Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2012, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2012, Blaðsíða 48
48 Afþreying 20.–22. júlí Helgarblað Danssjónvarpstilfinningaklám n Spólaðu yfir viðtölin og aukaefnið S o You Think You Can Dance er danskeppni sem all­ ir geta tekið þátt í. Gæðin í fyrstu þátt­ um hverrar þáttaraðar eru dálítið eftir því; fullt af rusli en gullmolar inn á milli. Mér finnst langskemmtilegast að horfa á þessa fyrstu þætti því jú, það er gaman að hlæja að öðru fólki. Þegar lengra í þáttaröðina er komið kem­ ur hins vegar í ljós hvað þættirnir geta oft og tíðum verið lélegir. Bandarískt sjónvarpstil­ finningaklám virðist vera það eina sem kemur frá stóru sjónvarpsstöðvunum vestan­ hafs og er So You Think You Can Dance engin undan­ tekning. Þó að vissulega séu í þáttunum afbragðsdansar­ ar, sem margir hverjir hafa náð langt í dansi fyrir utan raunveruleikasjónvarpsferil sinn, snýst þátturinn engan veginn um að finna besta eða hæfileikaríkasta dansar­ ann. Eftir nokkrar þáttaraðir af dansraunveruleikaþættin­ um er nokkuð ljóst að til þess að vekja athygli þarf þrennt: Að geta lyft fætinum upp fyr­ ir höfuð, að geta snúið sér í fimm hringi og að hafa lent í einhverju átakanlegu ein­ hvern tímann á lífsleiðinni. Það er orðið hrikalega leiðinlegt að horfa á tilfinn­ ingaklám í staðinn fyrir að horfa á flotta dansara með flott dansatriði. Það sem ég mæli með er að þeir sem eiga gamaldags VHS­mynd­ bandstæki taki upp þátt­ inn, spóli svo yfir viðtölin og aukaefnið í þættinum og ein­ beiti sér að því horfa á flott dansatriði. Nú eða bara að bíða eftir, og horfa á, næstu þáttaröð af Dans, dans, dans. Sjónvarpsdagskrá Föstudagur 20. júlí Stöð 2RÚV SkjárEinn Stöð 2 Sport dv.is/gulapressan Fjórir plús fjórir Vinsælast í sjónvarpinu 9.–15. júlí Dagskrárliður Dagur Áhorf í % 1. Helgarsport Sunnudagur 24,7 Stöð 2 2. Glæpahneigð Fimmtudagur 22,8 RÚV 3. Veðurfréttir Vikan 20,9 RÚV 4. Fréttir Vikan 20,7 RÚV 5. Sigdalurinn mikli - Frá tökustað Mánudagur 20,2 RÚV 6. Sigdalurinn mikli - Hjarta Afríku Mánudagur 19,3 RÚV 7. Tíufréttir Vikan 19,3 RÚV 8. Jötuninn ógurlegi Laugardagur 18,9 RÚV 9. Liðsaukinn Mánudagur 18,4 RÚV 10. Flikk - flakk Fimmtudagur 18,1 RÚV 11. Hafinn yfir grun Þriðjudagur 18 RÚV 12. Fréttir Stöðvar 2 Vikan 16,1 Stöð 2 13. Lottó Laugardagur 15 Stöð 2 14. Ísland í dag Vikan 13,8 Stöð 2 15. Evrópski draumurinn Föstudagur 10,7 Stöð 2 HeimilD: CapaCent Gallup Opna skoska - Bragi brillerar Íslenskir skákmenn héldu fyrr í mánuðinum í skák- víking til Skotlands; teflt skyldi á Opna skoska meist- aramótinu. Íslendingar hafa nokkuð sótt þetta mót síðustu árin, oft með prýðisárangri. Þannig náði Guðmundur Kjartansson stórmeistaraáfanga á mótinu fyrir nokkrum árum. Guðmundur heldur nú til í Suður-Ameríku og teflir þar annars lagið. Til Skotlands fóru tveir af okkar bestu skákmönn- um sem og nokkrir ungir og efnilegir. Hjörvar Steinn Grétarsson og Bragi Þorfinnsson voru í topp- baráttunni allan tímann. Mættust þeir innbyrðis í seinni hluta móts- ins og tefldu æsilega og flókna skák sem endaði með jafntefli. Mótið var níu umferðir. Fyrir síðustu