Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2012, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2012, Blaðsíða 44
Snúa vörn í sókn n Kindle í baráttunni gegn Apple L engi hefur verið á kreiki orðrómar í tækniheimum þess efnis að Apple ætli að veita Kindle, og nú Google, samkeppni með iPad mini. Þessar fregnir hafa fengið byr undir báða vængi eftir að The New York Times greindi frá því að væntanleg sé 7,85 tommu spjaldtölva en tíðindin koma í kjölfar fregna Wall Street Jo- urnal  og  Bloomberg um að skjár iPad mini verði á bilinu sjö til átta tommur að stærð. Það sem þykir þó öllu merkilegra er að The New York Times hefur einnig greint frá því að Kindle ætli að gefa út stærri spjaldtölvu. Svip- aða að stærð og iPad eða með rúm- lega tíu tommu skjá. Þetta kemur nokkuð á óvart þar sem Kindle hef- ur hingað til einbeitt sér að minni tölvum með áherslu á lestrareigin- leikann. Það er þó ljóst að spjald- tölvumarkaðurinn er að breytast hratt og bæði iPad og Kindle, sem hafa verið með yfirburði hvort í sín- um stærðarflokkum, fá sífellt aukna samkeppni. Ekki er langt síðan greint var frá því að arftaki Kindle Fire væri vænt- anlegur á markað og að skjárinn á vélinni væri með betri upplausn en á fyrri útgáfu – sömu upplausn og er að finna á sjö tommu vélinni frá Google, Nexus 7. Það gæti því allt eins verið að Kindle sendi frá sér tíu tommu vélina um svipað leyti. Það er netrisinn Amazon sem framleiðir Kindle en svo virðist sem fyrirtækið sé einnig á leiðinni á snjallsímamarkað seinna á árinu eða snemma á því næsta? 44 Lífsstíll 20.–22. júlí 2012 Helgarblað Njósnaðu úr háloftunum Breska fyrirtækið RED5 er að setja á markað fjarstýrða flugvél, Spy Hawk. Það sem gerir Spy Hawk óvanalega er að á henni er mynda- vél sem tekur upp allt sem á vegi hennar verður. Ekki nóg með það heldur sendir hún myndina beint í 3,5 tommu LCD-skjá sem er inn- byggður í fjarstýringuna. Vélin er með vænghaf upp á 84 sentímetra og er 180 grömm að þyngd. Myndavélin á Njósnahauknum er 5 megapixla og sendir hún mynd í fjarstýringuna úr allt að 400 metra fjarlægð. Hægt er að stýra vélinni úr allt að 600 metra fjarlægð en auk þess að senda mynd beint í fjarstýringuna tekur hún efni upp og geymir á inn- byggðu 4GB SD-korti. Flugtími vélarinnar er á bilinu 15 til 20 mínútur en um 40 mín- útur tekur að hlaða hana að fullu. Hægt er panta vélina á vefsíðu RED5 og kostar hún um 390 dali sem eru um 50.000 krónur. Fyrstu vélarnar verða afhentar í byrjun ágúst. Teatanic Í ár eru 100 ár liðin frá því að skemmtiferðaskipið RMS Titanic sökk í Norður-Atlantshafið. Þessa hefur verið minnst á mismun- andi vegu en þýski hönnuður- inn Gordon Adler ákvað að gera það með því að setja á markað The Teatanic, eða á íslensku Te- tanik. Um er að ræða tesíu sem er í laginu eins og skipið. Tesían lítur ekki aðeins út eins og skipið held- ur er hægt að þrýsta hliðunum saman til að fá meira út úr tejurt- unum. Hægt er að kaupa gripinn á vefsíðunni teatanic.de. almenningur vill android-leikjatölvu n Fimm milljónir dala frá almenningi n OUYA opnar leikjatölvumarkaðinn F yrirtækið OUYA mun á næsta ári senda frá sér fyrstu leikja- tölvuna með Android-stýri- kerfinu. Þetta varð ljóst