Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2012, Blaðsíða 30
30 Viðtal 24.–26. ágúst 2012 Helgarblað
Þ
etta er rosalega
spennandi,“ sagði
Valdimar Þórarinn
Kristjánsson, lands-
ins mesti áhugamaður
um skemmtiferðaskip,
rétt áður en hann fór um borð í
skemmtiferðaskipið Artania. Valdi-
mar hafði lengi fylgst með komum
og brottförum glæsiskipanna úr
fjarlægð. DV sagði frá því á dögun-
um að Valdimar, sem er heimilis-
maður á öldrunarheimilinu Hrafn-
istu, dveldi í besta herberginu á
heimilinu – með útsýni yfir alla
Sundahöfnina. Út um glugga her-
bergisins fylgdist hann með hverju
skipinu á fætur öðru leggja að og
úr höfn og missti aldrei af neinu
skipi – enda með nákvæma áætlun
yfir komur og brottfarir skipanna.
Stöku sinnum hafði Valdimar gert
sér ferð niður á höfn til skoða skip-
in úr nálægð en aldrei farið um
borð – þar til nú. Draumur hans var
í þann mund að rætast.
Skemmtileg skoðunarferð
Höfðinglegar móttökur biðu Valdi-
mars um borð. Auk gjafa færðu
starfsmenn skipsins honum girni-
lega tertu. Ofan á tertunni var mód-
el af skipinu – úr gulu kremi. Andlit
Valdimars ljómaði af gleði. „Þetta
eru alveg frábærar móttökur. Það er
bara eins og höfðingi sé á ferðinni.“
Og þá hófst skoðunarferðin.
Ferðinni stjórnaði yfirstjórnandi
skipsins, þjóðverjinn Klaus. Leið-
angurinn hófst á þriðju hæðinni.
„Þetta er partíhæðin,“ sagði Klaus
kíminn en á hæðinni er allt sem
skemmtanaglaðir skemmtiferða-
skipafarþegar gætu mögulega
girnst; barir, spilaherbergi, bíósal-
ur, veitingastaður og ýmislegt fleira.
Valdimar (og reyndar blaðamaður
líka) var frá sér numinn af hrifningu
– salirnir eru hver öðrum glæsilegri.
Því næst var förinni heitið upp á
efstu hæðina. Þar tóku við fleiri bar-
ir, sundlaugar, saunur og Valdimar
fékk meira að segja að skoða sig um
í forsetasvítunni sem hafði meðal
annars að geyma nuddpott og stór-
ar svalir.
Kapteinn jólasveinn
Hápuntur skoðunarferðarinn-
ar var svo þegar Valdimar fékk að
fara inn í stýriklefann og hitti þar
fyrir hvíthærðan mann með mik-
ið skegg sem leit út eins og jóla-
sveinn; sjálfan skipstjórann. Það
fór vel á með þeim félögum, Valdi-
mar og skipstjóranum norska.
Valdimar talaði að vísu íslensku
við skipstjórann og skipstjórinn
svaraði ýmist á norsku eða ensku
– hvorugur skildi neitt sem hinn
sagði en samt var mikið hlegið og
sprellað. Að skoðunarferð lokinni
settist hópurinn niður og gæddi
sér á fyrrgreindri köku, sem var
ekki alveg jafn bragðgóð og hún
leit út fyrir að vera.
Allir vinir um borð
Þegar blaðamaður spurði Valdi-
mar hvað honum þætti eftirminni-
legast úr skoðunarferðinni nefndi
hann ekki bíósalinn eða sund-
laugarnar; veitingastaðina eða for-
setasvítuna. „Mér fannst skemmti-
legast að sjá hvað það er mikil
samheldni meðal starfsfólks skips-
ins. Hér eru allir svo góðir vinir
og öllum líður vel,“ sagði hann og
fékk sér annan bita af bragðvondu
kökunni og bætti við að í svoleið-
is andrúmslofti liði honum best. n
n Valdimar fékk loksins að fara um borð í skemmtiferðaskip„Mér fannst
skemmtilegast
að sjá hvað það er
mikil samheldni meðal
starfsfólks skipsins.
Hér eru allir svo góðir
vinir og öllum líður vel.
Baldur Eiríksson
blaðamaður skrifar baldure@dv.is
Hópmynd Stýriklefinn
var sá staður um borð sem
heillaði Valdimar hvað
mest. Með þeim Valdimar
og skipstjóranum eru
starfsmenn TVG-Zimsen,
umboðsaðila Artania á
Íslandi. Það var TVG-Zim-
sen sem kom því í kring að
Valdimar fengi að fara um
borð. myndir PreSSPHotoS.biz
Fersk loft Valdimar skoðar eina af sundlaug-
um skipsins, sem sést þó ekki á myndinni.
Draumurinn rættist