Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2012, Side 46

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2012, Side 46
50 verðmætustu íþróttafélögin 46 Sport 20.–22. júlí 2012 Helgarblað E nska knattspyrnu­ félagið Manchester United er verðmætasta íþróttafélag í heimin­ um og er virði félagsins metið á 2,23 milljarða dala, eða 282 milljarða króna. Þetta kemur fram í úttekt Forbes en á dögunum birti blaðið lista yfir 50 verðmætustu íþrótta­ félög heims. Af tíu verðmæt­ ustu félögunum eru fjög­ ur knattspyrnufélög; Real Madrid, Barcelona og Arsenal auk United. Athygli vekur að öll 32 liðin sem leika í banda­ rísku NFL deildinni komast á listann yfir 50 verðmætustu íþróttafélög heims, þar af eru fjögur á topp tíu listanum. Til grundvallar útreikn­ ingum Forbes liggja ýmis at­ riði í rekstri félaganna, svo sem styrktarsamningar, bún­ ingasala og sala á varningi, miðasala á leiki félaganna og árangurstengdar tekjur félag­ anna. 1. Manchester United Virði: 282 milljarðar króna Eigendur: Glazer-fjölskyldan Frábær árangur og upp­gangur Manchester United undanfarna tvo áratugi hefur nú komið þeim á toppinn yfir verðmætustu íþróttafélög heims. United landaði sínum nítjánda Eng­ landsmeistaratitli vorið 2011 og stuðningsmenn félagsins eru 659 milljónir á heimsvísu. Þó svo að árangurinn á síð­ ustu leiktíð hafi ekki verið upp á marga fiska er félagið það verðmætasta í heimi. Eigend­ urnir fóru nýlega í hlutafjárút­ boð (e. IPO) og vonast til þess að þannig geti þeir grynnkað á skuldum sínum sem eru tölu­ verðar. 2. Real Madrid Virði: 237 milljarðar Eigendur: Stuðningsmenn Þó svo að Real Madrid nái ekki að skáka Manchest­er United skilaði ekkert knattspyrnulið jafn miklum tekjum og Spánarmeistararn­ ir árið 2011. Það ár voru tekj­ ur af starfseminni 27 millj­ arðar króna. Eignarhaldið á Real Madrid er einfalt; félagið er – og hefur verið frá stofn­ un árið 1902 – í eigu stuðn­ ingsmanna félagsins sem eru fjölmargir. Real Madrid varð Spánarmeistari í 32. skipti í vor en ekkert félag hefur unnið spænska titilinn jafn oft. 3.–4. New York Yankees Virði: 233 milljarðar króna Eigendur: Steinbrenner-fjölskyldan Bandaríska hafnabolta­félagið New York Yankees er langverðmætasta hafnaboltafélag Bandaríkj­ anna og með langflesta áhan­ gendur. Félagið flutti á nýjan völl árið 2009, Yankee Stad­ ium, sem tekur rúmlega 50 þúsund manns í sæti. Vöru­ merki félagsins er þekkt um allan heim og skapar félaginu milljarða í tekjur á hverju ári. 3.–4. Dallas Cowboys Virði: 233 milljarðar króna Eigandi: Jerry Jones Eigandi bandaríska ruðn­ingsliðsins Dallas Cow­boys, Jerry Jones, þykir afar snjall í viðskiptum og hef­ ur hann skapað félaginu mikl­ ar tekjur með ýmsum leiðum. Þannig hefur félagið haft veru­ legar tekjur upp úr því að fá stjörnuleik NBA­deildarinn­ ar á heimavöll liðsins, Cow­ boys Stadium, sem var tekinn í notkun árið 2009. Þá hefur leikurinn um Ofurskálina (e. Super Bowl) farið fram á vell­ inum sem tekur 110 þúsund manns í sæti. Jones hefur þó ekki enn tekist að selja fjár­ sterkum aðila nafnið á vellin­ um en ef það tekst getur vel farið svo að Dallas Cowboys verði ofar á þessum lista á komandi árum. 5. Washington Redskins Virði: 197 milljarðar króna Eigandi: Daniel Snyder Redskins hefur aðeins þrí­vegis tekist að komast í úrslitakeppni banda­ rísku NFL­deildarinnar síð­ an Dan Snyder keypti félag­ ið árið 1999. Þrátt fyrir það halda stuðningsmenn félags­ ins tryggð við það og flykkjast á FedEx­völlinn. Redskins er það félag í NFL­deildinni sem skilað hefur mestum hagnaði á undanförnum árum. 6.