Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2012, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2012, Blaðsíða 35
Afþreying 35Helgarblað 20.–22. júlí 2012 Sakamál 28 er lágmarksfjöldi bandaríska raðmorðingjans Dean Corll. Dean hafði sér til fulltingis tvo táningsdrengi, David Owen Brooks og Elmer Wayne Henley, og á árunum 1970 til 1973 féllu 28 unglingsstrákar og ungir menn fyrir hendi þeirra. Reyndar voru hjálparhellur Dean aðallega til þess hugsaðar að aðstoða hann við að nema fórnarlömbin á brott. Þann 8. ágúst, 1973, var Dean skotinn til bana af öðrum tvímenninganna og sama dag gerði Henley sér ferð til lögreglunnar og upplýsti hana um ódæði tríósins.U m s j ó n : K o l b e i n n Þ o r s t e i n s s o n k o l b e i n n @ d v . i s C arol Park hvarf af yfirborði jarðar 17. júlí 1976, og sást ekki framar á lífi. Tuttugu og einu ári síðar fundu áhuga- kafarar líkamsleifar hennar á botni Coniston-vatns í Kumbara- landi á Englandi og skömmu síð- ar var eiginmaður hennar, Gordon, handtekinn, grunaður um morðið. Þó fór svo að kærur á hendur hon- um voru felldar niður, en ekki er sagan öll, því 2004 var hann hand- tekinn á ný. Það er margt á huldu um morðið, en þó ljóst að Carol var myrt með þungu höggi í andlitið og talið er að ísöxi hafi verið beitt. Síðan var hún bundin með reipi í fósturstell- ingu og voru hnútarnir ekki af ein- faldari gerðinni. Síðar kom í ljós að hnútarnir voru af sama toga og fund- ust á reipum í bát Gordons. Við lík- ið var fest grjót og blýrör og því síð- an fleygt í Coniston-vatn. Carol hafði verið í náttfötum einum fata þegar hún var myrt. Fyrir tilviljun lenti líkið á syllu sem varð til þess að það fannst. Ef það hefði lent aðeins utar hefði það sennilega aldrei fundist. Glímdi við þunglyndi Fyrir hvarfið hafði Carol glímt við þunglyndi, að sögn vina hennar. Hún var ættleidd og hafði haft á orði að hún hygðist finna líffræði- lega foreldra sína. Gordon fullyrti að Carol hefði yfirgefið hann fyr- ir annan mann og það hefði ver- ið ástæða þess að hann beið í sex vikur með að tilkynna hvarf henn- ar. Í raun var frásögn Gordons ekki ótrúleg í ljósi þess að hjónin höfðu glímt við erfiðleika og Carol hafði farið af heimili þeirra í Leece í tvígang. Það var ekki fyrr en Carol mætti ekki til vinnu á haustmánuðum sem tvær grímur runnu á Gordon, að eigin sögn, og hann tilkynnti um hvarf hennar. Daginn sem Carol hvarf hafði fjölskyldan ætlað að fara til Black- pool og eyða deginum þar, en Carol hafði hætt við og borið við vanlíð- an. Gordon fullyrti að hann hefði hefði komið heim í mannlaust hús - og hafði skilið giftingarhringinn eftir. Eftir að Gordon hafði tilkynnt um hvarf Carol tjáði lögreglan honum að hann yrði efstur á lista grunaðra ef lík hennar fyndist ein- hvern tímann. Slapp tímabundið Þegar tíðindi bárust af líkfundinum voru Gordon og þriðja eiginkona hans, Jenny, á hjólreiðaferðalagi í Frakklandi. Þau komu heim til Eng- lands 24. ágúst 1997, og var Gordon handtekinn með það sama og ákærð- ur. Tveimur vikum síðar var honum sleppt úr varðhaldi gegn tryggingu og í ársbyrjun 1998 var fallið frá ákær- um á hendur honum, vegna skorts á sönnunargögnum. En það var skammgóður verm- ir, þannig séð, því Gordon var hand- tekinn á ný um miðjan janúar 2004 á grundvelli nýrra vísbendinga. Um var að ræða framburð Micha- els nokkurs Wainwright sem hafði setið í sama klefa og Gordon þann stutta tíma sem hann hafði verið í varðhaldi árið 1997. Í kjölfarið hafði lögreglan kannað betur svæðið þar sem lík Carol hafði fundist og rek- ið augun í grjót sem átti ekki heima þar, en samsvaraði grjóti sem var að finna í grjóthleðslu heimilis Carol og Gordons. Sönnunargögn vegin og metin Réttarhöldin yfir Gordon Park fóru fram í Manchester og vörðu í tvo og hálfan mánuð. Í reynd var ekki að finna nokkuð eitt sönnunargagn sem benti til ótvíræðrar sektar Gordons, en saksóknari benti á að ef fyrirliggj- andi sönnunargögn væru skoðuð í samhengi við hvert annað þá léki ekki vafi á sekt Gordons – að „leynd- ur elskhugi“ kæmi hvergi við sögu. Í reynd byggði málflutning- ur ákæruvaldsins á óbeinum vís- bendingum og kviðdómurum gert að vega og meta hnúta, reipi, grjót og ísöxi – sönnunargögn sem öll bentu til sektar Gordons Park. Einnig var horft til frásagnar áð- urnefnds Wainwrights og annars klefafélaga Gordons frá fyrri tíð. Við réttarhöldin kom fram að Gordon hefði í upphafi reynt að kyrkja Carol en hún hefði barist kröftuglega á móti. Þá hafi hann gripið til ísaxarinnar og barið Carol með allmiklu afli, í tvígang, í andlitið. Eftir að hafa losað sig við líkið snéri Gordon sér að sínu daglega lífi. Málalyktir urðu þær að Gordon Park var dæmdur til lífstíðarfangelsi með fyrsta möguleika á reynslulausn að lokinni 15 ára afplánun og hafði dómari á orði að dómurinn tæki mið af þeim hryllilega máta sem Gordon hafði notað til að fela líkið. Dómnum var að sjálfsögðu áfrýj- að eins oft og hægt var og Gordon átti fjölda stuðningsmanna sem sannfærðir voru um sakleysi hans. En allt kom fyrir ekki. Þann 25. janúar, 2010, á 66. afmæl- isdegi Gordons komu verðir að hon- um meðvitundarlausum í klefa sín- um; hann hafði hengt sig. Hann var úrskurðaður látinn skömmu síðar. n Gordon Park var dæmdur fyrir morð á eiginkonu sinni sloppinn „Við réttarhöldin kom fram að Gordon hefði í upphafi reynt að kyrkja Carol en hún hefði barist kröftug- lega á móti. næstum Carol Park Líkamsleifar hennar fundust fyrir tilvilj-un 21 ári eftir að hún hvarf. Gordon Park Svipti sig lífi í fangelsi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.