umferðina var Bragi Þorfinnsson í efsta sæti. Fékk hann snemma jafnteflisboð í síðustu umferðinni frá sterkum stórmeistara sem hann og þáði – og tryggði sér þannig sig- ur á mótinu ásamt tveimur öðrum keppendum. Fékk Bragi að laun- um ágætis skilding. Flestallir íslensku keppendurnir stóðu sig vel á mótinu – og er svona mót ekki síður mikilvægt í reynslubankann. Árangur Braga á mótinu var glæsilegur. Hann tefldi mjög örugg- lega og tapaði ekki skák, ekki frekar en í Landsliðsflokknum í maí. Bragi hefur því farið í gegnum tvö sterk mót í röð, mætt fjöldanum öllum af titilhöfum og ekki tapað skák! Slíkt er merki um mikið öryggi í taflmenskunni og ljóst að piltur er að uppskera afrakstur mikilla stúderinga á síðustu árum. Einnig er aðdáunarvert að hann haldi áfram í baráttunni að stórmeistaratitlinum, en hann hefur alloft rétt misst af áfanga í síðustu umferðunum. Eyðimerkurganga fjórmenn- ingaklíkunnar fyrri part níunda áratugarins skal höfð í huga í þessu samhengi; og ljóst að skákin er harður skóli. En það veit Bragi og heldur ótrauður áfram. dv.is/blogg/skaklandid Stefán Bergsson skrifar Skáklandið Fram til sigurs Bjarni Þorfinnsson! 16.20 Gaukur Dagskrá um Ólaf Gauk Þórhallsson, einn helsta brautryðjanda dægurtónlistar á Íslandi. Hann var gítarleikari, útsetjari og hljómsveitarstjóri en jafnframt mikilvirkur laga- og textahöfundur. Leitað er fanga í safni Sjónvarpsins. Fjölmargir tónlistarmenn auk hans sjálfs flytja tónlist hans og texta auk þess sem sýnd eru brot úr viðtals- þáttum. Umsjón og dagskrár- gerð: Andrés Indriðason. Textað á síðu 888 í Textavarpi. (e) 17.20 leó (37:52) (Leon) 17.23 Snillingarnir (52:54) (Little Einsteins) 17.50 Galdrakrakkar (59:59) (Wiz- ard of Waverly Place) Bandarísk þáttaröð um göldrótt systkini í New York. Meðal leikenda eru Selena Gomez, David Henrie, Jake T. Austin, Maria Canals- Barrera, David DeLuise og Jennifer Stone. 18.15 táknmálsfréttir 18.25 Barnasöngvakeppnin (Vejen til MGP) Danskur þáttur um söngvakeppni barna. 19.00 Fréttir 19.30 Veðurfréttir 19.35 popppunktur (3:8) (Auglýs- ingarstofur - Lífsskoðunar- menn) Dr. Gunni og Felix Bergs- son stjórna spurningakeppni starfsgreina. Í þessum þætti keppa auglýsingarstofur við lífs- skoðunarmenn. Stjórn upptöku: Benedikt N.A. Ketilsson. Textað á síðu 888 í Textavarpi. 20.40 Hollywood-hundur með hvolpa (Beverly Hills Chihu- ahua II) Ofdekraður smáhundur í Hollywood eignast hvolpa. Leikstjóri er Alex Zamm. Banda- rísk fjölskyldumynd frá 2011. 22.05 Barnaby ræður gátuna – maðkur í mysunni 7,9 (Midsomer Murders: Days of Misrule) Bresk sakamálamynd byggð á sögu eftir Caroline Graham þar sem Barnaby lög- reglufulltrúi glímir við dularfull morð í ensku þorpi. Meðal leikenda eru John Nettles og Jason Hughes. 23.40 Ókunna konan 6,7 (The Dead Girl) Lík ungrar konu finnst og eftir því sem vísbendingum um hana fjölgar fer að skarast líf fólks sem virtist áður ótengt. Leikstjóri er Karen Moncrieff og meðal leikenda eru Toni Collette, Brittany Murphy, Giovanni Ribisi og Marcia Gay Harden. Bandarísk bíómynd frá 2006. