Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2012, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2012, Blaðsíða 38
38 Lífsstíll 24.–26. ágúst 2012 Helgarblað Reynir Traustason Baráttan við holdið H ekla, með hvítfexta kórónu sína, gnæfir yfir sitt næsta nágrenni á Suðurlandi. Og sökum þess að hún gýs með nokkurra ára millibili eru margir smeykir við fjallið. Ekki er talið ráðlegt fyrir stóra hópa að fara upp á þetta tæplega 1.500 metra háa fjall. Í tvö ár hafði ég látið mig dreyma um að klífa eldfjallið. En einhvern veginn frestaðist það alltaf. Kannski vegna óttans um að allt yrði vitlaust þegar ég kæmi þangað upp. En svo las ég frá­ sögn ágæts fél­ aga sem lýsti göngu sinni upp. Frásögn hans var hjúpuð dulúð og ótta manns sem vissi að jörðin gæti fyrirvaralítið opnast undir fótum hans og eld­ ur og eimyrja brotist út. Þetta gat verið spurning um að vera á kolvitlausum stað á röngum tíma með skelfilegum afleiðing­ um. Félaginn lýsti því vel þegar hann kom að einum gígnum og ákvað að hita sér kaffi. Allt í einu hrökk hann í kút við tilhugsunina um að óvarleg meðferð elds gæti framkallað gos. En jörðin opnað­ ist ekki og hann slapp niður aftur. Þessi frásögn varð til þess að ég herti upp hugann og gekk ásamt eiginkonunni á virkasta eldfjall Íslands. Við hittum á stórkostlegt veð­ ur. Lengst af er leiðin stikuð og auðgengin. Þó koma erfiðir kaflar þar sem klöngrast þarf um úfið hraun með tilheyrandi erfiðleikum. Og því var ekki að neita að á köflum var manni órótt. Hvað væri til ráða ef drottn­ ingin færi að gjósa? Mér skilst að jarðfræðingar myndu vita þetta með klukkustundar fyrirvara. Það var stórkostleg tilfinn­ ing að standa á efsta tindi Heklu. Þetta var landslag eins og á tungl­ inu. Þar var að sjá jarðskjálfta­ mæli sem vaktar eldfjallið óró­ lega. Ég hafði spurnir af geðlækni og félaga hans sem hoppuðu ákaft í kringum mælinn. Við heimkomuna flýttu þeir sér síð­ an á netið til að sjá hvort hopp­ ið hefði mælst. Það kom í ljós að það mældist einn á Richter. Þess­ ir sömu félagar áttu að baki hrekk í Nor­ egi. Í frostatíð höfðu þeir tekið til kerti og eldfæri og fundið hitamæli norsku veðurstofunnar. Logandi kertinu var komið fyrir undir mælinum. Svo biðu þeir eftir veð­ urfregnum í útvarpinu. Norski veðurfræðingurinn gekk í gildr­ una og lýsti því að sjö stiga hiti væri í miðborg Oslóar í miðjum frostakaflanum. Við hjónin stigum varlega til jarðar í því skyni að vekja ekki upp eitthvað sem við réðum ekki við. Við dvöldum drykklanga stund á efsta tindi og sigruð umst á óttanum áður en haldið var niður aftur. Daginn eftir fékk ég SMS frá félaga mínum þar sem upplýst var að Hekla væri farin að gjósa. Félaginn vitnaði til fésbók­ arsíðu manns sem var við rætur eldfjallsins. „Þarna munaði litlu,“ sagði ég við konuna. Örskömmu síðar kom annað SMS um að maðurinn við Heklu hefði upp­ lýst að bólstrarnir á toppi fjalls­ ins væru ský. Enn er beðið eftir Heklu. Hoppað á Heklu É g ætlaði aldrei að vera svona lengi en svo kynntist ég barns­ föður mínum, stofnaði fjöl­ skyldu og startaði fyrirtæki. Eitt leiddi af öðru og áður en ég vissi var ég farin að lifa þessu danska lífi og fannst ég ekki vera að missa af neinu á Íslandi. Í haust fann ég í fyrsta skiptið fyrir raunverulegri heimþrá og tók ákvörðun um að fara aftur á heimaslóðirnar,“ segir athafnakon­ an Marín Manda Magnúsdóttir sem flutti heim til Íslands í nóvember eftir tíu ára dvöl í Danmörku. Enn