Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2012, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2012, Blaðsíða 16
Þ essi rökstuðningur er bara rugl. Þar er sagt að hann passi ekki þarna inn. Hvað eru þá krakkarnir sem eru með sömu röskun og hann að gera í Klettaskóla ef hann á ekki samleið með nemendum skólans. Eru þeir þá bara út undan í kerfinu þar?“ segir Ágúst Kristmanns, fað- ir Inga Kristmanns, um rökstuðning Fræðsluráðs sem fjölskyldan fékk sendan frá menntamálaráðuneytinu vegna synjunar um skólagöngu í Klettaskóla. Inga var synjað á þeim grundvelli að hann uppfyllti ekki inntökuskil- yrði í skólann. Klettaskóli er ætlað- ur börnum sem eru með alvarlegar og miðlungs þroskahamlanir ásamt þeim börnum sem eru með vægar þroskahamlanir og viðbótarfatlan- ir. Ingi er með viðbótarfötlun en hún telst ekki nægileg til að hann fái inn- göngu samkvæmt inntökuskilyrðun- um sem tóku gildi 2008. Hentar ekki öllum Ef Ingi hefði farið strax í Klettaskóla í upphafi skólagöngu sinnar væri hann hins vegar enn í skólanum. Foreldrar hans ákváðu að láta hann taka fyrsta skólastigið, 1.–4. bekk, í sínum heimaskóla svo hann myndi kynnast krökkunum í hverfinu. Hann myndi hins vegar fara í sér- skóla þegar hann færi á næsta skóla- stig þar sem þroskamunurinn væri orðinn meiri líkt og sannast núna. Það var örlagarík ákvörðun því árið 2008 var inntökuskilyrðum í skól- ann breytt. Nú virðist Ingi ekki kom- ast inn í skólann og foreldrar hans eru ráðalausir þar sem þeim finnst hann vera kominn á endapunkt í al- menna skólakerfinu. „Þessi stefna, skóli án aðgreiningar, hentar sum- um en ekki öllum. Það er ekki það að skólinn hans standi sig ekki. Þau standa sig mjög vel en hann upplif- ir sig samt alltaf einan því þroska- munurinn er svo mikill. Hann getur aldrei litið á sig sem jafningja hinna krakkanna í almenna skólanum. Þó að hann sé í venjulegum bekk er hann kannski með bekknum svona 20 prósent af tímanum,“ segir Ágúst en tekur fram að skólafélagar Inga séu mjög góðir við hann. Hins vegar er það heitasta ósk foreldranna að Ingi fái að upplifa sig í jafningja- samfélagi með öðrum þroskahöml- uðum einstaklingum. Senda rökstuðning á móti „Hann á ekki heima í almenna skóla- kerfinu og samkvæmt rökstuðningn- um frá Fræðsluráði á hann ekki held- ur heima í Klettaskóla. Hvar á hann þá heima? Hann virðist hvergi eiga heima í skólakerfinu. Það vantar ein- hvers konar milliskóla þarna á milli fyrst hann kemst ekki þarna inn, eitt- hvað fyrir þessi börn sem lenda á milli,“ segir Ágúst. Foreldrar Inga urðu fyrir miklum vonbrigðum með svarið sem þeir fengu frá menntamálaráðuneytinu í vikunni en þeir höfðu beðið þess síð- an þeir lögðu fram kæruna um miðj- an maí. „Þetta er ekkert svar, það kemur ekkert frá þeim heldur senda þau okkur bara þennan rökstuðn- ing Fræðsluráðs. Það var búið að lofa okkur svari síðan um miðjan júlí. Núna ætlum við að senda þeim okk- ar rökstuðning á móti og vona að þau taki tillit til þess en það er svo margt sem er ekki rétt í þeirra rökstuðn- ingi,“ segir hann en greiningin sem synjun Inga byggir á var gerð þegar hann var fimm ára gamall. Hann er nú orðinn 11 ára og foreldrar hans segja margt hafa breyst síðan grein- ingin var gerð. „Við vonum bara að þau taki þetta til greina,“ segir Ágúst. 16 Fréttir 24.–26. ágúst 2012 Helgarblað Upplifir sig alltaf einan n Foreldrar Inga eru ósáttir við rökstuðning Fræðsluráðs n Ætla að svara bréfi ráðuneytisins Eygja enn von Foreldrar Inga vonast til að ráðuneytið skoði rökstuðning þeirra og segja margt í rökstuðningi Fræðsluráðs ekki vera rétt. „Þau standa sig mjög vel en hann upplifir sig samt alltaf einan því þroskamunur- inn er svo mikill. Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is Viðhaldsfríar ÞAKRENNUR Smiðjuvegi 4C Box 281 202 Kópavogur Sími 587 2202 Fax 587 2203 hagblikk@hagblikk.is www.hagblikk.is Varmaskiptasamstæður loftræstistokkar og tengistykki Hágæða HAGBLIKK ehf. Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur. Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0,9 mm áli og tærast ekki, ryðga, né brotna. Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun. Litir til á lager: Svartar, hvítar, rauðbrúnar og ólitaðar. A u g l. Þ ó rh ild ar 1 4 6 0 .2 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.