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. (e) 01.10 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 07:00 Barnatími Stöðvar 2 07:25 Gulla og grænjaxlarnir 07:35 Barnatími Stöðvar 2 08:45 malcolm in the middle (15:16) 09:10 Bold and the Beautiful 09:30 Doctors (104:175) 10:10 Sjálfstætt fólk (10:30) 10:50 the Glades (11:13) 11:40 Cougar town (5:22) 12:05 Kalli Berndsen - Í nýju ljósi (7:10) 12:35 nágrannar 14:35 the Cleveland Show (11:21) 15:00 tricky tV (6:23) 15:25 Sorry i’ve Got no Head 15:55 Barnatími Stöðvar 2 17:05 Bold and the Beautiful 17:30 nágrannar 17:55 Simpson-fjölskyldan (2:22) 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:47 Íþróttir 18:54 Ísland í dag 19:06 Veður 19:15 american Dad (6:19) 19:40 Simpson-fjölskyldan 8,8 (18:22) 20:05 evrópski draumurinn (4:6) Hörkuspennandi og skemmtilegur þáttur um tvö lið sem þeysast um Evrópu þvera og endilanga í kapplaupi við tímann og freista þess að leysa þrautir og safna stigum. Liðin eru mönnuð þeim Audda og Steinda annars vegar og Sveppa og Pétri Jóhanni hins vegar. 20:40 So You think You Can Dance (7:15) Stærsta danskeppni í heimi snýr aftur níunda sinn og hefur þátttakan aldrei verið meiri og aldrei fyrr hafi jafn margir hæfileikaríkir dansarar skráð sig. Þátttakendur eru líka skrautlegri en nokkru sinni. Að loknum prufunum er komið að niðurskurðarþætti í Las Vegas. 22:05 Rush Hour 6,8 (Á fullri ferð) Hörkuspennandi mynd þar sem Jackie Chan og Chris Tucker stilla saman strengi sína. Rannsóknarlögreglumaðurinn Lee, einn besti lögreglumaður í Hong Kong, er sendur til Bandaríkjanna til að rannsaka mannrán en dóttur besta vinar hans var rænt. Maltin gefur þrjár stjörnur. 23:45 american pie: the Book of love (Amerísk baka og bók ástarinnar) Ærslafull gamanmynd um þrjár ungar jómfrúr sem treysta á gamla Biblíu af bókasafni skólans til að leiðbeina sér um hvernig sé best að missa meydóminn. 01:15 Julia Spennumynd með Tildu Swinton í aðalhlutverki og fjallar um konu sem ferðast um landið og reynir að svíkja pen- inga út úr fólki með því að nota ungan dreng sem tálbeitu. 03:35 a Christmas Carol (Jólasaga) 05:10 Cougar town (5:22) 05:35 Fréttir og Ísland í dag 06:00 pepsi maX tónlist 08:00 Rachael Ray (e) 08:45 pepsi maX tónlist 16:25 Hæfileikakeppni Íslands (5:6) (e) Í þætti kvöldsins verður litð um öxl, eftirminnilega augnablik rifjuð upp ásamt því sem skyggnst verður á bakvið tjöldin. 17:15 Rachael Ray 18:00 One tree Hill (1:13) (e) Vinsæl bandarísk þáttaröð um ungmennin í Tree Hill sem nú eru vaxin úr grasi. Mikið hefur gengið á undanfarin ár en þetta er síðasta þáttaröðin um vinahópinn síunga. Lífið leikur við pörin tvö sem eru að venjast foreldrahlutverkinu. En gömul andlit úr fyrri þáttum mæta á svæðið sem geta sett allt úr skorðum. 18:50 america’s Funniest Home Videos (16:48) (e) Bráð- skemmtilegur fjölskylduþáttur þar sem sýnd eru fyndin mynd- brot sem venjulegar fjölskyldur hafa fest á filmu. 19:15 Will & Grace (1:24) (e) Endur- sýningar frá upphafi á hinum frábæru gamanþáttum sem segja frá Will sem er samkyn- hneigður lögfræðingur og Grace sem er gagnkynhneigður innanhússarkitekt. 