Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2012, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2012, Blaðsíða 25
E nn og aftur fær Mogginn af- skrifaðar skuldir. Nú er staðan sú að 5,2 milljarðar af skuldum Árvakurs hafa flogið af herðum þess ágæta félags. Þetta merkir, að útgerðarmafíunni hafi með klækjum tekist að varpa skuld Moggans yfir á almenning. Jú, það gerist þannig að hinn almenni viðskiptavinur þarf á endanum að greiða það sem vinirn- ir í vildarklúbbi bankans kalla af- skriftir. Þetta er reyndar sama formúlan og sú sem fer í gang þegar afskrift- ir lenda beint á ríkissjóði: þá eru það skattgreiðendur sem greiða fyrir bruðl þeirra sem fengu stóru lánin. Að vísu lentu ekki allar skuldirnar í Ráninu á vesælum skattgreiðendum hér innanlands, því útlenskir bankar þurfa einnig að taka sinn skell. Engu að síður er það almenningur sem borgar brúsann þegar öllu er á botn- inn hvolft. Reyndar er það svo á Íslandi að vissir einstaklingar, félög og fyrir- tæki, geta, í skjóli bankaleyndar, fiff- að tölur til og gefið almenningi þá mynd að allt sé í gúddí fíling, þegar reyndin er sú að menn vaða aur uppí háls. Sko, þetta er gert þannig: Árvakur á Moggann og útgerðin á Árvakur. Mogginn tryggir útgerðinni fagra umfjöllun um kvótakónga og í staðinn tryggir útgerðin að Árvak- ur þurfi ekki að líða skort. Útgerðin á síðan aðild að banka sem lánar fé í þann rekstur sem Árvakur stundar. En þegar Árvakur er farinn að skulda mikið, þá þykir útgerðinni við hæfi að færa skuldirnar yfir á herðar al- mennings. Æ, þetta er svo einfalt! Og útgerðinni leyfist þetta í skjóli þess auðmagns sem við, almenningur í landinu, látum henni í té. Við leyf- um hinum háu herrum að gefa út- gerðinni 70 milljarða í hagnað á ár- inu sem núna er u.þ.b. hálfnað. Og þegar ríkisvaldið býðst til að gefa út- gerðinni ennþá meira af peningum – í formi aukinna aflaheimilda – þá er þakklætið svo rýrt í roði að kvóta- kóngar grenja einsog frekir krakkar og heimta meira og meira. Árvakur fær afskriftir svo Mogginn geti áfram haldið á lofti áróðri fyrir þá sem segjast eiga kvótann. Reyndar er það svo að við, al- menningur í landinu, getum breytt þessu öllu. Við getum t.d. gert þá kröfu að hér verði tekið upp það réttlæti sem okkur var lofað eftir Ránið. Í dag ættum við t.a.m. að gera þá kröfu að öll aukning fiskveiði- heimilda fari beint í útboð, jafnvel með þeim hætti að frændur okkar Færeyingar fengju að bjóða í ásamt okkar eigin kvótakóngum. Af leti vaxa langar neglur, og af græðgi sprettur gremjan mest. Stundum velti ég því fyrir mér, hvort auðvaldinu hafi nú þegar tekist að skapa hjá almenningi slíka hugar- deyfð að fólki þyki betra að halda kjafti en hrópa á hjálp. Það erum við, fólkið í landinu, sem ráðum því hvernig hlutum er hér háttað. Við getum breytt hér til batnaðar, með því að krefjast þess að stjórnkerfið verði stokkað upp. Við getum krafist réttlætis og við getum breytt böli í bjarta daga. Bankaleynd, gjafakvóti, afskriftir skulda auðmanna, einkavinavæðing, stöðuveitingar til vildarvina stjórn- málaflokka; öll spilling í stjórnsýsl- unni er þess eðlis að hana má upp- ræta ef vilji fólksins í landinu er til staðar. Víst hæfir okkur hugsun ný, við höfum ýmsu tapað; við byrjum nú að breyta því sem bölið hefur skapað. Spurningin Þetta er persónu- legt mál Ég er málaður upp sem vondur karl Engeyingurinn Einar Sveinsson er fluttur til Bretlands. – ViðskiptablaðiðSigurður Líndal lagaprófessor vegna greinar Freyju Haraldsdóttur. – DV.is „Ekki eins oft og ég ætti að gera. Ég æfði box hjá Mjölni og ætla að drífa mig aftur í það.