Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2012, Blaðsíða 28
28 Viðtal 24.–26. ágúst 2012 Helgarblað
M
ér hefur stundum fundist
ég svolítið kameljón; get
verið fljót að lesa aðstæð-
ur og detta inn í stemn-
ingu og húmor. Svo ranka
ég við mér og skil ekkert hvernig mér
tókst að detta inn í húmor einhvers
annars. Tilfinningin er eins og mað-
ur fari út úr sjálfum sér, væntanlega
til að reyna að þóknast og jafnvel
verða sá sem viðmælandinn vill að
maður sé. Þetta getur verið frábær
hæfileiki en getur líka gert mann al-
veg ringlaðan. Ég hef nú sem betur
fer náð betri stjórn á sjálfri mér með
árunum. Ég dáist allavega að fólki
sem situr vel í sér og stendur með
sjálfu sér sama hvað,“ segir leikkonan
Álfrún Helga Örnólfsdóttir sem tekst
á við stórar tilvistarspurningar þessa
dagana í einleiknum Kameljón.
Ruglað við stóru systur
Leikritið skrifaði hún með systur
sinni, rithöfundinum Margréti Örn-
ólfsdóttur, og sviðslistamanninum
Friðgeiri Einarssyni. Fjórtán ár skilja
systurnar að og er þetta í fyrsta skipt-
ið sem þær vinna saman. „Ég kynnt-
ist Möggu í rauninni ekki fyrir alvöru
fyrr en ég varð unglingur. Hún var
orðin mamma þegar ég var átta ára
og var því flutt að heiman. Eldri börn-
in hennar eru meira eins og systkini
mín. Magga á fimm börn og þau þrjú
yngri eru nálægt mínum börnum í
aldri. Svo hafa bræður okkar tveir
líka lagt sitt af mörkum í barnabunk-
ann og samtals eigum við systkinin
11 börn. Við umgöngumst mikið og
það er alltaf mikið stuð í fjölskyldu-
boðum, enda eigum við mjög orku-
mikil og skemmtileg börn. Þrátt fyr-
ir þennan aldursmun er fólk að rugla
okkur saman. Mér finnst það bara
gaman, og það segir nú kannski mik-
ið um hvað Magga er ungleg.
Ég fékk þessa hugmynd að einleik
en vildi ekki þróa hana ein. Því þótt
maður sé ef til vill egóisti þá finnst
mér miklu skemmtilegra að vinna
skapandi vinnu með öðrum. Magga
er svakalega skemmtilegur penni og
hefur oft hjálpað mér með texta áður
þótt við séum núna að vinna saman
í fyrsta skiptið. Þetta reyndist vera
mjög gjöfult samstarf milli okkar
systra og Friðgeirs. Við fundum mjög
góðan takt þar sem ein hugmynd
kveikti aðra og við náðum smám
saman að bæta kjöti á beinin.“
Hún viðurkennir að það hafi ver-
ið ógnvænleg tilhugsun að standa
ein á sviðinu. „Mig hafði lengi lang-
að til að gera einleik en ég þurfti al-
veg að manna mig upp í það. Það var
skrítin tilfinning til að byrja með að
fara ein út á gólf að spinna á með-
an þau hin sátu úti í sal og horfðu á.
En það vandist fljótt og núna finnst
mér þetta ekkert mál og í raun miklu
skemmtilegra en ég hefði nokkurn
tíma getað ímyndað mér þó að það
reyni vissulega á að halda orkunni
ein uppi í rúman klukkutíma.“
Hefur ekkert val
Álfrún Helga ólst upp í 101, nánar
tiltekið á Bræðraborgarstígnum –
þangað sem hún er flutt aftur með
fjölskyldu sína. Leikhúsáhuginn
vaknaði snemma enda alin upp í
leikhúsfjölskyldu. Pabbi hennar er
rithöfundurinn, kvikmyndafram-
leiðandinn og leikskáldið Örnólfur
Árnason en mamma hennar er leik-
konan Helga Elínborg Jónsdóttir,
systir Arnars Jónssonar leikara. Afi
Álfrúnar, Jón Kristinsson, var einnig
leikari og einn af þeim sem stóðu fyr-
ir því að Leikfélag Akureyrar varð at-
vinnuleikhús. „Mamma fékk leikhús-
uppeldi og sjálf var ég alltaf eins og
grár köttur í leikhúsinu með mömmu
alveg frá því ég man eftir mér. Ég var
rétt farin að tala þegar ég fór að suða
um að fá að fara upp á svið.
Fyrir mér var leikhúsið töfraver-
öld og ég man ekki eftir að hafa fund-
ist nein leiksýning leiðinleg, ég fór
alveg inn í heiminn sem var skap-
aður á sviðinu. Mér fannst allt stór-
kostlegt,“ segir Álfrún sem fékk fyrsta
hlutverkið þegar hún var sjö ára.
„Það var í leikritinu Óvitunum
en þar eru meira og minna börn
í öllum hlutverkum. Þá hafði ég
suðað í mörg ár svo ég var miklu
meira en tilbúin þegar tækifær-
ið loksins kom. Ég man eftir því
að sitja úti í sal græn af öfund út
í börnin sem fengu að taka þátt
í leiksýningum. Ég held því að
foreldrar mínir hafi snemma
séð hvert stefndi. Svo var ég líka
mjög orkumikil. Var í ballett og
að læra á píanó og þurfti alltaf
að hafa mikið fyrir stafni.
