Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2012, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2012, Blaðsíða 12
12 Fréttir 24.–26. ágúst 2012 Helgarblað A rion banki hefur þurft að af­ skrifa rúmlega 961 milljón króna hjá félaginu Blásalir ehf. sem úrskurðað var gjaldþrota í febrúar síðastliðnum. Athygli vekur að félagið, sem var í byggingarstarf­ semi og rekstri fasteigna, hefur ver­ ið í eigu bankans um árabil, allt frá því að Búnaðarbanki Íslands var og hét. Engin starfsemi eða rekstur hef­ ur verið í félaginu svo árum skipt­ ir og skuldir þess aðeins hækkað um tugi milljóna milli ára. Eða eins og skiptastjóri þrotabús félagsins, Jó­ hannes Ásgeirsson, sagði í samtali við DV: „Það hefur legið dautt í mörg ár.“ Átti hús ríkislögreglustjóra Samkvæmt tilkynningu í Lög­ birtingablaðinu á mánudag voru lýstar kröfur í þrotabú Blásala 961.252.392 krónur. Engar eignir fundust í búinu og var skiptum lokið í apríl án þess að nokkuð fengist upp í kröfurnar. Arion banki var eini kröfu­ hafinn, samkvæmt upplýsingum frá skiptastjóra. Fyrirtækið Blásalir var upphaf­ lega stofnað í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar en einn upprunalegu stofnenda félagsins segir í samtali við DV að meðal eigna félagsins hafi verið byggingin að Skúlagötu 21, þar sem Ríkislögreglustjóraembættið er til húsa. En í byrjun síðasta áratugar var félagið tekið yfir af Búnaðarbank­ anum og hefur það rúllað í gegnum dótturfélög Búnaðarbankans, KB Banka, Kaupþings og loks undir það síðasta Arion banka sem átti það að fullu samkvæmt síðasta ársreikningi félagsins, fyrir árið 2011. Flakkað milli dótturfélaga Samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2004 var félagið í eigu Grænabæjar ehf. sem var eignarhaldsfélag Bún­ aðarbanka Íslands. Í ársreikningi ári síðar var félagið komið í eigu Viðja ehf., sem stofnað var af Búnaðar­ bankanum og Urði ehf., og var síð­ ar sameinað Kaupþingi. Tilgangur Viðja var meðal annars að fara með eignarhluta í öðrum félögum sem höfðu það að markmiði að tryggja fullnustu og efndir krafna Kaup­ þings Búnaðarbanka á sínum tíma. Eftir því sem næst verður kom­ ist var félagið yfirtekið vegna skuld­ ar við bankann og vissu fyrrverandi eigendur ekki betur en löngu væri búið að ganga frá félaginu. Það hefur hins vegar þvælst um í eignasafni bankans í hátt í áratug og safnað skuldum með dráttarvöxtum án þess þó að vera í rekstri. Sam­ kvæmt síðasta ársreikningi Blásala, fyrir árið 2011, námu skuldir félags­ ins rúmum 363 milljónum króna. Til samanburðar voru skuldir félags­ ins í árslok 2008 rúmar 270 milljón­ ir króna. Bankamenn hissa Arion banki erfði þetta félag og sam­ kvæmt upplýsingum sem DV fékk þegar grennslast var fyrir um gjald­ þrot Blásala kom það á óvart hversu lengi félagið hafði verið í eigu bank­ ans án þess að gengið væri frá því. Sérstaklega í ljósi þess að enginn rekstur hefur verið í því undanfarin ár, skuldirnar bara hækkað og engar eignir eru í því. Samt hefur félagið ávallt skilað ársreikningum og full­ trúar bankans setið í stjórn þess. Að öðru leyti var litlar sem engar upp­ lýsingar að fá um Blásali hjá bank­ anum sem tók skuldaskell eigin fé­ lags með afskriftum. n Bankinn afskrifar hjá eigin félagi n Þvældist í eignasafni bankans um árabil Dularfullt félag í eigu Arion í þrot Sigurður Mikael Jónsson blaðamaður skrifar mikael@dv.is Blásalir ehf. Voru ekki úrskurðaðir gjaldþrota fyrr en í febrúar. Í tæpan áratug hafði fyrir- tækið þvælst í eignasafni bankans. OPNUN Á NÝJU NATUZZI GALLERÝ : Undir áhrifum Ítalskrar hönnunar. Uppgötvið nýja Natuzzi gallerýið okkar og hvernig Ítalir búa. Það er æðislegt að upplifa hlýja og kósý stemningu í Natuzzi umhverfi . Staður þar sem fólki líður vel. Natuzzi endurspeglar fullkominn samhljóm og kjarna Ítalskrar hönnunar. Við bjóðum velkomna Ítalska hönnun. 100% made in Italy www.natuzzi.com Skeifan 8, 108 Reykjavik, Tel: +354 5880640 Komið og upplifi ð nýja Natuzzi gallerýið okkar. Tilboð 199.000.kr 3. sæta 217cm, Cat.78 Tau. h
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.