Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2012, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2012, Blaðsíða 4
4 Fréttir 24.–26. ágúst 2012 Helgarblað Skaut í gólfið úr veiðiriffli „Það kom í ljós að þarna hafði veik­ ur aðili verið að meðhöndla skot­ vopn með þessum afleiðingum,“ segir Margeir Sveinsson, fulltrúi hjá lögreglunni í Hafnarfirði, um atvik­ ið sem átti sér stað í Garðabæ síð­ degis á miðvikudag. Tilkynnt var um skothvell í ein­ býlishúsi þar í bæ og var lögregla og sérsveit kölluð til eins og greint var frá á miðvikudagskvöld. Hverf­ inu var lokað um tíma og tugir lög­ reglumanna voru á vettvangi þegar mest lét. Maðurinn var handtekinn og hald lagt á vopnið. Maðurinn sem hleypti skotinu af hafði komist yfir stóran riffil og hleypt af skoti í gólf einbýlishússins. Að sögn Margeirs standa yfir við­ töl og skýrslutökur vegna málsins þar sem meðal annars mun skýr­ ast hvort um slysaskot hafi verið að ræða eða hvort maðurinn hafi skot­ ið í gólfið af ásetningi. Margeir segir að rifflinum hafi ekki verið beint að neinum og býst hann við að í fram­ haldinu verði viðkomandi einstakl­ ingi veitt viðeigandi aðstoð. Lítið launaskrið Laun hækkuðu lítillega í júlímánuði samkvæmt launavísitölunni sem Hagstofa Íslands birti á fimmtudag. Þannig hækkuðu laun um 0,1 pró­ sent í júlí frá fyrri mánuði. Í júní­ mánuði var launavísitalan óbreytt. Greining Íslandsbanka gerir þess­ ar tölur að umtalsefni á heima­ síðu sinni. Þar segir meðal annars: „Þessi þróun undanfarna mánuði virðist benda til þess að launa­ skrið sé lítið um þessar mundir. Undanfarna 12 mánuði hafa laun hækkað um 6,9 prósent og er 12 mánaða takturinn óbreyttur frá fyrri mánuði. Árstakturinn í launa­ vísitölunni hefur komið hratt niður síðustu mánuði, en í marsmánuði nam árshækkun launa 12,1 pró­ senti. Núna yfir sumarmánuðina hefur árstakturinn hinsvegar lækk­ að skarpt enda eru nú að detta út úr 12 mánaða taktinum miklir hækk­ unarmánuðir frá því fyrir rúmu ári þegar ákvæði kjarasamninga tóku gildi. Þannig hækkaði launavísi­ talan um 6,1 prósent yfir þriggja mánaða tímabil  í fyrrasumar þegar almenn hækkun á launatöxtum upp á 4,25 prósent tók gildi.“ M ennirnir tveir sem réðust inn á heimili karlmanns á sjötugsaldri aðfaranótt 6. júlí játuðu við þing­ festingu málsins í Héraðs­ dómi Reykjavíkur á fimmtudag hluta þeirra sakargifta sem þeir eru ákærð­ ir fyrir. Mennirnir, Daniel Arcisewski og Snorri Sturluson, voru ákærðir fyrir að hafa í félagi svipt manninn frelsi sínu á heimili hans í Breiðholti og haldið honum nauðugum til klukkan 11 sama dag, beitt hann of­ beldi og hótað líkamsmeiðingum og lífláti í því skyni að ná af honum verðmætum. Bundinn við stól með límbandi Samkvæmt ákæru ýttu þeir mann­ inum meðal annars í stól inni í stofu og bundu hann við stólinn með lím­ bandi, ógnuðu honum með hagla­ byssu og skipuðu honum að skrifa undir skjal þess efnis að hann skuld­ aði þeim peninga. Þá leystu þeir hann og skipuðu honum að milli­ færa peninga á bankareikning þeirra í gegnum heimabanka. Þegar ekki tókst að tengjast internetinu færðu þeir fórnarlambið inn í baðherbergi og ýttu honum ofan í baðkar þar sem hann var bundinn á höndum og fótum með rafmagnssnúru sem fest var við blöndunartæki og settu tusku upp í munn hans og límband yfir. Síðan neyddu þeir fórnarlambið til að gefa upp PIN­númer á debet­ korti sínu á meðan annar þeirra ógn­ aði honum með tréstaf, samkvæmt ákæru. Rændu strætómiðum Í kjölfarið fór Snorri í hraðbanka og tók 20 þúsund krónur út af reikningi hans. Snorra er gefið að sök að hafa slegið fórnarlambið einu höggi í höfuðið en báðir eru sagðir hafa hótað manninum lífláti og líkams­ meiðingum ef hann hringdi á lög­ reglu. Samkvæmt ákæru neyddu þeir manninn til að millifæra af reikningi sínum 453.000 krónur inn á reikning Daniels. Snorri játaði að hafa tekið sjónvarp og tölvuskjá úr íbúðinni en neitar að hafa afhent munina ókunn­ ugum manni eins og honum er gefið að sök í ákæru. Ásamt sjónvarpinu og tölvuskjánum hurfu af