Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2012, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2012, Blaðsíða 10
10 Viðtal 3. september 2012 Mánudagur É g held að einhæfnin og sveiflurnar í íslensku atvinnulífi leiði til þess að árangur og gróði er of tilviljanakenndur,“ seg- ir Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, um það sem hann kallar torfuhugsunar- hátt samfélags okkar. Guðmundur segir stjórnmálin oft á tíðum undar- leg og að hann hafi þá tilfinningu að þau hafi undanfarið tekið á sig hat- rammari mynd. Það komi í veg fyrir að færi gefist á að velta fyrir sér grund- vallarspurningum um hvernig samfé- lag eigi að rísa upp úr hruninu. Túristar sem makríltorfa „Af því að árangur er tilviljanakennd- ur og oft byggður á veikum grunni þá leiðir það til þess að rík tilhneiging verður til torfuhugsunarháttar. Það er bara ný torfa á leiðinni og þá eru bara öll net úti. Mér finnst við stundum hugsa um túrista eins og hverja aðra makríltorfu. Við verðum bara að ná þessu öllu inn og það hratt.“ Guðmundur segir þessa hugs- un valda sér áhyggjum vegna þess að hún ýti ekki undir stöðugleika eða langtímahugsun. „Það er líka hugs- anlegt að þetta leiði til þess að fólk sjái minni tilgang í að mennta sig. Til hvers að mennta sig ef árangur er meira eða minna tilviljunum háður? Þetta skýrir kannski af hverju brott- fall úr skóla er svona hátt á Íslandi? Ég held að einhver stærstu viðfangsefni þjóðarinnar séu að auka fjölbreytni og minnka sveiflur.“ Hann segir torfuhugsun ítrek- að hafa leitt af sér hrun, stundum af- markað en líka heildarhrun. „Ítrek- að hefur þetta leitt af sér afmarkaða ofþenslu og það leiðir svo af sér öm- urlegt hrun, til dæmis í laxeldi og minkarækt svo dæmi séu nefnd.“ Í einhæfu atvinnuástandi sem Guðmundur segir ríkjandi hér á landi er örvænting ekki óalgeng. „Þetta er alveg skiljanlegt. Atvinnulífið er ein- hæft og stuðningur einhæfur og háð- ur duttlungum. Í landbúnaði til dæm- is þá sjáum við að nánast eingöngu er stutt við bakið á þeim sem framleiða lamb og mjólk. Í svoleiðis umhverfi myndast kannski ákveðin örvænting og þegar ný tækifæri koma er sterk hneigð til þess að allt of margir rjúki í það í einu.“ Þingið á sér fáa málsvara „Forsetakosningarnar virtust svo- lítið eins og keppni í að tala illa um þingið,“ segir Guðmundur aðspurð- ur hvort þingið eigi sér fáa málsvara og jafnvel þingmenn sjálfir fjarlægist þingið og stundi þau stjórnmál að tala það um leið niður. „Mér fannst þetta áberandi í forsetakosningun- um, þar stóð upp úr nánast öllum for- setaframbjóðendum að þingið væri ómögulegt og þeir ætluðu að endur- reisa virðingu þingsins.“ Hann segist sjálfur vera gagnrýn- inn á þingið og vilja sjá mikla nafla- skoðun innan veggja þess. Hún hafi þó að nokkru leyti farið fram. „Þetta er orðið svolítið gagnrýnis- laust tal, þetta með að þingið sé svo ómögulegt.“ Hann segir þingið ekki alltaf njóta sannmælis og seg- ist ekki viss um að fólk átti sig á hversu langt og ítarlegt ferli bíði þingmála á Alþingi. „Það eru ákaflega vönduð vinnu- brögð í nefndum Alþingis. Ég er ekki viss um að fólk átti sig á hversu vandað það starf er,“ segir Guðmundur sem bendir á að öll mál fari í þrjár umræð- ur og til umfjöllunar þingnefnd- ar. Þar gefst almenningi og öll- um hagsmunaaðilum tækifæri til að senda inn umsagnir sem þingnefndum ber að fara yfir. „Ef nefndin er góð þá myndast góðar samræður þar sem fólk leggur yfirleitt til hliðar harð- ar flokkspólitískar línur. Fólk er bara faglegt og opið.