Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2012, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2012, Blaðsíða 15
Á heimasíðu Múla kemur fram að „Þökk sé þrotlausri vinnu hug- búnaðarsérfræðinga okkar getur Múla metið greiðsluhæfi lántakenda sinna án þess að þeir þurfi að fram- vísa einu einasta bréfi eða afhenda nokkur gögn.“ Á Facebook-síðu fyr- irtækisins vekur maður athygli á þessu og fær þau svör frá Múla að þetta sé gert með rafrænu greiðslu- mati þeirra, þeir fái þó ekki upplýs- ingar frá viðskiptabanka viðkomandi en þeir hafi aðrar leiðir til að athuga hvort viðkomandi segi satt og rétt frá í greiðslumatinu. Mikill gróði Þar sem þrjú fyrirtækjanna fimm eru tiltölulega ný á markaði þá hafa þau ekki skilað ársreikningum. Elstu fyrirtækin, Kredia og Hraðpeningar hafa hins vegar skilað ársreikning- um fyrir 2009 og 2010. Árið 2010 skilaði Kredia tæplega 16 milljóna króna hagnaði og það sama ár skil- aði Hraðpeningar rúmlega 14 millj- óna króna hagnaði. Ársreikingar frá fyrirtækjunum fyrir árið 2011 eru væntanlegir og líklega má búast við að hagnaðurinn hafi aukist í takt við ört vaxandi fyrirtækin. Frumvarp til laga um neytenda- lán er nú til meðferðar hjá efna- hags- og viðskiptanefnd Alþing- is. Frumvarpið tekur meðal annars til smálánafyrirtækja og eru þeim sett ítarleg skilyrði fyrir lánveiting- um. Taki lögin gildi munu fyrirtæk- in þurfa að greina frá öllum kostn- aði vegna lántöku í kynningarefni sínu auk þeirrar heildarfjárhæðar sem lántakandi þarf að greiða. Þá þurfa fyrirtækin, áður en lánin eru veitt, að kynna lántakendum af- leiðingar þess að standa ekki í skil- um. Upplýsa þarf lántakendur um allar breytingar á vaxtakjörum áður en þær taka gildi og verða fyrirtækin jafnframt skylduð til að meta láns- hæfi viðskiptavina. Neytendastofa mun annast eftirlit með starfsemi smálánafyrirtækja. n EigEndur í fElulEik Fréttir 15Helgarblað 24.–26. ágúst 2012 Grafarvogur / Bakkastaðir 6 - 12 ára ALMENN NÁMSKEIÐ k e r a m i k m á l u n - v a t n s l i t u n - l i t a s k y n j u n l j ó s m y n d u n i n d e s i g n - p h o t o s h o p VETRARNÁMSKEIÐ www.myndlistaskolinn.is t e i k n i n g f o r m - r ý m i Almenn námskeið byrja 15. september Barna- og unglinganámskeið byrja 22. sept. 15.15-17.00 fim. 6 - 9 ára Myndlist - Bakkastöðum / Brynhildur Þorgeirsd 15.00-17.15 mið. 10 - 12 ára Myndlist - Bakkastöðum / Brynhildur Þorgeirsd. 17.30-21.30 mán. Teikning 1 Sólveig Aðalsteinsdóttir 17.30-21.30 þri. Teikning 1 Þóra Sigurðardóttir 17.30-21.30 mið. Teikning 2 Sólveig Aðalsteinsdóttir 09.00-11.45 fim. Teikning 1 morguntímar Katrín Briem 17.45-21.30 mán. Módelteikning Þorbjörg Þorvaldsdóttir 09.00-11.45 mán. Módelteikning morguntímar Þóra Sigurðardóttir 17.45-20.30 mið. Módelteikning framhald Katrín Briem 11.00-12.00 lau.20/10 Teikning þvert á tíma og tækni Þóra Sigurðardóttir 17.30-20.15 mið. tímabil: 20.10-07.11.2012 17.30-20.15 mán. Málun 1 Jón Henrysson 17.30-20.15 mið. Málun 2 Sigtryggur B. Baldvinss. 