Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2012, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2012, Blaðsíða 4
Sektin bara fórnarkostnaður n Segist hafa vanmetið eineltisstefnu skólans B jörn Steinarsson, sem ók mótorhjóli sínu inn á ganga Lágafellsskóla í Mosfells- bæ í síðustu viku, segir mál sitt vera í farvegi í samvinnu með stjórnendum skólans, en hann á fund með skólastjóra á mánudag. Í viðtali við DV.is á þriðjudag sagðist Björn hafa verið að mót- mæla sinnuleysi skólans varðandi eineltismál sem þar hafa komið upp. Í samtali við blaðamann DV á sunnudag sagði Björn að það hefði ef til vill ekki verið rétt metið hjá sér að skólinn tæki ekki á eineltismál- um sem koma upp innan skólans. „Það er búið að vinna þarna fínt starf, maður heyrir minna af mál- um sem hafa verið leyst vel. Erfiðu málin vekja alltaf meiri athygli, en það hefur greinilega verið unnið gott starf þarna líka.“ Hann býst við að verða sektað- ur fyrir athæfið en kallað var á lög- reglu sem þurfti að fjarlægja hann úr skólanum. „Þeir finna örugglega einhverjar greinar í umferðarlögun- um sem ég hafði brotið, þannig að ég býst við að fá einhverja sekt fyrir það, en það er bara fórnarkostnað- ur í málinu og ég tek því bara.“ Skólinn sendi foreldrum og for- ráðamönnum barna í skólanum tilkynningu vegna málsins sama dag og það kom upp, þar sem for- eldrum var bent á að hafa sam- band við skólann ef þau teldu að börn gætu þurft á áfallahjálp að halda. Björn vill aftur á móti meina að engin hætta hafi skapast í skól- anum, en atvikið átti sér stað í há- deginu þegar flestir nemendur sátu í matsal skólans og urðu vitni að því þegar hann kom keyrandi inn. hanna@dv.is 4 Fréttir 3. september 2012 Mánudagur Mótorhjól Maðurinn sem ók mótorhjóli inn í Lágafellsskóla býst við að verða sektaður fyrir athæfið. AFTUR GRIPIN VIÐ FRAMHJÁLÖNDUN n Kristbjörg ÍS landaði fram hjá vigt n Gylfi er stjórnarformaður É g get staðfest það að málið er til rannsóknar en get ekki sagt meira um það,“ segir lög- reglumaður hjá lögreglunni á Vestfjörðum í samtali við DV. Kristbjörg ÍS-177, sem er í eigu útgerðarfyrirtækisins Lotnu ehf, var gripin við framhjálöndun síð- astliðinn föstudag. Knattspyrnu- maðurinn Gylfi Þór Sigurðsson er stjórnarformaður Lotnu en hann hefur sagt að hann komi ekki ná- lægt rekstrinum. Samkvæmt heimildum blaðsins er um að ræða um eitt og hálft til tvö tonn sem ekki voru gefin upp en samtals var landað 6 tonnum úr Kristbjörgu. Fótboltastjarna stjórnarfor- maður Þetta mun ekki vera í fyrsta sinn sem slíkt gerist hjá þessari út- gerð. Fyrir tveimur árum var skip- ið svipt veiðileyfi í sex vikur vegna framhjálöndunar. Samkvæmt heimildum DV hefur um tíma ver- ið orðrómur á kreiki um að þetta væri enn stundað á skipinu og því má segja að hann hafi með þessu verið staðfestur. Eins og áður segir er Kristbjörg í eigu Lotnu ehf. Gylfi Þór Sigurðs- son er stjórnarformaður fyrirtækis- ins og hefur verið það frá því í fyrra. Faðir hans Sigurður Aðalsteinsson keypti Lotnu ehf árið 2010 með Kristjáni Sigurði Kristjánssyni af Skúla Kristinssyni. Þeir sögðu sig úr stjórn í febrúar í fyrra og Gylfi kom inn sem stjórnarformaður ásamt þeim Þorgrími Laufari Krist- jánssyni og Ólafi Má Sigurðssyni, sem sitja í stjórn Lotnu. Kemur ekki nálægt stjórninni Þrátt fyrir að Gylfi sé skráður stjórnarformaður fyrirtækisins hefur hann sagst koma hvergi ná- lægt rekstrinum. Í viðtali við Daily Mail fyrr á þessu ári sagði hann: „Ekki spyrja mig um fisk. Allir vilja tala um fisk við mig. Alltaf fisk.