Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2012, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2012, Blaðsíða 8
8 Fréttir 3. september 2012 Mánudagur Þ egar Jón Frímann Jóns- son fermdist fyrir ári gat hann látið draum sinn ræt- ast. Hann fór með alla pen- ingana sína sem hann hafði fengið í fermingargjöf og keypti sér Znen-vespu. Eftir það opnaðist fyr- ir honum nýr heimur, hann komst lengra en áður og hann fann til sín sem sjálfstæður ungur maður, frjáls og óháður skutli foreldranna og strætisvagnaferðum. En nú hefur vespunni hans verið stolið og Jón Frímann situr eftir með sárt ennið. Fellur ekki undir tryggingar Jón Kristinn Friðgeirsson er faðir Jóns Frímanns. Hann segir að það sé mjög sárt fyrir Jón Frímann að tapa vespunni. Vespan kostaði um 190.000 krónur og ekki hlaupið að því að kaupa nýtt hjól. „Ég tékkaði á tryggingunum og þar sem vesp- an fellur hvorki undir sama flokk og reiðhjól né mótorhjól fáum við þetta ekki bætt. Ég hef ekki rætt það við lögregluna hvort það sé hægt að krefja drenginn sem stal vespunni um bætur en mér skilst að hann sé í óreglu og ekkert að sækja þar,“ segir Jón Kristinn. Fermingarpeningarnir fóru í vespuna Það er miður að svona fór. „Hann var búinn að hlakka svo mikið til að fá vespu og eyddi öllum fermingar- peningunum sínum í hana. Þeir rétt dugðu fyrir hjólinu og hjálminum. Svo voru fermingarpeningarnir bún- ir. Hann er reyndar búinn að vera að vinna í sumar en það er sama, þetta er stór biti að kyngja,“ segir Jón Krist- inn. „Hann stefndi líka að því að taka skellinöðrupróf þegar hann verð- ur fimmtán ára. Þá hefði verið hægt að setja vespuna á númer og hækka hámarkshraðann upp í 45 kílómetra á klukkustund. En það verður ekk- ert úr því ef hann á ekkert hjól,“ seg- ir hann og bætir því við að þetta hafi bara verið svona gangstéttarhjól með 25 kílómetra hámarkshraða. „En það hefur veitt honum meira frjáls- ræði, hann er ekki eins háður því að við skutlum honum á milli staða og hann þarf ekki að bíða eftir strætó, því ekki eru strætisvagnaferðir tíðar.“ Þjófurinn fannst en vespan ekki Það var einmitt á meðan Jón Frí- mann var í vinnunni sem hjólinu var stolið. Hann var að vinna í Hagkaup- um í Skeifunni og þegar um klukku- tími var eftir af vaktinni sá hann út um gluggann að vespan var enn á sínum stað. Þegar hann kom út og ætlaði heim greip hann hins vegar í tómt, vespan var horfin. „Hann talaði strax við lögregluna þannig að það var ekki liðinn klukkutími frá því að þetta gerð- ist þar til hann var búinn að gefa skýrslu. Hann leitaði líka í kring- um vinnustaðinn með öryggis- verði en fann ekkert. Það var síðan hægt að sjá á eftirlitsmyndavélum hver stal hjólinu,“ segir Jón Krist- inn en þjófurinn var unglingspiltur í óreglu. „Hann náðist nokkrum dögum seinna þegar hann var viðriðinn annað þjófnaðarmál. Það er spurn- ing hvort hann hafi látið þetta upp í pant eða greiðslu, ég veit það ekki. Það er erfitt að rekja þetta því vespurnar eru seldar í búðum og eru ekki skráningarskyldar. Það er lítið mál að breyta henni fyrir lítinn pening og þá fellur hún bara inn í umhverfið.“ Að verða úrkula vonar Nú er liðinn mánuður frá því að þjófurinn fannst en vespan er enn týnd og virðist tröllum gefin. „Ég hef auðvitað verið í sambandi við lögregluna, bæði til að fylgjast með málinu og leyfa henni að fylgjast með því sem við erum að gera. Án þess að ég viti það geri ég ráð fyrir að þeir líti bara eftir þessu þegar þeir eru á ferðinni, ég reikna ekki með því að lögreglan leiti í öllum krókum og kimum bæjarins. Við erum hins vegar búin að leita úti um allan bæ, taka eitt hverfi fyr- ir í einu og fínkemba hvert hverfið á fætur öðru, gangandi og keyrandi. Jón Frímann hefur stundum komið með mér þegar ég fer um hverfin og leita gangandi. En því miður erum við að nálgast þann tímapunkt að við vitum bara ekki hvar við getum leitað. Vesp- an gæti verið hvar sem er, hún gæti þess vegna verið komin út á land. Við gerum okkur grein fyrir því og ég sé að hann er að missa vonina.“ Rændur fermingargjöfinni n Jón Frímann eyddi öllum fermingarpeningunum í vespu n Þjófurinn fannst en vespan ekki Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is „Hann var búinn að hlakka svo mikið til að fá vespu og eyddi öllum fermingarpen- ingunum sínum í hana. Að verða úrkula vonar Feðgarnir eru búnir að leita að vespunni úti um allan bæ og eru að missa vonina um að hún finnist. MYND EYÞÓR ÁRNASON

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.