Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2012, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2012, Blaðsíða 2
2 Fréttir 24.–26. ágúst 2012 Helgarblað Ráku hreindýr í dauðann 3 Veiði­menn fyr­ ir austan urðu uppvísir að því að nota flug­ vél til að reka lúsgæfa hrein­ dýrahjörð af friðlandi. Örn Þorleifsson, bóndi og eigandi farfuglaheimilisins Húseyjar á Aust­ urlandi, fordæmdi þessa hegðun, en veiðimennirnir flugu ítrekað lágt yfir hjörðinni til þess að reka hana yfir á jörð þar sem þeir gátu skotið dýr­ in. „Þetta er eilíf barátta við þessa skotsóða, þetta eru örfáir menn sem haga sér svona,“ sagði hann í samtali við blaðið. Þráast við að víkja 2 DV birti þriggja síðna úttekt um embættis menn sem hafa ekki vikið úr emb­ ætti þrátt fyrir að hafa orðið upp­ vísir að mistök­ um. „Fólk á það fyrst og fremst við sjálft sig hvenær það telur rétt að fara, starfsins og sjálfs sín vegna,“ sagði Björn Valur Gíslason þingmaður, annar af við­ mælendum, blaðsins í úttektinni. DV taldi upp fjölmörg dæmi þar sem menn hafa þráast við að hætta störfum þrátt fyrir að hafa orðið á í messunni. Taka smálán fyrir dópi 1 DV ræddi við for­ eldra fíkla sem eiga það sam­ eiginlegt að hafa safnað skuldum hjá smálánafyr­ irtækjum til að fjármagna neyslu fíkniefna. Móðir 19 ára fíkils sagði að sonur sinn væri nú stórskuldug­ ur eftir slíkar lántökur. Foreldrarnir spurðu hvort talist gæti eðlilegt að fyrirtækin lánuðu ungum einstak­ lingum sem aldrei myndu fá lán hjá öðrum lánastofnunum, fyrir vímu­ efnaneyslu þeirra. Áfengisráðgjafi á Vogi tók í sama streng og sagði vandamálið víðtækt. Fréttir vikunnar Þessar fréttir bar hæst í DV í vikunni Særún býr í bílnum Sínum w w w .d v .i s F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð 20.–21. ágúst 2012 Mánudagur/Þriðjudag ur 9 5 . t b l . 10 2 . á r g . l e ið b . v e r ð 4 2 9 k r . unglingar í skuldafeni smálánin fara í dóp„Þetta er svo siðlaust n Foreldrar eru ráðþrota n „Stórt vandamál,“ segir ráðgjafi á Vogi n „Kallaði þetta bara glæpafyrirtæki“ bjarni fluttur í glæsihús í Köben „Já, ég er bara nýfluttur „Ég vona að enginn sjái mig Veldu réttu fartölvuna n Allt sem þú þarft að vita um skólatölvuna n Tölvur sem sérfræðingar mæla með Pete burns í reðasafnið Aldrei fleiri svipt sig lífi ný leka- síða á íslandi bandarískir hermenn í krísu 14–1510–11 18–19 brasilíumenn vilja fjölmiðlaveldi 8 26 12 íslenskir fangar erlendis ekki gleymdir ræðismenn vinna launalaust n Öryrki í fjötrum fátæktar útt ekt Við tal 4 2–3 fæstir axla ábyrgð w w w .d v .i s F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð 22.–23. ágúst 2012 miðvikudagur/fimmtu dagur 9 6 . t b l . 10 2 . á r g . l e ið b . v e r ð 4 2 9 k r . sitja sem fastast þrátt fyrir mistök Þau viðurkenndu mistök sín n Erfitt að segja embættismönnum upp n Telja sig saklausa n Njóta víða hylli n Móðir drengs sem svipti sig lífi hvetur til umr æðu Flugvél rak hreindýr í dauðann gegn einelti í minningu Dagbjarts Með ömmu í flúðasiglingu Andri Ólafsson fréttamaður Barist um leiguíbúðir „Pínulitlar íbúðir á uppsprengdu verði svona aug- lýsa þeir smálánin Pólitísk ráðning n Flokksbróðir ráðherra ráðinn til Þróunarsam vinnustofnunar Patti Smith í Hróknum Gerð að heiðursfélaga 26 27 4 8 10 n „Eilíf barátta við þessa skotsóða“ Albert Guðmundsson Guðmundur Á. Stefánss on Þórólfur Árnason Steinunn V. Óska rsdóttir Bjarni Harðarson Eyþór Arn alds 3 12–14 Dagbjartur Heiðar Arnarsson fæddur 15.02.2000 – dáinn 23.09.2011 2 Þ etta er eilíf barátta við þessa skotsóða, þetta eru örfáir menn sem haga sér