Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2012, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2012, Blaðsíða 12
GlysGjarni útGerðarmaðurinn n Magnús Kristinsson selur útgerðina í Eyjum n Segist vera fórnarlamb markaðsmisnotkunar n Átti þyrlu og keypti lúxusbíla fyrir alla fjölskylduna A uðmaðurinn Magnús Kristins- son úr Vestmannaeyjum hef- ur nú, eftir fjögurra áratuga rekstur, þurft að selja útgerð sína í Vestmannaeyjum, Berg-Hugin, til að geta borgað af skuldum sínum. Þessi atorkusami útgerðarmaður var fyrir hrun einn ríkasti Íslendingurinn og var sérlega áberandi í íslensku við- skiptalífi. Fall Gnúps, fjárfestingarfélags sem hann átti með bróður sínum Birki og Kristni Björnssyni, er talið hafa mark- að upphaf efnahagshrunsins. Félagið féll í ársbyrjun 2008 og var fyrsta stóra fjárfestingarfélagið sem fór á hausinn. Magnús, sem virðist hafa notið sérstakrar fyrirgreiðslu í Landsbank- anum en lítur í dag á sig sem fórn- arlamb, á margar viðskiptafléttur að baki, sem stundum enduðu með því að hann auðgaðist gríðarlega á skömmum tíma. Þess má geta að í rannsóknarskýrslu Alþingis kemur fram að í árslok 2007 hafi þau Magn- ús og Lóa Skarphéðinsdóttir, eigin- kona hans, skuldað stóru bönkunum saman um 60 milljarða króna. Aðeins Jón Ásgeir Jóhannesson og Robert Tchenguiz skulduðu þeim meira. Þess má líka geta að heildarút- lán stóru bankanna þriggja til Magn- úsar og tengdra aðila námu haustið 2007 tæplega 1.200 milljónum evra eða litlum 184.000 milljónum ís- lenskra króna. Þetta kemur fram í rannsóknarskýrslu Alþingis. Fórnarlambið Magnús Í yfirlýsingu sem Magnús sendi frá sér í síðustu viku segist hann ósáttur við þau málalok að þurfa að selja út- gerðina, sem hann tók við af föður sínum. Hann segist vera fórnarlamb grófrar markaðsmisnotkunar. „Ég hef allt frá haustinu 2008 glímt við mikl- ar skuldir við Landsbankann sem að mestu urðu til við kaup kaup á hlut- um í bankanum. Ég var [eitt] margra fórnarlamba grófrar markaðsmis- notkunar eins og síðar hefur komið á daginn,“ skrifar hann. Hann segist hafa leitast við að halda félaginu og standa skil á skuld- um við bankana en þurfa nú að horf- ast í augu við að það muni ekki tak- ast. „Ég sé því engan annan kost en að selja hluti mína í félaginu enda blas- ir við að áform um aukna gjaldheimtu af útveginum munu skerða rekstrar- hæfi útgerðarfélaga og ekki síst þeirra minni,“ skrifar Magnús en Viðskipta- blaðið greindi fyrst frá þessu. Stórkostlegur skaði Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Magn- ús segist vera fórnarlamb markaðs- misnotkunar. Í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum í október 2010 sagð- ist hann líta á sig sem fórnarlamb markaðsmisnotkunar stjórnenda Landsbankans, bankans sem hann fékk marga milljarða að láni hjá, að því er virðist án persónulegra veða, á árunum í kringum hrun. Í kjölfar frétta um að Fjármálaeftirlitið hefði framsent til embættis sérstaks sak- sóknara athugun á meintri markaðs- misnotkun Landsbankans bar hann af sér sakir. Hann sagðist í yfirlýsingunni hafa óskað eftir því að fá tækifæri til að gera embætti sérstaks saksóknara grein fyrir viðskiptum sínum við bankann. Hann hefði borið stórkostlegan skaða af markaðsmisnotkun stjórnenda bankans. „Ofan á það tjón vil ég ekki fá bætt grunsemdum um að ég hafi verið vitorðsmaður þessara manna í ólögmætum aðgerðum, sem hittu mig hvað harðast fyrir. Það er von mín að rannsókn leiði í ljós hverjir