heimilinu aðr­ ir munir, svo sem ullarteppi, seðla­ veski með tíu til fimmtán þúsund krónum, strætómiðar og debetkort. Fórnarlambið hlaut blóðmar á úlnliðum og ökklum og áverka á skyntaugum í framhandleggjum. Það var klukkan 11 um morguninn að vinnufélagar mannsins komu heim til hans þar sem þeir undruðust að hann væri ekki mættur til vinnu. Við það flúðu Daniel og Snorri og maðurinn losnaði úr prísundinni. Sögðu manninn „barnaperra“ Við þingfestingu málsins játuðu Daniel og Snorri, eins og fyrr segir, hluta af sakargiftum en neituðu að hafa ógnað manninum með hagla­ byssu og staf. Þeir sögðu einnig að honum hefði ekki verið hótað lífláti eða líkamsmeiðingum. Þeir játuðu að hafa ráðist inn til mannsins en sögðu ástæðuna fyr­ ir innrásinni vera þá að þeir töldu að maðurinn væri „barnaperri“. Á Snorri að hafa komist yfir tölvu sem innihélt barnaklám, en tölvunni átti að hafa verið rænt frá fórnarlambinu áður. Hefðu þeir því ákveðið að refsa manninum fyrir meint brot. Dani­ el, sem er 33 ára og flutti til Íslands frá Póllandi 18 ára að aldri, sagðist hafa verið í mikilli neyslu í tvö ár fyr­ ir brotið og sem tveggja barna faðir hefði hann reiðst þegar hann heyrði að maður með slíkar kenndir væri að vinna með börnum. „Ég er nú búinn að sitja á Litla­Hrauni og er laus við eiturlyfin. Það eina sem ég get gert er að biðjast afsökunar.“ Sprautuðu sig á vettvangi Snorri játaði að hafa rænt manninn en neitaði að stór hluti verknaðar­ lýsingar eins og hún kemur fram í ákæru væri réttur. Hann neitaði að hafa veitt manninum högg og hótað honum lífláti og líkamsmeiðingum. Snorri sagði við þinghaldið að hann hefði einnig verið í mik­ illi neyslu undanfarið en hefði ver­ ið að reyna snúa lífi sínu á rétta braut. Hann væri sjómaður og hefði á tveggja ára edrútímabili fyr­ ir nokkrum árum skráð sig í Stýri­ mannaskólann. Verjandi Daniels, Jón Egilsson, ítrekaði hversu slæmt ástandið á honum hefði verið frá því að hann féll fyrir tveimur árum og benti á að hann hefði verið að sprauta sig með morfíni og rítalíni. Mennirnir hefðu meðal annars sprautað sig inni á baðherbergi á heimili fórnarlambs­ ins. Í dag væru þeir báðir á með­ ferðargangi á Litla­Hrauni og iðr­ uðust gjörða sinna. Daniel teldi það vera lukku fyrir sig að hafa verið tek­ inn og þar með fengið tækifæri til að hætta í neyslu. „Ætti að taka þá til fyrirmyndar“ Með játningu mannanna á hluta sak­ argiftanna féllst saksóknari á að falla frá ákærulið varðandi haglabyssuna, en sagði brotið vera svívirðilegt og alvarlegt. Saksóknari fór fram á tveggja ára fangelsisdóm yfir mönnunum en vegna fyrri dóms Daniels myndu leggjast ofan á hann sex mánuðir. Verjandi Daniels sagði tveggja ára dóm of þungan og benti á að litlu sem engu ofbeldi hefði verið beitt. Hann benti á að fórnarlambið hefði sjálft náð að losa sig úr böndum og undraðist að það hefði ekki veitt mótspyrnu eða hringt á lögreglu. Vegna vímuefnanotkunar sinnar á staðnum hefðu þeir verið „hálfrænu­ lausir mestallan tímann“. „Að ákæruvaldið haldi því fram að þetta hafi verið svívirðileg árás er ekki rétt. Maður myndi halda að ákæruvaldið teldi það þeim til tekna að hafa vit á því að hafa ekki beitt of­ beldi. Fleiri ættu að taka sér þá til fyrirmyndar.“ Hann hélt því fram að mennirnir hefðu ekki ráðist inn til mannsins í auðgunartilgangi heldur til að vernda börn frá því að lenda í frekara ofbeldi. Lögreglan rannsakar nú tölvur fórn­ arlambsins til að athuga hvort ásakanir mannanna séu á rökum reistar. Gæsluvarðhald yfir mönnunum rennur út 7. september og verður reynt að ljúka málinu fyrir þann tíma. n Héldu manni í gíslingu í Breiðholti n Héldu að hann væri „barnaperri“ Mannræningjar í Breiðholti iðrast „Maður myndi halda að ákæru- valdið teldi það þeim til tekna að hafa vit á því að hafa ekki beitt ofbeldi. Fleiri ættu að taka sér þá til fyrirmyndar.“ Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is Sakborningar Daniel Arcisewski og Snorri Sturlu- son fyrir dómi á fimmtudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.