“ Gylfi virðist því ekki hafa gaman af umræðuefninu. Hann segir einnig í viðtalinu að aðkoma hans að fyrirtækinu sé engin þó að hann sé skráður stjórn- arformaður. Hann hafi fjárfest með sparifé sínu í fyrirtækinu Lotnu ehf til þess að faðir hans gæti tekið yfir stjórnina í fyrirtækinu. „Fólk segir að ég sé stjórnar- formaður – sem ég er greinilega – en pabbi minn rekur fyrirtækið. Hann hefur verið sjómaður nánast allt sitt líf. Við erum kannski með 10 manns í vinnu eða 100, ég veit það ekki. Ég er svo mikill stjórnar- formaður. Í alvöru, þá er ég ekkert tengdur sjómennsku.“ Slóð gjaldþrota Kristbjörg ÍSÍ-177 er gerð út frá Fla- teyri en Lotna ehf keypti þrotabú fiskvinnslunnar Eyrarodda á Flateyri í fyrra. RÚV sagði frá því á síðasta ári að eftir eigendur fyrirtækisins, þá Sig- urð Aðalsteinsson og Kristján Sigurð Kristjánsson, lægi löng slóð gjald- þrota. Í fréttinni kom fram að sam- kvæmt upplýsingum úr fyrirtækja- skrá hefðu 20 fyrirtæki sem þeir stýrðu orðið gjaldþrota. Þar af 17 á 10 árum. Og enn fleiri eru dæmin ef fyrirtækin sem þeir voru stjórnendur í eru tekin með. Flest þessara fyrir- tækja tengdust fiskvinnslu og útgerð. Kristján var árið 2003 dæmd- ur fyrir stórfellt fiskveiðibrot. Var hann þá dæmdur fyrir að halda bát- um ítrekað að veiðum án tilskil- inna aflaheimilda. Fyrir það brot var hann dæmdur í sex mánaða fang- elsi og til þess að greiða 20 milljóna króna sekt og tæplega 14 milljónir í skaðabætur. Hvorki náðist í Sigurð né Kristján við vinnslu fréttarinnar. „Ég get staðfest það að málið er til rannsóknar en get ekki sagt meira um það. Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is Formannskjör hjá Samstöðu Skráning á landsfund Samstöðu er hafin en fundurinn verður haldinn helgina 6. og 7. október. Frá þessu er greint á vefsíðu flokksins. Allir sem greitt hafa fé- lagsgjald hafa rétt til setu og at- kvæðagreiðslu á landsfundinum. Sigurjón Norberg Kjærnested, annar tveggja sitjandi varafor- manna flokksins, segist ekki hafa hug á að bjóða sig fram til for- manns. „Ég er nú bara nýgiftur og vil ekki leggja þetta á hjóna- bandið,“ sagði hann þegar DV leit- aði til hans. Kristbjörg Þórisdóttir sál- fræðingur sem situr í stjórn Sam- stöðu hefur verið nefnd sem lík- legt formannsefni. Hún segist þó ekki hafa tekið ákvörðun um að bjóða sig fram. Stjórnarformaður Gylfi Þór hefur ítrekað verið spurður um aðkomu sína að útgerðinni í erlendum fjölmiðlum en hann segist ekkert vita um reksturinn. Hann ber þó ábyrgð sem stjórnarformaður. Íslendingar í fangelsi fyrir fíkniefnasmygl Íslensku karlmennirnir, sem hand- teknir voru á Kastrupflugvelli með fimm kíló af e-töflum í fórum sínum fyrr á árinu, eiga yfir höfði sér fang- elsisdóm í Danmörku. Dómur féll í máli þeirra á föstudaginn að því er fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 á sunnudag. Annar þeirra fékk fimm ára dóm en samkvæmt óstaðfestum upplýsingum fékk hinn átta ára dóm. Mennirnir hafa setið í gæsluvarð- haldi í hálft ár án þess að óska eftir aðstoð íslenskra yfirvalda, en Stöð 2 upplýsti fyrst um málið í mars. Mennirnir eru báðir á fertugsaldri og hafa leigt saman í Kaupmannahöfn um árabil. E-töflurnar voru 25 þúsund tals- ins en götuvirði efnanna á Íslandi nemur um það bil 60 milljónum króna. Skráning og upplýsingar í síma 564 4030 eða á tennishollin.is TENNIS er skemmtileg hreyfing Nú er rétti tíminn til að panta fastan tíma í tennis. Eigum nokkra tíma lausa. Skemmtilegu byrjendanámskeiðin fyrir fullorðna eru að hefjast.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.