Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2012, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2012, Blaðsíða 20
Virkni lengir lífið n Með heilbrigðum lífsstíl getur þú lengt lífið M eð því að vera virkur í samfélaginu og lifa heil- brigðu líferni getum við vænst þess að lifa lengur. Þetta kemur fram í sænskri rann- sókn sem framkvæmd var á Karol- inska Institute þar sem lífsstíll 1.810 einstaklinga sem komnir voru yfir 75 ára aldur var skoðaður en fólk- inu var fylgt eftir yfir 18 ára tímabil. Niðurstöðurnar birtust á breska vefnum Medical Journal. Þar kem- ur fram að karlmenn geta bætt við líf sitt allt að sex árum ef þeir aðhyll- ast heilbrigðan lífsstíl og konur allt að fimm árum. Vísindamenn við rannsóknina segja að það sé aldrei of seint að breyta sínum háttum og taka upp heilbrigðari lífsstíl. Hreyf- ingarleysi, offita, reykingar og mikil drykkja styttir lífslíkur töluvert. 20 Lífsstíll 3. september 2012 Mánudagur Í vor var kynnt samstarf Harvard, MIT og Berkeley. Þessir þrír há- skólar hafa tekið sig saman og bjóða upp á frítt nám á háskóla- stigi. Í haust er boðið upp á sjö námskeið sem lýkur með prófi og diplóma-skjali. Verkefni háskólanna kallast Edx og má skrá sig til náms á vefnum edx.org. Uppátæki skólanna er í fjölmiðl- um ytra sagt boða margháttað- ar breytingar í skólakerfinu. Blaða- maður DV spurði Tryggva Gíslason, magister og fyrrverandi skólastjóra Menntaskólans á Akureyri, og Krist- ínu Ingólfsdóttur, rektor Háskóla Ís- lands, um þýðingu verkefnisins og hvort breytinga væri að vænta á upp- byggingu náms á Íslandi í náinni framtíð. Ný tækni í námi Tryggvi segir nýja tækni hafa ger- breytt námi á síðustu tveimur áratug- um. „Ekki síst hefur margþætt upp- lýsingatækni og veraldarvefurinn opnað nýjar leiðir fyrir þá sem vilja mennta sig og fræðast, og er þetta al- ger undraheimur, heimur óendan- legra tækifæra,“ segir Tryggvi. „Nám það, sem háskólarnir í Harvard og Berkeley bjóða nú, er enn eitt skrefið í þá átt að efla og bæta aðgengi að námi, nýta undraheim tækninnar og gera fleirum kleift að stunda traust nám með hjálp sam- skipta- og upplýsingatækni. Að mínum dómi er þetta einnig tilraun til þess að gera nemend- ur ábyrgari í námi því að þeir ein- ir sækja slíkt nám sem hafa áhuga, en þrennt skiptir mestu máli í öllu námi – og raunar öllu starfi: áhugi, ástundun og ábyrgð. Á þann hátt næst árangur.“ Tryggvi segir of algengt að nem- endur – bæði í grunnskólum, fram- haldsskólum og jafnvel í háskólum – sýni námi sínu lítinn áhuga. Þessu er unnt að breyta telur hann. „Með því að vekja áhuga nemenda, hreinlega gera námið skemmtilegra og meira aðlaðandi, en jafnframt að auka ábyrgð nemenda. Tilboð hinna tveggja fornfrægu háskóla um endurgjaldslaust nám á netinu gæti orðið til þess að gera námið skemmtilegra og auka áhuga og ábyrgð nemenda. Get ég gert einkunnarorð skólanna tveggja að mínum: „The Future of Online Ed- ucation for anyone, anywhere, anytime.“ Jafnvel mætti orða þetta örlítið á annan veg: „The Future of Education for anyone, anywhere, anytime.