17.30-20.15 þri. Málun framhald Jón B.K. Ransú 13.15-16.00 fös. Frjáls málun Sigtryggur B. Baldvinss. 16.15-19.00 fim. Frjáls málun Sigtryggur B. Baldvinss. 17.30-20.40 mán. Litaskynjun Didda Leaman 09.00-11.45 þri. Málun 1 morguntímar Jón Henrysson 09.00-11.45 fim. Málun 2 morguntímar Sigtryggur B. Baldvinss. 09.00-11.45 mið. Málun framh. morguntímar Jón B.K. Ransú 10.00-12.45 lau. Málun framh. Portrettmálun Halldór Baldursson, Louise Harris og Stephen Lárus Stephen 17.30-20.15 þri. Vatnslitun framhald Hlíf Ásgrímsdóttir 09.00-11.45 mið. Vatnslitun -Teikning morgunt. Hlíf Ásgrímsdóttir 14.30-17.00 þri. Tilraunastofa í myndlist fyrir hreyfihamlaða Kristinn G. Harðarson og Sólveig Aðasteinsd. 17:30-20.40 fim. Form, rými og hönnun Sólveig Aðalsteinsdóttir Þóra Sigurðardóttir og Guja Dögg Hauksdóttir 17.30-20.15 mán. Leirkerarennsla Guðbjörg Káradóttir 10.00-15.30 lau. Ljósmyndun svart/hvít Erla Stefánsdóttir 17.30-20.20 þri. tímabil: 6.10-6.11.2012 og Vigfús Birgisson 09.00 -14.00 lau. Ljósmyndun stafræn Vigfús Birgisson 17.30-20.20 mán. tímabil: 8.10-10.11.2012 17.30-21.10 má-fi InDesign-Photoshop Magnús Valur Pálsson 10.00-13.40 lau 5 daga: 24.9-29.9.2012 INNRITUN stendur yfir BARNANÁMSKEIÐ MUNIÐ Frístundakortið 15.15-17.00 þri. 4 - 5 ára Myndlist Guðrún Vera Hjartardóttir 15.15-17.00 mið. 4 - 5 ára Myndlist Guðrún Vera Hjartardóttir 10.15-12.00 lau. 4 - 5 ára Myndlist Sigríður Helga Hauksd. og Helga Óskarsdóttir 12.30-14.15 lau. 4 - 5 ára Myndlist Sigríður Helga Hauksd. og Helga Óskarsdóttir 15:15-17.00 mán. 6 - 9 ára Myndlist Ína Salóme Hallgrímsd. 15.15-17.00 mán. 6 - 9 ára Myndlist Brynhildur Þorgeirsdóttir 15.15-17.00 þri. 6 - 9 ára Myndlist Brynhildur Þorgeirsdóttir 15.15-17.00 þri. 6 - 9 ára Myndlist Ína Salóme Hallgrímsd. 15.15-17.00 mið. 6 - 9 ára Myndlist Ragnheiður Gestsdóttir 15.15-17.00 mið. 6 - 9 ára Myndlist Karlotta Blöndal 15.15-17.00 fim. 6 - 9 ára Myndlist Karlotta Blöndal 10.15-12.00 lau. 6 - 9 ára Myndlist Ragnheiður Gestsdóttir og Karlotta Blöndal 12.30-14.15 lau. 6 - 9 ára Myndlist Ragnheiður Gestsdóttir og Karlotta Blöndal 15.15-17.30 fim. 8 - 11 ára Leirrennsla og mótun Guðbjörg Káradóttir 15.00-17.15 mán. 10 - 12 ára Myndlist Þorbjörg Þorvaldsdóttir 15.00-17.15 fim. 10 - 12 ára Video og hreyfimynd.gerð / Ragnheiður Gestsd. 15.00-17.15 fim. 10 - 12 ára Teikning-Málun-Grafík / Þorbjörg Þorvaldsdóttir 10.00-12.15 lau. 10 - 12 ára Myndasögur Inga María Brynjarsdóttir 10.00-12.15 lau. 10 - 12 Leir og Skúlptúr / Guðbjörg Kárad. og Anna Hallin UNGLINGANÁMSKEIÐ 15.00-17.55 fös. 13 - 16 ára Ljósmyndir-sígildar aðf. / Sigurður Gunnarsson 18.00-20.55 fim. 13 - 16 ára Video og hreyfimyndagerð / Ragnheiður Gestsd. 