“ David Smith 29 ára kokkur „Já, ég fer í líkamsrækt.“ Pétur Halldórsson 45 ára rafverktaki „Nei.“ Pétur Guðmundsson 36 ára grafískur hönnuður. „Já, ég hjóla daglega.“ Helga Bjarnadóttir 56 ára skrifstofumaður hjá hinu opinbera „Já, golf eins oft og ég get og hjóla nánast daglega.“ Hrafn Ásgeirsson 56 ára lögreglumaður Stundarðu reglu­ bundna hreyfingu? Umræða 25Helgarblað 20.–22. júlí 1 Hannes Smárason skilinn Athafnamaðurinn Hannes Smárason er skilinn við Unni Sigurðardóttur. 2 Dýpsta lægð sem sést hefur í júlí á leið til landsins Veður- fræðingur segir eina dýpstu lægð sem sést hafi yfir norðanverðu Atlantshafi stefna á landið. 3 75 manns deila sömu sturt­unni Ræstingafólk á Ólympíuleik- unum í Lundúnum kvartar undan aðbúnaði sínum. 4 Stiller sprellaði með versling­um Krakkar úr Verslunarskólanum hittu Ben Stiller á Lækjartorgi. 5 „Þetta gæti verið vendi­punktur fyrir sumarið á Íslandi“ Sigurður Þ. Ragnarsson um veðurbreytingarnar um helgina. 6 Vísindakirkjan sögð spennt fyrir óþekktri leikkonu handa Cruise Fjölmiðlar vestanhafs telja sig hafa fundið næstu konu fyrir Tom Cruise. 7 Engeyingur flytur til Bret­lands Engeyingurinn Einar Sveinsson er fluttur til Bretlands. Mest lesið á DV.is Skáldið skrifar Kristján Hreinsson Bankaleynd er bölið mesta Þjóðarmorð Þ jóðarmorð telst til eiginlegra alþjóðaglæpa og er kerfis- bundin útrýming þjóðar eða þjóðarbrots. Það er skilgreint sem refsiverður verknað- ur, framinn í þeim tilgangi að útrýma með öllu eða að hluta þjóð, þjóðern- ishópi, kynstofni eða trúarflokki, með því að drepa einstaklinga úr viðkom- andi hópi, skaða þá líkamlega eða andlega, þröngva viðkomandi hópi af ásetningi til þess að búa við lífsskil- yrði sem miða að eyðingu hópsins eða hluta hans, beita þvingunaraðgerðum sem miða að því að koma í veg fyrir fæðingar barna í hópnum eða flytja börn með valdi úr hópnum. Árið 1948 samþykkti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna að fordæma skyldi þjóðar- morð og að fyrir þau bæri að refsa. Undir lok 19. aldar stóð hið fyrr- um glæsta Ottóman-veldi höllum fæti. Armenar innan þess höfðu lengi þráð sjálfstjórn og margir töldu að þeir gætu sóst eftir sjálfstæði með frek- ari veikingu Ottóman-veldisins. Árið 1894 gerðu Armenar uppreisn gegn Tyrkjum sem barin var niður af mik- illi hörku og í kjölfarið varð útskúfun hinna kristnu Armena að meðvitaðri pólitískri stefnu. Í kjölfarið voru tug- þúsundir Armena teknar af lífi vegna þjóðernis síns og trúarskoðana á árun- um 1894–1897. Tölum ber ekki saman; þær tyrknesku segja að um 20–30 þús- undir hafi týnt lífi en þær armensku að fórnarlömbin hafi verið nærri 300 þús- und. Þetta var þó