Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2012, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2012, Blaðsíða 7
Glímir þú við stjórn- leysi í áti oG þynGd? Þá gætir þú átt við matar- eða sykurfíkn að stríða Þetta bjóðum við uppá í vetur ✗ 12 vikna meðferð fyrir nýliða og þá sem þurfa að komast í „fráhald“. Meðferðin hefst með helgarnámskeiði og síðan tekur við daglegur stuðningur við matarprógramm, vikulegir meðferðahópar, fyrirlestrar og kynningar m.a. á 12 spora starfi. ✗ Fráhald í forgang: 16 vikna framhaldsnámskeið fyrir þá sem hafa lokið 12 vikna meðferðinni og vilja áframhaldandi stuðning og dýpri vinnu. ✗ 9 mánaða framhaldshópa sem hittast einu sinni í mánuði. Þessir hópar eru hugsaðir sem stuðningur við fráhald og 12 spora starf. einstaklingsmiðuð meðferð hjá mFm miðstöðinni innifelur 1 Fræðslu um offitu, matar/sykurfíkn og átraskanir; orsakir og afleiðingar. 2 Ráðgjöf og kynningu á leiðum til lausna, m.a. 12 spora bataleiðinni. 3 Einstaklingsmiðaða meðferð og stuðning í meðferðahópum og einstaklingsviðtölum. 4 Leiðbeiningar um breytt mataræði og stuðning við fráhald. 5 Matreiðslunámskeið; lært að elda fyrir nýjan lífstíl. Næstu byrjendahópar hefjast 8. sept. og 10. okt. Framhaldshópar hefjast nú í byrjun september. „Mér finnst alveg frá- bært að það séu til fagaðilar sem taka á þessum kvilla og finnst mér þið vinna frábært og mjög svo þarft verk. Áfram MFM.“ „Meðferðin hjá MFM hefur bjargað lífi mínu, hún er einstök og nálg- ast offituvandann og átraskanir út frá sjón- arhorni fíknar. Vonandi lifir og stækkar MFM módelið í réttu hlutfalli við vandann sem er við að etja í samfélaginu.“ „Frábært starf og ánægður með þá elsku og umhyggju sem skín í gegn frá ykkur sem starfið þarna :-) “ Frá skjólstæðingum MFM miðstöðvarinnar Áhugasamir hafi samband í síma 568 3868 eða senda póst á matarfikn@matarfikn.is Árið 2009 las ég grein um tvær konur sem höfðu lést um tugi kílóa og litu ansi vel út þannig að ég hugsaði málið í nokkra mánuð og ákvað að gera eins og þær að fara í MFM og „grenna mig“! Ég byrjaði í meðferð um miðjan sept- ember, en ég hafði aldrei heyrt talað um matarfíkn og var ekki tilbúin til að sam- þykkja það að ég væri matarfíkill. Mjög fljótlega fór ég útaf prógramminu hætti að vera heiðarleg og fannst það henta mér bara ágætlega að borða það sem mér datt í hug í þeim boðum sem ég fór í og byrja svo aftur í prógramminu daginn eftir. Þessu fylgdu fráhvarfsein- kenni svo sem höfuðverkur og vanlíðan svipuð og kaffidrykkjufólk finnur fyrir ef það fær ekki kaffi og á endanum gafst ég upp enda þá alveg að koma jól og ég ætlaði bara að taka á því í janúar, sem og ég reyndi en það gekk ekki. Ári síðar fór ég aftur í meðferð hjá MFM og var þá búin að sjá að allt sem mér var sagt hjá MFM var rétt og pass- aði við mig, ég er matarfíkill og viður- kenndi það fyrir sjálfri mér enda hafði ég skoðað mig vel á þessu ári sem hafði liðið. T.d. ef ég fór í veislu var ég nokkra daga á eftir í mikilli löngun í sætindi og fannst ég jafnvel ekki fá nóg í veislun- um – ég gat aldrei borðað eins mikið af því sem mig langaði mest í, því að ég varð að gæta hófs útaf öðru fólki og oft var ég aðeins með hálfan hugann við samræður því ég var meira að hugsa hvort það væri nú dónalegt að fá sér annan bita eða disk á þessu eða hinu augnablikinu, ég var góð á milli en svo kom að næstu veislu og það tók mig a.m.k. viku að ná mér þokkalega. Áður en ég byrjaði aftur í meðferðinni var ég farin að borða þegar ég hafði pláss til að bæta á mig og beið oft óþreyjufull eftir að geta fengið mér meira og fann að ég var að missa þessa bremsu sem hafði hindrað mig í að haga mér eins og mig langaði til í áti. Núna er liðið rúmlega eitt og hálft ár og ég hef lést um 34 kg og er nærri því komin í kjörþyngd. Það sem kemur mér mest á óvart er hversu átakalaust þetta hefur verið, ég er nánast aldrei svöng, fæ ekki blóðsykurfall eins og kom oft fyrir mig áður og er ekki endalaust að hugsa um mat, hvað ég eigi að fá mér næst eða hvernig hitt og þetta bragðast og reyndar er ég daglega að borða alveg ótrúlega góðan mat og mikið af honum. Ég er ekki með of mikla húð og ef þú sæir mig í fyrsta