Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2012, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2012, Blaðsíða 31
Viðtal 31Helgarblað 20.–22. júlí 2012 „Fer mér ekki að vera stillt og sæt“ asta manneskja sem ég veit um.“ Hefndist fyrir pungleysið Þrátt fyrir ungan aldur og tiltölu- lega stuttan feril í útvarpi hefur Erla eignast dyggan hlustenda- hóp. Hún skoraði til að mynda hátt í könnun DV á vinsælasta út- varpsfólkinu. Hún viðurkennir að útvarpið hafi hér áður fyrr verið karllægt umhverfi en segist ekki finna fyrir því að vera ung kona í geiranum. „Jafnréttis baráttan hefur verið mér hugleikin frá því ég man eftir mér enda er ég fædd 8. mars, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Í útvarpinu hafa gamlir fréttarefir lengi ráðið ríkjum en þetta er breytt í dag og kynjahlut- fallið er allt annað en það var áður fyrr. Eflaust reka konur sig ein- hvers staðar samt ennþá í glerþak- ið – en á Rás 1, þar sem ég starfa, er ástandið gott. Hér er kvenkyns yfir maður og ég held að ég verði að fá að hrósa rásinni fyrir að leyfa röddum kynjanna að heyrast jafn hátt. Ég hef bara góða reynslu og þótt ég sé ung og ljóshærð hefur mér alltaf verið tekið fagnandi hér innan dyra. Ég hef aldrei mætt neinu, hvorki andspyrnu né for- dómum, en vissulega veit ég að það er glerþak á fjölmiðlum þegar konur eru annars vegar. Ég hef ekki rekið mig í það enn sem kom- ið er. Hins vegar kynntist ég því í bankaheiminum. Sá heimur var ofboðslega karllægur. Þar hefndist mér fyrir að vera ekki með pung. Þar réðu testósterón og karllæg viðhorf algjörlega. Enda dreif þessi karlmennska þetta allt saman áfram.“ Hún segir það hafa verið lær- dómsríkt að hafa verið inni í miðju hringiðunnar þegar allt hrundi. „Ég tók þetta samt ekki eins nærri mér og margir sem ég þekki úr bankageiranum. Maður heyrði af mörgum sem voru hreinlega í sorg – eins og þeir væru að syrgja látinn félaga þegar hrunið varð. Ég upp- lifði þetta ekki þannig. Auðvitað var þetta mjög leiðinlegt en mér leið ekki eins og ég væri að syrgja,“ segir hún og bætir aðspurð við að hún sé nokkuð bjartsýn á fram- tíð Íslands. „Við Íslendingar erum ótrúlega atorkusöm og dugleg að bjarga okkur. Það kom bersýnilega í ljós við þetta hrun – hvað við vor- um snögg að rífa okkur upp. Ég held að það hafi enginn áhuga á að líta alltaf í baksýnis- spegilinn. Þó það sé lærdómsríkt, til að minna okkur á það sem gerð- ist. En leiðin liggur fram á við.“ Mamma gift konu Erla er hávaxin og glæsileg kona og þegar hún var aðeins 14 ára starfaði hún sem fyrirsæta á Ítalíu. „Ég varð fljótt algjör himnalengja. Mamma kom með mér til Ítalíu og þar dvöldum við eitt sumarið. Það var alveg mögnuð lífsreynsla. Mamma beið á næsta kaffihúsi og las blöðin á meðan ég mætti í við- töl til að sýna möppuna mína og fylgdist með þegar ég var í mynda- tökum. Þetta var ótrúlega góður tími fyrir okkur mæðgurnar sem gerði okkur kleift að kynnast á nýj- an hátt.“ Hún segir að fyrirsætu- bransinn hafi ekki átt við hana en að þessi tími hafi verið mikið ævin- týri. „Ég hef ekkert á móti þessum bransa og mæli algjörlega með því að stelpur fari og prófi. Þær verða hins vegar að vera með bein í nef- inu og passa að láta ekki undan þessum útlitskröfum. Þær verða að standa í lappirnar og standa með sjálfum sér. Ef þær gera það – þá komast þær langt. Það þýðir ekkert að vera eins og lauf í vindi því þetta er harður heimur. Ástæðan fyrir því að ég fann mig ekki í þessum heimi var sú að það fer mér ekki að vera stillt og sæt. Þessi heimur hentaði mér ekki.