Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2012, Blaðsíða 40
40 Lífsstíll 20.–22. júlí 2012 Helgarblað
PEPSI-DEILD KVENNA
Mánudagur 23. júlí
18:30 Þór/KA - KR
Þriðjudagur 24. júlí
18:00 ÍBV - FH
19:15 Stjarnan - Fylkir
19:15 Afturelding - Breiðablik
19:15 Selfoss - Valur
Allir á völlinn!
PEPSI-DEILD KARLA
Laugardagur 21. júlí
16:00
Sunnudagur 22. júlí
16:00
19:15
19:15
19:15
19:15
Stjarnan - KR
ÍBV - Selfoss
Grindavík - FH
Keflavík - Fylkir
Valur - Fram
ÍA - Breiðablik
V
E
R
T
Þ
að vilja allir hafa hvítar
tennur og heillandi bros
en það er eðlilegt að litur
tanna breytist með tíman-
um þar sem matur og drykk-
ur litar þær. Það má fá þær hvíttað-
ar á nokkrum stöðum á Íslandi og
má þar nefna lasermeðferð á þar til
gerðum stofum. Þó geta komið upp
þær aðstæður að maður vill fá hvítari
tennur strax, og á síðu Total Beauty
eru ráðleggingar nokkurra tann-
lækna um hvernig má fara að því.
1 Fáðu þér vodkaskot Þetta andfýluráð hefur þú
væntanlega aldrei heyrt um eða prófað
áður. Fáðu þér kokteil með vodka, en
það er bakteríudrepandi og eyðir
því þeim bakteríum sem orsaka
andfýluna. Passaðu þig bara á
því að drekka það ekki í mjög
sykruðum drykk því sykurinn
gefur sömu bakteríum auka
kraft.
2 Vertu með rauðan varalit (með bláum
undirtón)
Þetta ráð er sérstaklega
skemmtilegt fyrir þær sem
eru hrifnar af rauðum varalit.
Veldu rauðan varalit með
bláum undirtón en þessi blanda
mun láta tennurnar virka mun hvítari en
þær eru í raun og veru, er haft eftir Gregg
Lituchy, tannlækni í New York. Blái
liturinn er kaldur litur andstætt hlýjum
tónum guls og appelsínuguls. Ef þú ert
með bláan tón á vörunum dregur hann
úr gula litnum á tönnunum og þær virð-
ast hvítari. Aftur á móti verða þær gular
ef þú ert með appelsínugulan varalit.
3 Settu á þig sólarpúður
Hér er annað snyrti-
vöruráð sem gerir
tennur þínar hvítari á
að líta. „Þegar þú setur
það á þig verða andstæð-
ur á milli húðlitar og tanna meiri.
Passaðu að velja púður sem er
matt og berðu það á þig eins og
þú sért að teikna tölustafinn 3,
frá gagnauga, niður að kinnbein-
um og loks niður í átt að hökunni.“
4 Berðu vaselín á tennurnarÞetta hljómar kannski ekki vel
en þetta alhliða krem verndar tennur
þínar gegn óæskilegum lit.
Settu þunnt lag af vaselíni
yfir tennurnar og það mun
koma í veg fyrir að matur
og drykkir liti tennurnar.
Þetta getur verið svolítið
óþægilegt en þetta er þess
virði.
5 Borðaðu jarðarber í eftirmat
Tannlæknar hvetja okkur til að
bursta helst tennur eftir hverja
máltíð en stundum leyfa að-
stæður það ekki. Þá höfum við hinn
ljúffenga valkost; jarðarber. Þessi rauði
ávöxtur inniheldur mikið af fólínsýru
sem hreinsar tennurnar á náttúru-
legan máta, að sögn Irwins Smigel
tannlæknis. Hann bendir á að við
getum jafnvel maukað jarðarber,
bætt út í maukið smá matarsóda
og burstað tennurnar með því og gert
þær hvítari.
6 Fáðu þér ost með víninu
Við vitum að kaffi,
gos og rauðvín lita
tennurnar. Færri vita
kannski að hvítvín er
alveg jafn mikill skað-
valdur í þeim efnum
og litar í raun meira
en rauðvín. Ástæð-
an fyrir því er að
í hvítvíni er meiri
sýra en í rauðvíni.
Samkvæmt tann-
lækninum Lauru Torrado þá brýtur sýran
niður kalkið í tönnunum sem gerir þær
skörðóttari og þar með móttækilegri
fyrir lit. Við ættum því að halda okkur í
rauðvíninu og fá okkur ostbita með en
Torrado segir að kalkið í ostinum myndi
filmu yfir tönnunum sem verndar þær
gegn sýrunni í víninu.
n Nokkur einföld og ódýr ráð til að fá hvítar tennur
Svona hvíttar
þú tennurnar á
skömmum tíma
Hvítt bros
Flestum þykir
hvítar tennur
fallegri