Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2012, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2012, Blaðsíða 42
Ólympíuleikar í heimsborginni 42 Lífsstíll 20.–22. júlí 2012 Helgarblað Reynir Traustason Baráttan við holdið Þ að getur verið snúið að skipta um lífsstíl með róttækum hætti. Sem offitusjúklingur þekki ég það vel að eftir fyrstu fjallgöngurnar fékk ég gjarnan klapp á bakið. Þegar sú árátta að klífa fjöll ágerðist skutu efasemdir rótum hjá einhverjum. Yfir 300 fjallgöngur á einu ári – það gat ekki verið í lagi. Meira að segja eiginkonan var áhyggjufull og undrandi á þessum ósköpum. „Ertu nokkuð orðinn manískur?“ spurði hún alvarleg í bragði dag einn þegar ég hafði lagt tvö fjöll að fótum mér. Mér sárnaði mjög en af fenginni reynslu gætti ég þess að halda friðinn. Ég brosti með herkjum án þess að það næði til augnanna. Þetta var á þeim tíma þegar ég gekk gjarnan einn með þrjá hunda. Stundum hvatti ég eigin- konuna til að koma með á fjöll en það heyrði til undantekninga að hún tæki þeirri áskorun. „Ég skil ekki fólk sem þarf alltaf að klöngr- ast upp á fjöll,“ sagði hún gjarnan og lýsti því að jafnsléttan væri ágæt til þess að ganga á. En um síðustu áramót gerðist eitthvað sem ég hafði ekki séð fyrir. Hún féllst á að gerast ásamt mér þátt- takandi í verkefni á vegum Ferða- félags Íslands sem fólst í því að ganga á 52 fjöll á einu ári. Þegar árið er rúmlega hálfnað er staðan sú að við höfum klif- ið öll þau fjöll sem ætlast er til. Allt í einu eru fjall- göngurnar orðnar sjálfsagðar og ekki heyrist lengur að þetta sport sé illskiljanlegt. Eftir því sem fjöll- unum á ferilskránni hefur fjölgaði hefur áhugi minn á klettaklifri aukist. Mér tókst að vinna bug á lofthræðslunni og í framhaldinu tókst ég á hendur meira krefjandi fjallgöngur með hóflegu klifri í klettum. „Þetta skil ég ekki,“ sagði eiginkonan eitt sinn í ársbyrjun þegar ég kom blóðrisa úr slíkum leiðangri upp Þverfellshorn Esj- unnar eftir að hafa hrasað. Hún áréttaði að fólk og klettar ættu litla samleið þótt fjallgöngur væru ágætar. Ég var auðvitað sammála eins og alltaf. Fjöllin hafa eitt að öðru fallið að fótum kon- unnar sem áður skildi ekki þörf þess að klífa hæstu tinda. Og nú er svo komið að hún fer, auk hefð- bundinnar dagskrár, einförum á fjöll í þeirri viðleitni að byggja upp þrek og áræði. Dag einn fór hún á Helgafell í Mosfellsbæ en bætti síðan við Úlfarsfelli í fram- haldinu til að „fá eitthvað út úr göngunni“, eins og hún orðaði það. Ég kunni ekki við að spyrja hvort hún væri manísk enda slíkt ekki við hæfi. Ég dáðist í laumi að úthaldinu og hörkunni og sýndi því skilning að hún sneiddi hjá klettunum. Mannshugurinn er síbreyti- legur. Viðhorf og veraldir breyt- ast stöðugt. Einn sólardaginn í síðustu viku hvarf konan spor- laust að heiman. Síðdegis rak forvitnin mig til að hringja í hana. Mig renndi í grun að hún hefði lagt upp í fjallgöngu. „Hvar ertu?“ spurði ég af jafnsléttunni. Hún sagðist móð og másandi vera á Esjunni. Ég vildi vita hvar. Það varð stundarþögn í símanum en svo svaraði hún vandræða- lega. „Ég er að reyna við klettana á Þverfellshorni“. Seinasta vígið var fallið. Kona í klettum L ondon er í góðu skapi þessa dagana. Eða myndi vera, ef ekki væri fyrir rigningu sem hefur staðið nær samfleytt í fjóra mánuði. Sumir segja að þær lægðir sem áður léku Ísland grátt hafi nú fundið sér farveg sunnar, að íslenskir sólskinsdagar komi á kostn- að enskrar grámyglu. En hvað um það, eins dauði er annars brauð, og Englendingar hafa þó eitt og annað að gleðjast yfir. Í byrjun júní fagnaði Elísabet drottning 60 ára krýningarafmæli og nálgast nú að slá það met sem Viktoría langalangamma hennar setti fyrir rúmri öld, en sú ríkti í heil 64 ár. Annað sameiningartákn Breta fagn- ar einnig stórafmæli nú um mundir, en 50 ár eru síðan fyrsta James Bond- myndin kom út. Í byrjun júlí komst Andy Murray í úrslit á Wimbledon, fyrsti Bretinn í 76 ár sem á möguleika á að vinna mótið. Nokkrum dögum fyrr