Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2012, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2012, Blaðsíða 16
Sandkorn S agan sýnir að á hverjum tíma er yfirleitt verið að taka rangar ákvarðanir fyrir hönd almenn- ings sem koma í hausinn á okkur síðar. Oft eru þetta ákvarðanir, sem öllum virðast brjóta gegn almennri skynsemi, en eru samt teknar – að sjálf- sögðu ekki án þess að útskýra nauðsyn þeirra. Þannig var til dæmis brýn nauðsyn hjá stjórnendum bankanna í góðær- inu að borga stjórnendum bankanna milljarða króna – svo að bankar erlendis næðu ekki að kaupa þá til sín. Borgar- stjóri Reykjavíkur ákvað líka að borga 580 milljónir af almannafé fyrir lítið hús við Laugaveg, á endanum til þess að þar væri hægt að starfrækja verslun frá bandarísku fatakeðjunni Timberland – í 19. aldar stíl – frekar en hótel. Það var skipt um borgarstjórn til þess að koma þessu brýna máli í gegn. Og þrátt fyrir að umræðan á Íslandi upp á síðkastið hafi mikið til snúist um furðulegustu hluti – eins og hvort fulltrúi Alþingis eigi að keyra til Keflavíkur og kveðja forseta Íslands með handabandi, áður en sá síðarnefndi fer í utanlands- ferðir sínar, eða hvort þeir þurfi ekki að kveðjast – er enn verið að taka stór- ar ákvarðanir sem fara gegn almennri skynsemi og virðast skaða almenning. Á Vesturlöndum gengur nú yfir kreppa sem á einn vanda sameigin- legan: Þjóðríkin skulda svo mikið af peningum að þeim er smám saman að blæða út. Þegar maður skuldar svo mik- ið að maður ræður varla við að borga vexti segir skynsemin manni að minnka eyðsluna og fresta stórum útgjöldum – til að minnka skuldirnar. En þetta er ekki gert. Í staðinn fyrir að gera það sem þarf að gera er ríkið núna að bæta við skuldir sínar með 9 milljarða króna Vaðlaheiðargöngum, 10,5 milljarða Norðfjarðargöngum og 50 milljarða króna hátæknisjúkrahúsi. Rannsóknir sýna að 90 prósent af stórum verkefnum fara fram úr áætluðum kostnaði. Harpa kostaði til dæmis um 170 prósentum meira en lagt var upp með í byrjun og reksturinn gengur miklu verr en gert var ráð fyrir. Þegar við eyðum peningunum sem við eigum ekki vitum við fyrir víst að það mun kosta meira en sagt er frá. Oft er nauðsynin rökstudd með því að ríkið þurfi að „koma hjólum atvinnu- lífsins í gang“; að greiðslurnar sem fyr- irtækin og fólk muni fá fyrir að vinna við framkvæmdirnar muni dreifast um samfélagið og valda margfeldisáhrifum. Reynslan af fyrri framkvæmdum er hins vegar að oft eru erlendir verkamenn fluttir til landsins tímabundið og þeir taka launin sín með sér úr landi þegar verkefninu er lokið. Margfeldisáhrifin af þeim launum, sem kínversku verka- mennirnir fengu við byggingu Hörpu, áttu sér frekar stað í Kína en á Íslandi. Oft er líka vísað til að framkvæmdin auki hagkvæmni. Það muni kosta minna að ferðast milli staða og kostnaður minnki. En hagkvæmasta aðgerðin er að losna við að borga 18 prósent af tekjum ríkis- ins í vexti af skuldum. Venjuleg íslensk fjölskylda borgar rík- inu milljón á ári, bara í vexti af skuldum ríkisins. Peningar sem ríkið tekur af fólki til að borga af skuldum fortíðarinnar valda ekki margfeldisáhrifum. Það veldur deil- ingaráhrifum, því peningarnir sem fara í vexti hverfa út úr samfélaginu. Þegar stjórnmálamenn taka lán fyrir fram- kvæmdum til að gíra upp hjól atvinnu- lífsins eru þeir til lengri tíma að sjúga peninga út úr íslenskum heimilum og íslensku hagkerfi. Auðvitað er betra að þjóðin eigi há- tæknisjúkrahús, en að hún eigi ekki há- tæknisjúkrahús. En þegar spítali hefur varla efni á að halda í starfsfólk og getur varla endurnýjað biluð tæki, er eitthvað rangt við að taka lán til að byggja við hann í heildina um 200 þúsund fermetra fyrir 45 milljarða sem eru ekki til, og lík- lega miklu meira. Skuldakreppan hefur dreift sér um helstu lýðræðisríki heims. Það virðist vera vandi lýðræðisins í dag, að stjórn- málamenn kaupa sér vinsældir með því að taka lán og senda reikninginn inn í framtíðina. Skuldirnar okkar munu halda áfram að aukast