Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2012, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2012, Blaðsíða 22
Á ður en ég veit af er ég komin úr buxunum. Ég ligg hjálp- arlaus og nakin að neð- an og það æsir mig upp. Ég lít á hann. Hann virðir fyr- ir sér píkuna mína, algjörlega svip- brigðalaus. Ég reisi mig upp og ætla að segja eitthvað en hann ýtir mér ákveðið niður með annarri hendinni.“ Þannig hljómar brot úr einni kynlífsfantasíunni í bókinni Fantasíur, sem ritstýrt er af Hildi Sverrisdóttur. Sagan fjallar um konu sem snýr sig á ökkla í fjallgöngu í Esjunni og liggur hjálparvana þegar stóran karlmann ber að garði. Í stað þess að hlúa að slasaðri konunni rífur hann utan af henni gallabux- urnar og fullnægir kynferðislega án þess að hún fái nokkuð um það að segja. Þrátt fyrir að vera ekki bara slösuð, heldur einnig varnarlaus og mjög brugðið, þá nýtur konan þess að láta þennan ókunnuga mann fullnægja sér í hlíðum Esjunnar. Þrátt fyrir að maðurinn skeyti lítið um sínar eigin þarfir og virðist að- eins hafa það að markmiði að full- nægja konunni myndi svona atvik líklega flokkast undir ofbeldi í raun- veruleikanum. En þar sem þetta er fantasía þá er þetta allt í lagi. Eða hvað? Tileinkuð kynfrelsi kvenna Hér kemur annað dæmi úr bókinni: „Hann þefaði af hálsi hennar, þreif- aði niður eftir líkama hennar og lyfti upp faldinum á kjólnum henn- ar. Hún þráaðist við og reyndi að toga kjólinn aftur niður en hann var sterkari en hún.“ Þarna er lýst sam- skiptum tveggja vinnufélaga, karls og konu, á starfsmannafögnuði. Karlmaðurinn dregur konuna hark- lega afsíðis með sér inn í geymslu og fram kemur að konunni standi ekki á sama. Hún lætur þó að lokum und- an, eins og konur gera. Eða hvað? Fantasíur hefur að geyma 51 kynlífsfantasíu kvenna, en í for- mála bókarinnar kemur fram að yfir 200 sögur hafi borist Hildi eftir að hún auglýsti eftir fantasíum fyrr á þessu ári. Bókin er tileinkuð kyn- frelsi kvenna og segir Hildur að til- gangurinn með henni sé að fagna kynferðislegum fantasíum kvenna og upphefja þær. Margar fantasíanna í bókinni snúast um það hvernig karlmenn fá vilja sínum framgengt gagnvart konum. Konurnar fá vissulega alltaf himneskar fullnægingar í hinum ýmsu kynferðislegu athöfnum sem lýst er í fantasíunum, en oft þarf að- eins að tala þær til eða beita valdi. Undirtónninn er að nei þýði í raun ekki nei. Sendir vafasöm skilaboð Ég neita að trúa því að kynlífs- fantasíur kvenna snúist að miklu leyti um að vera þvingaðar til kyn- lífsathafna. Fantasíurnar hljóma margar eins og þær séu skrifað- ar eftir uppskrift frá frá klámiðnað- inum frekar en að vera sprottnar úr hugarheimi kvenna. Að höf- undar hafi einblínt á það hvað fólk vildi lesa og hvað vekti athygli frekar en að opinbera raunveru- legar fantasíur sínar. Ég vil allavega frekar trúa því að það sé raun- in heldur en að klámiðnaðurinn hafi náð að brengla ímyndunarafl kvenna svo mikið að þær telji sér trú um að fantasíur þeirra eigi að snúast um að þær stundi nauðugar kynlíf. Ég skil ekki tilgang bókarinn- ar og get svo sannarlega ekki séð að hún komi kynfrelsi kvenna við á neinn hátt. Ljóst er að um fantasíur er að ræða. Þar á allt að vera leyfilegt og engin tak- mörk, en skilaboðin sem sögurn- ar senda eru vægast sagt vafasöm. Að konur séu í raun alltaf til í tusk- ið, hvort sem þær liggja slasaðar í hlíðum Esjunnar eða eru dregnar gegn vilja sínum inn í kústaskáp á skemmtistað. Ef fantasíurnar í bókinni væru skrifaðar af karlmönnum, fyrir karlmenn, þá hefði allt orðið vit- laust. En af því þær eru skrifaðar af konum fyrir konur, þá er þetta í lagi. Eða hvað? Klám og ofbeldi verður ekkert minna klám eða ofbeldi þó því sé snyrtilega komið fyrir í vasa- brotsbók með kvenlegri kápu. Ávaxtakarfan á hvíta tjaldið n Ástsæl saga og góður boðskapur B oðskapurinn er sá hinn sami, að láta af einelti