aðeins forleikurinn. Ungtyrkir náðu völdum árið 1908 með stuðningi Armena enda börðust þeir gegn keisaranum og fyrir breytt- um stjórnarháttum. Fljótlega klofn- aði hópurinn þó og sá hluti sem vildi að Ottóman-veldið væri aðeins fyrir Tyrki og múslima, CUP, náði völd- um. Útrýma skyldi minnihlutahópum sem stóðu í vegi fyrir altyrknesku ríki. Í seinni heimsstyrjöldinni gafst færi til aðgerða sem miðuðu að því að fækka þeim í ríkinu. Opinberlega byggðust aðgerðirn- ar á brottflutningi hinna óæskilegu, ekki síst Armena sem hvorki voru tilbúnir til að gefa upp trú sína né menningu, til arabahéraðanna en hið raunverulega markmið var að drepa sem flesta. Aðgerðirnar fólu meðal annars í sér pyntingar og aftökur, auk þess sem fólkið var rekið fótgang- andi langar vegalengdir, um þúsund kílómetra leið, með þeim afleiðing- um að margir féllu í valinn. Algengt var að aldraðir og veikir væru drepnir á leiðinni því þeir hægðu á hópunum og líkin lágu meðfram vegum Anatól- íu mánuðum saman. Þeim sem lifðu var komið fyrir í stórum útrýmingar- búðum – fáir lifðu þá vist af. Fólk var einnig skilið eftir matar- og vatnslaust í eyðimörkinni. Ekki er vitað með vissu hve margir týndu lífi en talið er að tala þeirra liggi á bilinu 600.000– 1.500.000. Þrátt fyrir að þessir atburðir upp- fylli skilgreiningu Sameinuðu þjóð- anna frá 1948 á þjóðarmorði og hafi verið kallaðir fyrsta þjóðarmorð 20. aldar hefur það reynst Armenum erfitt að öðlast viðurkenningu alþjóðasam- félagsins á þeim sem slíkum. Vegur þar þyngst að Tyrkir hafa ekki viður- kennt atburðina sem þjóðarmorð, enn er viðvarandi ágreiningur á milli tyrknesku og armensku þjóðanna og auk þess hafa margar þjóðir ekki viljað styggja Tyrki. Þá hafa atburðirnir fall- ið í skuggann af þjóðarmorði nasista á gyðingum. Þó hafa um 20 þjóðir samþykkt ályktanir sem viðurkenna að þjóðar- morð hafi átt sér stað sem og mörg ríki Bandaríkjanna, Evrópuþingið, Evrópuráðið, og þá hefur atburðunum verið lýst sem þjóðarmorði í skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Þann 22. ágúst 1939 hélt Adolf Hitler ræðu fyrir herforingja sína áður en þýski herinn réðst inn í Pólland. Þar tiltók hann sérstaklega að þeir sem frömdu þjóðarmorðin á Armenum hefðu ekki verið dregnir til ábyrgð- ar – alþjóðasamfélagið lét það óátalið. Þar með gat hann réttlætt þann hryll- ing sem hann hugðist hrinda í fram- kvæmd á næstu árum Það er gríðarlega mikilvægt að heimsbyggðin viðurkenni þau voða- verk sem framin voru á armensku þjóðinni sem þjóðarmorð. Þótt langt sé um liðið var þetta glæp- ur gegn mannkyni – gegn okkur öll- um. Þau voðaverk sem framin eru í öllu hernaðarbrölti heimsins, í nú- tíð og framtíð byggja nefnilega á því sem áður hefur verið gert. Það er löngu tímabært að Ísland viðurkenni þjóðarmorð á Armenum 1915–17 og virði minningu fórnarlamba þessa glæps gegn mannkyni. „Þeim sem lifðu var komið fyrir í stórum útrým­ ingar búð um – fáir lifðu þá vist af Kjallari Margrét Tryggvadóttir Þetta er út í loftið Eiríkur Björn Björgvinsson um ástæðu uppsagnar Snorra í Betel. – Akureyri vikublað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.