Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2012, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2012, Blaðsíða 26
26 Viðtal 20.–22. júlí 2012 Helgarblað S taðreyndin er sú að það eru margir fullorðnir karlmenn þarna úti í læknadópi, glæp- um og annarri neyslu sem eru með ungar stelpur í eftir- dragi. Þeir vilja hafa þær sem viljalaus verkfæri. Sem þeir geta nýtt kynferðis- lega og á allan hátt sem þá lystir,“ segir Jóhannes Kr. Kristjánsson fréttamað- ur. Jóhannes missti dóttur sína, Sig- rúnu Mjöll, fyrir tveimur árum. Þá að- eins 17 ára gamla. Jóhannes kærði 29 ára gamlan mann sem hann telur að hafi sprautað dóttur sína þegar hún lést en saksóknari ákvað að kæra ekki í málinu. Jóhannes svipti hulunni af gríðar- legri notkun læknadóps á síðasta ári og var fyrir vikið valinn sjónvarps- maður ársins á Eddunni og tilnefndur til Blaðamannaverðlaunanna í flokki rannsóknarblaðamennsku. Hann segir nú tíma til kominn að svipta hulunni af þessum mönnum sem misnoti unglingsstúlkur og dæli í þær fíkniefnum. Jóhannes segir dóttur sína hafa verið eina af þessum stúlk- um en hann skrifar nú bók um hana, baráttu þeirra beggja við kerfið sem hann gagnrýnir harðlega og þennan myrka heim sem fæstir vilja vita af. En samfélagsmein verða ekki leyst í kyrr- þey, að mati Jóhannesar. Jóhannes segir það erfiðasta sem hann hafi gert að þurfa að afla sér gagna um dauða dóttur sinnar til þess að fá málið tekið upp aftur hjá ríkislögreglustjóra. Þar sem málið hafði fengið hinn ósýnilega stimpil „dópisti“ og verið afgreitt með flýti. Jóhannes segist enn ekki hafa tekist á við sorgina sem fylgdi andláti dóttur sinnar. Hann er ekki kominn þangað ennþá en hann veit. Veit að það versta í heiminum er að missa barnið sitt. Hent til hliðar „Þessir menn tæla þær til sín með eitur lyfjum, flottum fötum og hinu og þessu. Svo þegar þeir fá leið á þeim þá henda þeir þessum stelpum til hliðar,“ en Jóhannes þekkir þetta ekki bara í gegnum sorgarsögu dóttur sinn- ar heldur hefur hann rætt við fjöl- margar stúlkur við gerð bókarinnar og í tengslum við umfjöllun sína um læknadóp. Einnig aðila innan með- ferðargeirans sem hafa sagt honum sögur af þessum grimma veruleika. Jóhannes segir þetta samband eldri manna og ungra stúlkna eiga sér margar birtingarmyndir í þessum heimi en sé alltaf til staðar „Þessir menn, sumir steratröll, siðblindingjar og jafnvel langt leiddir fíklar, fara með þessar stelpur eins og klósettpappír.“ Það sé ekki óalgengt að stúlkur byrji að umgangast eldri drengi og menn sem eru tengdir ógæfu og glæpum. Þyki jafnvel töff eða eigi flotta bíla. En hlutirnir geti undið fljótt upp á sig og því meiri sem neyslan verður því meiri viðbjóður fylgi. „Hvað verður þá um þessar stelp- ur þegar þeim er kastað til hliðar? Kannski 16,17, 18 ára stelpur sem koma frá fínum heimilum. Þær fara ekkert bara aftur inn í gamla vinahóp- inn,“ segir Jóhannes. „Orðnar fíklar, jafnvel búið að nauðga þeim og mis- þyrma á margvíslegan hátt. Þetta er bara sá veruleiki sem blasir við mér. Jóhannes Kr. Kristjánsson segir það blákalda staðreynd að fullorðnir karlmenn noti ungar stúlkur í hörðum heimi fíkniefnanna. Hann segir dóttur sína hafa verið eina af þessum stúlkum. Við gerð bókar um dóttur sína kafar hann nú dýpra en nokkru sinni fyrr niður í myrkan heim eiturlyfjaneyslu. Nauðganir, ofbeldi og kúgun eru daglegt brauð hjá unglingsstúlkum en Jóhannes gagnrýnir kerfið harka- lega fyrir viðbragðs- og ráðaleysi. Jóhannes þekkir alkóhólisma af eigin raun og féll eftir fráfall dóttur sinnar en reis upp aftur.„Þær fara ekkert bara aftur inn í gamla vinahópinn. Orðn- ar fíklar, jafnvel búið að nauðga þeim og mis- þyrma á margvíslegan hátt. Menn seM nota stelpur Ásgeir Jónsson asgeir@dv.is Viðtal Jóhannes Kr. Kristjánsson Berst enn fyrir dóttur sinni og sögu hennar.Mynd Eyþór Árnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.