16.00-18.55 fös. 13 - 16 ára Teikning-Málun-Grafík / Þorbjörg Þorvaldsdóttir og Jón B.K. Ransú 16.00-18.55 fös. 13 - 16 ára Leirmótun / Guðný Magnúsd. og Anna Hallin 16.00-18.55 fös. 13 - 16 ára Myndasögur / Jean Posocco Innritun er hafin á www.myndlistaskolinn.is sími 551-1990 á skrifstofutíma mán-fim kl.13-17 og fös kl.13-16 n Erfitt að ná tali af eigendum smálánafyrirtækjanna n Hafa stofnað með sér samtök Svörin frá Múla: Eru ekki Ævar Rafn Björnsson og Gunnar Snævar Sigurðsson eigendur Múla? „Múla er í dreifðri eignaraðild og rétt er að Ævar er einn eigand- anna.“ Hvað finnst ykkur um þá gagnrýni sem hefur verið uppi um: 1. Að þið starfið eins og okurlánarar? „Umræðan hefur verið óvægin og stór orð fallið á síðustu dögum. Afar ósanngjarnt er að setja alla aðila undir sama hatt enda hefur Múla frá upphafi gengið lengst í að upplýsa lántakendur um kostnað við lánin, hvort sem um er að ræða vexti, lántökukostnað og seðilgjald. Múla er einfald- lega valkostur þeirra sem þurfa tímabundna lausn með skömmum fyrirvara þar sem allt er uppi á borðum.“ 2. Að þið lánið ungmennum sem engar tekjur hafa? „Sú gagnrýni er ósanngjörn í garð Múla þar sem fyrirtækið hefur frá upphafi aðeins boðið lán eftir að umsækjandi hefur farið í greiðslumat á vefnum. Að auki hefur Múla markað sér þá sérstöðu að viðskiptavinir þess eru í yfirgnæfandi meirihluta yfir 30 ára aldri. Þá sérstöðu má meðal annars merkja í auglýsing- um Múla þar sem meðal annars er varað við að taka lán til dæmis til pizzukaupa.“ 3. Kannið þið greiðslugetu fólks áður en lánað er? „Sjá svar 2.“ 4. Að algengt sé að vímuefnafíklar séu að fá smálán til að fjármagna neyslu? Kannist þið við það? „Starfsfólk Múla kannast ekki við nein tilfelli þar sem lán hafa verið veitt á slíkum forsendum.“ 5. Að starfsemin sé siðlaus þrátt fyrir að vera lögleg? „Fjölmargar starfsstéttir hafa síðustu misseri fengið á sig þann stimpil að vera siðlausar en löglegar, allt frá stjórnmála- mönnum til tryggingasala. Múla hefur frá upphafi haldið sig vel innan ramma allra laga og reglna og mun gera það um ókomna framtíð. 6. Að þið séuð sérstaklega að reyna höfða til ungmenna og þeirra sem eru lægra settir? „Múla hefur frá stofnun markað sér þá sérstöðu að viðskiptavinir þess eru í yfirgnæfandi meirihluta yfir 30ára aldri. Þá sérstöðu má meðal annars merkja í auglýsing- um Múla þar sem meðal annars er varað við að taka lán til dæmis til pizzu kaupa. Múla höfðar því ekki til ungmenna eða þeirra sem eru lægra settir.“ 7. Að auglýsingarnar séu siðlausar og sér- staklega hannaðar með ungt fólk í huga? „Slíkt á ekki við um auglýsingar Múla.