svolítið útlensk Marín Manda er enn að koma sér inn í íslenskt samfélag eftir langa fjar­ veru. „Ég er svolítið útlensk ennþá. Það hefur tekið tíma að komast með fæturna niður á jörðina,“ segir Marín Manda sem hefur komið sér og börn­ unum fyrir í íbúð í Kópavogi. Hún skildi við barnsföður sinn í lok árs 2010 en Alba Mist er sjö ára og Bast­ ian Blær er fjögurra ára. „Strákurinn er kominn inn á leikskóla þar sem hann blómstrar og hún fer að byrja í skóla. Þau tala bæði tungumálin og eru alsæl hér á landi. Frelsið hérna er nýtt fyrir þeim; að geta bara farið út að leika. Í Danmörku viðgengst það ekki. Þá er maður meira með börn­ in í bandi. Mér finnst þau hafa þrosk­ ast svo ótrúlega mikið á svo stutt­ um tíma. Hér í Kópavogi eru flestar af mínum bestu vinkonum með sín börn og hér er fjölskyldan mín. Ég flutti að heiman 18 ára gömul og hafði ekki búið í sama landi og for­ eldrar mínir fyrr en núna. Þau bjuggu úti í Bandaríkjunum um tíma og svo flutti ég út. Þetta er því bara eitt stórt „reunion“. Við erum öll að tengjast aftur,“ segir hún brosandi og bætir við að vissulega séu börnin ánægð að vera komin nær ömmu sinni og afa. „Fjölskyldan hefur hins vegar meiri áhyggjur af því að fá engan frítíma lengur; að núna þurfi þau að fara að passa,“ segir hún hlæjandi. Með vinnuleiða Um svipað leyti og Marín Manda gekk í gegnum skilnaðinn var henni boðið starf á Íslandi. „Ég hugs­ aði það sem stökkpall og ákvað að prófa. Ég sé ekki eftir því. Fyrir mér var þetta rétti tíminn þótt margir hafi sagt að ég væri rugluð að flytja heim á krepputímum. En ég var til­ búin að hefja nýtt líf og er komin á þá braut sem ég þurfti á að halda. Ég hafði verið meira og minna í bis­ ness síðan ég fór út en er núna kom­ in í skóla. Ég hafði staðið í verkefn­ um, vinnu og barnauppeldi í langan tíma og var komin með ákveðinn vinnuleiða. Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað nýtt til að rækta sjálfa mig. Þess vegna ákvað ég að skella mér í nám í Háskólanum í Reykjavík. Skólinn er rétt byrjaður og ég er alls ekki ellismellurinn á svæðinu, eins og ég hafði óttast. Það er samt alltaf jafn fyndið að segja við dóttur mína að við verðum að drífa okkur í skól­ ann,“ segir Marín Manda sem er að læra viðskiptafræði. Spennandi tímar Hún stofnaði og rak barnafataversl­ unina Baby­Kompagniet.dk og sá um tíma um vefverslunina skor.is. Þrátt fyrir að vera ekki í rekstri í dag segir hún margt í pípunum. „Ég er alltaf með einhverjar hugmyndir. Það vantar ekki. Það eru spennandi tímar fram undan en það er ekki tímabært að fara nánar út í það eins og stend­ ur. Annars er ég að selja föt á netinu, þótt það kallist kannski ekki bisness. Þegar maður hefur átt barnafatabúð hefur maður sankað að sér mörgu í gegnum tíðina. Þess vegna ákvað ég að skella í eina svona Facebook­ síðu og sjá hvort fólk vildi kaupa eitt­ hvað af þessu. Ef maður getur komið þessu í pening þá flott en ef ekki þá fær Rauði krossinn þetta,“ segir hún en markaður hennar heitir MM Fata­ markaður. Hamingjan mikilvægust Hún segist ekki merkja mikinn mun á íslensku samfélagi á þessum tíu árum sem hún var í burtu. „Auðvitað eru margir sem hafa lent í hremm­ ingum og peningavandræðum en annars er tíðarandinn svipaður. Mér finnst fólk að vísu opinskárra, fleiri tala um sín vandamál en eru ekki að sópa þeim undir teppið eins og hér áður. Í dag eru margir í svip­ aðri stöðu og fólk skammast sín ekki. Samheldnin er líka meiri. Fyrir sjálfa mig