svona,“ segir Örn Þorleifsson, bóndi og eigandi farfuglaheimilisins Húseyjar á Austurlandi. Veiðimenn notuðu flugvél á laugardagskvöldið til þess að hrekja hóp hreindýra frá jörð Arnar og á stað þar sem þeir gátu skot- ið þau. „Þetta er bara svo ljótt,“ ítrekar Örn. Hann leyfir ekki veiðar á hrein- dýrum á sinni jörð og því er ólöglegt að skjóta þau þar. Venjulega leita þau af sjálfsdáðum út fyrir jörðina í sept- ember en Örn segir veiðimennina hafa verið óþreyjufulla og æsta í að ná í tarfana, sem hafi verið einstaklega stórir og glæsilegir. Hann vill halda verndarhendi yfir dýrunum og ferða- menn eru almennt mjög hrifnir af þeim. „Þetta er spurning um náttúru- vernd og svo er hreindýrið aðalsmerki ferðaþjónustunnar hér,“ segir Örn um málið. „Ekki í anda veiðimennsku“ Örn rekur farfuglaheimilið Húsey. Hann segir dýrin hafa verið mjög gæf þar sem umgangur manna hafi verið mikill í kringum þau. „Þau voru ekki mjög stygg dýrin – við höfum riðið framhjá þeim með gesti tvisvar sinn- um á dag og það þótti ekkert sport að veiða þau. Þetta var bara slátrun sem slík,“ segir Örn og bætir við að þau hafi verið skotin af stuttu færi. Hann kveðst ekkert hafa á móti veiðum en svona veiði sé ekki til eftirbreytni: „Það er ekki í anda veiðimennsku að gera svona. Þetta er ekki það sem veiðimenn eiga að stunda. En þess- ir menn eru mjög hreyknir af þessu.“ Það voru sautján tarfar á jörðinni og nú eru ellefu eftir. Dýrin sem voru felld voru stór og mikil. Á skjön við siðareglur Samkvæmt siðareglum Skotvíss eiga menn að ráðfæra sig við landeigendur þegar þeir veiða, en það var ekki gert í þessu tilfelli. Eins og áður segir leyf- ir Örn ekki veiðar á jörð sinni. Það er einnig gegn siðareglunum að stæra sig af bráð sinni. Örn leitaði bæði til flug- turnsins á Egilsstöðum og lögreglunn- ar vegna málsins enda taldi hann að athæfi veiðimannanna hlyti að vera glæpsamlegt – þannig hafi tilþrifin verið hjá flugmanninum. Hann segir að flugvélinni hafi ítrekað verið steypt niður til þess að reka dýrin af jörð hans og þangað sem þau væru löggilt bráð. Lögreglan á Egilsstöðum sagðist í samtali við DV þekkja til málsins þó að það hafi ekki verið kært til hennar formlega. Segir Umhverfisstofnun að- gerðalausa Örn kveðst hafa leitað til Um- hverfisstofnunar vegna málsins og segir að lítið hafi verið um við- brögð hjá stofnuninni. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofn- un er ólöglegt að smala hreindýr- um, með hvaða hætti sem er, en sé það gert er það í höndum lög- reglunnar að framfylgja þeim lög- um. Starfsmaður stofnunarinnar sem DV ræddi við sagðist þó ekki þekkja nægilega mikið til um mál- ið til þess að geta tjáð sig um það. Örn segist lengi hafa barist fyrir því að dýrin séu ekki skotin á hans jörð enda rekur hann ferðaþjónustu á svæðinu, en litla hjálp sé að fá hjá yfirvöldum vegna málsins. Flugvél til að reka hreindýr í dauðann n Landeigandi segir veiðimenn hafa steypt flu gvél að hreindýrum Öfgafemínista blæðir n Umdeildur pistill á Knúz.is H eimurinn er þannig að blæð- ingar eru kvenna og aðeins kvenna. Það er mín reynsla að blæðingar eru jaðarsettari sem umræðuefni í kynjablönduðum hópum en kynlíf, hægðir og jafn- vel sjálfsfróun,“ skrifar Hildur Lilli- endahl á vefsíðuna Knúz.is á þriðju- dag, en þar fjallar hún um blæðingar og vitnar til orða Gloriu Steinem um það hvernig heimurinn væri ef blæðingar væru hlutskipti karla en ekki kvenna. Þar að auki segir Hild- ur frá sinni eigin reynslu um það hvernig það er að byrja skyndilega á túr, óviðbúin í strætó. Pistillinn reyndist vera mjög umdeildur