“ Hafið þið einhverjar tölur um meðalaldur lántaka hjá ykkur? „Meðal lántakandi Múla er á fer- tugsaldri.“ Hvaðan koma peningarnir sem þið lánið út? „Fyrirtækið er fjármagnað af eigendum þess.“ Múla Eigendur: Gunnar Sigurðsson og Ævar Rafn Björnsson n Gunnar Sigurðsson (f. 1976) var forstjóri Baugs og hefur verið yfirheyrður í tengslum við rannsóknir á málum sem tengjast efnahagshruninu. Hann hefur starfað í Bretlandi frá árinu 2003. Ævar Rafn (f. 1965) er ekki eins þekktur og Gunnar en hann er lögmaður og hefur starfað hjá EFTA og síðar ESA, sem er eftirlitsstofnun EFTA. Þá hefur hann starfað sem lögfræðingur á viðskipta- skrifstofu utanríkisráðuneytisins. Meðstjórnendur í fyrirtækinu ásamt þeim Ævari og Gunnari eru Birkir Björns- son, Gunnar Hafsteinsson og Jökull Tómasson. Kredia og Smálán Eigandi: Leifur Alexander Haraldsson n Leifur er 35 ára og stofnandi Dempsey & Clark, sem er ráðgjafarfyrirtæki sem sérhæfir sig í markaðssetningu á netinu ásamt veflausnum, sérforritunarlausn- um og hýsingarþjónustu. Leifur er einn í stjórn en varamaður beggja félaganna er faðir Leifs, Haraldur Leifsson, sem er framkvæmdastjóri Würth á Íslandi. Leifur er auk þess skráður stofnandi fé- laganna Novuz ehf og Gríshóll ehf. Hann er prókúruhafi hjá Hópkaup, Hóptilboð, Pageflipper og 3 geitur ehf. Hraðpeningar og 1909 Eigandi: Skorri Rafn Rafnsson. n Þrátt fyrir að vera aðeins 27 ára gamall þá virðist Skorri hafa komið víða við. Hann stofnaði Hraðpen- inga árið 2009 og 1909 stofnaði hann í gegnum Hraðpeninga árið 2012 en félagið hét upprunalega Micro Finance og var stofnað árið 2011. Skorri er í stjórnarformaður og prókúruhafi félaganna Frontur ehf, Móberg ehf, S.R import ehf og Skífan ehf. Auk þess er hann varamaður í Icelimo ehf, og stjórn- armaður og prókúruhafi í Kerfisvirkni ehf. Í stjórn Hraðpeninga er bróðir Skorra, Fjölvar Darri Rafnsson sem hefur komið nokkuð víða við. Hann er stjórnarformaður og pró- kúruhafi Skífunnar, var á tímabili fram- kvæmdastjóri Office 1 Superstore og var framkvæmdastjóri Pharma Investment, dótturfélags Milestone, en það rak á tímabili 180 apótek í fimm löndum. n Hraðpeningar skilaði rúmlega 14 milljóna króna hagnaði árið 2010. Skorri Rafn var á lista yfir 110 menn, sem DV birti í janúar 2010, sem flugu með einka- þotum á vegum Glitnis og Milestone. Smálánafyrirtækið 1909 er stofnað af Hraðpeningum. Í stjórn er Óskar Þorgils Stefáns- son (f. 1983). Hann er ekki þekktur úr viðskiptalífinu, frekar en margir aðrir eigendur smálánafyrirtækjanna. Vara- maður í eins manns stjórn félagsins er Fjölvar Darri Rafnsson, sem einnig situr í stjórn Hraðpeninga og er bróðir eiganda þess félags. Fyrsta rekstrarár félagsins var í fyrra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.