Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2012, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2012, Blaðsíða 16
Á yfirborðinu fer safnaðarstarf Krossins vel fram. Samkomur eru haldnar þrisvar í viku þar sem meðlimum er blásinn í brjóst boðskapur fagnaðar- erindisins. En undir niðri kraumar djúpstæð ólga. Sú ólga birtist ekki á samkomum safnaðarins heldur á fámennum fundum innstu koppa í búri Krossins; valdabarátta heillar fjölskyldu. Þetta er mat heimildar- manna DV í innsta hring Krossins. Fyrir fáeinum vikum sauð upp úr þegar Gunnar Þorsteinsson, sem áður var kenndur við Krossinn, mætti á safnaðarfund og bauð sig fram til stjórnarsetu. Gunnar, sem stofnaði söfnuðinn árið 1979, lét af starfi forstöðumanns Krossins eftir að fjöldi kvenna bar hann þungum sökum. Gunnar var sakaður um að hafa margsinnis brotið gegn kynfrelsi kvennanna og sá sér ekki stætt að leiða söfnuðinn í skugga þeirra ásak- ana. Nú, þegar öldur þess máls hefur lægt, vill Gunnar seilast til valda á ný. Að sögn heimildarmanna, sem sóttu téðan fund, voru þung orð látin falla áður en kosið var til stjórnar. Valdablokkir berjast Tvær valdablokkir börðust um völd innan safnaðarins áður en kosið var til stjórnar; Gunnar Þorsteinsson og Ingibjörg Guðnadóttir, fyrrverandi eiginkona Gunnars. Ingibjörg, sem dvalið hefur langdvölum í Bandaríkj- unum, flutti til Íslands sumarið 2011 og er byrjuð að láta að sér kveða í safnaðarstarfi Krossins svo um mun- ar. Svo fór, að maðurinn sem í tugi ára hefur verið helsta vítamínsprauta safnaðarstarfsins og andlit Krossins, hlaut ekki brautargengi. Athygli vakti að sá sem mælti hvað mest gegn Gunnari á fund- inum var núverandi forstöðumað- ur Krossins og dóttir Gunnars, Sig- urbjörg Gunnarsdóttir. Á fundinum steig Sigurbjörg í pontu og hélt ræðu þar sem hún hvatti fundarmenn til að kjósa föður sinn ekki. Skemmst er frá því að segja að það var Sigurbjörg sem stóð hvað fastast að baki Gunnars eftir að hann var ásakaður um kynferðisglæpi. Hún sagði til dæmis eftirfarandi í viðtali við DV í maí 2011: „Pabbi er saklaus, það er enginn efi í mínu hjarta. Hann er mín stærsta fyrirmynd og er fædd- ur til þess að vera í forystu.“ Í sama viðtali sagði hún að nóg pláss væri „fyrir okkur öll í Krossinum“, og átti þar við Gunnar, Jónínu, Ingibjörgu og sig sjálfa. Einnig kom fram í við- talinu að ætlunin væri að hún tæki við starfinu tímabundið. Sigurbjörg fór því frá því að vera dyggasti stuðn- ingsmaður föður síns yfir í það að mæla gegn honum á safnaðarfundi. Ástæða þess að skoðanir Sigur- bjargar tóku þessa u-beygju er, að sögn heimildarmanna, heimkoma Ingibjargar, móður Sigurbjargar. Ingibjörg ku hafa sannfært Sigur- björgu um að ekki væri nóg pláss í söfnuðinum „fyrir þau öll“. Í stjórn- ina voru kosin þau Anna Berta Geirs- dóttir, Georg Viðar Björnsson, Kon- ráð Rúnar Friðfinnsson og Sæþór Jóhannsson. Sigurbjörg var fengin til að gegna starfi forstöðumanns áfram. Þótt Ingibjörg sé ekki hand- hafi neins formlegs valds er það hún sem heldur í reynd um stjórnar- taumana, að sögn heimildarmanns innan raða stuðningshóps Gunnars; stjórnin dragi taum hennar í hinum stærri málum og sé sjálf nær áhrifa- laus. Sjálf stóð Ingibjörg upp á fund- inum og fór, að sögn heimildar- manna, stórum orðum um Gunnar og varaði fundarmenn við því að