og setti athugasemdakerfi DV.is nánast á hliðina þegar fjallað var um málið. Í pistlinum bendir Hildur á að Gloria Steinem, sem er banda- rískur femínisti, blaðamaður og að- gerðasinni, taldi að ef það væri hlut- skipti karla að hafa á klæðum þá myndi hægri vængur stjórnmála- manna og bókstafstrúarmenn túlka blæðingar sem ótvíræða sönnun þess að einungis karlar gætu þjón- að Guði og þjóð í stríði, setið í æðstu pólitískum embættum og fleira. Í stað þess að gera lítið úr þeim fyr- ir að hafa tíðir væri þeim því þess í stað hampað. En Hildur bendir á það að í raunveruleikanum eru blæðingar kvenna og aðeins kvenna og kon- ur eiga það til að afsaka sig þegar þær ræða blæðingar þannig að karl- menn heyri til. „Af því að við erum allar búnar að læra að beygja okk- ur undir þá hugmynd að karlar eigi ekki að þurfa að hlusta á blæðinga- tal,“ segir Hildur „Mig langar að snúa þessu við. Mig langar að geta sagt hverjum sem er að ég sé á bull- andi túr án þess að uppskera grettur eða taugaveiklun eða hroll eða skilaboð sem segja á einn eða ann- an hátt: þú hefðir ekki átt að segja mér þetta, ég vil ekki vita þetta, láttu mig í friði, ég er vandræðalegur, mig langar að æla etc.“  Hildur segir í kjölfarið sína eigin sögu af því hvernig það er að byrja skyndilega og óviðbúið á túr í strætó á leiðinni í vinnuna og hvernig hún þurfti að fara rakleiðis heim, sitjandi á plastpoka. Fréttir 3 Miðvikudagur 22. ágúst 2012 „Þetta er ekki það sem veiðimenn eiga að stunda. En þess- ir menn eru mjög hreyknir af þessu. Símon Örn Reynisson blaðamaður skrifar simon@dv.is Ósáttur Örn Þorleifsson landeigandi segist þurfa að heyja eilífa baráttu við skotsóða. Smalað Hreindýrunum var smalað af landi Arnar með flugvél og síðan voru þau skotin. Á túr í strætó Hildur seti netheima í talsvert uppnám með pistli sínum. Pólitísk ráðning Reynsla frá þróunarlöndum „æskileg“ Góðir kostir fyrir starfið eru tald- ir háskólamenntun sem nýtist í starfi, þekking af verkefnastjórn og áætlanagerð sem og „Þekking á þróunarmálum og á að minnsta kosti einu af þeim sviðum sem stofnunin vinnur að í Malaví, eink- um lýðheilsu.“ Lipurð í samskipt- um og upplýsingamiðlun eru kostir en sama gildir um reynslu af störfum í þróunarlöndum sem er talin „æskileg“. Almennt virð- ist sem starf Guðmundar í bæjar- stjórnarmálum í Hafnarfjarðarbæ sé talið honum til kosta en Þró- unarsamvinnustofnun starfar náið með héraðsstjórn Mangochi-hér- aðs. Lipurð í samskiptum Reynsla Guðmundar af sveitar- stjórnarmálum er töluverð. Auk bæjarstjórnarstólsins hefur hann setið í bæjarstjórn Hafnarfjarðar frá árinu 2002 og var varabæjar- fulltrúi kjörtímabilið þar á undan. Hann hefur meðal annars átt sæti í bæjarráði og var formaður þess. Hann hefur jafnframt verið for- maður Fjölskylduráðs og forseti bæjarstjórnar. Guðundur Rún- ar tók þátt í forvali Alþýðubanda- lagsins árið 1982 og var kosninga- stjóri flokksins í Hafnarfirði árið 1994. Hann hefur ítrekað skrifað stuðningsgreinar til handa Lúðvík Geirssyni, fyrrverandi bæjarstjóra Hafnarfjarðar og þingmanni Sam- fylkingarinnar en Lúðvík sest nú aftur í bæjarstjórn í fjarveru Guð- mundar enda fyrsti varamaður Samfylkingarinnar. Guðmund- ur beitti sér innan Samfylkingar- innar í formannsslag Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur fyrrver- andi utanríkisráðherra og Össur- ar. Guðmundur virðist almennt vel liðinn, varkár og hófsamur ef marka má ummæli þeirra sem til hans þekkja. n Ísland og Malaví Malaví er land á stærð við Ísland í suðausturhluta Afríku og telst lítið land á afrískan mælikvarða, eða