“ Viðvarandi valdabarátta „Ég gruna marga þingmenn um að horfa bara á stjórnmál sem valdabaráttu,“ segir hann að- spurður um málþóf síðasta þings. Almenningur mátti þá búa við þjóðþing þar sem þingmenn tóku sig ítrekað til við að tefja framgang þingmála. Þar má nefna lög um hækk- un kvóta Íslands hjá Alþjóðagjaldeyr- issjóðnum sem og sameiningu ráðu- neyta og þingsályktunartillögu um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um drög stjórnlagaráðs. „Þetta er alveg nýtt, held ég, að hertaka pontuna svona og það jafnvel í minniháttar málum. Jafnvel þegar liggur fyrir samkomulag um hvernig má klára málin þannig að flestir séu sáttir.“ Að skapa sér stöðu er hugtakið sem þingmenn nota um að tefja fram- göngu mála með málþófi. Alþingi vinnur eftir fyrirfram áætl- aðri starfsáætlun sem allir þingmenn og flokkar eiga að starfa eftir. Þegar líða fer á þingárið verður oft nauðsyn- legt að semja um þinglok. Stjórnar- andstaðan getur gripið til þess ráðs að tefja mál og þröngva þannig stjórnar- meirihlutanum að samningaborðinu. Á göngum Alþingis er þetta kallað að skapa sér stöðu. Hugtakið er einnig notað um það þegar þingmenn stjórnarmeirihlutans nýta sér pontu þingsins til að tefja fyrir framgöngu þingmáls. Þannig geta þeir skapað sér stöðu gagnvart eigin meirihluta og þannig haft enn meiri áhrif á málið en atkvæði þeirra gefur ef til vill ástæðu til. „Það liggur jafnvel ekki fyrir í upp- hafi þessa leiðangurs hvaða stöðu er verið að búa til. Það er bara verið að taka stöðu til þess að taka stöðu. Þetta heitir í mínum huga valdabar- átta og þú getur nálgast stjórnmál- in þannig. En viðvarandi valdabar- átta skapar ömurlegt þing, alveg eins og viðvarandi valdabarátta yrði óþol- andi í daglegu lífi. Maður gæti ekki staðið í svoleiðis endalaust. Þá yrði líf manns bara eins og viðvarandi Dallas-þáttur.“ Guðmundur segir þá sem nálgist stjórnmál sem endalausa baráttu um vald og stöðu, frekar en að nálg- ast þau sem vettvang til að gera gagn, vera fljóta að átta sig á hvernig taka eigi alræðisvald á þinginu. „Menn sjá að leiðin til valda á þinginu er að hertaka pontuna. Þá verða menn eins og dyraverðir á þinginu. Bara eins og í gamla daga á Kaffibarnum. Þar sem dyravörðurinn ákvað hverjir komust inn og hverjir ekki.“ Stjórnmál snúist um traust Guðmundur var kjörinn á þing fyr- ir hönd Framsóknarflokksins í kjöl- far kosninganna árið 2009. Um mitt ár 2011 sagði hann sig úr flokknum eft- ir að hafa í nokkurn tíma ekki fund- ið sig í Framsókn. Flokki sem Guð- mundur segir hægt og bítandi hafa orðið harðari í stjórnarandstöðu. Hann stofnaði Bjarta framtíð ásamt Heiðu Kristínu Helgadóttur og fleira fólki skömmu eftir síðustu áramót og gegnir formennsku í honum. „Það er ekki tilviljun að fyrsta yfirlýsingin sem kom frá Bjartri framtíð var yfirlýsing um stjórnmál og hvernig við vilj- um nálgast þau. Hún fjallar um hvað stjórnmál eru í okkar huga og hvernig við viljum stunda stjórnmál. Hér býr að baki sú sannfæring að viðfangsefnin í stjórnmálum nútímans séu meira og minna sameiginleg og áherslur því oft keimlíkar, og því skipti máli að flokkar segi hvernig þeir ætli að nálg- ast þessi viðfangsefni. Tali um aðferðirnar. Við teljum það eitt okk- ar stærsta verkefni að byggja upp traust og samræðu. Það verður aldrei litið fram hjá því að við höfum ólíkar skoðanir og það verður aldrei upprætt enda engin ástæða til. Mis- munandi skoðanir og áhersl- ur eru kostur. En traust þarf að ríkja.