“ Eins og áður sagði kom mamma Erlu út úr skápnum á fullorðins- aldri. „Ég var sjálf orðin fullorðin og þetta var eiginlega bara hið besta mál. Auðvitað þurfti maður tíma til að aðlagast breyttum að- stæðum. Allt í einu breyttist fram- tíðin, því ég myndi ekki lengur fara með börnin mín til ömmu og afa heldur til mömmu og konunnar hennar og pabba og konunnar hans. Það var eitt að foreldrar mínir skyldu skilja en að mamma skyldi svo giftast konu – maður þurfti al- veg að aðlagast því. Þetta var samt ekkert sjokk í sjálfu sér en það tók tíma að laga sig að hugmyndinni. Mestu máli skiptir að foreldrar manns séu hamingjusamir og þá skiptir ekki máli hvort þau séu það með karli eða konu. Margir af mínum bestu vinum eru samkynhneigðir svo ég er mjög frjálslynd þegar kemur að þessu öllu saman,“ segir hún og bætir við að þær mæðgur séu afar góðar vin- konur. „Við heyrumst oft á dag. Ég er líka ofsalega náin pabba. Hann er einn af mínum bestu vinum. Ég heyri í þeim báðum mörgum sinn- um á dag. Ég er reyndar ofsalega fjöl- skyldurækin og legg mikla áherslu á að vera í góðu sambandi við fólk- ið mitt,“ segir hún og játar því þegar hún er spurð hvort hana sé farið að langa í eigin fjölskyldu. „Það er næst á dagskrá – að kynnast ein- hverjum,“ segir hún hlæjandi og hugsar sig um þegar hún er spurð út í drauma prinsinn. „Greind heillar mig mikið. Greindir menn með húmor. Svo sakar ekki ef þeir eru hávaxnir og dökkhærðir.“ Gömul sál og náttúrubarn Það fer ekki milli mála hjá þeim sem hlusta á þætti Erlu að hún hefur gaman að vinnunni en lestur góðra bóka eru á meðal annarra áhugamála hennar. „Svo finnst mér ég eiga sjúklega skemmtilega vini og reyni að hitta þá eins oft og ég get. Annars er ég svolítill vinnu- sjúklingur. Ef ég er ekki að vinna reyni ég að hitti vini og fjölskyldu, njóta náttúrunnar eða lesa góða bók. Ég er ein af þeim sem er alltaf haldin samviskubiti yfir því að fara ekki í ræktina. Ég þarf virkilega að fara taka mig á. Eins og mér finnst yndislegt að stunda jóga og hjóla þá finnst mér tækjasalurinn leiðin- legur og dreg lappirnar þangað inn. En sumir hlutir eru bara leiðinlegir. Mér líður bara alltaf eins og hamstri á hjóli í þessum blessaða tækjasal og finnst best að fara með vinkonu svo ég geti blaðrað á meðan ég hleyp,“ segir hún og bætir við að það sem geri hana hamingjusama sé notalegur tími með fólkinu sínu. „Yndisleg kvöldstund með góðum vini eða vinkonu, góð stund með systkin- um mínum og gott spjall við ömmu og afa. Það að fólkinu mínu líði vel gerir mig mjög hamingjusama. Ég er líkast til gömul sál. Ég var alltaf að drífa mig að verða fullorðin. Lá mikið á enda leit ég út eins og ég væri þrítug þegar ég var tólf ára. Fermingarmyndirnar mínar sanna það“ segir Erla og hlær. Erla segist einnig kíkja út á lífið af og til. „Ég stunda næturlífið í törnum en undanfarið hef ég verið mikið náttúrubarn. Ég var til dæmis að koma frá Gjögri norð- ur á Ströndum. Þar var amma alin upp, ásamt 11 systkinum sínum og þar stendur tíminn í stað. Þar sátum við og hlustuðum á gömlu gufuna og gæddum okkur á klein- um og randalínum sem voru á boðstólum. Sannkölluð paradís á jörðu – eina áreitið var kríugargið og sjávarniðurinn. Þaðan kom ég hlaðin orku til baka.“ indiana@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.