Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2012, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2012, Blaðsíða 38
Karlar fara í brasilísKt vax Skolaðu ofnæminu burt n Nefskolunarkannan NoseBuddy við frjókornaofnæmi N ú er frjókornatímabilið í há- marki og þeir sem glíma við frjókorna- og gróðurof- næmi finna vel fyrir því þessa dagana. Í apótekum er hægt að fá allskyns úða og pillur sem virkar misvel en svo eru til ein- faldari og náttúrulegri leiðir eins og NoseBuddy. NoseBuddy er nefskolunar kanna sem Eirberg flytur inn og selur og samkvæmt heimasíðu þeirra hefur nefskolun jákvæð áhrif á kinn- og ennisholur og nærliggjandi svæði; augu, eyru, háls og heila og þar með hugarástandið. Einungis er notuð blanda af kranavatni og salti.  Nef- skolun örvar bifhár öndunarvegar- ins svo að ryk, frjóduft og bakteríur geta skolast út eins og á færibandi. Þannig sér skolunin um að halda hreinsunar- og varnarkerfi öndunar- vegarins í góðu formi. Þessi aðferð er þekkt víða um heim sem gamalt og gott hús- ráð gegn kvefi. Í byrjun tuttug- ustu aldar var til dæmis hægt að kaupa sérstakar nefskolunarkönn- ur og sprautur í apótekum Norður- Evrópu en síðan „hvarf“ aðferðin þangað til í kringum 1970 þegar farið var að nota hana aftur vegna aukins áhuga á jóga. 38 Lífsstíll 20.–22. júlí 2012 Helgarblað n Ekki vilja allar snyrtistofur veita körlum brasilíska vaxmeðferð Í dag þykir það ekki neitt tiltöku- mál að konur fari í brasilískt vax, en það eru ekki mörg ár síð- an það þótti ekki svo sjálfsagt og konur hvísluðust á um þetta. Nú eru karlmenn sumir hverjir farnir að skella sér í brasilískt vax en mörgu karlmenninu þykir það vera alveg út í hött og algerlega tilgangslaust. Þægilegt og hreinlegt DV ákvað að kynna sér málið og talaði við nokkra karlmenn sem hafa farið í brasilískt vax og eins starfs- fólk á snyrtistofum sem bjóða upp á þetta. Einn viðmælenda sagði að hann hefði gert þetta til að prófa því hann fari alltaf í vax á bringunni og finnist það mjög þægilegt eftir á. Hann sagði líka að það væri alltaf vont að fara í vax en samt misvont eftir því hver það væri sem sæi um framkvæmdina. Versti staðurinn væri í náranum. Annar viðmælandi er búinn að fara í brasilískt vax í fimm ár og finnst það æðislegt. Hann segir þetta hafa verið vont fyrst en svo hafi það vanist og sé alveg þess virði í dag. Fáar stofur bjóða upp á brasilískt vax fyrir karla Við vinnslu greinarinnar kom í ljós að fæstar snyrtistofur bjóða upp á þetta og fengust sums staðar þau svör að „það þætti bara ekki smekk- legt“ og aðrar svöruðu því til að þetta væri eitthvað sem þau hefðu „ekki sérhæft sig í“. Einn af snyrtifræðingunum sem hefur framkvæmt brasilíska vax- meðferð á karlmönnum, en vill ekki koma fram undir nafni, segir að þeir karlmenn sem komi til sín séu margir hverjir að koma vegna þrýstings, bæði frá maka og um- hverfinu. Ungu strákarnir séu farn- ir að líta á líkamshár sem eitthvað sem eigi ekkert að vera og fyrst kon- ur láti fjarlægja þau þá geri þeir það líka. Hún er með nokkra fastakúnna og svo spyrst þetta út en eins og er sé hún ekki til í að auglýsa þetta. Karl- menn eru líka að hennar sögn tölu- vert viðkvæmari en konur því þeir kvarti mun meira í brasilísku vaxi en konurnar geri, í það minnsta heyrist fjórfalt meira í þeim. Skiptir ekki máli hvort kynið kemur í vax Rósa á snyrtistofunni Neglur og list, einni af fáum stofum sem býð- ur upp á þessa þjónustu, segir það vera að færast í aukana að karl- menn komi í brasilískt vax. „Ég get ekki svarað fyrir alla en ég veit að margar stofur vilja ekki vinna á karlmönnum á þessu svæði en fyrir mér eru þetta bara hár sem þarf að fjarlægja, skiptir ekki máli hvar á líkamanum það er eða hvort kynið er um að ræða,“ segir Rósa. Hún segir það líka algengt að það sé komið með stráka til þeirra sem verið sé að steggja og þá sé viðkom- andi ekki alltaf til í að láta verða af þessu en í flestum tilfellum séu þeir sem komi að sjálfsögðu að koma því þeir vilji það sjálfir. Rósa segir líka ástæður fyrir vaxinu vera mis- jafnar: „Stundum eru karlmenn að koma af því þeim finnst þægilegt að vera lausir við hárin og finnst þetta bara einfaldlega hreinlegra og betra. Svo eru líka margir hlauparar sem koma til okkar því oft koma sár undan hárunum á þeim sem hlaupa mikið.“ Vel vaxaður Sumir ganga enn lengra með þetta og fara í brasilískt vax. Brasilískt vax Karlmenn eru í auknum mæli farnir að skella sér í vax. IKEA á flug- velli í París Nú geta ferðamenn sem eiga leið um Charles de Gaulle-flug- völlinn í París kost á því að skoða VIP-stofu IKEA. IKEA hef- ur sett upp þessa stofu tímabundið og verður hún opin til 15. ágúst næstkomandi. Far- þegar sem eiga leið um flug- stöðina eru hvattir til að eyða tímanum í VIP-stofunni og er allt til alls þar. Það er hægt að leggjast í rúm eða sófa, horfa á sjónvarpið eða lesa. Eins og allir vita getur maður þurft að bíða lengi á flugvöllum og þá er æðislegt að geta látið fara vel um sig. Það eru níu her- bergi í stofunni og eitt af þeim er aðgengilegt fyrir fatlaða, svo er einnig 50 fermetra ókeypis leik- aðstaða fyrir börn. NoseBuddy Einungis er notuð blanda af kranavatni og salti. Silfurhreinsir Það finnst fæstum gaman að pússa silfurbúnað og skartgripi. Það er hægt að hreinsa silfur- skart á mjög einfaldan máta heima – án þess að kaupa rán- dýran fægilög. Þú byrjar á því að setja ál- pappír í botninn á potti. Svo blandar þú saman 1/4 bolla af matarsóda, 2 teskeiðum af salti og 1 desílítra af sjóðandi vatni og hellir ofan í pottinn. Settu silfurskartið ofan í pott- inn og settu lokið á. Bíddu í nokkrar sekúndur og þá á silfrið að vera orðið fínt. Skolið með köldu vatni. Sundsporður Nú getur þú keypt þér sporð til að synda með. Hann er gerður í mörgum litum og allir sem kunna að synda geta notað hann. Þeir eru hannaðir af fyrir- tækinu 3-Fins og eru ekki fram- leiddir sem búningar heldur til að hjálpa þér við að synda. Þeir eru úr hágæða, endingar- góðu efni sem hentar í sund- laugar, vötn og sjó úti um allan heim. Með sporðinum kynnist þú nýjum víddum hvað varðar sund og nærð hraða sem þig óraði ekki fyrir að hægt væri að ná í sundi. Það eru margar stúlk- ur sem væru alveg til í að eiga svona eða í það minnsta að prófa þetta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.