eftir að söfnunarverkefni þeirra gekk framar öllum væntingum á vefsíðunni kickstarter.com. Rúmar fimm milljónir dala hafa safnast á tæpum tíu dögum en á vefsíðunni gefst almenningi tækifæri til þess að styðja hin ýmsu hönnunarverkefni sem það vill sjá á markaði. OUYA hafði sett sér það mark- mið að safna 950.000 dölum á 30 dögum en þeim tókst að ná því á að- eins rúmum átta klukkutímum. Þá hafði fyrirtækið þegar safnað millj- ón dala sem er miðað við núver- andi gengi um 130 milljónir króna. Núna hafa því safnast um 630 millj- ónir króna en þrátt fyrir það eru eft- ir 20 dagar af söfnuninni. Tæplega 40.000 manns hafa stutt beiðni fyr- irtækisins. Opnar markaðinn „Opnum þetta upp á gátt,“ segir ein- faldlega í fréttatilkynningu OUYA sem fylgir söfnunarátakinu en fyr- irtækið hefur þegar þróað vélina og allt sem henni fylgir. Söfnunin gekk í raun út á það að koma vélinni í framleiðslu en hún verður ódýrasta leikjatölvan á markaðnum. Hún mun kostar 100 dali ytra eða tæpar 13.000 krónur. Það sem OUYA á við með því að „opna markaðinn“ er að með til- komu Android-leikjatölvu opnast gátt fyrir óháða leikjaframleiðendur um allan heim til þess að láta ljós sitt skína. Líkt og hefur gerst með fram- leiðslu á „apps“ fyrir snjallsíma og spjaldtölvur. Forsvarsmenn OUYA og hin- ir ýmsu sjálfstæðu hönnuðir sem rætt er við segja leikjatölvumark- aðinn eins og hann er í dag sífellt verða lokaðri heim þar sem færri og færri komast að. Þetta valdi því að margir af færustu leikja- hönnuðum heims einbeiti sér bara að smáleikjum fyrir snjallsíma og spjaldtölvur. Íslensk tækifæri? OUYA er verkefni sem mun standa eða falla með því hvort leikjafram- leiðendur taki ástfóstri við vélina. Julie Uhrman, stofnandi OUYA, lof- ar því að bæði óháðir framleiðend- ur sem og þekktir leikjarisar muni hanna leiki á vélina. En öllum sem hafa getu og vilja til þess að hanna leiki mun gefast tækifæri til þess að koma þeim á framfæri á þessum vettvangi. Þetta gæti reynst frábært tæki- færi fyrir íslenska leikjaframleiðend- ur sem hafa reynt fyrir sér á snjall- síma- og spjaldtölvumarkaðnum með ágætum árangri þar sem leik- irnir sem verða í boði á OUYA-vélinni verða blanda af flóknum og einföld- um leikjum hvað varðar bæði spilun og grafík. Vélin er svo opin að gert er ráð fyrir því að notendur geti hakkað hana ef þeir vilja. Áhersla á stýripinnann OUYA lagði hvað mesta áherslu á að hanna fjarstýringuna sem fylgir vélinni en fyrir marga spilara ræður hún úrslitum um hvort vél hlýtur náð fyrir þeirra augum eða ekki. Annars er vélin sjálf með Tegra 3 quad-core örgjörva , 1GB innra- minni (RAM) og 8GB flass minni, 1080p HDMI tengi og stýrikerfið Android 4.0 Ice cream sandwich. OUYA-vélin n Tegra 3 quad-core örgjörvi n 1GB innra minni (RAM) n 8GB flass minni n 1080p HDMI tengi n WiFi 802.11 b/g/n n Bluetooth LE 4.0 n USB 2.0 (eitt tengi) n Þráðlaus fjarstýring (tveir analog-pinn- ar, d-pad, átta takkar, system-takki og snertiflötur. n Android 4.0 OUYA-leikjatölvan Gæti breytt leikjatölvuiðnaðinum til frambúðar. Julie Uhrman Stofnandi OUYA. iPad og Kindle Fire Er Kindle að fara bjóða tölvu í sömu stærð og iPad og öfugt?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.