Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2012, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2012, Blaðsíða 19
Veldi Björgólfs Thors Fréttir 19Helgarblað 24.–26. ágúst 2012 n Félögin eru í skattaskjólum n Á hlut í þremur stórum fyrirtækjum á Íslandi n Umsvifin eru aðeins brot af því sem var fyrir hrun „Ég ætla mér ekki að verða umsvifamikill aftur“ „Umsvif mín hafa alltaf verið miklu meiri í útlöndum en heima,“ sagði Björgólfur Thor við DV þann 4. júní 2010. „Ég flutti ungur til útlanda og hef í rauninni ekki búið á Íslandi frá því að ég hélt utan í háskólanám fyrir næstum aldarfjórðungi.“ Aðspurður hvaða verkefnum hann væri að vinna í erlendis vildi hann ekki tjá sig sérstaklega: „Ég tel ekki rétt að fjalla sérstaklega um einstök verk- efni […] en get þó upplýst að ég er ekki að skoða nein verkefni sunnan Sahara.“ Í aðdraganda hrunsins átti hann erfitt með stjórn veldisins, en hagnaður Samsonar einn og sér árið 2007 var margfalt meiri en hagnaður þeirra íslensku fyrirtækja sem hann á hlut í nú. „Ég áttaði mig á því, líklega 2007 eða 2008, að mesti óvinur minn væri hraðinn í lífi mínu. Ég réð ekki við hraðann og hann var orðinn svo mikill að mig var farið að skorta yfirsýn. Það fór að hafa áhrif á dóm- greindina. Nú er ég búinn að hægja á og ég stefni ekki á sama stað og ég var á. Ég ætla mér ekki að verða umsvifa- mikill í íslensku atvinnulífi aftur.“ Uppgjör skulda Björgólfs Björgólfur segist ætla að borga allar skuldir sínar upp. Þann 21. júlí 2010 var send fréttatilkynning frá Novator og Björgólfi um að lokið væri samn- ingum við innlenda og erlenda lánardrottna um uppgjör allra skulda Novator og hans sjálfs. „Vonir standa til að skuldirnar verði að mestu greiddar upp eftir fimm til sex ár. Það er mikill léttir fyrir mig að hafa lok- ið þessum samningum. Ég hef beðið Íslendinga afsökunar á augljós- um mistökum mínum í aðdraganda hruns íslenska bankakerfisins. Þá af- sökunarbeiðni ítreka ég.“ Í þessu samkomulagi fólst meðal annars að hann veitti lánardrottnum aðgang að eignum í skattaskjólum, meðal annars á eyjunni Jersey við Bretlandsstrendur. Eitt þeirra svara sem DV hefur fengið er að Björgólf- ur hafi fengið „meiri tíma“ í skiptum fyrir aðgang lánardrottna að þess- um eignum – að hluti ástæðunnar fyrir því að Björgólfur hafi sloppið við að vera settur í þrot hafi verið sá að hann gaf eftir aðgang að þessum eignum. Engar upplýsingar fást hins vegar um upphæðir og verðmæti eignanna. DV hefur áður beðið um upplýs- ingar um reiðufé og allar eignir í eigu Björgólfs Thors. Ekki vildi hann verða við þeirri beiðni. Hins vegar svaraði talskona Björgólfs því til að næstu árin myndi allur arður af eignarhlut- um Björgólfs eða sölu þeirra renna upp í skuldir. Sjálfur segir hann að hann muni starfa í þágu lánardrottna sinna um ókomin ár, þar til hann hafi að fullu gert upp við þá. n Novator ehf Félag skráð á Íslandi. 99,8% í eigu Bee Tee Bee ltd. Á: Novator F11 ehf 100%, Nova ehf. 79%, NP ehf 55%, Verne Holdings: 25% NP eignarhaldsfélag Stærstu hluthafar NP ehf. eru Novator ehf., sem er eignarhaldsfélag Björgólfs. Sjóðurinn Novator One er annar hluthafi í NP en hann er 100% í eigu Straums-Burðaráss. Straumur burðarás heitir nú ALMC og Björgólfur á ekki hluti í honum að eigin sögn. Hins vegar herma heimildir DV að Björgólfur hafi enn nokkur ítök innan bankans, meðal annars í gegnum suðurafríska félagið Standard Bank sem er meðal stærstu kröfuhafa bankans. Í eigu: Novator ehf. 55%, Novator One (sjóður í eigu Straums-Burðaráss) 45%. Björgólfur Thor Nitrogen DS Ltd Félag skráð á Bresku Jómfrúareyjum. 