til ársins 2015. Margir stjórnmálamenn munu sjá hag sinn í því að hækka þennan reikning með því að bjóða gull og græna skóga í kosningabaráttunni fyrir þingkosn- ingarnar næsta vor. Það er á ábyrgð almennings að passa að láta þá ekki plata sig. Á endanum erum það við öll sem gjöldum fyrir þetta, og kannski réttilega svo, ef við veitum þessu ekki viðnám. Guggan gul n Sagan endurtekur sig gjarnan eins og sjá má af því að Þorsteinn Már Baldvinsson hefur nú und- ir flaggi Síldarvinnslunnar náð undir sig kvóta Magn- úsar Kristinssonar í Vest- mannaeyjum. Um er að ræða verulegan hluta af kvóta Eyjamanna. Mönn- um eru minnisstæð þau fleygu ummæli Þorsteins á símum tíma að Guggan yrði áfram gul og gerð út frá Ísafirði. Það stóð stutt og Guggan yfirgaf Vestfirði. Ekki er ólíklegt að sama verði upp á teningnum nú. Davíð dýr n Einhverjir hafa velt fyrir sér af hverju athafnakon- an Guðbjörg Matthíasdótt- ir, eigandi Ísfélagsins í Eyjum, hafi ekki stokkið til og keypt fyrirtæki og kvóta Magnús- ar Kristinssonar fremur en missa forræðið af staðnum. Svarið kann að liggja í því að Guðbjörg á nóg með að halda Mogganum gangandi undir Davíð Oddssyni og fjármunir til annars ekki á lausu. Dabbi er því dýr. Bjarni og bótasjóðurinn n Bjarni Benediktsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins, var í miklu fegrunarvið- tali í kvennablaðinu Nýju Lífi. Ekki tókst betur til en svo að blaðamaður bar upp leiðindaspurningar um þátt Bjarna í einkanýt- ingu bótasjóðs Sjóvár og þar með falli félagsins. Það stóð ekki á svari frá Bjarna sem endurtók að það væri Steingrími J. Sigfússyni að kenna að þjóðin tapaði milljörðum króna vegna svikamyllunnar og vafning- anna í kringum trygginga- félagið. Lögbrot ráðherra n Það er fremur pín- legt fyrir ríkisstjórn mannúðar og jöfnuð- ar að hafa í tvígang orðið upp- vís að jafnréttisbrotum. Jóhanna Sigurðardóttir for- sætisráðherra var dæmd fyrir slíkt brot. Nú var kom- ið að Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra sem kærunefnd jafnréttismála úrskurðaði að hefði brot- ið jafnréttislög með því að sniðganga Höllu Bergþóru Björnsdóttur þegar hann skipaði karlmann sem sýslumann á Húsavík. Þetta var slys Ég var með ósköp venjulegar tennur Einar Ólafsson sá vin sinn skjóta litla bróður sinn. – DV Andrea Gylfadóttir fékk beineyðingu í tannbeinið. – DV Mistök dagsins M anni rennur kalt vatn milli skinns og hörunds við fréttir um að íslenskir stjórnmálamenn sæki ráðstefnu bandarísku öfgasamtakanna G.O.P. (Rethuglicans) – „Ragnheiður hjá Repúblíkönum: Þing- flokksformaður Sjálfstæðisflokksins gestur repúblíkana“, DV 31.8.12. Samtökin, sem vilja draga bandarískt samfélag aftur til miðalda, eru aðallega þekkt fyrir heimsku, svo ramma að í skólastofum sama tímabils hefðu læri- meistararnir rassskellt meðlimina, sem ekki geta opnað munninn án þess að út leki lygar og þvættingur. Kannski telur Ragnheiður að ís- lenska gullfiskaminninu, sleggju- dómunum og borgaralegri fáfræði sé svo ábótavant að sækja þurfi áfyllingu til Ameríku, enda framleiðslan svo stór- tæk hjá rethuglikönum að þeir væru jafn argavitlausir þó Sjálfgræðisflokkurinn tæki helming heimskunnar og hellti í viskubrunn flokksins (sem hefur verið tómur frá þriðja áratug 20. aldar). „Lögmæt nauðgun“ veldur „sjaldn- ast“ þungun E.t.v. hyggst hún nema lygatækni Pauls Ryan eða líffræðilexíur hjá Todd Akin, þingmanni repúblíkana, sem nýlega sagði að „lögmæt nauðgun“ ylli „sjaldn- ast“ þungun. „Í fyrsta lagi, eftir því sem mér skilst af læknum, er þungun í tilviki nauðgana afar sjaldgæf,“ sagði Akin. „Ef um er að ræða „lögmæta nauðgun“ hef- ur kvenlíkaminn leiðir til að kippa því öllu [æxlunarkerfinu] úr sambandi.