Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2012, Blaðsíða 56
Karlar í
krapinu!
Rakst á póli-
tískan vegg
n „Rakst á fyrsta pólitíska vegginn
í dag,“ sagði Atli Fannar Bjarkason,
fyrrverandi blaðamaður Frétta
blaðsins og núverandi kynningar
fulltrúi stjórnmálaflokksins Bjartr
ar framtíðar. Atli leitar að húsnæði
fyrir flokkinn þar sem meðlim
ir hans geta ráðið ráðum sínum
og hringdi í eiganda húsnæðis í
borginni og óskaði eftir leiguverði.
Atli fékk skýr svör að eigin sögn:
„Enga helvítis pólitík,“ sagði leigu
salinn. „Krosslegg fingurna og
vona að starfsfólk Búllunnar eða
Ísbúðar Vesturbæjar taki fram
tíðarerindum mínum með opnari
huga,“ sagði Atli Fann
ar á Facebooksíðu
sinni og bætti við
orð sín að þetta
þýddi ekki að eitt af
kosningaloforðum
Bjartrar framtíðar
væri óheftur aðgang
ur að ham
borgurum
og ís.
Fetuðu í fót-
spor Bítlanna
n Meðlimir hljómsveitarinn
ar Of Monsters and Men dvelja
í Englandi þessa dagana. „Við
erum bara að túra og svo kemur
platan okkar út þann 27. ágúst
næstkomandi hérna í Englandi,“
segir Kristján Páll Kristjánsson,
bassaleikari hljómsveitarinn
ar, um ástæðu heimsóknarinn
ar. Hljómsveitin er búin að bralla
ýmislegt í Englandi; tók meðal
annars upp lag í hinu sögufræga
Abbey Road hljóðveri. Auk þess
fetaði hún í fótspor bítlana – bók
staflega – eins og meðfylgandi
mynd er til vitnis um.
Áhyggjur
Önnu óþarfar
n Anna Kristjánsdóttir, transkona
og baráttukona fyrir réttindum
transfólks, hefur þungar áhyggjur
af því að búið sé að afnema bann
við farsímanotkun við akstur.
Hún lýsti þessum áhyggjum á fés
bókarsíðu lögreglunnar á höfuð
borgarsvæðinu. Lögreglan svar
aði Önnu um hæl og fullvissaði
hana um að bannið sé sannar
lega ennþá í gildi og á hverju
ári séu mörg hundruð manns
sektaðir vegna þessa.
Hins vegar efast
lögreglan um það
að viðurlögin
við téðu broti,
5.000 íslenskar
krónur, hafi
nægan fæl
ingar
mátt.
T
ilgangur ferðarinnar er að
heimsækja nokkra fjölmiðla,
skoða nokkur fyrirtæki og sjá
hvernig Bretarnir gera þetta.
Þeir eru miklir fagmenn,“ segir Þor
björn Þórðarson, fréttamaður á Stöð
2, sem nú er staddur í London ásamt
nokkrum samstarfsfélögum. Með í
ferðinni eru háttsettir menn hjá 365,
þar á meðal Ólafur Stephensen, rit
stjóri Fréttablaðsins, Freyr Einars
son, fréttastjóri Stöðvar 2 og Vísis,
og Magnús Halldórsson, sem er við
skiptaritstjóri Stöðvar 2.
Þeir Þórður Snær Júlíusson og Jón
Hákon Halldórsson, sem eru frétta
menn hjá 365, eru einnig með í för. Á
dagskránni eru heimsóknir á frétta
miðlana Sky News, Channel 4, The
Guardian og Evening Standard. Þeir
fengu styrk úr fræðslusjóði Blaða
mannafélagsins til þess að fara í
ferðina. Aðspurður hvers vegna
engar konur séu með í för segir Þor
björn það vera hendingu háð. Þar
séu engin kynjamiðuð sjónarmið á
ferð, heldur hafi hann, Magnús, Jón
Hákon og Þórður borið hitann og
þungann af skipulagningu ferðar
innar og svo hafi hinir bæst í hópinn.
Þorbjörn segir það ekki með vilja
gert að engar konur séu með í för en
hann vill taka það sérstaklega fram að
blaðamennska DV snúist um að skapa
tortryggni. „Ykkar blaðamennska
gengur út á það að gera allt tortryggi
legt,“ segir Þorbjörn við blaðamann.
simon@dv.is
Karlaferð 365 til London
n Fréttamenn og ritstjórar 365 kynna sér fjölmiðla í Bretlandi
Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 24.–26. ágúst 2012 97. tbl. 102. árg. leiðb. verð 659 kr.
topparnir til London
Engin kynjamiðuð sjónarmið réðu
að sögn för þegar ákveðið var hverjir
fóru út.