kjósa hann. Jónína Benediktsdóttir, eiginkona Gunnars, var einnig við- stödd og beindust spjót Ingibjargar ekki síst gegn henni. Jónína, sem skráði sig úr Krossinum á dögunum, er af mörgum talin ein helsta ástæða þess að ástandið í Krossinum er jafn slæmt og raun ber vitni. Þetta stað- festa heimildarmenn DV. Að fundi loknum yfirgáfu Gunnar og Jónína fundinn í fússi, og hafa ekki mætt á viðburði Krossins síðan. „Fjölskyldutragedía“ DV talaði við á annan tug safnaðar- meðlima við vinnslu þessarar um- fjöllunar. Aðeins einn heimildar- maður vildi koma fram undir nafni. Einar Ólafsson sat í stjórn Krossins áður en ný stjórn var kosin á safnað- arfundinum. Hann er ennþá skráður meðlimur í söfnuðinum en á frekar von á því að hann skrái sig úr hon- um. Aðspurður hvers vegna það sé segir Einar: „Það er vegna innan- hússmála. Þarna er að eiga sér stað fjölskyldutragedía.“ Einar mætti á fundinn en sótt- ist ekki eftir endurnýjun umboðs síns. Hann segist ekki vita hvers vegna Sigurbjörg gekk til liðs við móður sína, gegn föður sínum. „Ef menn skipta um skoðun, sem öll- um er leyfilegt að gera, þá er hollt að gera það vegna þess að forsend- ur hafi breyst. Hafi forsendur ekki breyst, en menn skipta um skoðun, þá er það yfirleitt vegna þess að til- finningar hafa borið skynsemina of- urliði. Þetta er skólabókardæmi um hvað gerist þegar menn rugla saman stjórnunarmálum og tilfinninga- málum.“ Inntur svara við því, hvort Ingibjörg Guðnadóttir sé að taka öll völd í Krossinum segir Einar: „Ég get ekki staðfest það. Ég hef ekki séð það með berum augum öðruvísi en svo, að skráður stjórnandi (Sigurbjörg) á staðnum gjörbreytir um stefnu þegar Ingibjörg Guðnadóttir mætir á stað- inn. Og Ingibjörg kemst upp með að segja hluti, hvort heldur úr púltinu eða á göngunum, sem ég er hræddur um að aðrir safnaðarmeðlimir hefðu ekki komist upp með að segja.“ „Haldnir illum anda“ Eins og að ofan greinir lét Ingibjörg, að sögn fjölmargra heimildarmanna DV, stór orð falla á safnaðarfundin- um. Einar staðfestir þá frásögn. „Hún lýsti því yfir á safnaðarfundinum að þrír nafngreindir einstaklingar í salnum væru haldnir illum anda.“ Með Einari í stjórn sátu á sínum tíma þau Nils Guðjón Guðjónsson, Eirík- ur Gardner og Sigurbjörg Gunnars- dóttir. Það samstarf gekk ekki vel, að sögn Einars. „Ein manneskja taldi sig ráða öllu og við hin áttum að elta. Það var ein skoðun sem átti að samþykkja og það var skoðun Sigur- bjargar Gunnarsdóttur. Ef hún fékk ekki það sem hún vildi þá vann hún markvisst að því að bola Fjölskyldustríð í krossinum 16 Úttekt 20.–22. júlí 2012 Helgarblað n Dóttir Gunnars snýst gegn föður sínum n Gunnar reyndi að taka völdin n „Þarna er að eiga sér stað fjölskyldutragedía“ n Ingibjörg valdamest „Skráður stjórn- andi gjörbreytir um stefnu þegar Ingi- björg mætir á staðinn „Það þyrfti ekkert áramótaskaup ef þessi safnaðarfundur yrði sendur út í staðinn. Baldur Eiríksson blaðamaður skrifar baldure@dv.is Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður skrifar johannpall@dv.is t Stendur með Gunnari Jónína sést hér predika í Krossinum árið 2010. Eftir fundinn, þar sem Sigurbjörg var valin til að gegna starfi forstöðumanns, fóru Jónína og Gunnar í fússi og hafa ekki mætt á viðburði Krossins síðan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.