100% í eigu Björgólfs Á 90% hlut í Actavis. Bee Tee Bee Ltd Félag skráð á Bresku Jómfrúareyjunum. 100% í eigu Björgólfs. Á 99,80% í Novator ehf. Samson Gjaldþrota Givenshire Ltd Félag skráð á Guernsey við Bretlandsstrendur, eyjan er skattaskjól. Félagið fór með helmingshlut í Samson eignarhaldsfélagi ehf. sem fór meðal annars með hlut Björg- ólfs í Landsbankanum. 100% 90% 50% 100% 100% 100% Lyfjafyrirtækið Actavis er í eigu félags í Lúxemborg, en sex dótturfélög tilheyra félaginu Actavis Aquisition S.A.R.L. Hagnaður Actavis var 7,2 milljónir evra samkvæmt nýjasta ársreikningi, fyrir árið 2010. Það er ígildi rúmlega milljarðs króna. Félagið Nitrogen DS Ltd, sem er skráð í skattaskjóli á Bresku Jómfrú- areyjum á 90 prósenta hlut í Actavis, í gegnum langa keðju eignarhaldsfélaga. Björgólfur fékk að halda Actavis sam- kvæmt samkomulagi við lánardrottna en í apríl síðastliðnum var tilkynnt um sölu á Actavis til bandaríska lyfjafyrirtækisins Watson og munu félögin sameinast í kjölfarið. Söluverðið er um 700 milljarðar króna, en Björgólfur mun eignast hlut í sameinuðu félagi Watson og Actavis samkvæmt frásögn af málinu á vefsíðu hans. Stærð þess hlutar ræðst af afkomu Actavis í framtíðinni. Vonast er til þess að salan verði gengin í gegn á síðasta ársfjórðungi þessa árs. Núverandi eignarhald: Nitrogen DS ltd.: 90%, Aðrir: 10%. Novator F11 ehf Félagið sér um eignarhald á húsi Björgólfs við Fríkirkjuveg 11. Hann keypti húsið af Reykjavíkurborg á 650 milljónir króna, um þreföldu fasteignamati hússins, í maí árið 2008 með það fyrir augum að opna þar safn um langafa sinn. Húsið hefur verið leigt og lánað undir ýmiss konar starfsemi. 100% í eigu Novator Verne Holdings Verne Holdings er móðurfélag Verne Global, sem rekur gagnaver á flugvallarsvæði bandaríska hersins nærri Keflavík. Gert er ráð fyrir því að fjárfestingar Verne Holding nemi um 20 milljörðum króna fram til ársins 2013 að sögn Björgólfs. Félagið er í eigu breska sjóðsins Wellcome Trust ásamt því að banda- ríski sjóðurinn General Catalyst Partner á fjórðungshlut. Novator á einn fjórða. Í eigu: Novator: 25%, Wellcome Trust: 50%, General Catalyst Partner: 25%. Á 100% hlut í: Verne Real Estate, Verne Real Estate II, Verne Real Estate hf. og Verne Global Inc. Fjarskiptafyrirtækið Nova er að stærstum hluta í eigu Novator ehf. og aflandsfélagsins Novator Finland Oy. Jafnframt eiga stjórnendur félagsins hlut í fé- laginu. Félagið er skuldlaust við lánastofnanir að sögn Björgólfs. Núverandi eignarhald: Novator: 79%, Novator Finland Oy: 20%, Aðrir: 1%. Tölvuleikjaframleiðandinn CCP er með höfuðstöðvar á Íslandi, en einnig með rekstur víðs vegar um heiminn. Fyrirtækið hannaði tölvuleikinn Eve Online sem nýtur mikilla vinsælda á heimsvísu. CCP kemur að ýmsum öðrum verkefnum. Hagnaður CCP var tæpar 800 milljónir króna árið 2010. Í ársbyrjun 2006 keypti NP ehf. - sem er að meirihluta í eigu Novators – 38% hlut í CCP. Skömmu eftir kaup NP keypti Novator um 2,4 prósent af heildarhlutafé CCP. Hlutir NP ehf. og Novator ehf. hafa síðan þynnst út og eru nú samanlagt um 33 prósent. Núverandi eignarhald: NP og Novator: 33%. Aðrir: 67%. 55% 30% 79% 25% 100%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.