um 120 þúsund ferkílómetrar að stærð. Landið er eitt það þéttbýlasta í Afríku með um 13 milljónir íbúa og jafnframt meðal fátækustu landa í heimi. Fjöl- breytt náttúra einkennir landið, með hásléttum og gróðursælu láglendi. Landið er þéttbýlt en frjósamt og mikill meirihluti landsmanna lifir af landbúnaði; te-, kaffi-, gúmmí-, og tóbaksrækt til útflutnings, en maís, kassavarót, hrísgrjón og kartöflur eru helstu matvælategundirnar sem ræktaðar eru til neyslu innanlands. Flest verkefni Þróunarsamvinnu- stofnunarinnar í Malaví eru í Mangochi héraði. Verkefni ÞSSÍ eru á sviði heilbrigðismála, menntunar, fiskimála og vatns- og hreinlætisver- kefna. Auk þess styður ÞSSÍ fjárhags- lega við sjúkrahús í höfuðborginni Lilongwe og styður við verkefni sem snýr að konum sem hafa orðið fyrir heimilisofbeldi. Þróunarsamvinna ÞSSÍ og malavíska ríkisins hófst árið 1989 og af verkefn- um Þróunarsamvinnustofnunar fær Malaví stærstan hluta aðstoðarinnar. HEiMiLd: VEfSíða ÞRÓUnaRSaMVinn UStofnUnaR Henti sígarettu og velti bílnum Ökumaður á þrítugsaldri missti stjórn á bifreið sinni á þriðjudag þegar hann henti sígarettu út um þaklúgu bílsins. Maðurinn hefði betur sleppt því en bifreiðin valt tvo hringi og stórskemmdist. Sauma þurfti á annan tug spora í höfuð ökumannsins og allmörg í hægri hönd hans. Við rannsókn lögreglunn­ ar á Suðurnesjum á vettvangi kom í ljós að bíllinn hafði hafn­ að á þriðja tug metra fyrir utan Garðskagaveg og hafnað þar á hjólunum. Maðurinn var með útrunnið ökuskírteini að því er segir í tilkynningu frá lögreglu. Þetta var ekki eina umferðar­ óhappið sem lögreglan á Suðurnesjum hefur þurft að sinna í vikunni því á miðvikudag gerðist það á Reykjanesbraut­ inni að hjólbarði losnaði und­ an rútu sem ekið var áleiðis til Reykjavíkur. Ekki vildi betur til en svo að hjólbarðinn kastað­ ist yfir veginn og lenti á annarri bifreið. Sem betur fer urðu ekki slys á fólki. Harmleikur í Lautasmára Ekki er talið að það hafi borið að með saknæmum hætti þegar ung­ ur maður féll fram af svölum á 11. hæð blokkar við Lautasmára í Kópavogi á þriðjudag samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Málið er því ekki rannsakað sem saka­ mál. Tilkynnt var að maður hefði fallið fram af svölum háhýsisins á þriðjudagsmorgun og var lögregla og sjúkralið kallað til. Maðurinn var samkvæmt fyrstu fregnum af atvikinu fluttur mjög alvarlega slasaður á slysadeild Landspítal­ ans í Fossvogi þar sem hann var úrskurðaður látinn. Dalvegi 16b Sími: 554-2727 ERTU ÖRUGGUR? Gardsman Hugna ehf býður sumarhúsa eigendum aflátt á GSM öryggiskefurm frá GARDSMAN fram til mánaðarmóta. Komið og skoðið möguleika og verð. Engin áskrift, þitt eigið kerfi. www.hugna.is SÝNDU FYRIRHYGGJU EKKI VERÐA FYRIR STÓRTJÓNI S ú var tíðin að forstjóri Flug­ félags Íslands, sem nú heit­ ir Icelandair slóst í för með fylgdarsveit forsetans í þau skipti sem þjóðhöfð­ inginn flaug með félaginu. Mörg ár eru síðan sú hefð var lögð nið­ ur innan fyrirtækisins enda nokk­ uð algengara en áður að Bessa­ staðabændur nýti sér þjónustu fyrirtækisins. Fylgdarsveit forset­ ans hefur nokkuð verið til umfjöll­ unar undanfarið. Í bréfaskriftum milli Jóhönnu Sigurðardóttur for­ sætisráðherra og Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands sem RÚV birti á dögunum sést að for­ sætisráðuneytið vill leggja fylgdina af. Því hefur Ólafur Ragnar and­ mælt enda sé vinnuframlag hand­ hafanna þá orðið að engu. Forsætisráðherra leggur til að Lögreglustjórinn á Suðurnesjum fái það hlutverk að fylgja Ólafi í flug­ ferðir enda fari umdæmið þegar með