Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2012, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2012, Blaðsíða 56
Prímatar eða píratar – þar er efinn! Spenntur þingmaður n Athygli vakti þegar fréttir bárust af hjólreiðatúr Hollywood-leik- arans Russells Crowe. Hann sagði frá því á Twitter-síðunni sinni á miðvikudag að hann hefði hjólað tuttugu kílómetra hring um Reykjavík sem hann sagði vera samþjappaða en fallega borg. Einn þeirra sem bíða spenntir eftir næstu fréttum af fólki á hjóli er þingmaðurinn Guð- mundur Steingrímsson. „Spennandi verð- ur að vita hver fer út að hjóla í dag,“ sagði þingmaðurinn á Facebook- síðu sinni á fimmtu- dag, en hann slakar nú á í sumarfríi frá þingstörfum. Bað um Sævar Karl n Þorbjörg Marinósdóttir, Tobba Marinós eins og hún er kölluð, reyndi árangurslaust að ná sam- bandi við verslunina Sævar Karl á fimmtudag. Hún hafði sam- band við símaskrána Já og bað um að fá samband við Sævar Karl. „Þögn… svo spurði hún: hvers son?“ segir Tobba frá á Facebook- síðu sinni um svarið sem hún fékk frá símadömu Já. „Ég kvaddi nokkrum mínútum síðar … hún fann aldrei númerið!“ Engum sögum fer af því hvort Tobba hafi á endanum náð í versl- unina en til gamans má geta þess að Sævar Karl, fyrr- verandi eigandi verslun- arinnar, er Ólason. Píratar eða prímatar? n Birgitta Jónsdóttir þingmaður er búin að kljúfa sig út úr Dögun og vinnur að stofnun nýs pírata- stjórnmálaflokks. Pírata-flokkar eru á ensku nefndir sjóræningja- flokkar og hefur íslenska nafn- giftin vakið athygli. Erla Hlyns- dóttir, fréttamaður á Stöð 2, sagði til að mynda frá því á Facebook- síðu sinni að hún ætti erfitt með nafnið. „Á í smá erfiðleik- um með orðið „píratar“ því ég les það ósjálfrátt sem „prímatar“,“ skrif- aði hún. Ú skrifaðir nemendur úr Kvik- myndaskóla Íslands vinna nú að stuttmynd sem gerð er eftir handriti þrettán ára stúlku, Maríu Carmelu Torrini. Snædís Snorra dóttir vinnur að myndinni ásamt fleirum og segir hún hópinn einfaldlega hafa heillast af hand- ritinu og að höfundurinn hafi geng- ið hart á eftir því að myndin yrði að veruleika. „Á endanum sáum við að hún var ekkert að grínast með þetta þannig að við slógum til og ákváðum að fara í þetta af fullum krafti,“ segir Snædís um myndina. „Hún er aðal- leikkonan sjálf og leikstýrir ýms- um skotum og ýmsum leik líka. Við erum orðinn samheldinn hópur og erum öll að hjálpast að við þetta.“ María komst í kynni við nem- endur Kvikmyndaskólans þegar hún lék í stuttmynd sem nemendur skiluðu inn sem lokaverkefni á síð- ustu önn námsins. Eftir það hafði hún aðgang að sameiginlegri Face- book-síðu nemendanna þar sem hún kom á framfæri hugmyndum sínum um að gera stuttmynd. Snæ- dís segir að María hafi sjálf gert stutt myndir áður, en núna hafi hún fengið fjölmennan hóp kvikmynda- gerðarmanna með sér í lið. Leikarar í myndinni eru heldur ekki af verri endanum og er Magnús Ólafsson meðal leikara í myndinni. Snædís segir að Dagur Ólafsson, framleiðandi og tökumaður myndar- innar, sé sá sem hafi gert verkefnið að veruleika með dyggum stuðningi frá kvikmyndafyrir tækinu Pegasus sem hafi lánað búnað svo hægt væri að gera myndina. Gert er ráð fyrir að tökum ljúki um helgina. Þrettán ára handritshöfundur n Leikur aðalhlutverkið og aðstoðar við leikstjórn Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 20.–22. Júlí 2012 83. tbl. 102. árg. leiðb. verð 659 kr. Hópurinn María hefur fengið fyrrverandi nemendur Kvikmyndaskólans í lið með sér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.