og varðveita um leið vináttuna, en það er lagt af stað í ný ævintýri,“ seg- ir Sævar Guðmundsson leikstjóri Ávaxtakörfunnar sem var frumsýnd á föstudaginn. Sagan er eftir Krist- laugu Maríu Sigurðardóttur og að- alsöguhetjur þær sömu og áður, grallaralegir og hvatvísir ávextir sem þurfa að læra eitt og annað um sam- skipti. Sagan sló rækilega í gegn á leik- sviði, og nú eru ávextirnir komnir í bíó. Eftir áramót fara svo 12 þættir af Ávaxtakörfunni í sýningu á Stöð 2. „Við gerðum sjónvarpsþætti á sama tíma og við unnum kvikmyndina. Við vildum nýta efnið og tímann vel og það held ég að hafi tekist vel. Efnið skarast en er ekki sambærilegt.“ Sævar segir allt efnið hafa verið tekið upp í myndveri Latabæjar. Hann er reyndur í bransanum svo það var ekki nýstárlegt að festa leikara í bún- ingi ávaxta á filmu. „Söngurinn var það eina sem var nýstárlegt fyrir mig,“ segir Sævar og hlær. „Ég hef aldrei tekið upp svo viðamikinn söng áður.“ Tónlistin er eins og áður eftir Þor- vald Bjarna. Kristbjörg vonast til að efni myndarinnar hafi áhrif á börn og foreldra þeirra. „Þetta er gríðarlega mikilvægt verkefni sem fræðir börn um einelti og fordóma á skemmti- legan hátt,“ sagði höfundurinn stuttu fyrir frumsýninguna. Með aðalhlutverk fara: Ólöf Jara Skagfjörð, Matthías Matthíasson, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Helga Braga Jónsdóttir, Magnús Jónsson, Atli Óskar Fjalarsson, Bára Lind Þórarinsdóttir, Fannar Guðni Guð- mundsson og Birgitta Haukdal. solrun@dv.is 22 Menning 3. september 2012 Mánudagur Rokkjötnar 2012 Þann 8. september verða haldn- ir risarokktónleikar í íþróttahús- inu í Kaplakrika. Tónleikarnir hafa hlotið nafnið Rokkjötnar 2012 og þar munu koma fram átta af stærstu rokksveitum landsins. Um er að ræða HAM, Skálmöld, Sól- stafi, Brain Police, The Vin- tage Caravan, Bootlegs, Endless Dark og Momentum. Rótgrón- ustu hljómsveitirnar eiga rætur sínar að rekja allt aftur til níunda áratugarins en aðrar eru nýrri af nálinni. Allar eiga hljómsveitirn- ar það þó sameiginlegt að spila ósvikna rokktónlist af „sveittari gerðinni“. Ekkert er til sparað í hljóð- og ljósakerfi á tónleikunum og mun umgjörðin verða öll hin glæsileg- asta. Hægt er að nálgast miða á Rokkjötna 2012 á midi.is. Mynd Sól- veigar á RIFF Opnunarmynd RIFF-hátíðarinnar í ár verður nýjasta mynd Sólveigar Anspach, Queen in Motreuil, en um þessar mundir er verið að heimsfrumsýna myndina á Fen- eyjahátíðinni. RIFF fer fram dag- ana 27. september til 7. október næstkomandi. Didda Jónsdótt- ir og sonur hennar Úlfur Ægisson fara með aðalhlutverk í myndinni ásamt frönsku leikkonunni Flor- ence Loiret Caille. Kvikmyndin hefur þegar fengið mjög góða umfjöllun í Variety. 50 gráir skuggar Bókin Fifty Shades of Grey eftir E.L. James sem slegið hefur í gegn upp á síðkastið og hrist upp í ásta- lífi para um víða veröld kemur út í íslenskri þýðingu 5. september næstkomandi. Bókin, sem feng- ið hefur titilinn 50 gráir skuggar, hefur selst vel hér á landi á ensku en eflaust eru margir sem bíða í ofvæni eftir að fá að lesa hana á móðurmálinu. Það er Forlagið sem gefur bókina út og á heima- síðu segir meðal annars um hana: „50 gráir skuggar er rómantísk, áleitin og ómótstæðileg skáldsaga sem þú leggur ekki frá þér fyrr en að lestri loknum. Og upp frá því situr hún í þér um ókomna tíð.“ Það var Ásdís Guðnadóttir sem þýddi bókina á íslensku. Hvatvísir ávextir Sem þurfa að læra eitt og annað um samskipti. Nei þýðir ekki Nei n Fantasíur – klám í kvenlegri kápu Kynfrelsi Hildur segir tilgang bókarinnar vera að fagna kynferðislegum fantasíum kvenna og upphefja þær. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is Bækur Fantasíur Ritstjóri: Hildur Sverrisdóttir Útgefandi: Forlagið Hver er tilgangurinn? Skilaboðin sem margar sögurnar senda eru vægast sagt vafasöm.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.