öryggismál og skipulagningu þegar kemur að ferðalögum Ólafs Ragnars í gegnum Keflavíkurflug­ völl. Þessu hefur forsetaembættið andmælt enda telur embættið að formlegt valdaafsal fari fram með handabandi á flugvellinum. Þá benti forseti á í bréfaskriftum við forsætisráðherra að sé fylgdinni ekki viðhaldið sé sem skyldu hand­ hafa forsetavaldsins vinnuframlag þeirra nánast orðið að engu. Kvarnast úr fylgdinni Nokkuð hefur kvarnast úr fylgdarliði forsetans undanfarin ár. Þannig tíðkaðist það áður fyrr að þrír handhafar forsetans fylgdu honum á flugvöllinn eða niður á höfn sem reyndar var algengt á þeim árum sem hefðin er sótt til. Auk handhafatríósins máttu fyrri forsetar eiga von á fylgd for­ stjóra Flugleiða á völlinn. Með því vildi fyrirtækið sýna embættinu virðingu. Ólafur hefur mátt gera sér fylgd Markúsar Sigurbjörns­ sonar, forseta hæstaréttar, að góðu en mörg ár eru síðan ákveðið var að tíma forsætisráðherra væri bet­ ur varið á öðrum vettvangi. Þá hef­ ur forseti Alþingis gjarnan komið sér undan því að fljóta með forset­ anum. Farþegar og forseti Líkt og fylgd handhafanna hafði aðkoma forstjóra Flugleiða ekkert lögformlegt gildi og byggði aðeins á hefð. Mörg ár eru síðan siður­ inn var lagður af innan fyrirtækis­ ins. Icelandair hefur þó ekki lagt af allt pjátur eða prótókól þegar flytja á persónugerving íslenska lýðveld­ isins á milli landa. „Þegar forset­ inn er í opinberum erindagjörðum þá tekur flugstjórinn á móti hon­ um við innganginn í vélinni,“ seg­ ir Guðjón Arngrímsson talsmað­ ur Icelandair. Guðjón segir þá hefð hafa myndast innan fyrirtækisins að flugstjórinn komi fram og taki í hönd forsetans og bjóði hann vel­ kominn. „Síðan er forsetinn ávarp­ aður sérstaklega í ávarpinu til far­ þega,“ segir Guðjón og bætir við að með þessu vilji fyrirtækið ein­ faldlega votta forsetaembættinu virðingu. Ef svo óheppilega vill til að erlendir viðskiptavinir félags­ ins þekki ekki til starfa og persónu Ólafs Ragnars er gengið úr skugga um að þeim sé fullkunnugt um að forseti Íslands sé um borð. Sú til­ kynning er reyndar bæði flutt á ensku og íslensku. Tímafrekt vesen Fyrir hinn almenna flugfarþega er ekki án hindrana að fljúga, skrá þarf inn töskuna, ganga í gegnum öryggishlið og bíða í röð. Fljúg­ andi forsetar sleppa að mestu við vandræðagang eins og langar rað­ ir og tafir við að bóka inn töskur. Hins vegar hefur sú hefð myndast að forsetinn fari síðastur um borð í flugvél, á eftir öðrum farþegum. Þannig þarf forsetinn að bíða eftir öðrum farþegum á afviknum stað á stöðinni. Það er lögregluembættið á Suðurnesjum sem fer með ör­ yggismál forsetans innan vallar­ ins. Þar vildu menn ekki upplýsa blaðið um nákvæma útlistun á ferðum Ólafs í gegnum flugvallar­ bygginguna þar sem huga yrði að öryggi forsetans. Miðað við þetta er því sama hversu tímanlega er lagt af stað frá Bessastöðum til Keflavíkur, ávallt skal biðin lengst hjá þjóðhöfðingj­ anum. Fremstur meðal jafningja virðist því leiða hjá sér að stíga síð­ astur inn á Saga Class. n Forstjóri flugfélagsins fylgir ekki lengur n Forsetinn síðastur í vélina„Síðan er forsetinn ávarpaður sérstak- lega í ávarpinu til farþega. Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is Síðastur á Saga Class Fylgdin Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands ásamt fylgdarmanni, Markúsi Sigur- björnssyni forseta Hæstaréttar. Stjórnsýslan og lýðveldið Forsætisráðherra hefur ekki fylgt forsetanum til Keflavíkur í áraraðir. Myndin er því ekki tekin af tilefni ferðalaga forsetans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.