var nauðsynlegt að koma aftur. Í dag er meiri ró í mínu hjarta; hér fæ ég að halda áfram að lifa eðlilegu lífi. Fyrir kreppu ætluðu sér allir að verða stórlaxar, frægir og ríkir, en nú er fólk sáttara og ánægðara í eigin skinni. Fólk hefur minna á milli handanna og er ánægðara með það sem það hefur. Ef einhver hefur svo mikið sem efni á Stöð 2 er því póstað á Facebook því það er svo mikið ánægjuefni. Fólk gleðst yfir hlutum sem það pældi lítið í áður. Og það er jákvætt. En svo eru alltaf einhverjir sem geta ekki sætt sig við hlutina. Sjálf er ég mikill bóhem. Ég hef verið fátækur námsmaður en líka haft það alveg ofsalega gott. Ég er búin að upplifa allan pakkann og veit að peningar skipta ekki máli ef þú get­ ur fundið hamingjuna í því sem þú ert að gera akkúrat núna.“ Heillaðist af glaðlyndinu Aðspurð segist hún hamingjusöm í dag. „Algjörlega. Og ég er mjög skot­ in. Ég hef fundið einhverja ró sem ég hafði ekki áður,“ segir hún en sá heppni er söngvarinn og Game Tíví umsjónarmaðurinn Sverrir Berg­ mann. „Við þekktumst ekki hér áður fyrr og ég vissi voðalega lítið um hann. Það sem heillaði mig við hann var það hvað hann er ótrúlega hreinn og beinn. Hann er algjörlega niðri á jörðinni, glaðlyndur og svo góður við fólk,“ segir hún brosandi. Hún segir skilnaðinn hafa ver­ ið í góðu og að forræðið yfir börnun­ um sé sameiginlegt. „Við erum góðir vinir og sem betur fer höfum við náð að gera þetta allt sem auðveldast fyr­ ir krakkana. Ég sé ekki eftir neinu. Ef ég hefði ekki hitt þennan mann ætti ég ekki þessi yndislegu börn. Vissu­ lega eiga þau eftir að snúa til baka einhvern tímann en þá fer ég með. Ég er fylgifiskur í þeirra lífi. Börnin munu alltaf ganga fyrir. Ég mun þá bara að­ laga mig.“ Elskar Kolaportið Marín Manda hefur alltaf haft áhuga á tísku og hönnun og það er ekki hægt að sleppa henni án þess að spyrja hana hvað henni finnist um tískuna á Íslandi. „Við erum rosalega dug­ leg að herma eftir hvert öðru,“ seg­ ir hún hlæjandi en bætir við að það séu í rauninni tveir tískustraumar hér á landi. „Eins og ég lít á það eru það annars vegar hipsterar, bóhemar og þessar Spútnik­týpur og svo þeir sem klæða sig eins og eru venjulega í þessum Sautján­fatnaði. Ég vildi að við værum duglegri að versla að utan. Eflaust eiga verslunarmenn eft­ ir að hata mig fyrir að segja þetta. Það hafa ekki allir efni á að fara í verslun­ arferðir en það eru margar vefsíður í boði með flottum vörum. Auðvitað vilja allir vera fínt klæddir en búðirn­ ar hér bjóða mikið upp á það sama og svo verður líka að segjast eins og er að fatnaður á Íslandi er ofboðslega dýr. Sjálf versla ég ekki mikið hér heima. Ég nota gjarnan síðurnar Asos, Nelly. com, eBay og Boho og fer á alla mark­ aði sem ég kemst á. Ég fer reglulega í Kolaportið og elska það; þrátt fyrir fisklyktina. Ég er ánægðust ef ég næ að gera góð kaup þar. Þá finnst mér ég rosalega rík.“ n Börnin alltaf í forgangi Athafnakonan Marín Manda Magnúsdóttir er flutt heim eftir tíu ára dvöl í Danmörku. Hún er skilin og búin að koma sér og börnunum vel fyrir í Kópa- vogi. Hún er komin í skóla og er hamingjusöm, enda skotin upp fyrir haus. „Ef ég hefði ekki hitt þennan mann ætti ég ekki þessi yndislegu börn Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is Viðtal Marín Manda Er alltaf með einhver járn í eldinum. Nú er hún að læra við- skiptafræði og ætlar svo að halda áfram í bissness.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.