Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2012, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2012, Blaðsíða 46
50 verðmætustu íþróttafélögin 46 Sport 20.–22. júlí 2012 Helgarblað E nska knattspyrnu­ félagið Manchester United er verðmætasta íþróttafélag í heimin­ um og er virði félagsins metið á 2,23 milljarða dala, eða 282 milljarða króna. Þetta kemur fram í úttekt Forbes en á dögunum birti blaðið lista yfir 50 verðmætustu íþrótta­ félög heims. Af tíu verðmæt­ ustu félögunum eru fjög­ ur knattspyrnufélög; Real Madrid, Barcelona og Arsenal auk United. Athygli vekur að öll 32 liðin sem leika í banda­ rísku NFL deildinni komast á listann yfir 50 verðmætustu íþróttafélög heims, þar af eru fjögur á topp tíu listanum. Til grundvallar útreikn­ ingum Forbes liggja ýmis at­ riði í rekstri félaganna, svo sem styrktarsamningar, bún­ ingasala og sala á varningi, miðasala á leiki félaganna og árangurstengdar tekjur félag­ anna. 1. Manchester United Virði: 282 milljarðar króna Eigendur: Glazer-fjölskyldan Frábær árangur og upp­gangur Manchester United undanfarna tvo áratugi hefur nú komið þeim á toppinn yfir verðmætustu íþróttafélög heims. United landaði sínum nítjánda Eng­ landsmeistaratitli vorið 2011 og stuðningsmenn félagsins eru 659 milljónir á heimsvísu. Þó svo að árangurinn á síð­ ustu leiktíð hafi ekki verið upp á marga fiska er félagið það verðmætasta í heimi. Eigend­ urnir fóru nýlega í hlutafjárút­ boð (e. IPO) og vonast til þess að þannig geti þeir grynnkað á skuldum sínum sem eru tölu­ verðar. 2. Real Madrid Virði: 237 milljarðar Eigendur: Stuðningsmenn Þó svo að Real Madrid nái ekki að skáka Manchest­er United skilaði ekkert knattspyrnulið jafn miklum tekjum og Spánarmeistararn­ ir árið 2011. Það ár voru tekj­ ur af starfseminni 27 millj­ arðar króna. Eignarhaldið á Real Madrid er einfalt; félagið er – og hefur verið frá stofn­ un árið 1902 – í eigu stuðn­ ingsmanna félagsins sem eru fjölmargir. Real Madrid varð Spánarmeistari í 32. skipti í vor en ekkert félag hefur unnið spænska titilinn jafn oft. 3.–4. New York Yankees Virði: 233 milljarðar króna Eigendur: Steinbrenner-fjölskyldan Bandaríska hafnabolta­félagið New York Yankees er langverðmætasta hafnaboltafélag Bandaríkj­ anna og með langflesta áhan­ gendur. Félagið flutti á nýjan völl árið 2009, Yankee Stad­ ium, sem tekur rúmlega 50 þúsund manns í sæti. Vöru­ merki félagsins er þekkt um allan heim og skapar félaginu milljarða í tekjur á hverju ári. 3.–4. Dallas Cowboys Virði: 233 milljarðar króna Eigandi: Jerry Jones Eigandi bandaríska ruðn­ingsliðsins Dallas Cow­boys, Jerry Jones, þykir afar snjall í viðskiptum og hef­ ur hann skapað félaginu mikl­ ar tekjur með ýmsum leiðum. Þannig hefur félagið haft veru­ legar tekjur upp úr því að fá stjörnuleik NBA­deildarinn­ ar á heimavöll liðsins, Cow­ boys Stadium, sem var tekinn í notkun árið 2009. Þá hefur leikurinn um Ofurskálina (e. Super Bowl) farið fram á vell­ inum sem tekur 110 þúsund manns í sæti. Jones hefur þó ekki enn tekist að selja fjár­ sterkum aðila nafnið á vellin­ um en ef það tekst getur vel farið svo að Dallas Cowboys verði ofar á þessum lista á komandi árum. 5. Washington Redskins Virði: 197 milljarðar króna Eigandi: Daniel Snyder Redskins hefur aðeins þrí­vegis tekist að komast í úrslitakeppni banda­ rísku NFL­deildarinnar síð­ an Dan Snyder keypti félag­ ið árið 1999. Þrátt fyrir það halda stuðningsmenn félags­ ins tryggð við það og flykkjast á FedEx­völlinn. Redskins er það félag í NFL­deildinni sem skilað hefur mestum hagnaði á undanförnum árum. 6.