“ Akin á sæti í vísinda-, geim- og tækn- inefnd Bandaríkjaþings. Já, vísindi eru hans verksvið. Tim Egan hjá New York Times gerði nýlega úttekt á fræðilegu landslagi helstu þingmanna Rethuglikanaflokks- ins sem sýnir bæði hvers vegna flokk- urinn er aðhlátursefni umheimsins og hvers vegna engin vandamál fá lausn á Bandaríkjaþingi, sem haldið er í gíslingu af þessum fávitum. Endalokin undir Guði komin! Bandaríkjamenn hafa á árinu upplif- að verstu þurrka í 60 ár, óslökkvandi skógarelda og heitasta veður síðan mælingar hófust. Að þetta geti stafað af loftslagsbreytingum telja repúblikanar ómögulegt; slíkar kenningar eru lyga- samsæri vísinda- og menntaelítunn- ar. Formaður nefndar um loftslags- breytingar er þingmaður repúblíkana frá Illinois, John Simkus, sem segir enga ástæðu til að hafa áhyggjur af banvæn- um loftslagsbreytingum – „biblíutáknin eru nefnilega ekki samstillt“. „Endalok heimsins verða þegar Guð vill!“ sagði Simkus og vitnaði í Biblíuna. Þessi ná- ungi er formaður nefndarinnar. Í sömu nefnd er olíufélagaunnar- inn Joe Barton frá Texas, þingmaður til 27 ára – sem bað forstjóra BP afsökun- ar þegar Bandaríkjastjórn krafðist þess að BP greiddi skaðabætur þeim sem misstu lífsviðurværi sitt vegna olíu- slyssins í Mexíkóflóa. Barton vitnaði í himnaföðurinn í umræðum um vindorku. „Guð not- ar vind í hitajafnvægi,“ og hrein orka myndi „hægja á vindum“ og gera veður- far enn heitara! „Þú getur ekki stjórnað Guði!“ gelti Barton að forseta fulltrúa- deildarinnar. Finnur ekki apaskottið Langt er síðan kaþólska kirkjan og þró- unarkenningin sættust, en repúblíkan- ar vilja kenna skólabörnum að Adam og Eva hafi riðið á risaeðlum til sunnudags- guðsþjónustu. Jack Kingston frá Ge- orgíu, þingmaður til 20 ára, er þróunar- kenningarafneitari vegna þess að hann finnur ekki „skarðið þar sem apaskott forfeðra hans var“ (enda er hann senni- lega að leita á rassinum, sem er aðsetur heilabús repúblíkana). „Hvar er týndi hlekkurinn?“ spurði hann. Kingston er í nefnd sem hefur yfirumsjón með menntamálum. „Hvaðan fá þeir þetta rugl,“ spyr Egan. Úr Biblíunni, en mikið af rangupplýsingunum sem eru helsta heilafæða repúblíkanaflokksþingmanna eru sögusagnir og kvittir sem dreift er eins og skít af fjölmiðlamaskínu flokks- ins. Michele Bachmann, þingmaður frá Minnesota, hélt fram – vegna þess að „kona sem ég hitti“ sagði henni – að bóluefni gegn vírus tengdum leg- hálskrabbameini gæti valdið vangefni (er eitthvað nýtt PR íslenskt orð yfir það?). Bandaríska barnalæknaakadem- ían gaf samstundis út yfirlýsingu þess efnis að „engin vísindaleg rök styðji staðhæfingar“ Bachmanns. Bachmann, sem reglulega elur fjöl- miðla á fráleitasta uppspuna, er leiðtogi þingflokks Teflokksins og – eins og lé- legur brandari – meðlimur þingnefndar um upplýsingar (e. intelligence?). Hættulegir heimskingjar En heimska þessara þingmanna er ekki bara hlægileg. Hún er líka hættuleg. Þessir einstaklingar eru allir valdamikl- ir og hafa verulegan stuðning kjósenda. Todd Akin gæti unnið öldungardeildar- þingmannskosningarnar í Missouri – skv. könnunum hefur hann 44 prósent atkvæða, andstæðingur hans 45 prósent – sem sýnir áhrifamátt heimskuherferð- ar repúblíkana. Nokkrir repúblíkanar hafa reynt að berjast gegn fávitunum. „Ég trúi þró- unarkenningunni og treysti vísinda- mönnum varðandi loftslagsbreytingar,“ sagði Jon Huntsman, fyrrverandi ríkis- stjóri Utah, sem bauð sig fram sem for- setaefni flokksins. „Þið megið kalla mig vitlausan.“ Joe Scarborough, fyrrverandi þingmaður repúblíkana og MSNCB- þáttastjórnandi, segist vera „þreyttur á að repúblíkanar skuli vera heimski flokkurinn“. „Ég vorkenni honum,“ skrifar Egan. En ekki halda að fleiri repúblíkanar gangi í raunveruleikakórinn. Því að ef greind væri smitandi myndi flokkurinn bólusetja gegn henni.“ Lygatækni og líffræðilexíur Kjallari Íris Erlingsdóttir Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRÉTTASKOT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALNÚMER RITSTJÓRN ÁSKRIFTARSÍMI AUGLÝSINGAR 16 3. september 2012 Mánudagur Leiðari Jón Trausti Reynisson jontrausti@dv.is „Þú getur ekki stjórnað Guði!“ gelti Barton að forseta fulltrúadeildarinnar. „Venjuleg íslensk fjöl- skylda borgar ríkinu milljón á ári, bara í vexti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.