voru gerendur og hverjir þolendur í þessu máli,“ skrifaði hann. Gengu ekki að kvótanum DV greindi frá því í ágúst árið 2009 að Magnús hefði samið við skilanefnd Landsbankans um að fá afskrifaðan stærstan hluta skulda sinna (og fé- laga sinna) við bankann en skuldirn- ar námu um 50 milljörðum króna. Bankinn er að mestu í eigu ríkisins og því fellur stór hluti afskriftanna á almenning á Íslandi. Fram kom í fréttinni að skilanefnd bankans myndi ekki leysa til sín þann kvóta sem Magnús átti en hann var ekki í persónulegum ábyrgðum fyrir stærst- um hluta skuldanna. Ef marka má orð hans sjálfs hefur Magnús engu að síður haft þungan bagga að bera, enda hefur hann nú selt Síldarvinnslunni útgerðina til að greiða niður skuldir. Tekið skal þó fram að Vestmannaeyjabær telur sig eiga forkaupsrétt á skipunum og mun að líkindum reyna að sækja rétt sinn fyrir dómstólum. Skilanefndin hefur að líkindum ekki ákveðið að keyra Magnús í þrot þar sem hún hefur litið svo á að hag bankans væri betur borgið ef Magnús borgaði af skuldum sínum. Svo virðist sem skilanefndin hafi veðjað á réttan hest en kaupverð útgerðarinnar verið gefið upp. Brask Magnúsar Orð Magnúsar um að hann sé fórnar- lamb markaðsmisnotkunar eru athyglisverð. Ekki bara vegna þess að fyrirtæki hans voru ofarlega á listum yfir stærstu lántaka hjá bönkunum fyrir hrun heldur kom hann sjálfur að viðskiptafléttum sem skiluðu lygileg- um hagnaði. Í desember 2006 flutti DV til dæm- is fréttir af því að Magnús og Krist- inn Björnsson hefðu selt 5 prósenta hlut sinn í FL Group fyrir 9,5 millj- arða króna. Þeir höfðu eignast 22 pró- senta hlut í félaginu fjórum mánuð- um áður þegar FL Group keypti hlut þeirra Magnúsar og Kristins í Straumi-Burðarási. Óhætt er að segja að bréf þeirra hafi borið góða ávöxtun þessa fjóra mánuði sem þeir áttu þau. Verðmæti hlutar tvímenn- inganna í FL Group var í ágúst 33,9 milljarðar en var 44 milljarðar þegar þeir seldu í desember. Þannig högn- uðust þeir um 2,5 milljarða króna á mánuði þann tíma sem þeir áttu bréf- in. Salan á fimm prósenta hlutnum skilaði þeim gróða upp á litlar 2.200 milljónir króna á þávirði. Peningarn- ir voru taldir hafa runnið inn í Gnúp, sem þá var nýstofnað fjárfestingarfé- lag í þeirra eigu. Við þetta má bæta að með kaup- um FL Group á bréfum þeirra í Straumi-Burðarási fylgdu líka bréf í KB banka. Þau bréf hækkuðu um 1.600 milljónir á sama tíma. DV birti frétt skömmu eftir söluna á hlutnum í Straumi-Burðarási þar sem fram kom að þeir höfðu grætt um 29 milljarða á sölunni; Magnús 19 og Kristinn 10. Á fjórum mánuðum varð sú tala að 40 milljörðum króna. „Koma í veg fyrir“ skattheimtu Þetta er aðeins eitt dæmi um frétt- ir sem sagðar hafa af viðskiptabrölti útgerðarmannsins. Í nóvember 2009 afhjúpaði DV flókna viðskiptafléttu bræðranna Birkis og Magnúsar sem átti að koma Birki hjá því að greiða um ein milljarð í skatt af hagnaði sínum af sölu hlutafjár í Gnúpi – en Magnús keypti yngri bróður sinn út. Í fréttinni kom fram að í stað beinn- ar sölu á hlutnum hefði Birkir fengið milljarðana að hluta með arðgreiðslu. Starfsmaður Milestone aðstoðaði við fléttuna sem og KPMG og Logos. Með flókinni fléttu, í stað beinna við- skipta, fór svo að Birkir fékk sjö millj- arða fyrir sinn hlut; þar á meðal voru fjórir milljarðar króna greiddir í formi arðgreiðslu út úr eignarhaldsfélaginu MK-44 II í febrúar 2008. MK-44 II hélt utan um 28,5 prósenta eignarhlut þeirra bræðra í Gnúpi sem var