var The Shard, sem þýða mætti sem „Gler brotið“ og er stærsti skýjakljúfur Vestur-Evrópu, opinberlega vígður. Og sjálfir Ólympíuleikarnir verða haldnir hér í ágúst. Kenndu rigningunni um … Þrátt fyrir erfiðleikana alla í kring- um dauða Díönu er konungsfjöl- skyldan líklega meira sameiningar- tákn nú en hún var á silfurafmælinu árið 1977, þegar Bretland var tekið í gjörgæslu Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins og pönkhljómsveitin Sex Pistols samdi níðvísur um drottninguna. En ekki standa allar ímyndir sig jafn vel. Murray tapaði á Wimbledon gegn Svisslendingnum Federer og er rign- ingunni kennt um, þó ekki sé ljóst hvers vegna hún kemur einum verr en öðrum. Og margir líta á The Shard eins og Hörpuna hérlendis, sem ókláraðan minnisvarða um góðærið. Bankahneykslin halda áfram og yfir maður Barclays-banka var gripinn glóðvolgur við að leika sér með vext- ina. Þrátt fyrir þessa erfiðleika eiga Bretar sér lengri bankasögu en flestir, eins og sjá má á safni Bank of Eng- land. Safnið er ekki jafn þurrt og mætti ætla. Í leiktækjum er hægt að hafa áhrif á vexti með því að halda bolta á lofti, stjórna peningamagni í umferð með taumunum í loftbelg, eða reyna karl- mennsku sína við að lyfta gullstöng- um. Ef til vill ætti Seðlabanki Íslands líka að búa til leikvöll til að kynna ís- lenskum börnum peningamálastefn- una áður en það verður of seint. Þökk sé emírnum af Katar þá tekst á endanum að klára byggingu The Shard og er hann sjálfur, ásamt borgar- stjóra London og prinsinum af York, viðstaddur opnunina. Langt, langt fyr- ir neðan stend ég á brú ásamt drjúgum hluta bæjarbúa og fylgist með ljósa- sjóinu. Satt að segja er það lítið glæsi- legra en það sem fylgdi opnun Hörpu, en hvað um það, það er gaman að sjá íbúa þessarar mestu stórborgar heims haga sér eins og smábæjarbúa þegar nýr kofi er reistur. Frá Viktoríu drottningu til James Bond London hefur upplifað miklar hæðir og lægðir á þeim 115 árum sem eru liðin síðan Viktoría gamla dó. Þegar Ólympíuleikarnir voru fyrst haldnir hér árið 1908 var London stærsta borg í heimi, en fólk tók að flytja burt undan loftárásum í seinni heimsstyrjöldinni og hélt sú þróun áfram eftir að stríði lauk. Næst voru Ólympíuleikar haldn- ir hér árið 1948, stríðið var unnið en hnignunin hafin. London gekk þó í gegnum annars konar gullöld á 7. áratugnum. Bítl- arnir fluttu hingað frá Liverpool og kepptu við heimamenn í Roll- ing Stones og Who um að verða vin- sælasta hljómsveit heims, „Swinging London“ varð að háborg tískunnar og fólk kom alla leið frá Keflavík til að kaupa plötur og föt á Carnaby Street. Þar er enn mikið líf, ekki síst á kvöldin. Þegar James Bond birtist svo í jakkafötum á hvíta tjaldinu fannst mörgum sem skömmtunartímabili eftirstríðsáranna væri endanlega lokið. Í Barbican Centre er sýning til heiðurs helsta njósnara hennar há- tignar, og má þar sjá jakkafötin víð- frægu, Kasinó-kjóla hinna fjölda- mörgu kærasta, og módel af íshöllinni frá Íslandsævintýri hans, sem minnir satt að segja ekki mikið á Ísland. Johnny Rotten og Jack the Ripper Pönkið tók við af hippunum á 8. ára- tugnum, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn tók við af Carnaby Street og allt þar til rétt fyrir 1990 hélt London áfram að minnka. En þá tók þróunin að snúast við. Í góðærinu fór London að keppa við New York um að vera fjármálamiðstöð heimsins og fjár- magn og innflytjendur streymdu til borgarinnar, í þetta sinn ekki að- eins þeir sem voru að flýja fátækt, heldur einnig efnafólk úr hinu fyrr- verandi heimsveldi Breta. Til marks um breytta tíma eru það bresk- ir byggingaverkamenn sem byggja skýjakljúfana sem furstinn af Kat- ar borgar fyrir, í bestu skólunum er rúmur helmingur nema frá ný- lendunum gömlu og húsnæðis verð í borginni hefur rokið upp. Austur-London, rétt hinum megin við fjármálahverfið City, var löng- um þekkt fyrir glæpi. Jack the Ripper athafnaði sig hér fyrir rúmri öld og á kvöldin er hægt að fara í draugaferð- ir tengdar