Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2012, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2012, Blaðsíða 4
„Ég er bara klár í slaginn“ Alda vill stytta vinnuvikuna n Sendi upplýsingar á stéttarfélögin n Viðbrögðin góð L ýðræðisfélagið Alda sendi ný­ verið flestum stéttarfélögum á landinu upplýsingar um hugmyndir félagsins varð­ andi styttingu vinnuviku íslenskra launþega. Félagið benti á að á Ís­ landi ynni fólk lengur en á Norður­ löndunum og einna mest saman­ borið við önnur ríki Evrópu. Félagið telur að verkalýðsfélög hafi ekki beitt sér af nógu miklum krafti þegar kemur að vinnutíma launþega. Kristinn Már Ársælsson, stjórn­ armaður Öldu, segir viðbrögðin hafa verið góð. „Það er mikið um sumarfrí en við höfum fengið ein­ hver viðbrögð. Flest viðbrögð­ in eru frekar jákvæð,“ segir hann og bætir við að þegar sé byrjað að bóka fundi með stéttarfélögunum til að kynna hugmyndirnar frekar. Hugmyndirnar felast meðal annars í því að venjuleg vinnuvika verði stytt í 30 til 32 vinnustundir á tveggja ára tímabili og að aukin framleiðni skili sér í fleiri frístund­ um hjá vinnandi fólki. Upplýsingarnar voru meðal annars sendar á Samtök atvinnu­ lífsins, Viðskiptaráð og nokkur ráðuneyti ríkisins auk stéttarfélaga víðsvegar um landið. „Við erum fyrst og fremst að reyna að ná til stéttarfélaganna. Það eru þau sem hefðu átt að keyra þetta áfram en þau hafa ekki verið að setja þetta á oddinn,“ segir hann. „Það voru mikil vonbrigði í kreppunni, þegar ekki var möguleiki á að ná fram hækkunum kom á óvart að það hafi ekki verið þrýst á þetta.“ Að mati félagsins er stytting vinnu­ dags ekki nýtt fyrirbæri, heldur gömul og gild leið til að auka lífs­ gæði almennings. adalsteinn@dv.is 4 Fréttir 20.–22. júlí 2012 Helgarblað Köttur með vesen Lögreglunni á höfuðborgarsvæð­ inu barst aðfaranótt fimmtudags tilkynning vegna kattar sem gert hafði sig heimakominn í versl­ un. Starfsmönnum í verslun­ inni þótti dýrið hafa komið sér heldur vel fyrir en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru starfsmenn í vandræðum með köttinn sem komist hafði inn í verslunina, krækt sér í harðfisk og sest að snæðingi. Litla hjálp var þó að fá hjá lögreglunni og var starfsmönnum tjáð að þetta væri ekki verkefni lögreglu. Þeim var þess í stað vísað á meindýraeyði eða heilbrigðiseftirlit. M aður er náttúrulega að fara í samkeppni við fyrrverandi samstarfs­ menn,“ segir athafna­ maðurinn Jóhannes Jónsson, áður kenndur við Bónus. Jóhannes opnar fyrstu matvöru­ verslun Iceland­keðjunnar hér­ lendis í næstu viku. Verður hún við Engihjalla í Kópavogi. Jóhannes er enginn grænjaxl þegar kemur að verslunarrekstri en hann stofnaði eina fyrstu lágvöruverslun Íslands, Bónus, ásamt syni sínum, Jóni Ás­ geiri Jóhannessyni, árið 1989. Nú er staðan önnur og allt lítur út fyrir að hörð samkeppni verði á milli Jóhannesar og Bónuss. Sam­ hliða Iceland opnar Jóhannes netverslun með matvöru auk þyngri og umfangsmeiri varnings til heimilisreksturs. Verður hún sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Hörð samkeppni Jóhannes segir að hann upplifi ekk­ ert sérstaklega blendnar tilfinningar nú þegar hann er að fara í samkeppni við verslunarkeðju sem eitt sinn var í hans eigu. „Nei, nei. Ég hef aldrei verið svo tilfinninganæmur að það sé eitthvað mál.“ Ljóst er að samkeppn­ in verður ansi hörð á íslenskum lág­ vörumarkaði. Á meðal samkeppnis­ aðila Iceland verða Bónus, Krónan og Kostur. Sá síðastnefndi er í eigu Jóns Geralds Sullenberger sem hefur eldað grátt silfur við Bónusfeðgana, Jóhannes og Jón Ásgeir, í áraraðir. Rekstrarfyrirkomulag Iceland verður svipað því sem Jóhann­ es beitti í Bónus. „Ég nota það sem gengið hefur vel og bæti svo við það sem mér hefur fundist á vanta.“ Þar að auki verða gamlir samstarfs­ félagar með í ráðum. „Hér er ég með tíu manns sem hafa unnið með mér í mörg ár. Það er mikil þekking hér um borð.“ Fullur orku „Þetta er bara hlutafélag sem við eigum tveir, ég og Malcolm,“ segir Jóhannes um fjármagnið á bak við Iceland á Íslandi. Þar á hann við Bretann Malcolm Walker sem stofnaði Iceland árið 1970. Walker hætti afskiptum af Iceland árið 2001 en sneri aftur árið 2005 þegar Baugur eignaðist fyrirtækið, svo félagarnir þekkjast vel frá fyrri tíð. Í febrúar á þessu ári keypti Walker svo Iceland fyrir jafnvirði 300 millj­ arða króna. „Ég er fullur orku og við góða heilsu í dag. Ég er bara klár í slaginn,“ segir Jóhannes og vísar því á bug að hann sé orðinn of gamall fyrir hina hörðu samkeppni matvöruverslana. Eins og kunnugt er greindist Jóhannes með krabba­ mein árið 2010 en hefur nú náð fullum bata. Blaðamaður spurði Jóhannes að lokum hvort fólk ætti áfram að kalla hann Jóhannes í Bónus. „Nei, ég held þið ættuð bara að kalla mig Jóhannes í Iceland.“ Klár í slaginn Jóhannes Jónsson hefur marga fjöruna sopið á 72 árum. Hann er enn í fullu fjöri og opnar nýja verslun í næstu viku. n Vill láta kalla sig Jóhannes í Iceland n Fullur orku og við góða heilsu „Nei, ég held þið ættuð bara að kalla mig Jóhannes í Iceland. Ólafur Kjaran Árnason blaðamaður skrifar olafurk@dv.is M y n d Jó n a ta n G r ét a r SS o n Þrír nýir skrif- stofustjórar Reykjavíkurborg hefur ráðið þrjá nýja skrifstofustjóra til starfa í tengslum við breytingar á mið­ lægu stjórnkerfi borgarinnar. Helga Björg Ragnarsdóttir hef­ ur verið ráðin skrifstofustjóri skrif­ stofu borgarstjóra og borgarritara, Hrólfur Jónsson hefur verið ráð­ inn til að gegna stöðu skrifstofu­ stjóra skrifstofu eigna­ og atvinnu­ þróunar og Óskar Sandholt hefur verið ráðinn skrifstofustjóri þjón­ ustu og rekstrar. Munu nýir skrif­ stofustjórar taka til starfa 1. sept­ ember. Í tilkynningu frá borginni kemur fram að Capacent hafi haft umsjón með ráðningarferlinu og fjölmargar umsóknir borist frá hæfum einstaklingum. Meiri frítími Félagið vill að aukin fram- leiðni skili sér í fleiri frístundum hjá vinnandi fólki. Mynd SiGtryGGur ari JóHannSSon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.