Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2012, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2012, Blaðsíða 18
Veldi Björgólfs Thors 18 Fréttir 24.–26. ágúst 2012 Helgarblað n Félögin eru í skattaskjólum n Á hlut í þremur stórum fyrirtækjum á Íslandi n Umsvifin eru aðeins brot af því sem var fyrir hrun Þ ó að Björgólfur Thor Björg- ólfsson sé langtum umsvifa- minni fjárfestir hér á Íslandi en hann var fyrir hrun er veldi hans enn stórt. Í hans eigu eru fjarskiptafyrirtækið Nova og lyfjafyrirtækið Actavis, ásamt því að hann á þriðjungshlut í tölvuleikja- framleiðandanum CCP. Þar að auki á hann fjórðungshlut í nýju gagna- veri á varnarliðssvæðinu sem áður var í eigu bandaríska hersins nærri Keflavík. Erlendis á hann til dæmis hluta í farsímafyrirtækinu Play í Pól- landi. En hann er líkt og margir aðrir klyfjaður skuldum sem hann vonast til að geta borgað upp á næstu fjór- um til fimm árum. Segist ætla að greiða allt upp Að sögn Ragnhildar Sverrisdóttur, talskonu Björgólfs, mun arðurinn af þessum eignarhlutum Björg- ólfs og verðmæti – kæmi til sölu þeirra – ganga til uppgjörs skulda hans. Slíkt hið sama gildi um ýms- ar persónulegar eigur hans, þar á meðal húseign í Reykjavík og sumarhús við Þingvelli. Björgólfur segist ætla að vinna í þágu lánar- drottna sinna um ókomin ár, þar til skuldirnar eru greiddar. Björgólfur segist hafa tapað miklu í hruninu. „Persónulegt tjón mitt vegna hruns bankakerf- isins [nemur] nærri 100 milljörð- um króna,“ skrifar hann á vefsíðu sína. Ragnhildur vildi ekki tíunda það hver hlutur Björgólfs væri í áður nefndum eignum, en DV hef- ur grandskoðað málið og byggja upplýsingar blaðsins á hluthafa- skrám hjá lánstraustsfyrirtækjum um félög tengd honum, ásamt öðr- um heimildum. Björgólfur býr í London og hefur búið erlendis um árabil og leiðir eignarhaldskeðja þeirra fyrirtækja sem hann á hér á landi í flestum tilfellum til félaga í skattaskjólum. Risinn sem fór í þrot Samson eignarhaldsfélag ehf. er eina félag Björgólfs Thors sem hef- ur farið í þrot svo vitað sé. Sjálf- ur segir hann að aðeins eitt félag í hans eigu hafi orðið gjaldþrota en faðir hans, Björgólfur Guðmunds- son, var meðeigandi í félaginu. Hagnaður félagsins árið 2007 var rúmlega 35 milljarðar króna. Skuldir og eigið fé alls nam rúmum 142 milljörðum og voru eignir um- fram skuldir rúmir 54 milljarðar. Í kjölfar hrunsins fór Samson í þrot. Í frétt Stöðvar 2 frá árinu 2010 kemur fram að skiptastjóri þrota- bús Samsonar eigi erfitt með að átta sig á bókhaldi félagsins, að svo virðist sem ekki hafi verið gerðir samningar vegna lána undir millj- arði króna og hafi það torveldað starf skiptastjórans. Meðal annars finnast ekki samningar vegna lána til fjögurra aflandsfélaga á Tortóla upp á 800 milljónir króna. Þær skýringar sem stjórn Sam- sonar, sem var skipuð Björgólfi Guðmundssyni, Sigþóri Sigmars- syni og Ágústi Leóssyni, gaf á þessu á sínum tíma voru að fjármálastjóri Samsonar hefði glímt við veikindi og því hefði bókhaldið ekki verið í lagi. Kröfurnar í búið námu sam- tals 80 milljörðum króna. DV hefur fjallað ítarlega um eignarhaldsfé- lögin Givenshire og Hersi og að- komu þeirra að eignarhaldinu á Samson. Fordæmdur í skýrslunni Björgólfur Thor er fordæmdur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþing- is ásamt föður sínum, Björgólfi Guðmundssyni, vegna þess hvern- ig þeir stýrðu Landsbankanum á meðan þeir áttu hann og hvernig þeir létu bankann lána sér og sín- um miklu meira en þeir máttu lög- um samkvæmt. Árni Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, fór ekki fögr- um orðum um Björgólf í skýrsl- unni þar sem rædd voru samskipti sem fram fóru í Ráðherrabústaðn- um við Tjarnargötu í aðdraganda hrunsins. „Og verstur var Björgólf- ur [Thor Björgólfsson] [...] og hann var að ljúga að hinum líka og þeir komu svo bara um kvöldið og sögðu: Það er ekkert að marka það sem þessi maður segir. Þeir voru að reyna að finna leið til að sam- eina Kaupþing og Landsbankann til þess að þeir gætu staðið þetta og Björgólfur sagði bara: Við redd- um þessu og við reddum þessu,“ sagði Árni en af þessum orðum ráðherrans fyrrverandi má draga þá ályktun að Björgólfur hafi ekki verið heiðarlegur þessa örlagaríku daga. Símon Örn Reynisson blaðamaður skrifar simon@dv.is „Persónulegt tjón mitt vegna hruns bankakerfisins [nemur] nærri 100 milljörðum króna. Skuldum vafinn Björgólf- ur Thor Björgólfsson var einn umsvifamesti fjárfestir Íslands fyrir hrun og er það í raun enn. Hann er þó skuldbundinn lánardrottn- um sínum og segist hafa það markmið að borga allar sínar skuldir. Húsið í London Björgólfur býr í þessu húsi í Notting Hill-hverfinu í London samkvæmt heimildum DV. Flestir eru sammála um að fá hverfi í Lundúnum séu fallegri og það er í hjarta borgarinnar. Samkvæmt Spegli RÚV frá árinu 2010 er húsið metið á 1,5 milljarða króna. Hann hefur átt það lengi, frá árinu 2001, eða frá því áður en eignarhaldsfélag þeirra Björgólfsfeðga, Samson, keypti Landsbankann árið 2002.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.