glæpum hans. Í seinni tíð áttu glæpatvíburarnir Krays hér höf- uðstöðvar sínar, en í dag hefur hverf- ið gengið í endurnýjun lífdaga. Lista- menn fluttu inn í illa farnar íbúðir, gerðu þær upp og breyttu drasli í listaverk, og sjá má afrakstur þeirra í Whitehall Art Gallery. Rétt fyrir aftan fjármálahverfið er Brick Lane, þar sem veitingastaðir stofnaðir af inn- flytjendum frá Indlandi, Pakistan og Bangladess standa í röðum og kepp- ast um að laða til sín viðskiptavini með tilboðum um 25 prósenta afslátt og fría fordrykki. Það er einnig hér um slóðir sem Ólympíuleikarnir verða haldnir, og sumir líkja hinum nýreistu Ólympíuhöllum við geimskip sem lent hafa í miðjum íbúahverfum. Shakespeare og emírinn af Katar Þrátt fyrir fjármálakrísuna er London enn í samkeppni við New York um að vera mesta heimsborgin á þá mæli- kvarða sem slíkt mæla. Margir eru þó ekki endilega jafn bjartsýnir á framtíð hennar. Vissulega nýtur hún góðs af heppilegu tímabelti og nán- um samskiptum við hin rísandi veldi Asíu, en fyrr eða síðar munu hinar vaxandi heimsborgir Hong Kong, Shanghaí og Dúbaí fara fram úr henni. Varla er hægt að lifa endalaust á fornri frægð. Einn stjórnmálaskýr- andi segir að um leið og Ólympíu- glansinn hverfi muni fólk fara að átta sig á hversu erfitt ástandið er í raun. Og nýjar glæsibyggingar ýta aðeins undir þann gríðarlega stéttarmun sem hér er að finna. Í millitíðinni má þó enn njóta breskrar menningar eins og hún ger- ist best. Við hlið Tate-listasafnsins, þar sem sýning með listamannin- um Damien Hirst er haldin (kostuð af emírnum í Katar), má sjá leikhús Shakespeare endurreist. Leikhúsinu var lokað þegar púrítanar komust til valda um miðja 17. öld og síðar rif- ið. Fyrir 15 árum var það svo endur- reist í upprunalegri mynd, og allt gert til að gera sýningarnar sem líkastar því sem tíðkaðist á tímum skáldsins, búningarnir gerðir í sama stíl og með sömu tækni og tíðkaðist þá. Leikhús- ið er hringlaga og opið í miðjunni, dýrari miði tryggir aðgang að yfir- byggðu sæti sem veitir skjól frá rign- ingunni, en hægt er að fá miða í stæði á rétt um 1.000 krónur íslenskar. Og það er hér sem stemningin er. Hinrik 5. og íslenskir hundar Upplifunin á nánast meira skylt við tónleika en þann helgibrag sem oft- ast einkennir Shakespeare-sýningar. Bjórinn flæðir um áhorfendur og þegar Hinrik 5. stígur á svið og hvet- ur menn sína áfram öskra áhorfend- ur „England“ eins og um íþróttaleik væri að ræða, enda taldist Shake- speare einhvern tímann til alþýðu- skemmtunar eins og vændishúsin og spilavítin sem eitt sinn settu mark sitt á hverfið. „Pish for thee, Iceland dog! Thou prick-eared cur of Iceland,“ segir einn leikari við annan á sviðinu og var þessi lína oft höfð eftir í bresk- um fjölmiðlum í þorskastríðunum, en „íslenskur hundur“ virðist lengi hafa verið sagt við þá sem maður kunni illa við. Vísunin er þó ekki í Icesave eða landhelgisdeilur, held- ur það að púrítanar voru stuttklippt- ir og stóðu eyrun á þeim því út í loft- ið svo þeir þóttu minna á íslenska fjárhunda. Það var ekki að undra að Shakespeare hafi verið illa við trúar- hóp þennan, enda létu þeir loka leik- húsi hans um leið og þeir komust til valda. Hvort hann hefði fundið til- efni til að skrifa verk á borð við Hin- rik 5. um Icesave-réttarhöldin mun- um við hins vegar seint komast að, en deilurnar hefðu vafalaust orðið skemmtilegri í meðförum hans. Ferðir Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com „Pish for thee, Iceland dog! Thou prick-eared cur of Iceland,“ segir einn leikari við annan á sviðinu og var þessi lína oft höfð eft- ir í breskum fjölmiðlum í þorskastríðunum. Valur Gunnarsson Greinahöfundur hefur komið víða við á ferðalögum sínum. Velkomin(n) á Ólympíuleikana Leikarnir eru áberandi um alla borg. James gamli, góði „Þegar James Bond birtist svo í jakkafötum á hvíta tjaldinu fannst mörgum sem skömmtunartímabili eftirstríðsáranna væri endanlega lokið.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.