“ Tækifæri til áhrifa „Ég sat náttúrulega í stjórnarandstöð- uflokki sem var stigvaxandi í meiri og harðari stjórnarandstöðu. Ég er ekki sammála þeirri nálgun og fór því raunar bara sjálfur að setja mér markmið,“ segir Guðmundur um hlutskipti sitt sem stjórnarandstöðu- þingmanns. Hann segir öllum þing- mönnum standa til boða að hafa áhrif á framgang mála en til þess þurfi að vera samstarfsvilji. „Ég held að í næstu kosningum muni margir tala um samvinnu. Sú orðræða á eftir að fara mjög hátt. Mér sýnist samt að fólk sé aðallega að tala um samvinnu um eigin hugmynd- ir. Að mínu viti gengur það ekki upp. Menn verða að sýna vilja til samninga og samvinnu en ég verð að játa að ég sé hann ekki alltaf. Mér finnst þetta tal oft frekar innantómt.“ Hann beinir orðum sínum ekki að- eins til stjórnarmeirihlutans. Raunar talar hann sérstaklega til stjórnarand- stöðunnar. Sjálfur segist Guðmundur hafa fengið tækifæri til að koma sín- um sjónarmiðum og málefnum sem hann leggur áherslu á í gegn. „Ég vildi koma að vinnu við upp- byggingu græna hagkerfisins og var búinn að vera að vinna þingsálykt- unartillögu um það. Það var seinna samþykkt mjög góð tillaga frá Skúla Helgasyni, þingmanni Samfylkingar- innar, sem ég var meðflutningsmaður að. Þá fékk ég sæti í nefnd sem átti að vinna tillögur að uppbyggingu græna hagkerfisins. Það var mjög góð nefnd sem vann góða vinnu. Hugmyndir hennar eru svo að skila sér inn í fjár- festingarstefnu ríkisstjórnarinnar.“ Hann nefnir þetta dæmi sérstak- lega enda segir hann Bjarta fram- tíð hafa haft ákveðnar hugmynd- ir um hvernig koma ætti vinnu eins og græna hagkerfinu í framkvæmd. Björt framtíð hafi þannig lagt áherslu á að stefnumótandi vinna eins og þessi og fleira yrði lagt til grundvall- ar fjárfestingum ríkisins. Á það hafi meirihlutinn hlustað og vinni nú með. Strandar stjórnarskráin á þinginu? „Sumpart hefur það komið mér á óvart hvað andstaðan við stjórnar- skrárdrögin er megn,“ segir Guð- mundur inntur viðbragða við andstöðunni við endurskoðun stjórn- arskrárinnar. „Í hverju skrefi er sagt að þetta sé allt vanhugsað og mikil hætta sé á ferðum. Á virkilega að fara að samþykkja hér stjórnarskrá án um- ræðu? er sagt í pontunni.“ Hann segir undarlegt að hlusta á þessi viðbrögð í þinginu. Hann gruni sumpart að andstaðan sé fyrst og fremst við ákvæði stjórnarskrárdrag- anna um auðlindir í þjóðareign. „Ég hef verið að reyna að benda á að þetta er ákveðið ferli sem við erum í. Það er ekki gripið úr lausu lofti. Það hefur gengið mjög brösuglega fyrir Ís- lendinga að semja sér nýja stjórnar- skrá frá grunni. Það hefur samt alltaf staðið til. Núna var farið í ákveðið ferli með málið og það verður að leyfa því ferli að klárast, skref fyrir skref.“ Guðmundur segist þó svartsýnn á að þingið hafi burði til að klára mál- ið. „Það væri ömurlega sorglegt ef allt þetta fallega samráðsferli strandaði á þinginu.“ n „Valdabarátta skapar ömurlegt þing“ Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, býr sig undir lokaþing kjörtímabilsins. Alþingi verður sett 11. september næstkomandi. Atli Þór Fanndal hitti Guðmund í tilefni af komandi þingi og fór yfir þau mál sem hann telur að verði til umræðu á síðasta þingi kjörtímabilsins. Á næstu dögum mun DV birta viðtal við formenn stjórnmála- flokkanna á þingi og fulltrúa nýrra framboða sem hyggjast bjóða fram í komandi kosningum. Atli Þór Fanndal atli@dv.is Viðtal „Mér finnst við stundum hugsa um túrista eins og hverja aðra makríltorfu. Við verðum bara að ná þessu öllu inn. Torfusamfélagið Guðmundur Stein- grímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, segir Ísland bera þess merki að vera torfusamfélag, árangur og gróði sé of tilviljanakenndur til langtímaáætlana vegna óstöðugleika. MYNDIR EYÞÓR ÁRNASON Lífið sem Dallas-þáttur Guðmundur segir að hann gruni marga þingmenn um að nálgast stjór nmálin sem eilífa baráttu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.