sigrúnar hafi lagt fram kæru á hendur
manninum. „Hann er auðvitað langt
leiddur fíkill og bara hrikalega veikur
einstaklingur. En það breytir því ekki
að það eigi að fylgja því ábyrgð þegar
maður sem er um þrítugt sprautar
unglingsstúlku, sem ekki er orðin lög-
ráða, með þeim afleiðingum að hún
deyr.“
Jóhannes hefur sagt að hann muni
una niðurstöðu ríkissaksóknara en
hann ætlar þrátt fyrir það að berjast
fyrir lagabreytingu. Þar sem lögin segi
til um að það sé refsivert að sprauta
annan einstakling með eiturlyfjum.
„Það verður auðvitað að fylgja þessu
einhver ábyrgð. Þegar manneskja
deyr. Hvort sem það er vegna gáleysis
eða ekki. Það eitt og sér myndi hafa
varnaðaráhrif.“
Þegar fíkill deyr
Jóhannes segir það ekki eins þegar
fíkill deyr og þegar „venjuleg“ mann-
eskja deyr. „Í mínu tilfelli er það 17 ára
stúlka sem ekki er orðin lögráða. Það
fer í gang rannsókn, spjalltengd rann-
sókn þar sem rætt er við aðila sem
tengjast málinu. Það tekur langan
tíma og gengur hægt fyrir sig. Það eru
ekki tekin fingraför af sprautunni og
það er ýmislegt sem bendir til þess og
segir mér að lögreglan hafi bara litið á
málið þannig að þarna væri enn einn
fíkillinn að deyja.“
Jóhannes segir að skýrslurnar sem
hafi verið gerðar um málið hafi verið
nokkra sentímetra þykkur bunki.
„Þarna var manneskja að deyja. 17
ára gömul í þokkabót. Ef þetta hefði
verið bílslys þá hefði bunkinn ver-
ið fjórum sinnum þykkari. En af því
að þetta var fíkill er bara ósýnilegi
dópistastimpillinn settur á málið og
því lokað. Ef málið hefði verið rann-
sakað sem manndráp af gáleysi hefðu
miklu hraðari aðgerðir farið af stað.
Fyrsti sólarhringurinn skiptir mestu
máli ekki satt?“
Jóhannes segist hafa fengið ótal
símtöl frá fólki í svipaðri aðstöðu þar
sem ungt fólk hefur dáið við svipaðar
aðstæður og lítið sem ekkert hefur
verið afhafst í málunum. Aftur nefnir
Jóhannes sem dæmi að ökumenn séu
dæmdir vegna gáleysis en ekki þegar
eiturlyf, ólögleg í þokkabót, séu í spil-
inu. „Til dæmis setti ein fjölskylda sig
í samband við mig en þau voru með
svipað mál þar sem þau voru með
gögn sem þau töldu sanna sekt í mál-
inu en lögreglan vill ekkert aðhafast.
Þetta eru mannslíf. Hver ætlar að
ákveða fyrirfram hvert þeirra sé nógu
mikils virði og hvert ekki?“
Ekki raunverulegt eftirlit
Í rannsókn sinni á þessum mál efnum
og í gegnum dóttur sína hefur Jóhann-
es rekist á marga vankanta á kerfinu.
Kerfinu sem á að vernda landsmenn
og börnin í landinu. Jóhannes ætlaði
til að mynda að leggja fram kæru
gegn landlækni vegna þess hve mikið
magn af lyfseðilsskyldum lyfjum eru í
umferð í undirheiminum.
„Auðvitað vildi ég kæra land-
læknisembættið fyrir afglöp. Því það
er ekkert eftirlit. Hvernig getur land-
læknir sagt að hér sé eftirlit þegar það
er eftirvirkt? Þetta þarf að vera raun-
tímaeftirlit til að það virki. Staðreynd
málsins er sú að neysla, til dæmis á
rítalíni og contalgini hefur aldrei verið
meiri. Þessi lyf koma öll úr okkar eigin
heilbrigðisgeira. Nánast öll sprautu-
notkun á Íslandi er keyrð áfram á
læknadópi sem kemur beint úr kerf-
inu.
Eins og einn tölvunarfræðingur
sagði við mig: Hversu flókið er að
búa til kerfi þar sem rautt flagg kem-
ur upp þegar sami einstaklingurinn
er endurtekið að fá mikið magn af
lyfjum. Jafnvel sami einstaklingurinn
að fá stóra skammta sama dag, á mis-
munandi stöðum. Eða ef læknir er að
skrifa upp á óeðlilegt magn af lyfjum.“
Yfirvöld ráða ekki við vandann
Í væntanlegri bók Jóhannesar er að
hluta til fjallað um kerfið og hvernig
það tekur á móti börnum og ungling-
um sem eru í þessari stöðu. Jóhannes
gagnrýnir margt í kerfinu sem hann
segir í raun óhæft til þess að bregðast
við aukinni hörku í þessum heimi.
„Barnaverndaryfirvöld, barna-
verndarstofa er löngu búin að missa
öll tengsl við það sem er að gerast á
gólfinu, hefur misst öll tengsl við það
sem raunverulega er að gerast. Þetta
fólk tekur ákvarðanir um framtíð
barna sem það hefur ekki einu sinni
hitt. Les einhverja skýrslu en veit í
raun ekkert meir,“ en Jóhannes seg-
ist hafa þetta eftir fjölda einstaklinga
sem hann hefur rætt við sem starfa í
geiranum – starfsmenn sem þora ekki
að koma fram og segja frá því sem
raunverulega er að gerast inn á þess-
um stofnunum. Starfsmennirnir sem
vinna beint með unglingunum þora
ekki að koma fram og gagnrýna kerf-
ið. Þeir eru hræddir við kerfið sjálft –
hræddir um að verða reknir.
Þeir sem starfa við meðferðar-
mál unglinga búa við þann veruleika
að það eru sífellt að koma yngri og
yngri og harðskeyttari aðilar í með-
ferð. Það eru strákar að koma þarna
inn sem eru með tengsl við hina og
þessa glæpahópa og svífast einskis.
Einskonar messaguttar þessara hópa.
Sterkir strákar og í raun bara hættu-
legir menn.
Það er að verða til stór hópur ungra
manna sem gera hvað sem er til þess
að vinna sér inn stöðu í þessum hóp-
um. Það er mikil samkeppni þeirra á
milli og á meðan þessir hópar fá að
starfa óáreittir þá mun þessi hópur
stækka. Með því að gera ekki neitt er
verið að búa til framtíðarglæpamenn.
Við búum bara við allt annan
„Það má
aldrei
gerast og for-
eldrar verða
að berjast eins
og ljón í þess-
um heimi til að
reyna að endur-
heimta barnið
Jarðarför Sigrúnar „Taktu það sorglegasta sem þú hefur lent í og margfaldaðu það með milljón. Þá kemstu kannski nálægt því að skilja
hvernig er að missa barnið sitt.“