Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2012, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2012, Blaðsíða 37
37Helgarblað 20.–22. júlí 2012 „Vel heppnuð frumraun“ „Fyndin og hjart- næm mynd“ Það kemur alltaf nýr dagur Unnur Birna Karlsdóttir Intouchables Olivier Nakache, Eric Toledano Uppáhaldsmatur? „Ég elska sushi og finnst fátt betra! Svo finnst mér rosalega gott að elda mér einhvern góðan ítalskan pastarétt af og til.“ Magdalena Dubik fegurðardrottning P ælingin var að prófa eitthvað nýtt, að- skilja þessa hluti, að vera plötuútgáfu- og dreifingarfyrirtæki. Það er svo að maður geti dreift fyrir fólk, sem er að gefa út tónlist sjálft,“ segir Matthías Árni Ingimarsson dreifingar- stjóri Kongó. Fyrirtækið var stofnað í mars síðastliðnum og sérhæfir sig í dreifingu á tón- list, annarri afþreyingu og tón- leikahaldi. „Hugmyndin að Kongó kviknaði við samvinnu við dreifinguna á Hagléli með Mugison,“ bætir Matthías við en landsmenn kannast eflaust við kauða af handboltavellin- um þar sem hann leikur með bikarmeisturum Hauka og var valinn besti varnarmaður N1- deildarinnar á síðasta tímabili. Kongó í Netagerðinni Kongó rekur bæði skrifstofu og verslun í Netagerðinni að Ný- lendugötu 14. Þar eru titlar í dreifingu á vegum Kongó fáan- legir í almennri sölu. Einnig eru stundum haldnir tónleikar þar. Fyrirtækið deilir rýminu með hönnunarfyrirtækjunum Stáss, Volki og Bryndísi Bolladóttur. „Það er mikið af tónlistar- mönnum sem eru sjálfir að gefa út og við getum hjálpað þeim að komast í samband við tón- listarframleiðendur, ef það vill láta framleiða tónlistina sína, hvort sem það er á geisladisk- um eða á vinyl. Eða við tón- leikahald og þess háttar.“ Kongó dreifir tónlist margra þekktra nafna í ís- lensku tónlistarflórunni. Nefna má Mugison, Snorra Helgason, Kimono, Múm, FM Belfast, Hjaltalín, Benna Hemm Hemm, Sóleyju, ADHD og marga fleiri. Kongó dreifir einnig fyrir íslensku hljómplötuútgáfuna Kimi Records og þýska fyrirtækið Morr Music. Bönd og bingó á Menningarnótt Framkvæmdastjóri Kongó er Jón Þór Þorleifsson en Matthías sér um dreifingu. Aðrir sem eiga hlut í fyrirtæk- inu eru Kjartan Sveinsson og Birgir Jón Birgisson úr upp- tökustúdíóinu Sundlauginni, Bjarni Gaukur Sigurðsson, Mugison, eða Örn Elías Guð- mundsson eins og hann heitir réttu nafni, og Jón Þór Þorleifs- son, smali og rokkstjóri Aldrei fór ég suður-hátíðarinnar. Aðspurður um hvaða verk- efni séu í vændum hjá Kongó segir Matthías: „Það er ver- ið að undirbúa pakka með Mugison plötum, sem verð- ur vonandi klár sem fyrst. Á Menningarnótt verðum við með tónleika og bingó í Neta- gerðinni. Bönd og bingó heitir það; tónleikar yfir daginn og svo verður bingó þess á milli. Legend, Moses Hightower og Melchior munu þá stíga á stokk, ásamt fleirum. Það hef- ur líka komið út mikið af nýrri tónlist í sumar sem við erum að dreifa, til dæmis plötur með Celestine, Múm, Human Woman, Klaufunum, Melchior og Hildi Guðnadóttur.“ Varnarjaxl dreifir tónlist n Matthías Árni hjá Kongó n Mugison einn eigenda Matthías Árni Ingimarsson Dreifingarstjóri Kongó og besti varnarmaðurinn í N1-deildinni á síðasta tímabili. MyND Eyþór ÁrNasoN Netagerðin Er bækistöð Kongó og nokkurra íslenskra hönnuða. Mugison Er einn af mönnunum á bak við fyrirtækið. Dauðarokk á Gamla Gauknum H ljómsveitin Bene- ath býður til dauðarokksveislu á Gamla Gauknum föstudagskvöldið 20. júlí í tilefni útgáfu nýrrar plötu sem ber heitið Ensla- ved by Fear. Hljómsveitin mun flytja plötuna í heild sinni á tónleikum en í til- kynningu frá hljómsveitinni segir að búist sé við að plat- an verði til sölu á tónleik- unum. Meðlimir Beneath eru Gísli Sigmundsson, Jóhann Ingi Sigurðsson, Unnar Sig- urðsson og Gísli Rúnar Guð- mundsson, en hljómsveitin var stofnuð veturinn 2007 til 2008. Eftir nokkrar minni- háttar breytingar varð nú- verandi mannaskipan til í nóvember 2008. Meðlim- ir Beneath hafa allir verið virkir í íslensku metalsen- unni í allmörg ár og eru eða hafa verið meðlimir í til dæmis Sororicide, Changer, Atrum og Diabolus. Í upphafi hafði Beneath það að leiðarljósi að spila hratt dauðarokk en hefur nú tekið inn áhrif af eldri tegundum dauðarokks sem og öðrum stefnum eins og svartmálmi. Beneath lék á sínum fyrstu tónleikum í janú- ar 2009 þegar hún hitaði upp fyrir The Black Dahl- ia Murder, og eftir að hafa sigrað í fyrstu íslensku Wac- ken Metal Battle-keppn- inni varð hún fyrsta íslenska hljómsveitin sem spilaði á Wacken Open Air-hátíð- inni í ágúst 2009. Fleiri há- tíðir fylgdu í kjölfarið, til að mynda Death Feast Open Air 2010 og Neurotic Death- fest 2011. Húsið verður opn- að klukkan 21:00 og fyrsta hljómsveit mun stíga á svið um 22:30, en það eru Blood Feud og Angist sem sjá um upphitun. Frítt er inn á tón- leikana. Beneath Hljómsveitin flytur alla nýjustu plötuna sína, á föstudagskvöldið. Vantar meiri gleði í námsefni barna fáein dæmi séu nefnd. Hún efast ekki um að listrænt form námsefnisins hafi nýst fyrrver- andi nemendum hennar jafn vel og henni. Sumir nemendur sem hún kenndi fyrir löngu gefa sig stundum á tal við hana og rifja upp sögur af góðum stundum í kennslustofunni þegar þeir léku til dæmis ýmis atriði úr Íslandssögunni. Trúðanámskeið í boði Ráðstefnan kallast Drama- boreale og verður haldin 6.– 10. ágúst næstkomandi. FLÍSS (Félag um leiklist í skólastarfi) skipuleggur ráðstefnuna og á von á um 200 gestum frá öll- um Norðurlöndunum. Margt verður í boði á ráðstefnunni, þar á meðal 16 vinnusmiðj- ur sem meðal annars kenna fólki að leika trúð. „Við sem stýrum ráðstefnunni erum sammála um að skemmt- un mætti oft vera meiri með fræðslunni. Nemendur eru í skólanum í um átta klukku- stundir á dag og bróðurpart- inn lesa þau bækur. En þau eiga að hafa gaman um leið og þau fræðast,“ segir Ása. Enn er hægt að skrá sig á ráðstefnuna. Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðunni dramaboreale.is Elín Ingimundardóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.