Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2012, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2012, Blaðsíða 3
n Geta ákveðið kyn kálfa n Tæknin enn of dýr Þ etta er tækni sem er að ryðja sér til rúms, til dæmis í ná- grannalöndum okkar. Það hefur hins vegar enn sem komið er ekki verið grundvöll- ur fyrir þessu hér á landi. Þetta er mjög dýrt, segir Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda. Nýsjálenskir vísindamenn hafa þróað aðferð til að kyngreina nautasæði og þar með geta kúa- bændur ráðið kynferði kálfanna sem koma í heiminn. Aðferðin hefur verið í þróun lengi en gallinn við aðferðina hingað til hefur falist í því að fanghlutfall kyngreinds sæðis hefur verið töluvert lakara en hefðbundins. Vísindamennirn- ir hafa nú ráðið bót á téðum galla með því sameina kyngreininguna og aðferðir til að gera sæðið lang- lífara. Baldur segir að tæknin, til að stjórna kynferði íslenskra kálfa, sé til staðar en kostnaðurinn við að beita henni sé þrefalt hærri en við notkun venjulegs sæðis. Hann bendir hins vegar á að með tíð og tíma verði tæknin sennilega ódýr- ari og skilvirkari. Þá verður hægt að innleiða hana á Íslandi. Sæði í skilvindu Að sögn Baldurs er tæknin sáraeinföld. „Það er bara einfald- ur munur á karlkyns sáðfrumum og kvenkyns sáðfrumum. Karlkyns sáðfrumurnar eru léttari,“ segir Baldur og bætir við að kyngrein- ingarferlið líkist einna helst því þegar mjólk er sett í skilvindu og út kemur mysa og rjómi. Aðspurður hvort með þessari aðferð séu kúabændur í að leika Guð segir Baldur: „Kynbætur hafa verið stundaðar í hundrað ár. Við erum þar að velja og ákveða hverj- ir eru verðugir og hverjir ekki; þeir fyrrnefndu fá að eignast afkvæmi. Þannig virkar búfjárrækt.“ Hann viðurkennir þó að tæknin veki siðferðilegar spurningar. „Hvað eigum við að ganga langt í því að stjórna og ákveða hvernig gripirn- ir verða? Er einhvers staðar ein- hver lína sem við megum ekki stíga yfir?“ Þessar spurningar hafa ver- ið ræddar meðal bænda, að sögn Baldurs. Kyngreining mannasæðis möguleg Inntur svara við því hvort ekki sé hægt að beita þessari tækni á sæði annarra dýrategunda, til dæmis manna, segir Baldur: „Í sjálfu sér væri það hægt, en þetta kannski skiptir bara meira máli í naut- griparækt; meðgöngutíminn er mjög langur og yfirleitt eignast kýr einungis eitt afkvæmi – líkt og menn. Það væri kannski hægt að nota þessa aðferð á mannasæði en þá vakna áleitnari siðferðilegar spurningar.“ Sigríður Klara Böðvarsdótt- ir, sérfræðingur í erfðafræði við Háskóla Íslands, telur næsta víst að hægt væri að kyngreina sæði manna með sama hætti. „Tækni- lega séð ætti þetta að vera fram- kvæmanlegt. Til dæmis ef par sem fer í tæknifrjóvgun óskar eftir því að fá dóttur frekar en son – eða öf- ugt – þá væri það mögulegt,“ seg- ir Sigríður en áréttar jafnframt að hún sé á móti slíku af siðferðileg- um ástæðum. Fréttir 3Mánudagur 3. september 2012 Kúabændur leiKa „Guð“ Baldur Eiríksson blaðamaður skrifar baldure@dv.is Kýr Þessi kýr var getin með hefðbundnum hætti, eftir því sem blaðamaður kemst næst. Baldur Helgi Benjamínsson: Telur tæknina of vera of dýra – enn sem komið er. „Hvað eigum við að ganga langt í því að stjórna og ákveða hvernig gripirnir verða? brotið óGnar eKKi ráðherrastólnum n Stjórnmálafræðiprófessor telur málið vandræðalegt fyrir Vinstri-græna Málið tekið fyrir á þing- flokksfundi Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG, segir í samtali við DV að hver og einn verði að bera ábyrgð á sínum viðbrögð- um þegar hún er spurð út í viðbrögð Ögmundar. Aðspurð hvort málið breyti stöðu Ögmundar innan VG segist hún ekki vilja hafa uppi stór orð um það. „Við munum ræða þetta mál á þingsflokks- fundi. Það vilja allir að lög séu haldin og þetta er niðurstaða sem eðlilegt er að horfast í augu við.“ Lilja Rafney vill ekki tjá sig um hvort Ögmundur eigi að biðjast afsökunar eða segja af sér. „Ég ætla ekki að setja mig í það sæti að segja öðrum hvað þeir eiga að gera. Hver og einn verður að bera ábyrgð á því sjálfur,“ segir hún. Vill setja hæfisnefndir á laggirnar „Ég hef í nokkur skipti lagt fram þings- ályktunartillögur um að það yrðu settar á laggirnar hæfisnefndir þegar væri verið að skipa í opinber störf. Það þyrfti þá að afmarka þeim ákveðinn ramma um hlutverk, umboð og annað slíkt. Það er mikilvægt að koma þessum málum í betra og fastara ferli. Þetta mál endur- speglar það eins og fleiri dæmi áður,“ segir Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG. Hann segist ekki vilja tjá sig um við- brögð Ögmundar og segir það mikilvægt að þingflokkurinn fái ráðrúm til að fara yfir málið á fundi. „Þá getur Ögmundur gert flokknum grein fyrir málinu og öllum hliðum þess. Það eru örugglega fleiri hliðar á þessu máli.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.