sinn í dag myndi þig ekki gruna að ég hafi verið feit. Og loksins ég get valið um fatnað þegar ég fer í boð en ekki eins og áður bara spurning um hvað ég kæmist í. Í meðferðinni var líka skoðað hvaða tilfinningar það eru sem ég hef verið að borða yfir og það er algjör- lega bráðnauðsynlegt sé ég núna, en áður sagði ég oft „ég fer í ísskápinn þegar mér líður illa og greinilega liðið oft illa, ha, ha ,ha“ Í dag geri ég mér grein fyrir hversu rétt þetta er að sá sem er fíkinn í eitthvað leitar í það sérstakalega þegar hugurinn kemst í uppnám. Ég sé það núna að ég hef verið matarfíkill frá barnsaldri án þess að gera mér grein fyrir því. Ef ég var ekki enn orðin sannfærð um að þetta væri fíkn hjá mér þá fékk ég staðfestingu á því nokkrum mánuðum eftir að ég byrjaði í seinni meðferðinni en þá borðaði ég, í veislu, hamborgarhrygg og athugaði ekki áður að sykur var í kjötinu, kjötið hafði sem- sagt verið sett í sykurvatn eftir að hafa verið saltað og þótt að það sé kannski ekki mikill sykur þá hafði þetta strax áhrif á mig, mig langaði strax í meira en minn skammt og þegar eftirréttirnir voru bornir fram varð ég nánast við- þolslaus af löngun í þá og næstu þrjá daga var ég í mikilli vanlíðan. Meðferðin hjá MFM hefur breytt mínu lífi til hins betra og ég er óend- anlega þakklát því góða starfi sem þar fer fram, það að geta leitað til þeirra sem hafa svipaða sögu og ég munar mig miklu því að ég hef fengið mikinn skilning, fagmennsku og góðvild frá öllum sem ég hef hitt þarna. reynslusaga matarFíkils Það er von Fyrir Þá sem glíma við sykur- og matarFíkn! Við getum átt heilbrigt og gott líf þegar við göngumst við vandanum og aðlögum okkur að þeim lífsvenjum sem virka. ✗ Við upplifum frelsi frá matarílöngun og þráhyggju gagnvart áti og þyngd ✗ Við náum og viðhöldum eðlilegri þyngd ✗ Við fáum nóg að borða og borðum hollara fæði ✗ Við losnum við lífstílssjúkdóma ✗ Við lærum að standa með sjálfum okkur ✗ Við eignumst nýtt líf! Þetta er reynsla ráðgjafa MFM eða Matarfíknarmiðstöðvarinnar. Þær benda á að matarfíkn á það sammerkt með öðrum krónískum sjúkdómum að þegar við sinnum okkur á réttan hátt getum við haldið einkennum niðri og átt heilbrigt og gott líf. MFM eða Matarfíknarmiðstöðin hefur starfað í tæp 7 ár og verið í nánu samstarfi við Bandaríska meðferðaaðila frá ACORN (www. foodaddiction.com) Á þessum tíma hafa nálægt tvö þúsund íslendingar sótt miðstöðina heim til að kanna hvort þeir geti átt við matarfíkn að stríða. Þegar einstaklingur kemur í sitt fyrsta viðtal, förum við yfir stöðuna varðandi át og þyngdarvanda. Við leggjum fyrir spurningalista sem segja til um hvort um matarfíkn og átraskanir geti verið að ræða. Einnig skoðum við ættarsögu viðkomandi, hvort vandinn geti legið í genum. 12 vikna grunnmeðferðin hjá MFM hefst síðan með helgarnám- skeiði þar sem skjólstæðingur er leiddur af stað inn í afvötnun eða svokallað „fráhald“ frá þeim matartegundum sem geta valdið fíkniviðbrögðum í líkama hans. Farið er mjög ítarlega yfir þær mataræðisbreytingar sem við mæl- um með allavega til að byrja með og síðan lagður grunnur að einstak- lingsmiðuðu meðferðaprógrammi sem tekur á líkamlegum, huglægum og tilfinningalegum einkennum matarfíknarinnar. Í meðferðinni fær skjólstæðingurinn daglegan stuðn- ing við matardagskrá og mætir á vikulega hópfundi ásamt fyrirlestr- um og kynningum á 12 spora starfi. „Fráhald í forgang“ eru fram- haldsnámskeið sem hafa verið mjög vinsæl. Þar getur skjólstæðingur haldið áfram eftir 12 vikna grunn- meðferðina. Einnig hafa margir fyrrverandi skjólstæðingar nýtt sér að koma inn í þessi námskeið til að styrkja sig í batanum eða komast aftur af stað í fráhaldi. Ráðgjafar Matarfíknarmið- stöðvarinnar hafa allir reynslu af matarfíkn og átröskunum og hafa náð bata og viðhaldið honum til lengri tíma. Þeir eru háskólamennt- aðir einstaklingar sem hafa stundað diplómanám í fíkniráðgjöf og sér- hæft sig í matarfíknarráðgjöf.Síðumúli 6, 2 hæð, 108 Reykjavík | Sími: 568 3868 GSM: 896-3868 | matarfikn@matarfikn.is Agnes Þóra Guðmundsdóttir, Lilja Guðrún Guðmundsdóttir og Esther Helga Guðmundsdóttir. matarfikn.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.