Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2012, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2012, Blaðsíða 30
30 Viðtal 24.–26. ágúst 2012 Helgarblað Þ etta er rosalega spennandi,“ sagði Valdimar Þórarinn Kristjánsson, lands- ins mesti áhugamaður um skemmtiferðaskip, rétt áður en hann fór um borð í skemmtiferðaskipið Artania. Valdi- mar hafði lengi fylgst með komum og brottförum glæsiskipanna úr fjarlægð. DV sagði frá því á dögun- um að Valdimar, sem er heimilis- maður á öldrunarheimilinu Hrafn- istu, dveldi í besta herberginu á heimilinu – með útsýni yfir alla Sundahöfnina. Út um glugga her- bergisins fylgdist hann með hverju skipinu á fætur öðru leggja að og úr höfn og missti aldrei af neinu skipi – enda með nákvæma áætlun yfir komur og brottfarir skipanna. Stöku sinnum hafði Valdimar gert sér ferð niður á höfn til skoða skip- in úr nálægð en aldrei farið um borð – þar til nú. Draumur hans var í þann mund að rætast. Skemmtileg skoðunarferð Höfðinglegar móttökur biðu Valdi- mars um borð. Auk gjafa færðu starfsmenn skipsins honum girni- lega tertu. Ofan á tertunni var mód- el af skipinu – úr gulu kremi. Andlit Valdimars ljómaði af gleði. „Þetta eru alveg frábærar móttökur. Það er bara eins og höfðingi sé á ferðinni.“ Og þá hófst skoðunarferðin. Ferðinni stjórnaði yfirstjórnandi skipsins, þjóðverjinn Klaus. Leið- angurinn hófst á þriðju hæðinni. „Þetta er partíhæðin,“ sagði Klaus kíminn en á hæðinni er allt sem skemmtanaglaðir skemmtiferða- skipafarþegar gætu mögulega girnst; barir, spilaherbergi, bíósal- ur, veitingastaður og ýmislegt fleira. Valdimar (og reyndar blaðamaður líka) var frá sér numinn af hrifningu – salirnir eru hver öðrum glæsilegri. Því næst var förinni heitið upp á efstu hæðina. Þar tóku við fleiri bar- ir, sundlaugar, saunur og Valdimar fékk meira að segja að skoða sig um í forsetasvítunni sem hafði meðal annars að geyma nuddpott og stór- ar svalir. Kapteinn jólasveinn Hápuntur skoðunarferðarinn- ar var svo þegar Valdimar fékk að fara inn í stýriklefann og hitti þar fyrir hvíthærðan mann með mik- ið skegg sem leit út eins og jóla- sveinn; sjálfan skipstjórann. Það fór vel á með þeim félögum, Valdi- mar og skipstjóranum norska. Valdimar talaði að vísu íslensku við skipstjórann og skipstjórinn svaraði ýmist á norsku eða ensku – hvorugur skildi neitt sem hinn sagði en samt var mikið hlegið og sprellað. Að skoðunarferð lokinni settist hópurinn niður og gæddi sér á fyrrgreindri köku, sem var ekki alveg jafn bragðgóð og hún leit út fyrir að vera. Allir vinir um borð Þegar blaðamaður spurði Valdi- mar hvað honum þætti eftirminni- legast úr skoðunarferðinni nefndi hann ekki bíósalinn eða sund- laugarnar; veitingastaðina eða for- setasvítuna. „Mér fannst skemmti- legast að sjá hvað það er mikil samheldni meðal starfsfólks skips- ins. Hér eru allir svo góðir vinir og öllum líður vel,“ sagði hann og fékk sér annan bita af bragðvondu kökunni og bætti við að í svoleið- is andrúmslofti liði honum best. n n Valdimar fékk loksins að fara um borð í skemmtiferðaskip„Mér fannst skemmtilegast að sjá hvað það er mikil samheldni meðal starfsfólks skipsins. Hér eru allir svo góðir vinir og öllum líður vel. Baldur Eiríksson blaðamaður skrifar baldure@dv.is Hópmynd Stýriklefinn var sá staður um borð sem heillaði Valdimar hvað mest. Með þeim Valdimar og skipstjóranum eru starfsmenn TVG-Zimsen, umboðsaðila Artania á Íslandi. Það var TVG-Zim- sen sem kom því í kring að Valdimar fengi að fara um borð. myndir PreSSPHotoS.biz Fersk loft Valdimar skoðar eina af sundlaug- um skipsins, sem sést þó ekki á myndinni. Draumurinn rættist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.