í eigu félagsins MK-44, sem þeir bræður áttu líka saman. Í minnisblaði sem DV hafði undir höndum í tengslum við málið sagði berum orðum að til stæði að Logos myndi sækja um að félögin yrðu samsköttuð til að „koma í veg fyrir” fjármagnstekjuskatt. Athygli vakti að þetta var eftir fall Gnúps sem hafði verið helsta eign bræðranna fram að þessu. „Kraftaverk að ég sé á lífi” Óhætt er að segja að Magnús hafi borist mikið á árin fyrir og eftir hrun. Hann keypti Toyota-umboðið í des- ember 2005 á sjö milljarða króna. Smáey, félag í eigu Magnúsar, fékk lán fyrir kaupunum en félagið var um tíma tíundi stærsti hluthafinn í bank- anum og hélt utan um 2,3 prósenta hlut. Auk þess átti félagið rúmlega 5 prósenta hlut í Straumi-Burðarási. Stærstu hluthafar bankanna tveggja voru félög í eigu Björgólfsfeðga. Magnús fékk því lánaða milljarða frá Landsbankanum fyrir kaupunum, bankanum sem hann var sjálfur hlut- hafi í. Ekki hefur komið fram hvort Landsbankinn hafi krafist veða vegna lánsins en þó hefur fram komið að Magnús hafi í fæstum tilvikum ver- ið persónulega ábyrgur fyrir þeim lánum sem félög í hans eigu fengu á þessum árum. „Það var bara þannig í þessu blessaða samfélagi okkar að það var ákveðin elíta sem gat labb- að inn í bankana og keypt nánast hvað sem er án þess að þurfa að taka nokkra ábyrgð á því sjálf. Þannig er þetta í tilfelli Magnúsar,“ sagði heim- ildarmaður DV innan úr bankakerf- inu árið 2009 en hann vildi ekki láta nafns síns getið. Kaupverðið á Toyota þótti hátt á þeim tíma. DV spurði hann á sín- um tíma hvers vegna útgerðarmaður væri að kaupa bílaumboð. „Ég stofn- aði mitt eigið fjárfestingarfélag árið 1994. Þá fór ég að gera tilraunir með að kaupa eitt og eitt hlutabréf. Þetta hefur orðið til þess að ég hef tekið þátt í margvíslegri annarri atvinnustarf- semi en útgerð,“ og bætti hann því við að kaupin væru hluti af þörf sinni til að vera atorkusamur og finna kröftum sínum stöðugt nýja útrás. Þetta sama ár lét hann hafa eftir sér að allt sem hann gerði gengi upp. „Ef eitthvað gengur ekki upp vinn ég úr því þannig að niðurstaðan verði mér viðunandi. Að því leytinu til gengur allt upp sem ég geri,“ sagði hann kokhraustur og grunlaus, rétt áður en halla fór und- an fæti. Þess má reyndar geta að Magn- ús var heppinn að komast lífs af þegar hann velti Ford-jeppa sínum á Hellis heiði fáeinum dögum eftir að hafa keypt Toyota-umboðið. „Það er kraftaverk að ég sé á lífi. Engu er líkara en Guð hafi vakað yfir mér í þetta skipti,“ sagði hann við DV eftir veltuna. Hann sagðist ætla að fá sér 12 Úttekt 3. september 2012 Mánudagur Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð MAGNÚS KRISTINSSON Í TOYOTA: dv.is þriðjudagur 18. ágúst 2009 dagblaðið vísir 114. tbl.99. árg. – verð kr. 347 fréttir BÆjarStjÓri grÆddi tViSVar n hValSkurðarmenn meiddir n Brúðkaup illuga n Skilanefnd landSBankanS Semur um að afSkrifa lÁnin n fékk 50 milljarða að lÁni – fÆr tugi milljarða afSkrifaða n reStin greiðiSt af grÓða útgerðarinnar Í eYjum ÞARF EKKI AÐ BORGA FImmtíu mILLJARÐA Uppi: Fréttir - - H&N-mynd við hlið logos: hValur Sprakk ÁStin Á tÍmum iceSaVe fÓlk INGA LIND í SKÓLA fÓlk hOrn- Steinar daVÍðS n lagðir Á afmÆliSdögum fOreldra hanS Veldu réttu SkÓlatölVuna neYtendur auður capital StOfnuð með kúlugrÓða fréttir „Ég var [eitt] margra fórnarlamba grófrar markaðsmisnotkunar Gríðarlegar afskriftir Magnúsar Forsíða DV 18.08.2009

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.