Mamma og pabbi reyndu
aldrei að koma í veg fyrir að ég
færi þessa leið þótt það hafi al-
veg heyrst ó ó æ æ, ætlar hún
að verða leikkona! En það var
nú meira sagt í gríni og núna
stend ég mig að því að sjá litla
leikkonu í 4 ára dóttur minni
og hugsa það sama. Þótt þetta
sé að mínu mati skemmti-
legasta starf í heimi þá hefur
bransinn ákveðna ókosti. At-
vinnuöryggi er lítið og ferilinn
getur farið upp og niður.
En mér finnst ég bara ekki hafa
neitt val. Ég get ekki ímyndað mér að
gera neitt annað. Auðvitað er stund-
um gaman og hollt að stíga út úr leik-
húsinu, ég fór til að mynda í jóga-
kennaranám og hef verið að kenna
börnum jóga, en ástin á leikhúsinu er
mjög sterk og ég hef ekki fundið neitt
sem hrífur mig jafn mikið og leikhús-
ið eða dansinn. Ætli ég sé ekki dæmd
til að verða leikhúslistamaður.“
Heltekin af bakteríunni
Álfrún Helga lærði dans í List-
dansskóla Íslands meðfram námi í
Menntaskólanum í Reykjavík. Þegar
hún útskrifaðist 19 ára úr Listdans-
skólanum stóð hún frammi fyrir að
þurfa að velja á milli leiklistarinn-
ar eða dansins. „Ég tók skref í áttina
að leikhúsinu. Hins vegar er ég alltaf
dansari í mér en fæ mismikið að
dansa í mínu starfi. Leikhúsbakter-
ían heltók mig svo snemma og fyr-
ir utan smá uppreisn á unglings-
árunum ætlaði ég alltaf að verða
leikkona. Innst inni kom ekkert ann-
að til greina. Ég hins vegar elska að
dansa og nútímadans og leikhús eru
mjög skyld. Mörkin eru óljós.
Eftir stúdentspróf fór ég til Frakk-
lands. Ég vildi finna mig og það
sem ég vildi. Þar tók ég þá ákvörðun
að fara í leiklistarnám til London. Ég
hafði verið svo mikið í leikhúsun-
um hér heima og vildi byrja á núlli
eins og hinir. Kannski gerði ég mér
í hugarlund væntingar annarra til
mín og fannst það þrúgandi.“
Álfrún útskrifaðist frá Webber
Douglas leiklistarskólanum í
London vorið 2003. Hún lék aðal-
hlutverkið í kvikmyndinni Dís og
lék í myndum á borð við Villiljós,
Svo á jörðu sem á himni og í sjón-
varpsþáttunum Sigtinu. Hún hefur
leikið í Þjóðleikhúsinu, Borgarleik-
húsinu og hjá Leikfélagi Akureyrar
og er einnig einn af meðlimum og
stofnendum leikhópsins Ég og vinir
mínir en hópurinn vakti athygli með
dansleikhúsverkið Húmanímal árið
2009 og Verði þér að góðu árið 2011.
Aðspurð segist hún ekki alltaf í svo
heimspekilegum pælingum líkt og
í Kameljóni. „En erum við ekki öll
heimspekilega þenkjandi? Svona
af og til. Velta ekki allir fyrir sér til-
vistarspurningum á borð við: hver
ég er og hvar er þetta Ég? Persóna
Kameljóns er að leita að kjarnan-
um í manneskjunni og ég held að
við höfum skoðað flest allar sjálfs-
hjálparbækur og kerfi til sjálfsmeð-
vitundar við gerð leikritsins. Sem
var bæði fræðandi og forvitnilegt.
En það hvort ég sé einhverju nær
er annað mál. Ég held að ég verði
alla ævi að leita að því hver ég er. En
það er bara gaman. Ég er ekkert ör-
væntingarfull. Það er hollt að fara í
smá sjálfskönnun af og til, staldra
við og pæla hvort maður sé á réttri
leið; hvort maður sé að fylgja sinni
sannfæringu. Maður má alls ekki
týna sjálfum sér. Þá fer manni að
líða illa.“
Dansarinn ófullnægður
Álfrún segist ekki hafa verið villtur
unglingur enda hafi hún verið
„Ég held
að ég
verði alla ævi
að leita að því
hver ég er
Dæmd til
að vinna
í leikhúsi
Hjá Álfrúnu Helgu Örnólfsdóttur kom aldrei neitt annað til greina en að verða leikkona. Hún ólst upp í
mikilli leikhúsfjölskyldu og hefur einnig fundið sér mann innan leiklistarinnar. Indíana Ása Hreinsdóttir
ræddi við leikkonuna um ferilinn, móðurhlutverkið og stóru spurningarnar sem hún tekst á við þessa dagana.
Leikkona og dansari
Álfrún Helga fæddist inn í leikhús-
fjölskyldu. Pabbi hennar er leikskáld,
mamma hennar leikkona og afi hennar
var leikari.
Dæturnar Álfrún Helga og Friðrik eiga tvær dætur.
Margrét er fjögurra ára en Kolbrún Helga er eins árs.
M
Y
N
D
IR
J
G
Indíana Ása Hreinsdóttir
indiana@dv.is
Viðtal