19:40 the Jonathan Ross Show (6:21) (e) Kjaftfori séntilmaður- inn Jonathan Ross er ókrýndur konungur spjallþáttanna í Bretlandi. Jonathan er langt í frá óumdeildur en í hverri viku fær hann til sín góða gesti. Í þessum sérstaka jólaþætti kíkir Tom Cruise meðal annarra í heimsókn. 20:30 minute to Win it 21:15 the Biggest loser (11:20) Bandarísk raunveruleika- þáttaröð um baráttu ólíkra einstaklinga við mittismálið í heimi skyndibita og ruslfæðis. 22:45 Ha? (22:27) (e) Íslenskur skemmtiþáttur með spurn- ingaívafi. Gestir kvöldsins að þessu sinni eru þeir Jóhannes Haukur Jóhannesson, Pétur Örn Guðmundsson og Atli Þór Albertsson 23:35 prime Suspect (12:13) (e) Bandarísk þáttaröð sem gerist á strætum New York borgar. Aðalhlutverk er í höndum Mariu Bello. Jane rannsakar dularfulla skotárás á meðan kraftar lögreglunnar fara í að komast til botns í nauðgun og morði á ungri konu. 00:20 the River 6,7 (5:8) (e) Hrollvekjandi þáttaröð um hóp fólks sem lendir í yfirnáttúruleg- um aðstæðum í Amazon. Magus skipið strandar og annað skip kemur til hjálpar, en áhöfn þess skips er mun hættulegri en hún lítur út fyrir. 01:10 Vexed (1:3) (e) Breskir saka- málaþættir sem fjalla um rann- sóknarlögreglumennina Kate og Jack. Þrjár einhleypar konur eru myrtar af því er virðist af handahófi en við nánari skoðun kemur í ljós að kreditkortanotk- un þeirra var afar keimlík. 02:10 Jimmy Kimmel (e) 02:55 Jimmy Kimmel (e) 03:40 pepsi maX tónlist 08:00 Formúla 1 - Æfingar (Þýska- land - Æfing 1) 12:00 Formúla 1 - Æfingar (Þýska- land - Æfing 2) 17:30 Sumarmótin 2012 (Símamótið) 18:20 pepsi deild kvenna (Stjarnan - Þór/KA) 20:10 Kraftasport 2012 (Grill- húsmótið) 20:40 michelle Wie á heimaslóðum 21:25 uFC live events (UFC 119) 19:30 the Doctors (162:175) 20:10 Friends (3:24) 20:35 modern Family (3:24) 21:00 Fréttir Stöðvar 2 21:25 Ísland í dag 21:45 masterchef uSa (9:20) 22:30 the Closer (11:21) 23:15 Fringe (5:22) 00:00 Rescue me (22:22) 00:45 evrópski draumurinn (4:6) 01:20 Friends (3:24) 01:45 modern Family (3:24) 02:10 the Doctors (162:175) 02:50 Fréttir Stöðvar 2 03:40 tónlistarmyndbönd frá nova tV Stöð 2 Extra 06:00 eSpn america 07:00 the Open Championship Official Film 2009 08:00 Opna breska meistaramótið 2012 (2:4) 19:00 Opna breska meistaramótið 2012 (2:4) 02:00 eSpn america SkjárGolf 20:00 Hrafnaþing Heimastjórnin 21:00 motoring Stígur keppnis veit ótrúlega margt um allann. 21:30 eldað með Holta Kristján Þór á endalausar uppskriftir. ÍNN 08:00 Who the #$&% is Jackson pollock 10:00 a Dog Year 12:00 ice age: Dawn of the Din- osaurs 14:00 Who the #$&% is Jackson pollock 16:00 a Dog Year 18:00 ice age: Dawn of the Din- osaurs 20:00 i love You phillip morris 6,7 22:00 King of California 00:00 Rising Sun 02:05 Festival express 04:00 King of California 06:00 i, Robot Stöð 2 Bíó 18:15 Bolton - man. City 20:00 1001 Goals 21:00 Heimur úrvalsdeildarinnar 21:30 arsenal - tottenham 23:15 Football legends (Patrick Kluivert) 23:40 pl Classic matches (Tottenham - Southampton, 1999) Hápunktarnir úr bestu og eftirminnilegustu leikjum úrvalsdeildarinnar. Stöð 2 Sport 2 Aðalsteinn Kjartansson adalsteinn@dv.is Pressupistill So you think you can dance
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.