–7. Los Angeles Dodgers Virði: 177 milljarðar króna Eigendur: Guggenheim Baseball Næstverðmætasta hafna­boltafélag Bandaríkjanna er L.A. Dodgers og eru það talsvert á eftir erkifjend­ um sínum, New York Yankees. Frank McCourt seldi Dodgers í apríl á þessu ári og tók félag­ ið Guggenheim Baseball yfir reksturinn. Í eigendahópnum eru til að mynda körfubolta­ kappinn Magic Johnson, sem gerði frægan með Lakers á árum áður, og kvikmyndamó­ gúllinn Peter Gubar. Félagið var stofnað árið 1883 og er því eitt rótgrónasta hafnabolta­ félag Bandaríkjanna og með stóran hóp stuðningsmanna. 6.–7. New England Patriots Virði: 177 milljarðar króna Eigandi: Robert Kraft Fjármálaspekingar eru á einu máli um að New Eng­land Patriots sé best rekna félagið í bandarísku NFL­ deildinni. Uppselt hefur ver­ ið á alla heimaleiki liðsins á Gillette­leikvanginum síðan hann var opnaður árið 2002. Þá hefur árangur liðsins inn­ an vallar verið til fyrirmyndar en félagið hefur komist í úr­ slitakeppnina átta sinnum á síðustu níu árum. Aðalstjarna liðsins er leikstjórnandinn Tom Brady sem er einn besti leikmaður NFL­deildarinnar frá upphafi. 8. Barcelona Virði: 165 milljarðar króna Eigendur: Stuðningsmenn Á rangur Barcelona á knattspyrnuvellinum undanfarin ár talar sínu máli; liðið hefur unnið Meist­ aradeildina tvisvar á síðustu fjórum tímabilum og hafði unnið spænsku deildina þrjú ár í röð þar til Real Madrid velti Börsungum úr sessi í vor. Heimavöllur félagsins, Camp Nou, er sá stærsti í Evrópu og tekur 99.400 manns í sæti. Þá er Lionel Messi, besti knattspyrnumaður heims, í liðinu og skapar hann fé­ laginu miklar tekjur í gegnum búningasölu. Sjónvarpstekjur Barcelona árið 2011 námu 266 milljónum dala, eða 33,6 millj­ örðum króna. 9. New York Giants Virði: 164 milljarðar króna Eigendur: John Mara, Steven Tisch New York Giants fagnaði sínum öðrum Super Bowl­titli á fimm árum í febrúar síðastliðnum. Banda­ ríska tryggingafyrirtækið MetLife keypti réttinn að nafni leikvangs félagsins í fyrra og skapar sá samningur félaginu háar tekjur, eða tæplega einn milljarð á hverju ári. Þar sem samningurinn er til 25 ára ætti New York Giants að vera í nokkuð góðum málum til framtíðar litið. 10. Arsenal Virði: 163 milljarðar króna Eigendur: Stan Kroenke og fl. Þó svo að Arsenal hafi gengið brösuglega í enska boltanum undan­ farin ár eru fá félög betur rekin. Stjórnendur félagsins hafa verið skynsamir í fjár­ festingum og árið 2006 var nýr heimavöllur liðsins, Emirates Stadium, vígður. Á vellinum er nóg af sætum fyrir vellauðuga stuðningsmenn sem eru til­ búnir að greiða hátt verð fyrir góð sæti. Fá lið fá meiri tekjur af miðasölu á heimaleiki sína, en samkvæmt Forbes námu tekjurnar hjá Arsenal 19 millj­ örðum árið 2011. 11.–12. Bayern München Virði: 155 milljarðar króna Eigendur: Stuðningsmenn Bayern München er langverðmætasta knattspyrnulið Þýska­ lands þó að Borussia Dort­ mund hafi skyggt á árangur þess í þýsku deildarkeppn­ inni undanfarin ár. Bayern er fjórða tekjuhæsta knattspyrn­ ufélag heims og á góðan hóp stuðningsmanna um allan heim. Félagið er samnings­ bundið Adidas til ársins 2019 en sá samningur tryggir Ba­ yern 36 milljónir dala, eða 4,5 milljarða króna á hverju ári. 11.–12. New York Jets Virði: 155 milljarðar króna Eigandi: Robert Wood Johnson Þriðja liðið frá New York af tólf verðmætustu íþrótta­félögum heims er NFL­ liðið New York Jets. Þó svo að Jets hafi átt í fjárhagsvandræð­ um telja sérfræðingar Forbes að virði Jets sé rúmlega 150 milljarðar króna. Í júní síðast­ liðnum lækkaði félagið miða­ n Manchester United er verðmætasta íþróttafélag heims n Öll liðin í NFL -deildinni á topp 50 og fjögur á topp 10 n Sjö knattspyrnulið á listanum Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Íþróttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.