–7. Los Angeles Dodgers Virði: 177 milljarðar króna Eigendur: Guggenheim Baseball Næstverðmætasta hafna­boltafélag Bandaríkjanna er L.A. Dodgers og eru það talsvert á eftir erkifjend­ um sínum, New York Yankees. Frank McCourt seldi Dodgers í apríl á þessu ári og tók félag­ ið Guggenheim Baseball yfir reksturinn. Í eigendahópnum eru til að mynda körfubolta­ kappinn Magic Johnson, sem gerði frægan með Lakers á árum áður, og kvikmyndamó­ gúllinn Peter Gubar. Félagið var stofnað árið 1883 og er því eitt rótgrónasta hafnabolta­ félag Bandaríkjanna og með stóran hóp stuðningsmanna. 6.–7. New England Patriots Virði: 177 milljarðar króna Eigandi: Robert Kraft Fjármálaspekingar eru á einu máli um að New Eng­land Patriots sé best rekna félagið í bandarísku NFL­ deildinni. Uppselt hefur ver­ ið á alla heimaleiki liðsins á Gillette­leikvanginum síðan hann var opnaður árið 2002. Þá hefur árangur liðsins inn­ an vallar verið til fyrirmyndar en félagið hefur komist í úr­ slitakeppnina átta sinnum á síðustu níu árum. Aðalstjarna liðsins er leikstjórnandinn Tom Brady sem er einn besti leikmaður NFL­deildarinnar frá upphafi. 8. Barcelona Virði: 165 milljarðar króna Eigendur: Stuðningsmenn Á rangur Barcelona á knattspyrnuvellinum undanfarin ár talar sínu máli; liðið hefur unnið Meist­ aradeildina tvisvar á síðustu fjórum tímabilum og hafði unnið spænsku deildina þrjú ár í röð þar til Real Madrid velti Börsungum úr sessi í vor. Heimavöllur félagsins, Camp Nou, er sá stærsti í Evrópu og tekur 99.400 manns í sæti. Þá er Lionel Messi, besti knattspyrnumaður heims, í liðinu og skapar hann fé­ laginu miklar tekjur í gegnum búningasölu. Sjónvarpstekjur Barcelona árið 2011 námu 266 milljónum dala, eða 33,6 millj­ örðum króna. 9. New York Giants Virði: 164 milljarðar króna Eigendur: John Mara, Steven Tisch New York Giants fagnaði sínum öðrum Super Bowl­titli á fimm árum í febrúar síðastliðnum. Banda­ ríska tryggingafyrirtækið MetLife keypti réttinn að nafni leikvangs félagsins í fyrra og skapar sá samningur félaginu háar tekjur, eða tæplega einn milljarð á hverju ári. Þar sem samningurinn er til 25 ára ætti New York Giants að vera í nokkuð góðum málum til framtíðar litið. 10. Arsenal Virði: 163 milljarðar króna Eigendur: Stan Kroenke og fl. Þó svo að Arsenal hafi gengið brösuglega í enska boltanum undan­ farin ár eru fá félög betur rekin. Stjórnendur félagsins hafa verið skynsamir í fjár­ festingum og árið 2006 var nýr heimavöllur liðsins, Emirates Stadium, vígður. Á vellinum er nóg af sætum fyrir vellauðuga stuðningsmenn sem eru til­ búnir að greiða hátt verð fyrir góð sæti. Fá lið fá meiri tekjur af miðasölu á heimaleiki sína, en samkvæmt Forbes námu tekjurnar hjá Arsenal 19 millj­ örðum árið 2011. 11.–12. Bayern München Virði: 155 milljarðar króna Eigendur: Stuðningsmenn Bayern München er langverðmætasta knattspyrnulið Þýska­ lands þó að Borussia Dort­ mund hafi skyggt á árangur þess í þýsku deildarkeppn­ inni undanfarin ár. Bayern er fjórða tekjuhæsta knattspyrn­ ufélag heims og á góðan hóp stuðningsmanna um allan heim. Félagið er samnings­ bundið Adidas til ársins 2019 en sá samningur tryggir Ba­ yern 36 milljónir dala, eða 4,5 milljarða króna á hverju ári. 11.–12. New York Jets Virði: 155 milljarðar króna Eigandi: Robert Wood Johnson Þriðja liðið frá New York af tólf verðmætustu íþrótta­félögum heims er NFL­ liðið New York Jets. Þó svo að Jets hafi átt í fjárhagsvandræð­ um telja sérfræðingar Forbes að virði Jets sé rúmlega 150 milljarðar króna. Í júní síðast­ liðnum lækkaði félagið miða­ n Manchester United er verðmætasta íþróttafélag heims n Öll liðin í NFL -deildinni á topp 50 og fjögur á topp 10 n Sjö knattspyrnulið á listanum Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Íþróttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.