““ Nauðsynlegt að taka þátt „Mér finnst þetta í rauninni afskap- lega spennandi og það má segja að þetta sé rökrétt þróun af því sem hef- ur verið að gerast. Bæði hvað varðar opnari aðgang að vísindaniðurstöð- um og opnari aðgang að námsefni,“ segir rektor Háskóla Íslands, Krist- ín Ingólfsdóttir. „Breytingin sem er kynnt með Edx og þeim sjö nám- skeiðum sem eru að fara af stað núna er að í fyrsta lagi taka háskól- ar sig saman og í öðru lagi er boðið upp á formlega skráningu á náminu. Þú getur skráð þig í námskeið, farið í próf og fengið viðurkenningu eða diplóma. Þetta held ég að sé byrjun- in á miklu stærri umbreytingu,“ seg- ir Kristín. „Maður getur spurt sig: Hver er tilgangurinn? Mín tilfinning er sú að í þessum skólum sé aukin með- vitund um aukna samkeppni. Þess- ir tilteknu skólar vilja halda sínu for- skoti. Ég held að þeir vilji líka auka þekkingu í heiminum og hluti af því er að bjóða fleira hæfileikaríku fólki til náms, líka því sem hefur hingað til ekki haft aðgengi að námi í æðstu menntastofnunum heims.“ Kristín segir nauðsynlegt að taka þátt í þessari umbreytingu á þekk- ingarsköpun og -miðlun. „Háskóla- starfið mun breytast. Það má nýta þessa framþróun til þess að auka þekkingu og breyta áherslum í námi. Tökum sem dæmi stærðfræði, það mætti halda stór grunnnámskeið í stærðfræði sem eru aðgengileg öll- um og nota kennslustundir í háskól- anum til aukinnar þekkingar.“ n kristjana@dv.is Viltu læra í Harvard? n Nauðsynlegt fyrir Ísland að taka þátt, að mati rektors Háskóla Íslands„Tilraun til þess að gera nemendur ábyrgari í námi Tryggvi Gíslason Umbreyting Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, heldur að frítt háskólanám í Harvard, MIT og Berkeley sé byrjunin á miklu stærri umbreytingu. Frumleg námskeið í boði: Viltu húlla í vetur? Námsmenn verða að hreyfa sig og það má gera margt fleira en hlaupa á hlaupabretti og lyfta lóð- um. Í Kramhúsinu er boðið upp á ansi lífleg námskeið sem ættu að hrista upp í tilverunni. Á föstudagskvöldum verð- ur kennt diskó og dansað við diskólög í klukkustund frá 20– 21. Þá er boðið upp á kennslu í húlahoppi. Alda Brynja er með- limur í Sirkus Íslands og hefur kynnt sér aðferðir húlahoppsins. Námskeiðið verður sex vikur og Alda kennir grunntæknina og alls kyns brögð. Auk þess verður rýnt í flæði og hreyfingar með hringnum við tónlist. Sérstakt námskeið verður haldið fyrir stráka í Afró dansi. Það er Mamady Sano, dansari og trommari sem kemur frá New York sem ætlar að kenna strákum í vetur. Fjarnámskeið hjá Endur- menntun Hjá Endurmenntun Háskóla Ís- lands er fjölbreytt framboð nám- skeiða sem eru send út í gegnum fjarfundarbúnað. Með því gefst íbúum á landsbyggðinni tæki- færi til að sækja námskeiðin í sinni heimabyggð. Námskeiðin eru eingöngu ætluð þátttakend- um í fjarfundi sem er nýbreytni hjá Endurmenntun. Í vetur verða með þessum hætti haldin nám- skeið um sjálfstraust, samstarf við barnaverndarnefndir, Vest- urheimsferðir, verkefnastjórnun, vinnugleði, þunglyndi unglinga og fleira áhugavert. 5 ár fyrir konur – 6 ár fyrir karla Hreyfingarleysi, offita, reykingar og mikil drykkja styttir lífið töluvert.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.